Þjóðviljinn - 03.09.1983, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Síða 7
Helgin 3.-4. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 sunnudagspistill X^>/ r Umsagnir um bækur Atta hundruð bækur, vesgú Bæöi ég og aðrir hafa öðru hvoru látið uppi svartsýni um hag bókarinnar á íslandi. Útgáfan er mikil, er þá sagt, en það hlýtur að koma að því að hún dragist saman. Sjónvarpið mun stela tíma frá bókum, svo vídeóið eða eitthvað enn annað. Ekkert af þessu heftur ræst hingað til, sem betur fer. Bókin hefur haldið sínu - að minnsta kosti því sem hægt er að skrá með tölum. Til dæmis segir frá því í nýútkominni fs- lenskri bókaskrá, að í fyrra hafi komið út á íslandi 820 bækur og 380 bæklingar, alls 1200 titlar. Enn fleiri en í hitteðfyrra. Út- gáfan aldrei meiri. Að vísu er hér mikið um prentmál, sem ekki fer á neitt það flakk sem er eðli til dæmis skáldsögu, ævisagna eða þá fræðirits um jurtir eða sögu. En það er sama: talan er mjög há og það getur verið þægilegt að vitna til hennar þegar menn eru í þjóðrembustríði. Og manni skilst einnig af nýlegum fréttum, að útlán á almennings- bókasöfnum séu í hámarki þegar á allt er litið. Hvað verður? Vitanlega segja slíkar tölur ekki nema sannleikann tæplega hálfan. Við vitum lítið, hvað verður af þessum átta hundruð bókum. Við vitum lítið um upplög bóka. Enn minna um notkun þeirra. Ekkert að gagni um það galdraspil sem fram fer milli höfundar og lesanda þegar vel tekst til um bók. Ekki nema löngu síðar-í æviminning- um einstaklinga - og hve langt geta menn gengið í að draga almennar ályktanir af þeim? Við vitum heldur ekki hvaða bækur það eru, sem fá þau örlög sem eftirsóknar- verðust eru, en þau þýða að bækur séu lesn- ar upp aftur. En börn eru vitur segir Olof Lagercrantz á einum stað: ef þeim líkar við bók vilja þau strax heyra hana eða lesa hana aftur. Og Georg gamli Brandes sagði, að sá sem hefur lesið góða bók aðeins einu sinni hafi alls ekki lesið hana. Góða bók, sagði sá gamli - og þar með erum við minnt á leiðinlega uppákomu í nútímanum: það þykir hofmóður að tala um góðar bækur og vondar. Gott ef ekki í andstöðu við lýðræðið. Allir höfundar eru jafnir á fagfélagsgrundvelli og eiga víst helst að fá borgað eftir uppmælingu. Ert þú ekki með bók í ár? Sögur og Ijóð Það er líka hægt að rýna áfram í íslenska bókaskrá. Það er til dæmis mjög furðulegt hve mikið er gefið út af ljóðabókum. Þær voru 68 í fyrra, allt frumútgáfur nema sex. Mörg þau kver voru mjög smá, en mér er sama - þetta er ótrúlega mikið magn. Og hafi tvær eða þrjár ljóðabækur verið áhuga- sömum lesara einhvers virði, þá er ástandið takk bærilegt. íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn urðu 48. Það er líka með meira móti. Og nýjar skáldsögur, sem höfundarnir telja á- reiðanlega til bókmennta en ekki afþreyingar (hvað sem aðrir telja) voru yfir þrjátíu. Ef nokkur hreyfing er á þessu sviði sem ráðin verður af tölum, þá er það helst, að opinskáir reyfarar eru varla nema sex eða sjö. Hitt er svo vafalaust, - svo haldið sé áfram með þá fyrri spurningu hvað verð- ur um bækurnar - að einmitt þessir ágætu reyfarar, afþreyingin, eru sjálfsagt miklu meira Iesnir en obbinn af þeirri framleiðslu sem tekur sig hátíðlega. Að minnsta kosti benda bókasafnsskýrslur til þess. En þá er líka að muna eftir því, að sumar bækur fá menn sér á almenningsbókasöfnum fyrst og fremst, meðan aðrar leita sér að plássi á heimilisbókasöfnum. Það hefur líka verið tómstundaiðja hjá mér að skoða listann yfir erlendar skáld- sögur. Þær eru mjög stór flokkur, um hundrað bækur, helmingurinn úr ensku, rösklega 30 úr Norðurlandamálum, önnur menningarsvið eru ekki mikið á dagskrá. Hér er hlutfallið milli afþreyingar og bók- mennta annað, samt má finna yfir tuttugu bækur sem vel mega teljast til bókmennta í hefðbundnum skilningi. Tiltölulega fæstar eru þá úr ensku, en allar þær fjórar bækur sem koma til okkar úr spænsku eru merkis- rit, Cervantes, Marquez. Og spyrji menn að hreyfingu milli ára, þá er bókmennta- hlutfallið tiltölulega gott í fyrra. Við sögðum áðan, að það væri ekki hægt að færa í skýrslur mikið um líf bóka, þær viðtökur sem þær fá. Kannanir á bóklestri hafa allar mjög mikla annmarka. En það er náttúrlega hægt að telja saman ritdóma, yfirlit yfir þá kemur seinna, í Bókmennta- skrá Skírnis. Hún er ekki komin út, en ef að líkum lætur þá er þar að finna fljóttekna ályktun um, að hvað sem höfundar kvarta: um hirðuleysi fjölmiðla, þá er fjallað um ótrúlega stóran hluta nýrra íslenskra bóka. Um gæði þeirrar gagnrýni er hinsvegar varla hægt að segja mikið meira en hægt er að staðhæfa um gæði samanlagðrar bóka- framleiðslunnar. Að minnsta kosti ekki nú og hér. Kannski eru skrifaðar alltof margar bækur og alltof margir ritdómar. George Orwell skrifaði einu sinni skemmtilega grein um raunir gagnrýnenda (hann var einn af þeim sjálfur um leið og hann skrifaði Animal Farm og 1984). Hann kvartaði yfir tímaskorti, eins og allir gagn- rýnendur hafa gert. Hann kvartaði líka yfir því, að eitt meginböl gagnrýnandans væri að finna upp viðbrögð við bók, sem hefði alls ekki vakið upp neinar hræringar með honum! Og í stað þess að viðurkenna hrein- skilnislega, að hann hefði ekkert um málið að segja og sér fyndist ekki taka því að skrifa um nema stöku bók - þá er hann bundinn af viðleitni fjölmiðlanna til að „fylgjast með“, „leiðbeina fólki um hvað er að gerast" og þar fram eftir götum. Bóklífið er erfitt. Og hefur lengi verið. -ÁB. Verk Hallbergs um myndmál skáldskapar [ fyrra kom út mikið rit eftir sænska bókmenntafræðinginn Peter Hallberg og nefnist það Diktens bildsprák, Myndmál skáldskaparins. Hallberg er íslendingum vel kunnur m.a. fyrir mikið rit sitt í tveim bindum um skáldskap og feril Halldórs Laxness. í ritinu er annarsvegar reynt að gera grein fyrir fræðilegum hliðurn málsins, hvernig menn hafa skilið og skilja myndmál bókmennta, tákn þeirra, viðlíkingar og svo framvegis og aðferðir eru prófaðar á til- teknum textum. Seinni hluti bókarinnar og sá viðamesti gefur yfirlit yfir þróun mynd- máls bókmenntanna frá Biblíunni og Hóm- Thor Vilhjálmsson: „Fljótt, fljótt sagði fugl- inn“ er skoðuð sem dæmi um róttækt mynd- mál eftirstríðsbókmenntanna. erskviðum og allt til vorra daga. Og Hall- berg lýkur þeirri vegferð á úttekt á íslensku nútamaverki, skáldsögunni „Fljótt fljótt sagði fuglinn“ eftir Thor Vilhjálmsson, sem hann tekur sem dæmi um hið róttæka myndmál eftirstríðsbókmenntanna. í kaflanum gerir Peter Hallberg grein fyrir stöðu Thors sem framúrstefnumanns í íslenskum bókmenntum, tengslum verka hans við myndlist og kvikmyndalist, kraft- mikilli myndvísi hans. Hann fjallar um goð- sögn og tákn í „Fljótt fljótt sagði fuglinn", meðferð tímans í verkinu og þó einkum um það róttæka ntyndmál, sem rýfur frásagnar- hefðina og nálgast ljóðið með ýmsum hætti. Peter Hallberg leitar víða fanga í þessu yfirlitsriti sínu, sem fyrr segir: Biblían, Hómer, Shakespeare, Egill Skallagríms- son. En þegar nær dregur nútímanum notar hann mest dæmi úr sænskum bókmenntum - en þeir höfundar sem á okkar öld verða Hallberg dæmi um þróun myndmáls eru þeir Harry Martinson (sjálfævisaga hans), skáldin Erik Lindegren („Veglaus mað- ur“), Tomas Tranströmer, og Thor Vil- hjálmsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.