Þjóðviljinn - 03.09.1983, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Qupperneq 11
Helgin 3.-4. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Halldóra heimsótt í þjóðminjasafnið Vissulega spenmndi Hér sjáum við plastefnið sem notað er við varðveislu hvers konar viðartegunda. Það verður ekki Jítið af Poly-ethylene Glycol 4000 sem fer í hollenska skipið ef að líkum lætur. „Auðvitað höfum við mikinn áhuga á að vera með í þessu og fá reynslu, en það er Ijóst að Þjóðminjasafnið eitt hefur ekki möguleika á að fást við þetta verkefni eins og það er búið tækjum, mannafla og fjármun- um. Það er hins vegar ætlun okkar af fylgjast með fyrir austan, þegarfarið verðurað dæla, og síðan vonandi að taka þátt í undirbúningi varðveislu skipsins, ef úr verður að Holiendingar kaupi það“ sagði Halldóra Ás- geirsdóttir, forvörður, en hún er fyrsti íslendingurinn sem lýkur námi í varðveislu forn- minja (þ.e. ekki bóka og lista- verka). Við heimsóttum Halldóru út á Þjóðminjasafn, þar sem hún vinnur við að verja ýmiss konar fornminjar og einmitt þegar við komum var hún með sýnin úr hol- lenska skipinu fyrir framan sig. „Mér sýnist þetta vera tvenns konar viður, en hingað kemur á eftir maður sem er trjáviðarfræð- ingur til að skera úr þessu með mér. Aldursgreiningin tekur hins vegar miklu lengri tíma og verður að gerast erlendis." sagði Hall- dóra. Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður með sýnin úr „Het Wapen“ fyrir framan sig. Ljósm. Leifur. Þess má geta að aldursgreining sem gerð var í Svíþjóð á viðarbút sem náðist upp í upphafi leitar- innar, sýndi að hann var úr tré sem höggvið var 1648, en skipið er byggt 1653, svo öllu nákvæm- ara getur það ekki verið. Halldóra sýndi okkur nú hvernig viðarvörnin fer fram. Þegar ljóst er í hvaða ástandi viðurinn er er gerð áætlun um aðgerðir, en þær geta tekið frá nokkrum vikum upp á marga ára- tugi. Vasa-skipið í Stokkhólmi, sem enn er verið að verja, hefur gefið mönnum dýrmæta reynslu. „Þeir hafa prófað sig áfram með ýmiss konar blöndu af plast- efninu, sem blandað er í vatnið og úðað yfir skipið. Nú hafa menn fengið reynsluna af ýmsum rotvarnarefnum og þurfa ekki að endurtaka sömu vitleysuna," sagði Halldóra. Efnið sem er notað heitir „po- lyethylene Glycol 4000, en til að byrja með var notuð blanda sem heitir 600 og er miklu veikari. Kom í ljós að hún dugði ekki og nú er 4000 blandan alls staðar notuð. Halldóra sýndi okkur í birgðageymsluna, þar sem Glyc- olið er geymt í risastórri tunnu. Efnið líkist sápuflögum eða vaxi, en er í raun uppleysanlegt plast- efni. Til að byrja með er mjög lítið af því sett í vatnið (sem er eimað) og síðan meira og meira þar til blandan er 50%. Þá er byrjað að þurrka viðinn og að lokum þornar hann alveg og efn- ið ver hann fúa um aldur og ævi. „Það er sannarlega þess virði að hafa farið út í þetta nám, ef maður fær tækifæri til að taka þátt í svo merkilegu verkefni, og nú virðist framundan. Við Guð- mundur Ólafsson fornleifa- fræðingur föruni aftur austur á sand nú um helgina og við erum jafn spennt og allir aðrir að sjá hvað þarna kemur í ljós,“ sagði Halldóra. Um það leyti sem blaðið var að fara í setningu í gær, fengurn við að vita að Haraldur Ágústsson trjáviðarfræðingur hafði skoðað sýnin og skorið úr um að annað var af barrtegund, en hitt þurfti frekari rannsókn. -þs rakastigið smátt og smátt og þurrka skipið síðan. Þetta fer þó allt eftir viðartegundum og ástandi viðarins. Uppgröftur af því tagi sem nú stendur til austur á sandi, er að því leyti ólíkur uppgreftri Vasa-skips- ins og „Mary Rose“, sem einnig var lyft af hafsbotni, að hér er grafið beint í sand, sem sjór liggur ekki yfir. Sandurinn er þéttur og dauður og hann virðist koma í veg fyrir fúa að verulegu leyti. „Það er heilt sem sandurinn geymir" var líka sagt í Skaftafellssýslum. Eftir að hafa fengið afbragðsgott saltkjöt á „Lækjarbakka“, en svo nefnast búðirnar, sýnir Kristinn okkur það sem náðst hefur í af skipinu. Munirnir eru myndaðir bak og fyrir, fyrir Þjóðminjasafnið, og tekin sýni. Ilmurinn af viðnum er mjög sérkennilegur. Einhver stakk upp á því að lyktin minnti á salvíu og ann- ar nefndi hass. Hvað sem því líður voru fornleifafræðingarnir sam- mála um að hún líktist ekki venju- legri „miðaldalykt" sem er víst ekki sérlega góð. „Hollenskur fornleifafræðingur Það er ekki mikið við að vera á eyðilegum sandinum. Elín Bergsdóttir (dóttir Bergs á Klaustri) vinnur við matseld á Lækjarbakka og þeysir á vélhjóli um sandana, þegar færi gefst. sem kom hér í sumar bað okkur endilega að fara nú gætilega með farangur og farm úr skipinu, því hann sagði að gullslegið, kínverskt postulín hefði verið helsti gjald- miðill hollenskra háseta á þessum tíma og kvaðst búast við miklu af því í skipinu", sagði Kristinn. Þegar búið var að skoða munina vel og vandlega og Þór hafði lýst því yfir að hér væri greinilega um að ræða hluti úr eldra skipi en tog- urunum (sem strönduðu þarna 1904 og 1920) var öllu pakkað nið- ur aftur. Þau Halldóra og Guðmundur munu fylgjast með þegar byrjað verður að dæla frá skipinu, en það verður gert strax og styrkingu stálþilsins lýkur. Er því vel hugsan- leg að „Het Wapen“ verði sýnilegt mönnum í næstu viku, en ekki lengi það skiptið, því verður sökkt strax aftur, svo að ekki sé hætta á að það snöggþorni og skemmist. Veturinn verður svo notaður til að undirbúa endanlega vörslu skipsins og flutn- ing þess þangað, hvar sem heima- höfnin verður að lokum. -þs Vörumarkaðurinn hf. Eiðstorgi 11, sími 29366 Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1 A, sími 86111

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.