Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 13

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 13
Helgin 3.-4. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Jóhannes Eiríksson skrífar um bækur: Fjallamannabók án j arðsambands í vor gaf Örn og Örlygur út „Fjallamennsku" eftir Magnús Guömundsson og Ara T rausta Guðmundsson. Bók þessi er nýstárleg á íslenskum bókamarkaöi, entalsvert framboö hefur veriö af erl. bókum um hliöstætt efni. Snotur er þessi bók og allmikið í hana lagt af hálfu útgefanda sem mjög hefur lagt sig eftir alþýð- legum fróðleiksbókum um landið okkar. Höfundar hafa trauðla vilj- að vera smátækir heldur, því að bókin spannar flest svið fjalla- og ferðamennsku og er enda ætlað að vera þaulvönum hvatning, en öðr- um til eggjunar og fróðleiks, eins og einhversstaðar segir í texta bókarinnar. Af einhverjum ástæðum bar svo til í vor, að Árni Bergmann ritstjóri | Afturábak ei hraðar j verður hlaupið... | Hinn kunni vísnasmiður Egiil Jónasson á Húsavík gerði eftirfarandi , vísu 26. ágúst sl. I i Oðum tœmist Steingríms feigðarstaupið. I Stundarfyrirbrigði er Alberts raupið. Afturábak ei hraðar verður hlaupið. j Hœkkar allt í verði nema kaupið. gaukaði þessari bók að mér til um- sagnar. Áf ýmsum ástæðum er ég latur orðinn og tregur að skrifa um ferðamál í Þjóðviljann, en ég á einnig erfitt með að neita Árna unt litla bón og bjóst satt að segja einn- ig við því að verkið yrði ánægjulegt og tók það að mér. Til þess að gera langa sögu stutta varð bókin ntér mikið vonbrigða efni. Hún er þurr og leiðinleg, text- inn klúður og alrangar áherslur í . efnismeðferð, allt kapp lagt á þurr- ar staðreyndir, sem úreldast eins og hendi sé veifað, en alls ekki reynt að glæða skilning á fjalla- íþróttum eða miðla persónulegri reynslu. Pegar mér varð þetta ljóst runnu á mig tvær grímur. Ég kærði mig ekki um að tala illa um bókina og ég vildi ekki skrifa um hug mér. Ég kaus að tregðast við að skila hand- riti, gleyma þvíogforðaðist ritstjór- ann þangað til ég var svo heppinn að losna við hann í sumarfrí. Nú er hann hinsvegar kontinn úr fríi og rukkar inn handritið og ekkert undanfæri og því læt ég það flakka eins og ég gekk frá því í vor. Svona greinar eins og birtast hér á veglegri bók hafa undanfarin ár prýtt Tímarit Alpaklúbbsins og sómt sér vel á fjölrituðum síðum þess, og varla öðrum ætlaðar en innvígðum. Nú er það svo að frost- þurrkað ket sem bragðast vel í tjaldi ásamt kæfubita og flatbrauði verður undarlega sett á veisluborði þar sem innihald verður að hæfa umgjörðinni. Fyrsti eiginlegi kafli bókarinnar er merktur tölustafnum 2 og nefn- ist Ferðaslóðir. Hér er á einum 10 ríkulega myndskreyttum síðum fjallað um mikið mál, ásýnd lands- ins. Örfáar staðreyndir sem allir þekkja nema óvitar, eru nefndar til sögunnar í mjög „meitluðum“ texta, eins og eftirfarandi sýnis- horn bera með sér: „Urn heiðar er best að velja leiðir sem sneiða sem mest hjá votlendi, en 30-40% heiðarlands eru jafnan mýrar og vötn“, og „Margir dalantia enda í sjó fram, en innst í þeim er ýmist hvilft undir fjallseggjum eða gil. Dalir eru jafnan greiðfærir“. Um Útbúnað og hugtök fjalla- manna er fjallað á 23 blaðsíðum í formi hrárra staðreynda og frekast höfðað til páfagauka. Hér er þó það svið sem tvímenningarnir vinna best og hefðu átt að tak- marka sig við, ásamt berg- og ís- klifri. Ef bókin hefði miðast við, að reyna að vera upplýsinga- og leiðbeiningarit um þessa þætti í bland við persónulega reynslu höf- undanna, má vera að þeim hefði tekist að skapa frumlega og áhuga- verða bók. Gönguferðir nieð útbúnað fá 8 bls. og er aldeilis með ólíkindum hve haldgóðum fróðleik hægt er að troða meðfram myndunum í svo nærskorið hald. Rétt er að gefa stutt sýnishorn af texta: „í göngu- ferðum með útbúnað þarf oft að fara yfir fjöll. Þau eru ýmist skriðrunnin eða snæviþakin. Skrið- ur eru hvimleiðar yfirferðar þeim sem eru allsendis óvanir príli eða klifri, en samt greiðfærari en klett- ar...“. Og svo ein perla í viðbót, en þeir sem skilja, eru beðnir að rétta upp hönd: „Reynslan sýnir að gil og gljúfur eru afar sjaldan heppi- legar gönguleiðir. Eins ber að var- ast þau, þar sem vatnsvegir þessir liggja þvert á gönguleið." Jöklaferðir fá 18 blaðsíður í sinn hlut og einna skásta textann. Skíðaganga fær hinsvegar aðeins sex síður og er vel sloppið. Það er að finna eftirfarandi nærfærna leið- sögn og mætti halda að Siglfirðing- urhéldi ápenna, eðaeinhverfædd- ur með skíðin á fótunum: „Um Þumall í Skaftafellsfjöllum. beygjur er helst að segja að þær er best aö taka gleiður á hægri ferð, með því að stíga í annað skíðið og færa svo hitt að hinu fyrrnefnda nteð hnykk." Bergklifur fær 16 blaðsíður og ísklifur álíká pappírsmagn, en þeg- ar hér var komið lestrinum var undirritaður allþrekaöur orðinn og runnu staðreyndadálkarnir nokk- uð saman um stund. Þó var nokkur tilbreyting í því að sumir dálkanna voru varðaðir rómverskum t stað hinna hversdagslegu tölustafa. Hér mun þó ekki örgrannt að finnist margur fróðleiksmolinn og er ég ákveöinn að lesa þessa kafla báða betur í einhverri útilegu sumarsins ef bíða þarf af mér djúpa lægð. Hér á eftir koma kaflar um Snjóflóð og Nokkrar háljalla- og klifurlciðir en bókinni lýkur svo blessunarlega á dálaglegum fræð- um um landshætti og verðlag og fleira suður í Mundíafjöllum. Einu sinni var sjómannskona sem skyndilega varð ekkja eftir stutt en blautlegt hjónaband. Hún var kvödd á prestsins fund til þess að skaffa efni í líkræöuna. Konan færðist lengi undan, en þegar prest- ur gekk á hana, fórnaði hún hönd- um í örvæntingu og svaraði: - „Hvað getur maður svosem sagt, maðurinn var alltaf á sjónum.“ Eitthvað þessu líkt ntun fávís les- andi segja. Hann sem kemur að þessari bók lítt kunnur landinu og duldunt þess. Honunt munu ekki opnast dyr í fjalliö að lestri loknum og ekki verður messað í fjallkirkj- unni að sinni. Að útgefanda frátöldum á hins- vegar Ijósmyndarinn helst hrós skilið, þótt ekki sé hann talinn höf- undur bókarinnar nteð hinum tveimur og það er ekki hans sök að varla finnst í þessari bók jarðsam- band, nema gegnum járnfleyga, við þá náttúru sent er undir stígvél- asólum bókarinnar. jc Sfc Ek Ek E& Sk Þvottaefnlð Þvottaefniö Þvottaefnlö Þvottaefnlö Þvottaefnifi 40% minna magn = 40% lægra verð Ameríska þvottaefniö fæst rsú aftur í íslenskum verslunum. Notiö 40% minna af TIDE í þvottavélina, en þér eruö vön. Heildsölubirgöir: Ólafur Thordersen, heildverslun. Sími: 92-2111. Akureyri: Bjarni Bjarnason, Sími: 96-22895.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.