Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 16
16SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. september 1983 unglinsasíðan B.Í.L. Aðeins einn „ unglingahópur” Leiklistarlíf hér á Islandi hefur löngum veriö mjög blómlegt. Því til sönnunar nægir aö nefna hinn ótrúlega fjölda áhugaleikfélaga um land allt. Okkur lék forvitni á því að vita hvort leiklistarlíf meöal unglinga væri jafn blómlegt og höfðum samband viö Sigrúnu Valbergsdóttur, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga. Us: Eru einhverjir „unglingaleik- hópar“ í B.Í.L.? Sigrún: Já. í B.Í.L. er einn „ung- lingaleikhópur“ en það er leikhóp- urinn Vaka á Akureyri. Síðan eru að sjálfsögðu allir skólaleikhóp- arnir og allir þeir unglingar sem leika með áhugaleikfélögunum úti á landi. Us: Eru skólaleikhópar mjög virkir? Sigrún: Já, állavega á höfuðborg- arsvæðinu, en úti á landi taka ung- lingarnir aðallega þátt í leiklistar- stafi áhugafélaganna. Us: Er mikið um að unglingar leiki með áhugaleikfélögunum? Sigrún: Já, til dæmis í Keflavík, þar er líklega u.þ.b. helmingur leikara um og undir tvítugu. Us: En er ekki alltof lítið gert til að vekja áhuga unglinga á leiklist? Sigrún: Jú tvímælalaust. T.d. má nefna skortinn á „unglingaleikrit- um“. Það eru til barnaleikrit og fullorðinsleikrit en aðeins eitt ís- lenskt unglingaleikrit, þ.e. Græn- jaxlar. Leiklistarskóli íslands í gamla Búnaðarfélagshúsinu við tjörnina er Leiklistarskóli ís- Iands til húsa. Eins og nafniö gefur til kynna er þar kennd leiklist og er námstími fjögur ár. Fyrstu þrjú ár- in eru kenndir hinir ýmsu þættir sem leiklist eru viðkomandi (fram- sögn, spuni, leiklistarsaga o.s.frv.). Fjórða árið spreyta nem- endur sig svo í „nemendaleikhús- inu“. Þeir sem sækja um inngöngu í Leiklistarskólann verða að vera a.m.k. 19 ára og einnig þurfa þeir að þreyta inntökupróf (aðeins 1/3 af þeim sem sóttu inngöngu nú komust inn). r Eg œtla aftur! Áhugi meöal unglinga í Keflavík á leiklistarstarfsemi er að sögn Sigrúnar Valbergsdóttur mjög mikill, því höföum viö samband viö Sigrúnu í Keflavík, en hún hefur nýlega tekiö þátt í námskeiði á vegum N.A.R. (Nordisk Amatörteater Rád), og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar. Us: Er mikill áhugi meðal ung- linga í Keflavík á leiklist? Sigrún: Já hann er mjög mikill. Us: Eru starfandi leikhópar í skólum? Sigrún: Já, það er starfandi leikhópur í Fjölbrautaskólanum en enginn í grunnskólanum. Us: Er mikil þátttaka í þessum leikhóp? Sigrún: Já, já, hún er þó nokkur. Us: En er þátttaka unglinga í leiklistarstarfi leikfélagsins mikil? Sigrún: Fyrsti fundurinn hjá okk- ur í leikfélaginu er á mánudaginn og fyrr er ekki ljóst hversu mikil þátttaka verður í vetur en ég veit að það er fullt af nýju fólki sem ætlar að starfa í vetur. Us: Hefur þú tekið þátt í einhverj- um leiklistarnámskeiðum? Sigrún: Já ég var á leiklistarnám- skeiði í Færeyjum sem haldið var á vegum N.A.R. nú í sumar. Us: Voru margir íslenskir þátttak- endur? Sigrún: Við vorum sex. Us: í hverju fólst námskeiðið? Sigrún: Við fengum það verkefni að semja leikþátt um Óiaf liljurós sem við sýndum síðan fyrir fullu húsi. Us: Og var gaman? Sigrún: Já það var mjög gaman. Við íslensku krakkarnir ákváðum að reyna öll að komast á næsta námskeið hjá N.A.R. sem haldið verður í Osló næsta sumar. Viö vonum að það takist og þökkum Sigrúnu kærlega fyrir spjallið. Atriði úr Pæld’ í’ ðí einuaförfáum „unglingaleik- ritum“ sem sýnd hal'a verið hér á landi. Mynd -eik- „VelkominnÓlafi riddararós“, hluti þátttakendanna í námskeiðinu í Fær eyjum sýna leikþátt um Ólaf riddararós sem þau sömdu sjálf. Mynd: þs Ur sýningu nemcnd aleikhússins á leikritinu „Sjúk Æska“. Mynd eik. Skólabækurnar:________________ Gífurlegar verðhækkanir Nú þegar skólarnir eru að hetjast er aðal um- ræðuefnið að sjálfsögðu verð á skólabókum. Því þótti okkur tilvalið að kanna hversu mikið skóla- bækur hefðu hækkað frá því í fyrra. Dönsk málfrceði 239.59 395.20 + 64% Ensk málfrceði 188.95 395.20 +109% ísl. hókmennlirtil 1550 164.25 370.50 +125% Saga leikrit ljóð 193.89 370.50 + 91% Meðaltalshækkun (á ársgrundvelli) á þessum fjórum bókum er 97,5%, á saina tíma hækka laun félagsmanna í A.S.Í. (um 80 þúsund manns) aðeins um u.þ.b. 40%. Það er ljóst, meira að segja augljóst að þetta dæmi gengur ekki upp. Nú fyrir nokkrum dögum var gerð athyglisverð tilraun til úrbóta í þessum ntálum, þ.e.a.s. skiptimarkaður Pennans. Skiptimarkaður þessi er þannig að nem- endur geta selt gömlu námsbækurnar sínar og fengið greitt fyrir þær 40% af því sem þær kosta nýjar, síðan selur „Penninn“ þær á 55% af því sem þær kosta nýjar. Þetta er mjög lítil álagning þegar tekið er tillit til þess að af þessum 55% þarf „Penn- inn“ að greiða söluskatt, þannig að af bók sem kostar 55 krónur í skiptimarkaðnum renna aðeins 4 kr. til „Pennans“. Þetta er þarft framtak og löngu tímabært og munu vonandi fleiri bókaverslanir taka skipti- markaði sem þessa upp hjá sér.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.