Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 17
Helgin 3.-4. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Olyrrpa CPD 3212
Fyrirferðalítil og örugg reiknivél
Áreiðanleg og fjölhœf reiknivél sem eyðir ekki
borðplássi að óþörfu.
<•»
Olympia vél sem
reikna má með
þótt annað bregðist.
Leitið nánari upplýsinga.
KJARAN
ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022
Annika með gluggatjöld sem lánuð eru heim til fólks.
Augjýsing
fmbönkum
og sparisjóðum
um skuldbreytingarlán
✓
I samræmi við samkomulag við ríkisstjórnina hafa bankar og
sparisjóðir ákveðið að gefa þeim kost á skuldbreytingarláni,
sem stofnað hafa til skuldar við þessar stofnanir vegna
byggingar eða kaupa á eigin húsnæði í fyrsta sinn undanfarin
2-3 ár. Skulu þeir lántakendur, sem vilja hagnýta sér þetta,
snúa sér til þeirrar afgreiðslu banka eða sparisjóða, sem þeir
eiga viðskipti við og gera þar grein fyrir skuldum sínum og
óskum á þar til gerðu eyðublaði.
Umsóknarfrestur, sem var til 31. ágúst, hefur nú
_______verig framlengdur um 1 mánuð,_
eða til 30. september n.k.
Samband íslenskra viðskiptabanka
Samband íslenskra sparisjóða
,, Vandinn
að velja”
Ráðgjafarþjónusta í Svíþjóð
Eftir því sem peningaráð al-
mennings minnka, ekki bara hér á
Islandi, heldur einnig í nágranna-
löndunum, verður æ þýðingar-
meira fyrir fólk að fá ítarlegar og
réttar upplýsingar um vörur þær
sem eru á markaðinum. Fólk hcfur
ckki efni á því að taka áhættu og
prófa eitt og annað, það verður að
dctta niður á það rétta þegar það
ákveður að láta til skarar skríða og
kaupa.
Gera má ráð fyrir að neytenda-
samtök hafí talsverð áhrif í þá átt
að auka þekkingu almennings á
ýmsum neysluvörum, sýni mun á
gallaðri vöru og heilli og gefí fólki
ýmsar þær upplýsingar, sem nauð-
synlegar eru til að velja úr þeim
tjölda vörumerkja sem á markað-
num eru í hinum ýmsu vöru-
flokkuni. Verðlagseftirlit hjálpar
svo til við að efla verðskynið og
heldur, vonandi, aftur af skefja-
lausum verðhækkunum. En, - þeg-
ar þú veist hvað er eðlilegt að varan
kosti og hversu lengi hún mun
endast, þá er samt sem áður stóri
vandinn eftir. - Hvaða vöru vilt þú
kaupa? Viltu röndótt gluggatjöld
eða köflótt? Viltu stól úr beyki eða
furu? Viltu jarðarberjasultu með
heilum berjum eða hökkuðum?
Vandinn að velja verður mörg-
um þung raun, þegar aurarnir eru
fáir. Þess þá frekar er þýðingar-
mikið að þroska sinn eigin smekk, -
eða bragðlaukana - og láta ekki
plata inn á sig hverju sem er - bara
af því að það er í tísku.
1 Svíþjóð er starfrækt fyrirtæki
sem heitir „Form Design Center“
sem er eins konar alhliða ráð-
gjafarþjónusta fyrir neytendur.
Annika Heijkenskjöld hefur
unnið fyrir þetta fyrirtæki í fjölda-
mörg ár og haft mikil áhrif á ýmiss
konarframleiðsluvöru. Það mun til
dæmis hafa verið henni að þakka
að farið var að selja smjör í öskjum
á sínum tíma, í stað þess að pakka
því inn í álpakkningar, sem þurfti
að fjarlægja þegar nota átti smjör-
ið. Mest hefur Annika þó haft með
húsgögn, gluggatjöld, búsáhöld og
aðrar vörur til heimilisins að gera.
Flest sænsk fyrirtæki í þessum
framleiðslugreinum standa að
„Form“ og selja vöru sína í gegnum
þessi samtök. Þau hafa stórt hús-
næði í Malmö og innan skamms
verður opnuð enn stærri deild í
Stokkhólmi.
Þarna er hægt að setjast niður
með kaffibolla, skoða blöð, mynd-
ir, verðlista, upplýsingabæklinga
og fá ráðleggingar. Einnig er hægt
að fá lánað heim t.d. gluggatjöld
eða veggfóður. Þú skoðar húsgögn
og síðan getur þú leikið þér að því
að raða þeim upp, þannig að þú
sjáir hvernig þau liæfa þinni íbúð.
Þú getur líka skoðað ýmsar tegund-
ir af bollúm og diskum og meira að
segja uppþvottabursta.
„Við erum að vinna fyrir svokall-
að „venjulegt" fólk. Þetta eru
neysluvörur, sem allir þurfa á að
halda. Við viljum benda fólki á
ýmsa möguleika í vali, reyna að
þroska smekk þess, þannig að það
sé betur fært um að taka við auglýs-
ingaflóðinu og „skruminu". Það er
nefnilega dýrt fyrir einstaklinginn
og þjóðfélagið að kaupa eingöngu
eftir auglýsingum. Slík kaup enda
oft með því að varan lendir uppi á
háalofti eða í öskutunnunni áður
en langt um líður. Heimili eiga ekki
að vera eins og húsgagnaverslanir.
Það sem er keypt eftir umhugsun
samkvæmt persónulegum smekk
og þörfum getur enst fólki ára-
tugum saman. En smekkurinn og
þarfirnar er það sem fólk þarf að
átta sig á, segir Annika.
Húsgagnasýning
verður á Hótel Loftleiðum sunnudaginn 4/9 kl. 10-19.
HUSEBY
Tísk
Uvers1
K/. 16
mooEl?9o
semframleidd eru hjá Húsgagnaiðju Kaupfélags OléfjL °&sý>
Rangœinga Hvolsvelli
frá EKORNES
Húsgagnaiðja
:Junjn
Kaupfélags Rangœinga
Hvolsvelli
Sími 99-8121 99-8285
/S koma