Þjóðviljinn - 03.09.1983, Page 18

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Page 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. september 1983 daegurmál (sígiid?) Hljómsveitin Vonbrigði hefur nú um nokkurt skeið verið í hópi okkar bestu hljómsveita. Frá því að Rokk í Reykjavík var sýnd hér um árið hefur hljómsveitin verið á hvers manns vörum. Alla vega þeirra sem eitthvað hafa fylgst með ís- lensku tónlistarlífi undanfarin ár. Þrátt fyrir mikið umtal manna á milli hefur veriö furðu litið skrifað um hljómsveitina enda eru þeir fjórmenningar sem hana skipa ekki sérlega áfjáðir í að láta taka við sig viðtöl. í tilefni af ný-útkominni hljómplötu, hún verður vonandi komin í verslanir þegar þetta birtist, og tónleikunum í Laugardalshöll um næstu helgi, þá tókst mér að góma þá félaga og taka tali eitt fagurt sumar- kvöld í Reykjavík. Ami, Jói, Tótí (fyrir aftan) og Gunni. Hljómsveitarmeðlimir eru ungir að árum, sá elsti er árgerð ’63 en sá yngsti árgerð ’67. Ekki getur þetta talist hár aldur ef miðað er við þann tíma sem hljómsveitin hefur starf- að saman. Fjórmenningarnir verða allir í skóla í vetur og skipta þeir sér bróðurlega milli helstu mennta- setra bæjarins, ýmist sem kennarar eða nemendur: MR, MH, Réttar- holtss. FÍH, auk myndlistarnám- skeiða ofl. ofl. ofl. Blm. Hvenær hljóðrituðuð þið þessa plötu? - Hún var hljóðrituð um mán- aðamótin apríl/maí í Hljóðrita. Við hljóðrituðum 7 lög og vorum um 30 tíma að ganga frá þeim. Lögin voru tekin upp beint og síðan var ýmis- legt smávægilegt lagfært og bætt inn hljóðum hér og þar. Okkur finnst ágætt að vinna svona, það myndast betri og beint upplífgandi að spila fyrir þau í slíku ásigkomulagi. - Við áttum að spila á Kópa- rokki nú um daginn en þeir tón- leikar voru stoppaðir um hálf 12 leytið, rétt áður en við áttum að koma fram, vegna geðveikislegra uppátækja ýmissa aðila. Þannig var nú það, sei sei jú. Því næst barst talið að nafninu á hljómsveitinni. Ekki voru þeir lengur vissir um hvers vegna þeir hefðu valið Vonbrigði á hljóm- sveitina. Þeir voru þó sammála um að nafnið væri lélegur brandari, en engu að síður bráðnauðsynlegt. Umræðan beindist síðan að laga- og textagerð. Árni og Gunni semja flesta grunnana en síðan vinnur hljómsveitin út frá þeim. Þeir sögðu að það væri sveiflukennt 'hvernig lagasmíðarnar gengju fyrir sig. Á fyrstu æfingu hljómsveitar- Hnífur þj óðskipulagsins skemmtilegri stemmning þegar tekið er upp á þennan hátt. - Kjartan tók upp eitt lag á fjög- urra rása segulband sem verður á þessari plötu. Blm. Hver var upptökustjóri? - Sigurður Bjóla var upptöku- stjóri og var ágætt að vinna með honum. Blm. Þið hafið ekki viljað taka þetta upp sjálfir? - Vegna vankunnáttu langaði okkur ekkert til þess að reyna það. Hins vegar hjálpuðumst við að við hljóðblöndunina. Blm. Nú var fyrri plata ykkar tekin upp í bílskúr, er ekki mikill munur að vinna í Hljóðrita og við þær aðstæður sem fyrri plata ykkar var tekin upp og hljóðrituð við? - Þetta eru eins og tveir ólíkir heimar, það er æðislega gaman að vinna í stúdíói hvort sem það er lélegt eða gott. Að vinna í stúdíói er eitt það skemmtilegasta sem við gerum. - Það er allt öðru vísi en að leika á tónleikum svo ég tali nú ekki um að spila á dansleikjum. Það er mjög gaman að leika á tónleikum þegar vel tekst til en á dansleikjum viljum við helst ekki spila. Við erum ekki gefið dansband, en þroskaheftir líkamar dansa og dansa í takt við tímans tönn. - Það er erfitt en gaman að spila fyrir yngri kynslóðina. Krakkarnir eru iðulega svo fullir, að þau standa varla á löppunum og ekki innar hefðu til dæmis átta lög verið samin en núna hefðu þeir verið einn mánuð að koma saman einu lagi. Þetta færi eftir andrúmsloft- inu, í heildina væru þeir búnir að semja um 50-60 lög og hefðu tilbú- ið efni á nýja breiðskífu. Blm. Hver semur textana? - Jói er sá eini af okkur sem semur texta. Við höfum einnig sungið texta, eftir ýmsa aðra höf- unda. Blm. Syngið þið hvaða texta sem er? - Nei, það gerum við ekki. Hann verður að falla að okkar skoðunum annars syngjum við hann ekki. Textinn verður að fjalla um efni sem okkur finnst þarft og langar að styðja eða efni sem okkur langar að vara þá við sem hlýða á tónlist okkar. - Við syngjum ekki hvað sem er og við syngjum á íslensku. Það er fáránlegt að syngja á ensku fyrir íslenska áheyrendur. Blm. Hvað finnst ykkur um þjóðfélagið? - Þjóðfélaginu má líkja við frumskóg, tígrisdýrið drepur antílópuna og svo kemurhýen- an og rífur í sig leifarnar. Þeir skilja það sem skilja eitthvað. „Underground“ Blm. Nú hafið þið að manni finnst reynt að halda ykkur fjarri sviðsljósinu, er þetta eitthvert „prinsib" sem hljómsveitin hefur eða eruð þið aðeins að koma ein- hverjum „underground" stimpli á ykkur? - Ætli skýringin sé ekki fyrst og fremst sú að við erum hógværir að eðlisfari og viljum fá að vera í friði með það sem við erum að gera. - Það hentar okkur best að vera „underground", ætli það sé ekki í eðli okkar að vera „underground" hljómsveit. Blm. Er það þess vegna sem þið hafið æfingaaðstöðu ykkar upp við Rauðavatn? - Ekki er það nú ástæðan, þetta er eini staðurinn sem var laus. En ef þú veist af plássi eða einh ver sem veit um pláss þá er hann vinsam- legast beðinn um að hafa samband við okkur. - Enginn okkar hefur bílpróf, og því þurfum við að fara hlaupandi eða í strætó upp að Rauðavatni. Höfum við getið okkur gott orð í Árbænum sem hljómsveitin hlaupandi. Pönk og ekki pönk Blm. Nú hafið þið alveg frá byrjun verið bendlaðir við pönk og gjarnan nefndir pönk-hljómsveit, eruð þið sáttir við þennan stimpil? - Nafngiftin var í sjálfu sér ágæt og það má ef til vill segja að við höfum átt hana skilið. Við vorum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.