Þjóðviljinn - 03.09.1983, Qupperneq 19
Helgin 3.-4. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Jón Viðar
Andrea
hálfgerðir pönkarar í upphafi. En
það hefur mikið vatn runnið til
sjávar síðan Rokk í Reykjavík var
sýnd. Allt of margir halda að við
höfum ekkert breyst en það er mis-
skilningur. Tónlistin sem við flytj-
um í dag er gjörólík þeirri sem við
fluttum fyrir tveim árum.
- Það verður ekki sagt urn okkur
að við höfum verið dæmigerðir
pönkarar. Tónlistin bar vissulega
keim af pönki, en síðan höfum við
þróast bæði sem hljóðfæraleikarar
og einnig hefur orðið hugarfars-
breyting hjá hljómsveitinni þannig
að í vissum skilningi er hér um aðra
hljómsveit að ræða.
Blm. Finnstykkureitthvaðhafa
breyst á þeim árum sem liðin eru
frá því Rokkið var sýnt?
Andrúmsloftið í íslensku tón-
listarlífi hefur breyst til hins verra á
undanförnum misserum. Menn eru
hættir að hugsa um að skapa tón-
list, nú snýst allt í kringum það að
slá í gegn, „meiga“ það. Fyrir vikið
hefur allur andi og nýir tónar horf-
ið úr tónlistinni.
- Það er ef til vill hluti af skýring-
unni á þessari ládeyðu sem nú ríkir
að kynslóðaskipti eru að ganga yfir
og því er hálfgert tómarúm í tónl-
istarlífinu í dag. Það eru ekki marg-
ar hljómsveitir í dag sem flytja
áhugaverða frumsamda tónlist.
Þeim hefur fækkað mikið upp á
síðkastið.
Blm. Hvaða kökur þykir ykk-
ur bestar?
- Síldin verður ekki drukkin
öll í einu en honum finnst
grænn lakkrís betri en mér.
-Ha?
- Jú, jú.
Shout!
Blm. Er það rétt að þið séuð
búnir að gera samning við Shout
um útgáfu á plötum ykkar í Eng-
landi?
- Ekki er búið að ganga endan-
lega frá þessum málum, en það
skýrist vonandi fljótlega hvernig
málin æxlast. Okkar vegna og út-
gáfunnar þá vonumst við til að hag-
stæðir samningar náist. Það opnar
smá rifu í Englandi og hjálpar ntik-
ið til við að fjármagna útgáfuna á
þessari plötu. Söluhorfur eru al-
mennt ekki sérlega bjartar um
þessar mundir.
- Það er draumurinn hjá okkur
að halda tónleika erlendis. Og
sannaðu til, við komum til með að
láta þann draum rætast einhvern
tíma. Það er ekki spurningin um að
slá í gegn, heldur hitt að leika fyrir
nýja áheyrendur, þá fyrst fer að
reyna á þolrifin í hljómsveitinni.
Blm. Nú leikið þið á tónleikun-
um „Við krefjumst framtíðar" í
Laugardalshöll 10. sept. Hafið þið
áður komið fram á jafn stórum tón-
leikum?
- Nei, þetta verða stærstu tón-
leikar sem við höfum leikið á. Við
ætlum líka að æfa sérlega vel undir
þá. Annars höfum við verið dug-
legir við að halda tónleika eins og
þú veist.
- Við verðum með eitt lag sem
verður sérstaklega tileinkað þess-
um tónleikum. Þetta er vissulega
stór stund fyrir alla þá sem unna
þessum málstað. Og við hvetjum
alla þá sem meta sjálfa sig einhvers
að mæta á staðinn, afstaða manna
til þesara mála verður aldrei of oft
cndurtckin!
Blm. Hvernig finnst ykkur
svo veðrið?
- Vertu sæll sagði amman
um leið og hún sló hann bylm-
ingshögg á bæði eyrun. Og
eyrun blésu upp og bólgnuðu af
reiði.
jvs
Við
krefjumst
framtíðar
Já
herra,
það skal ég gera
Textabrot frá bresku rokkhljömsveitinni Crass
Hin heimsþekkta rokkhljómsveit Crass, sem kemur fram á tón- orkuvígvæðingunni í heiminum. Eftirfarandi texti er þýðing Árna
leikunum „Við krefjumst framtíðar“ í Laugardalshöll n.k. laugar- Óskarssonar á söngtextum af nýjustu hljómplötu sveitarinnar „Yes
dag 10. september, er vel kunn fyrir eindregnar skoðanir á kjarn- sir, I will“, Já herra, það skal ég gera.
Thatcher er búin að afnema
sjálfsákvörðunarrétt Breta
í einu vetfangi.
Hún er búin að samþykkja að koma fyrir
lífshœttulegum stýriflaugum á breskri grund,
en Bandaríkjamenn ráða algjörlega yfir þeim.
Vera ameríska hersins hér
er eingöngu œtluð
til að takmarka kjarnorkustríð við Rússland
við „evrópska leiksviðið".
En á meðan erum við fóðruð
á illgjörnum lygum um vernd og varnir.
Bandarískir stríðshönnuðir hafa hvað
eftir annað lýst því yfir
að þeir ætli að heyja Þriðju heimsstyrjöldina
á evrópskri grund;
Stýriflaugar auka verulega hœttuna að það gerist.
Þar sem þær fljúga rétt við yfirborð jarðar
til þess að koma ekki fram á ratsjá óvinarins
eru þœr álitnar fullkomið „vopn til fyrstu árásar",
þær tryggja líka öflugt andsvar
sem myndi gera Bretland að kjarnorkueyðimörk.
Barnaskapur hermennskunnar er ótrúlegur.
Sérfræðingar trúa í alvöru
að þeir geti takmarkað stríð við „leikvanginn“.
í þessari sérstöku leiksýningu
verður veröldin leiksvið,
og það verður ekkert uppklöppunaratriði.
Stýriflaugunum verður komið fyrir
vegna þess að Thatcher gerði einhvers konar
samning við Reagan.
Við fáum sennilega aldrei að vita
um skilmálana í þeim samningi.
Hann felur áréiðanlega í sér
einhver efnahagsleg töfrabrögð,
stóru auðfyrirtækin munu setja
pólitískar þumalskrúfur
á bandaríska fjárfestingu í Bretlandi.
Rússneskir skriðdrekar í Afghanistan eru ekkert
miðað við samningsvald bandarísks auðmagns í Bretlandi.
Hvert sem eðli samningsins er
þá hefur hann gert Bretland
að framlínu Bandaríkjanna,
53. ríkið, án þess að íbúarnir hafi ríkisborgararétt.
Mörgu fólki finnst það ekki skipta máli,
enda fóðrað frá blautu barnsbeini
á amerískum áróðri og Hollywood-drasli,
andspyrnan er veikburða.
Svo lengi sem við samþykkjum
amerískt forræði með þögninni
getum við ekki búist við neinum raunverulegum framförum.
Við erum seld yfir línuna.
Mörgu fólki finnast stýriflaugar og kjarnaoddar ekki skipta máli.
Mörgu fólki finnst raunveruléiki kjarnorkunnar
of stór til að hugsa um,
en samt er raunveruleikinn alltaf til staðar
sem martraðir hjá öllu fólki.
Það er undir okkur öllum komið
sem ábyrgir þegnar jarðarinnar
að vinna að hruni hinnar öflugu valdaklíku.
Stjórnun hennar hefur valdið
hræðilegri þjáningu.
Brjálæði hennar útilokar alla skynsemi og hollustu,
þeir Ijúga, blekkja og ráðskast.
Þeir eru bitvargurinn í holdi háttprýðinnar,
hrœgammarnir sem kroppa í bein vonarinnar,
smitberar hungursneyða, stríðs, drepsótta og dauða.
Það verður að stöðva þá.
Af hverju á fólk að deyja fyrir brjálœði þeirra?
Af hverju á fólk að svelta fyrir brjálæði þeirra?
Af hverju á fólk að þjást fyrir lœvísa græðgi þeirra?
Við megum ekki láta það vald hræða okkur
sem þeir virðast hafa.
Við verðum að vera reiðubúin
að snúast gegn þeim á öllum sviðum,
að berjast á móti vitandi það
að ef við gerum það ekki
höfum við brugðist
ábyrgð okkar gagnvart lífinu sjálfu.
Það hefur gerst áður
að hinir valdalausu hafa risið upp gegn kúgaranum
aðeins til að verða barðir niður aftur.
En þess eru dœmi
að þeir hafi borið sigur af hólmi.
Okkar málstaður er réttlátur,
það er undir hverjum og einum komið
að gera sitt besta.
Við verðum að lœra að yfirvinna ótta okkar.
Við verðum að gera okkur það Ijóst
að styrkur þeirra
er sá styrkur sem við veittum þeim.
Það ert þú, óvirki áhorfandinn, sem
hefur gefið þeim þetta vald.
Þú ert notaður og misnotaður
og þér er ýtt til hliðar
um leið og þeir hafa tekið þér það blóð sem þeir þurfa.
Þú verður að læra að lifa með
þinni eigin samvisku,
þínu eigin siðferði,
þinni eigin ákvörðun,
þínu eigin sjálfi.
Þú einn getur gert það.
Það er ekkert vald nema þú sjálfur.
Einum hermanni sem brenndist hrœðilega
í Falklandseyjastríðinu var heilsað af
Karli Bretaprins í sérstakri heiðurs-
móttöku. „Láttu þér batna fljótt“ sagði prinsinn,
og þá svaraði hermaðurinn:
,Já, herra, það skal ég gera“.