Þjóðviljinn - 03.09.1983, Page 27

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Page 27
Helgin 3.-4. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 Eftir helgina byrja flestir grunnskólarnir, en þá fer í hönd mcsti slysatím inn. Það verður því seint of oft brýnt fyrir börnunum jafnt sem full- orðnum að taka tillit til aðstæðna og fara varlega i umferðinni. Ljósm. Eik. - ' íá mr p59lF Félagsfundur Dagsbrúnar Ástandið er með öllu óviðunandi Skýr mtrki um að fátækt og vaxandi erfiðleikar hrjá heiniili verkafólks „Það var sneisafullt hús og einróma afstaða fundarmanna að ástandið væri gjörsamlega óviðunandi og grípa þyrfti til gagnráðstafana", sagði Guðmundur J. Guðmundsson um félagsfund Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnarsl. fimmtudagskvöld í Iðnó. Björn Björnsson hagfræðingur ASI flutti ýtarlegt erindi á fundin- um um þróun verðlags- og kjara- mála og skýrði mál sitt með mynds- kyggnum. Var gerður góður rómur að máli Björns og honum þakkaðar frábærar upplýsingar. Þeir félags- menn sem tóku til máls voru sam- mála um að ástandið í kjaramálum væri óviðunandi og ólíðandi. Guð- mundur J. Guðmundsson sagði á fundinum að enda þótt einhver á- greiningur hefði verið um einstök framkvæmdaatriði og manna- ráðningarí stjórnDagsbrúnar væri hún einhuga og stæði þétt saman í andstöðu sinni við valdboðaðar kjaraskerðingar stjórnvalda. For- maður Dagsbrúnar og varaformað- ur lögðu fram sameiginlega tillögu til ályktunar og var hún samþykkt einróma á fundinum. „Ég efast um að nokkur maður hafi setið hjá við afgreiðslu þessarar tillögu, enda er harka í mönnum, - það kom greini- lega fram á fundinum", sagði Guð- mundur J. Guðmundsson í gær. Gagnaðgerðir Ályktunin sem gerð var og boðar m.a. gagnráðstafanir af hálfu Dagsbrúnar hljóðar svo í heild: „Fundur haldinn í Verkamanna- félaginu Dagsbrún 1. september 1983 ítrekar fyrri mótmæli félags- ins gegn kjaraskerðingum ríkis- stjórnarinnar. Augljóst er nú að hörð mótmæli og einróma andstaða verkalýðs- hreyfingarinnar gegn vald- boðuðum kjaraskerðingum ríkis- stjórnar og atvinnurekenda megn- ar ekki að knýja fram breytingar á efnahagsstefnunni. Á nokkrum mánuðum hefur kaupmáttur rýrnað um þriðjung og verðlagið geysist enn áfram meðan launin standa í stað. Margt bendir til að ástandið eigi enn eftir að vers- na. Sú yfirvinna sem bjargað hefur verkafólki til þessa fer víða dvín- andi og samdráttur í atvinnu gerir vart við sig. Yfirvofandi er skerðing á félagslegri þjónustu hins opinbera. Með aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin stórlega aukið misréttið í þjóðfélaginu og nú sjást þess skýr merki að fátækt og vax- andi erfiðleikar hrjá heimili verka- fólks. Slíkt ástand er með öllu óviðunandi. Fundurinn telur óhjákvæmilegt að gripið verði til gagnráðstafana. Stjórn félagsins skal kalla saman félagsfund að mánuði liðnum, þar sem lögð verði fram drög að vænt- anlegri kröfugerð, og verði hún unnin í samvinnu við félaga og trúnaðarmenn á vinnustaðafund- um. Jafnframt verði leitað sam- starfs við önnur verkalýðsfélög. Fundurinn hvetur félagsmenn til að ræða væntanlega kröfugerð og gagnráðstafanir félagsins, þrátt fyrir að barátta fyrir baettum kjör- um falli nú orðið undir refsilög- gjöfina. Félagslegur samhugur og stéttar- leg eining er boðorð líðandi stundar." -e.k.h. Börnin og umferðin ✓ Oaðgæsla helsta orsök 1 slysanna I 247 gangandi vegfarendur slös- i uðust í umferðinni í Keykjavík á ! árunum 1981 «g 1982. Af þessum hópi létust sjö - öll 15 ára og yngri. Helmingur hinna slösuðu var 20 ára og yngri og þar af var um þriðjungurinn 10 ára og yngri. Flest slvs á börnum hafa orðið í maí- og septembermánuðum. Þess- ar staðreyndir er vert að hafa í huga nú þegar septcmbcr er geng- inn i garð og skólarnir taka til starfa. Þessar upplýsingar komu fram i erindi, sem Guðrún Kagnarsdóttir Briem flutti á norrænni ráðstefnu um umferðarmái hinn 9. ágúst sl. Guðrún hefur unnið við könnun á vegum landlæknisembættisins á slysum þar sem gangandi vegfar- endur hafa átt í hlut. í erindi Guðrúnar kom einnig fram, að þrjú af hverjum fjórum slysum á gangandi vegfarendunt áttu sér stað á akbraut en sjötta hvert slys varð á gangbraut. í gang- brautarslysunum áttu börn mun sjaldnar lilut að máli en fullorðnir. Meira en helmingur slysanna varð í dagsbirtu og oftar var þurrt veður heldur en blautt eöa hálka þegar slysin urðu - kannski öfugt við það sem almennt er taiiö. Guðrún sagði aðalorsök slys- anna á gangandi vegfarendum vera óaðgæslu, annað hvort hinna gang- andi vegfarenda, ökumannanna eða jafnvel beggja aðilanna. Að | því er varðar barnaslysin var í öðru | hverju tilfelli um það að ræða, að j börnin æddu út á götuna og oft voru þau ein á ferð. Um heimingur barnanna reyndist vera ein á ferð og um 5 prósent í fylgd með full- orðnum. Einkum virðist vera hætta á slysum á börnum í grennd við strætisvagna og virðist fyllsta á- stæða til að taka upp herferð um aukna aðgát barna þegar þau fara úr og í strætó. ast Félagsfundur Dagsbrúnar Mlnnst látinna forystu- Félagsfundur Dagsbrúnar 205 skoruðu á Skúla Á Dagsbrúnarfundinum.í Iðnó sl. fimmtudag afhenti Brynjar Jónsson trúnaðarmaður hafnar- verkamanna stjórn félagsins lista með nöfnum 205 hafnarverka- manna í Reykjavík, þar sem skorað er á Skúla Thoroddsen lög- fræðing að draga uppsögn sína sem starfsmanns félagsins til baka, og starfa áfram með félaginu. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar lýsti því yfir á fundinum að hann vonaðist til að ekki yrði af þessari uppsögn. Við- ræöur hefðu þegar átt sér staö við Skúla og hans biðu stór verkefni. UTBOÐ Hveragerðishreppur óskar eftir tilboðum í að byggja grunn og gera fokhelda slökkvistöð í Hveragerði. Byggingin er 168,8 m2 eða 779,9 m3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hvera- gerðishrepps, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 12. sept- ember kl. 10 f.h. á skrifstofu Hveragerðis- hrepps. Allar upplýsingar gefur sveitarstjóri eða tæknifræðingur í síma 99-4150. Hveragerði 2. september 1983 Sveitarstjórinn í Hveragerði manna í upphafi Dagsbrúnarfundar í Iðnó sl. fimmtudagskyöld minntist Guðmundur J. Guðmundsson i formaður félagsins látinna forystu- ' manna félagsins. Minnti hann á að i um sama leyti og núverandi stjórn tók við í félaginu hafi fallið frá einn stjórnarmanna, Kristvin Kristvins- son. t>ar hafi orðið skarð fyrir skildi, en síðan hefðu Dagsbrúnar- menn einnig þurft að sjá á bak tveimur sinna bestu manna. Flutti Guðmundur síðari eftirminnanleg niinningarorð um Eðvarð Sigurðs- son fyrrv. formann Dagsbrúnar og Sigurð Guögeirsson starfsmann félagsins. Aö lokinni ræðu Guð- mundar risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu og áttu saman hljóða stund. -ekli -ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.