Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 28

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 28
UOÐVIUINN Helgin 3.-4. september 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins! síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Einstœður lista- viðburður í þágu friðar „Útrýmum kjarnorkuvopnum á láði og legi“, er kjörorð friðar- hátíðarinnar sem haldin verður í Reykjavík í næstu viku, 6. til 11. september. Þessifjölskrúðuga friðarhátíð veröur víðsvegar um borgina; í Þjóðleikhúsinu, Laugardalshöllinni, Hallgrtms- kirkju, Listasafni alþýðu, Fél- agsstofnun stúdenta og víðar. Meðal flytjenda eru Halldór Lax- ness sem les Ijóð á friðarhátíð- inni 11. september í Þjóðleikhúsinu og tveir erlendir gestir koma við sögu þessa viku, Dan Smith formaður evr- ópsku friðarhreyfingarinnar og dr. Christine Cassel frá sam- tökum bandarískra lækna sem berjast gegn kjarnorkuvíg- búnaði. Þessi sögðu frá viðburðum friðarhátíðarinnar á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær: Erla B. Skúladóttir, Guðrún Ásmundsdótt ir, María Sigurðardóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Ragnar Baldursson og Kristbjörg Kjcld. (Ljósmyndari Billinn). Lífið er þess virði Munið friðarhátíðina 6.—10. september Báðir fyrirlesararnir þau Smith og Cassel munu flytja stutt ávörp á hátíðarsamkomunni í Þjóðleik- húsínu 11. september. „ Viö krefjumst framtíðar“ 10. september veröur haldinn einn umfangsmestí rokkkonsert sem sögur fara af á íslandi. Hann verður í Laugardalshöllinni og þar verða erkisnillingar rokksins innlendir á ferðinni; Megas sem kemur nú fram í fyrsta sinn eftir langt hlé frá sviðinu, Bubbi Morthens og vinsælustu rokk- hljómsveitir innanlands. Breska rokkhljómsveitin Crass, sem með list sinni hefur lagt fram ríkulegan skerf til friðarbar- áttunnar, kemur fram á þessum tónleikum. „Lífið er þess virði“ Kl. 14 sunnudaginn 11. sept- ember verður svo hátíð í þágu friðar í Þjóðleikhúsinu, þarsem fjölmargir listamenn leggja fram sinn skerf, þ.á.m. flytur Halldór Laxness rithöfundur ljóð. Flutt verður atriði úr Dúfnaveislunni af þeim sömu og fluttu verkið í Iðnó á sínum tíma. ■ Auður Bjarnadóttir ballcrína kemur heim til íslands til að taka þátt í friðarhátíðinni Lífið er þessi virði. Auður Bjarnadóttir ballett- dansari kemur hingað heim til að flytja sérstakan dans tileinkaðan friði á jörðu. Hún er nú í London til æfinga á þessu verki. Þorkell Sigurbjörnsson for- maður Bandalags íslenskra lista- manna flytur ávarp á hátíðinni og fjölmargir aðrir listamenn koma þarna við sögu (sjá nánar dagsk- rána á bls. 5). Miðasalan að þessum einstæða listaviðburði hefst í Austurstræti og víðar um borgina á mánudag- inn. I næstu víku segir Þjóðviljinn nánar frá hverri dagskrá. -óg. Friðarhátíð í Reykjavík alla nœstu viku Götuleikhúsið Þriðjudaginn 6. september hefur götuleikhúsið Svart og syk- urlaust sýningar og uppáko'mur á götum Reyjavíkur og gerir þaö út alla vikuna. Á rokkkonsertinum 10. september í Laugardalshöll keniur götuleikhúsið einnig fram. Kjarnorkuárás á London og Reykjavík Miðvikudaginn 7. september verður flutt dagskrá í Listaskála alþýðu undir yfirskriftinrii Kjarn- orkuárás á London og Reykja- vík. Þar verður sýnd kvikmynd um hugsanlega kjarnorkuárás á London og vísindamenn segja frá því hvaða hliðstæðar afleiðingar gætu orðið af slíkum óhugnaði í Reykjavík. Þorsteinn Vilhjálms- son eðlisfræðingur mun útskýra hvað þarna er á seyði. Á þessari dagskrá flytja lista- menn ýmis atriði, söng, ljóð og aðra fróðleiksskemmtan. Hírósímavaka í Hallgrímskirkju Fimmtudaginn 8. september verður Hírósímavaka í Hall- grímskirkju sem íslensk- japanskafélagiðskipuleggur. Þar verður sýnd kvikmyndin Glataða kynslóðin sem Bandaríkjamenn tóku eftir að sprengjunum var varpað á Hírósíma og Nagasaki af afleiðingunum. Þar flytur séra Mayako Þórðarson hugvekju, tónlist verður leikin, Ijóðalestur Halldór Laxness flytur Ijóð undir dagskrárliðnum „Lífið er þess virði“ í Þjóðleikhúsinu 11. september. Auk þess verður fluttur kafli úr leikriti hans, Dúfnavcislunni. og fleira. Dagskráin í Hallgríms- kirkju hefst kl. 21.00. Hagkerfi hernaðarins Föstudaginn 9. september kl. 17.00 hefst bókakynning í bóka- verslun Máls og menningar. Boð- ið verður uppá kaffi og kökur, en Dan Smith mun kynna þarna tvær bóka sinna, Stríðsatlasinn og Hagkerfi hernaðarins sem ein- mitt þennan dag mun koma sam- tímis út í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Verður haustið heitt? Um kvöldið kl. 21.00 mun Dan Smith flytja erindi í Félagsstofn- un stúdenta. Það ber heitið Verð- ur haustið heitt? - Vígbúnaðar- kapphlaupið og barátta evróp- skra friðarhreyfinga. Á eftir verða fyrirspurnir og umræður. Læknar gegn vígbúnaðinum Laugardaginn 10. september kl. 13.00 mun bandaríski læknir- inn Christine Cassel flytja erindi í húsakynnum Háskólans. Það fjallar um baráttu bandarískra lækna gegn kjarnorkuvígbún- aðinum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.