Þjóðviljinn - 01.10.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 01.10.1983, Side 3
- Helgin 1.-2. október 1983! ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Vasapeningamálið Skýringar ráðii nevtis Blómaskreytingafólkið Uffe Balslev, Berty Miir og Cor de Gooyer innan um hluta þurrblómaskreytinganna. (Ljósm. Magnús). Verslunin Blómaval: Þurrblóma- og skreytingasýning f gær barst Þjóðviljanum svofellt bréf, dagsett 29. desember, með beiðni um birtingu: „Athugasemd frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu varðandi ákvörðun um ráðstöfunarfé vistmanna dval- arstofnana skv. 26. gr. laga 91/1982 um málefni aldraðra. í tilefni af ritstjórnargrein Þjóð- viljans í gær, 28. september, verður ekki hjá því komist að óska birting- ar á eftirfarandi staðreyndum til leiðréttingar á margþættum mis- skilningi, sem birst hefur í blaðinu um þetta mál. 1. Fram að gildistöku laga um málefni aldraðra gilti sú regla að dvöl á hjúkrunardeildum, hjúkr- unarheimilum og sjúkradeildum fyrir langlegusjúklinga var að fullu greidd fyrir aldraða og fyrir ör- orkulífeyrisþega, óháð tekjum við- komandi. Dvöl á dvalarheimili aldraðra varð vistmaður hins vegar að greiða að hluta sjálfur, ef hann hafði tekjur t.d. úr lífeyrissjóði sín- um. - Með fyrrnefndum lögum var ákveðið, að vistmenn (sjúklingar) hjúkrunardeilda, hjúkrunarheim- ila og sjúkradeilda fyrir langlegu- sjúklinga skyldu frá og með 1. jan- úar 1983 greiða eins og vistmenn elliheimila „allt að fullu vistgjaldi“ og mátti ganga beint að lífeyris- sjóði vistmanns, ef um hann var að ræða, en ella að vistmanni sjálfum. Þó var jafnframt ákveðið að við- komandi skyldi jafnan halda eftir 15% tekna sinna og aldrei minna en kr. 1330 á mánuði. Vistmenn elliheimila skyldu halda eftir 25% tekna og aldrei minna en kr. 1950 á mánuði. í bráðabirgðaákvæði laganna var ákveðið að reglur þessar kæmu til framkvæmda í áföngum sam- kvæmt nánari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. 2. Fyrrihluta aprílmánaðar á- kvað þáverandi ríkisstjórn fyrsta áfanga skv. bráðabirgðaákvæðun- um. Þáverandi tryggingamálaráð- herra lét útbúa og undirritaði reglugerð hinn 14. apríl sl. þar sem þágildandi fjárhæðir vasapeninga (ráðstöfunarfjár) voru hækkaðir í kr. 1326,- til vistmanna á elliheim- ilum og í kr. 1113,- til vistmanna á hj úkrunarstofnunum. Samkvæmt gildandi reglum skyldi ráðstöfunarfé næst greiðast hinn 10. júní, en það er greitt á 3ja mánaða fresti, og féllst ráðherra á þau tilmæli Tryggingastofnunar að fyrstu greiðslur skv. reglugerðun- um yrðu greiddar út þá. Þess vegna er dagsetning þessa fyrsta áfanga í júní en ekki í apríl/maí eins og fyrst var ráðgert. Engar dagsetningar voru í reglu- gerðinni um frekari hækkanir síðar á árinu umfram það sem leiða kynni af hækkun bóta almanna- trygginga. í reglugerðardrögum frá 7. mars s.l. var gert ráð fyrir hæ(ck- unum í 5 áföngum fram til 1. mars 1984. Að athuguðu máli taldi ráð- herra ekki annað eðlilegt en að við- takandi ríkisstjórn tæki ákvarðanir um frekari áfangahækkanir eins og lögin mæla fyrir um. Af þeim sökum varð áfanginn aðeins einn. 3. Eftir setningu bráðabirgðalag- anna nr. 56/1983 barst ráðuneytinu fyrirspurn frá deildarstjóra endur- skoðunardeildar Tryggingastofn- unar ríkisins um hvort og þá hver áhrif þau lög ættu að hafa á upphæð ráðstöfunarfjár skv. fyrrnefndum reglugerðum, sem greiða ætti út í fyrsta sinn hinn 10. júní. Ráðu- neytið svaraði um hæl með bréfi hinn 31. maí á þá leið að 8% hækk- un skv. brb.lögum skyldi koma ofan á upphæð þá, sem tilgreind væri í reglugerðunum. Á fundi tryggingaráðs hinn 1. júní var mál þetta rætt. Var bréf ráðuneytisins Iesið fyrir ráðið svo og reglugerðirnar. Niðurstaða tryggingaráðs var hins vegar ein- róma sú, að sniðganga túlkun ráðu- neytisins og láta 8% hækkunina ekki reiknast ofan á upphæðir reglugerðanna heldur á eldri og lægri grunn, rétt eins og reglugerð- irnar hefðu aldrei verið settar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt ráðuneytinu sérstaklega, sem ást- æða hefði þó verið til að gera eins og málum var háttað. Að vísu fær ráðuneytið til kynningar eintak fundargerða ráðsins og hefði því í flestum tilfellum átt að geta uppgö- tvað slíka misvísun í fyrirmælum ráðherra og ráðuneytis annars veg- ar og í ákvörðun tryggingaráðs hins vegar. Svo varð þó ekki í þetta sinn og þess vegna kom ekki til leiðrétt- ingar fyrr. Það harmar ráðuneytið að sjálfsögðu og kennir um að- gæsluleysi, sem að hluta á rót sína í þeirri verkaskiptingu, sem verður að vera í þessum málum, og að treysta verður framkvæmdavaldi á öllum stjórnstigum til að fram- kvæma lög og reglugerðir eins og fyrir er lagt hverju sinni af bæru yfirvaldi. 4. Ráðuneytið telur ummæli í leiðara Þjóðviljans 28. þ.m. um þátt ráðuneytisins í þessu máli ó- makleg og harmar að hafa með þessum hætti verið dregið inn í pól- itískar leikfléttur fjölmiðils. Slíkt er sem betur fer næstum einsdæmi. F.h.r. Páll Sigurðsson (sign) Jón Ingimundarson (sign).“ Þurrblóma- og þurrkskreytinga- sýning stendur nú yfír í versluninni Blómaval í Reykjavík. Hingað voru fengnir til landsins tveir Hollend- ingar meðal þeirra færustu í sinni grein, þau Berty Miir og Cor de Gooijer og munu þau starfa í versl- uninni um helgina. Þau Berty og Cor komu með ! margs konar efni í farangri sínum til landsins og kennir þar þurrkaðra blóma og grasa úr öllum heimsálf- um. Úr þessu töfra þau fram fal- legar skreytingar og myndir á furðuskömmum tíma. Með þeim starfar einnig Daninn Uffe Balslev, sem kom hingað til lands á síðasta ári. Þau þrjú verða með sýnikenns- lu um helgina á opnunartíma versl- unarinnar. Skreytingarnar munu verða til sölu. HAMRABORG 9 - SÍMI42222 Sverrir útibússtjóri Lilja ínnián Una féhiröir gjaldeyrir ViÖ tökum til starfa föstudaginn 30. september og önnumst öll innlend og erlend bankaviðskipti. Bankastjórn og starfsfólk býður ykkur velkomin í bankann til að hefja við- skipti og þiggja kaffisopa. Björg útlán íris innlán Oddrún gjaldkeri BIÍNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.