Þjóðviljinn - 01.10.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.-2. október 1983
„Heimspeki dauðans“ á
sér marga fylgismenn
Ástin og óttinn geta
talið mönnum trú um allt.
Madame de Aulnoy
Fyrir fjórum árum síðan kom út bókin
Falið vald eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson.
Þó að viðtökur hafi verið með eindæmum
góðar, einkum þegar haft er í huga að frá
höfundarins hendi var hér um frumraun að
ræða, og forleggjari höfundar hafi orðið að
grípa til þess ráðs að gefa út bókina öðru
sinni, þá verður ekki sagt um manninn á
bak við verkið að hann hafi mikið verið að
þenja sig á opinberum vettvangi. „Þetta er
nú eiginlega hálfgerður huldumaður á
markaðinum,” sagði maður einn þegar
nafn Jóhannesar Bjarnar bar á góma.
„Þetta er víst einhver gamall karl sem verið
hefur að grúska í gömlum fræðum,” sagði
annar.
Efnistök í bókinni „Falið vald” voru með
nýstárlegum hætti, allt að því kæruleysis-
legur blaðamennskustíll féll iesendum vel í
geð. Von bráðar fóru aðrir að reyna sig á
þessum vettvangi, en Jóhannes var fyrstur.
Það verður ekki af honum tekið.
Nú bregður svo við að aftur kveður höf-
undur sér hljóðs. í septembermánuði sendi
hann frá sér aðra bók uppá eigin reikning,
„Skákað í skjóli Hitlers”. Þar finna menn
sömu vinnubrögðin; brotum úr sögunni er
raðað saman í heillega mynd. Jóhannes var
sóttur heim í vikunni. Hann er hvorki
huldumaður né gamall karl, heldur rúm-
lega þrítugur Reykvíkingur sem safnað hef-
ur að sér margvíslega upplýsingum víða um
heim. Efnið hefur hann beggja megin Atl-
antsálanna í Ameríku, Englandi, V-
Þýskalandi, Svíþjóð og víðar. Hann er
menntaður í að lesa úr upplýsingum, draga
saman margslungna efnisþætti í eitt, gefa
sér spurningu. Svara.
j „Þetta hefur nú eiginlega alltaf vafist fyrir
[ mér að skilgreina mína menntun. Ég gæti
reynt að skýra þetta á þennan hátt: Maður
heyrir kunnugt lag, hann kveikir strax á
perunni, kannast við lagið og raular e.t.v.
J með. Þetta gerist í lífi hvers manns oft á
| dag. Ég hef lært að kveikja á öðrum at-
J riðum í lífinu. Dæmi: íslenskur ráðherra
j kemur fram fyrir alþjóð og segir að með því
j að byggja flugstöð á Keflavíkurflugvelli
j vinnist m.a. það að lendingum fjölgi. Gott
: og vel. Lendingum fjölgar. En er þetta nú
| lógískt? Taka flugvélar uppá því að lenda á
i Keflavíkurflugvelli vegna þess að menn
; hafa tekið upp á því að byggja nýja flug-
| stöð. Annað dæmi: Bandarískur prédikari
i heldur með söfnuð sinn til Afríku. Söfnuð-
’ urinn, sem telur um 900 manns, „fremur
i sjálfsmorð” á einu bretti. Fjölmiðlar skrifa
i mikið um málið og niurstaðan er á þá leið,
I að illt sé að ganga sértrúarsöfnuðum á vald.
; En er þetta svo einfalt? Hvernig stóð á því
! að líkkistur fyrir allan söfnuðinn voru
j komnar á staðinn nokkrum vikum fyrir at-
í burðinn? Safnaðarformaðurinn var áður í
j þjónustu CIA. Gátu hugsast að innan
1 þeirrar stofnunar hefðu verið gerðar til-
! raunir á heilabúi þessa manns, sem síðar
I leiddi til þessa atburðar? Og þá erum við
Jóhannes Björn höfundur bókarinnar „Fal-
ið vald“ með nýjustu afurð sína á bók-
menntasviðinu „Skákað í skjóli Hitlers”.
Fyrri bók höfundar hefur verið gefin út í
tvígang.
líka komnir að efnisinnihaldi bókarinnar
Skákað í skjóli Hitlers, þáttur geðlæknanna
í fjöldamorðum á gyðingum, frásögn af
„heimspeki dauðans”, fólki sem er
„líknsamlega myrt”, „mannkynbótafræð-
inni” og sögu hennar í V-Evrópu og jafnvel
á íslandi.
Ópera sem átti að
gerast á íslandi
Höfundur: Adolf Hitler
„Að sjálfsögöu er ekki verið.að draga
fjöður yfir grimmdarverk nasista í þessari
bók, hinsvegar er í henni reynt að varpa
Ijósi á þá staðreynd að „mannkynbóta-
fræðin” og útrýmingaráætlanir á „ó-
fullkomnum einstaklingum” eða því sem
sumir vildu kalla „ónothæfum mathákum”
komu frá öðrum.Kenningarum hinnhreina
kynstofn voru auðvitað miklu eldri en Hitl-
er og framkvæmdin alfarið í höndum sér -
fræðinga, geðlæknao.s.frv.í bókinni segi ég
m.a. frá geðlækninum dr. Pfanmúller sem
hægt og bítandi svelti sjúklinga sína til
bana. Stór hluti hinna „ónothæfu matháka”
voru börn. Eftir stríðið var hann dreginn
fyrir dóm, sérstaklega sakaður fyrir 120
morð. Hann slapp með að sitja inni í 6 daga
fyrir hvert drepið barn. Fjölmargir aðrir
sérfræðingar, geðlæknar og aðrir sluppu vel
eftir stríðið, enda mótbára þeirra einföld:
„Það var stríð og við urðum að gera það sem
fyrir okkur var lagt.” I hópi þeirra sem
þannig komst að orði var Kurt Franz eða
„Dúkkan” eins og hann var kallaður. Kurt
hafði ekki matarlyst fyrr en hann hafði
skotið a.m.k. tvo fanga. Fjölmargir iðju-
PósU
kortiö
Póstkortið er að þessu sinni með gam-
alli mynd frá Borgarnesi sem Sigfús
Eymundsson Ijósmyndari tók. Byggð í
Borgarnesi er ekki nema rúmlega aldar
gömul en sá sem hóf verslun þar var
Jón Jónsson frá Ökrum á Mýrum
(Akra-Jón). Á myndinni eru íbúðar- og
verslunarhús hans.
Sjöunda og síðasta ríman er nefnist Dóma-
dagsræða Odds sterka, endar svo með
þessu erindi:
Kveð ég hátt, uns dagur dvín,
í dýran hátt við baugalín.
Venus hátt í vestri skín.
Við skulum hátta, elskan mín.
höldar, sem borguðu Himmler stórfé til
þess að fá gyðinga í þjónustu sína í verk-
smiðjurnar, fengu góða lausn mála sinna.
Friedrick Flick sem borgaði Himmler 100
þús. mörk árlega fyrir þrælana, sem skiptu
tugum þúsunda, stjórnaði árið 1972 yfir 300
fyrirtækjum m.a. Daimler Benz, en þar
starfa 150 þúsund manns. Einn iðjuhöldur-
inn, Krupp, var með 23 þúsund gyðinga á
færiböndunum, ef einhver veiktist var hann
sendur í sjúkrahús þar sem hann var
„líknsamlega myrtur”. Þessi sami Krupp
fékk vægan dóm eftir stríð og sneri aftur til
300 herbergja kastala síns.
Hlutur Hitlers var í raun að framkvæma
kenningar „heimspekinga dauðans”. Ég
rek að nokkru æviatriði Hitlers, draumum
hans á uppvaxtarárum, þegar hann m.a.
föndraði við að semja óperu sem átti að
gerast á íslandi.
Dauðamarsinn dunar enn
Samandregið þá leitast ég við að sýna
fram á að dauðakenningarnar, sem fengu
byr undir báða vængi í valdatíð Hitlers eru
enn í fullu gildi”, sagði Jóhannes undir lok
samtalsins. „Ég bendi einnig á það að fjöl-
margir sem höfðu stórkostlega glæpi á
samviskunni í sambandi við stríðið voru
ekki dregnir til ábyrgðar og ég bendi á hlut
geðlækna í dauðamarsinum, hættuna á því
að kenningar þeirra fái almennan hljóm-
grunn, eins og því miður hefur víða gersC
Ég fékk hugmyndina að bókinni fyrir u.þ.b.
10 árum, hef safnað upplýsingum víða um
lönd á síðustu árum, en bókina reit ég á
tiltölulega stuttum tíma.”
-hól.
Fjölmargar myndir prýða bók Jóhann-
esar. Hér gefur að líta tvö sýnishorn.
Pað hér áður venja var,
vísur dáðu stúlkurnar,
j kossa þáðu og þesskonar
• þeir, sem kváðu rímurnar.
| Ljóða gengi lœkka fer.
| Lítill fengur talinn er,
■ þótt ég strenginn strjúki hér.
; Stúlka engin þakkar mér.
\
| Brjálar glysið borgarjóð,
; borgarþysinn kœfir Ijóð
! bleik og visin borgarfljóð
\ borga gysi snjallan óð.
i
I
j Táli beita og tyllisýn
tóbakseitruð fyllisvín.
! Hugur leitar því til þín,
J þekka sveitastúlkan mín.
| Ríman endar svo með þessari vísu:
j Ein er, veit ég, uppi í sveit,
j ekki þreyti neina leit,
œskuteit og hjartaheit,
hörkufeit og undirleit.
Eins og sönnum „sérfræ3ingum“ sæmdi þá
stóðu geðlæknar við gægjugöt gasklefanna
með myndavélar o; skeiðklukkur og mældu
dauðastríðið niður í 1/10 sekúndu. Stórt
raffyrirtæki, Siemens, hafði einkarétt á
framleiðslu klefanna og fullkomnaði ræsti-
kerfi þeirra, þar til hægt var að myrða
10.000 manns á sólarhring.
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
skáld var einu sinni fullur á ferð í Kaup-
mannahöfn og mætti þá Iiðsforingja Hans
hátignar Danakonungs sern þá bar að sýna
sérstaka lotningu. Benedikt rak hins vegar
vindil sinn upp í nasir foringjans og kvað:
Du dumme helvedes danske bœst,
dauða þínum ég slœ á frest,
en síðan eins og sótugt fis
ég sendi þig beint til helvítis.
Örn Arnarson.
„ Við skulum
hátta,
elskan mfn“
Ýmis skáld á þessari öld hafa fengist við
að yrkja rímur að gömlum og góðum sið.
Örn Arnarson orti rímur af Oddi sterka á
Skaganum sem fleygar urðu. Þannig er
mansöngur 5. rímu sem nefnist Eldhús-
dagsræða Odds sterka:
Mesti leyndardómur líkamans, heilinn, er
tilfinningalaus og því er hægt að þræða
hann stálþráðum og krukka í hann á marg-
an máta. „Samvisku má nú fjarlægja með
skurðaðgerð, án þess að daglegt starfsþrek
sé rýrt“, sagði William Sargant, og nú eru
geðuppskurðir reyndir á ofvirkum börn-
um. Þessi mynd er frá „hjúkrunar“deild í
einni af fangabúðum nasista.