Þjóðviljinn - 01.10.1983, Page 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.—2. október 1983
Helgin 1.-2. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Jón Ormur Halldórsson fyrr-
verandi aðstoðarmaður forsæt-
isráðherra og forystumaður
ungra Sjáifstæðismanna er ætt-
aður úr Skagafirði (og þarmeð
frændi Magnúsar blaðamanns H.
Gíslasonar). Faðir hans er sýsiu-
maður á Króknum og föðurbróð-
ir hans er Magnús frá Mel fyrrum
fjármálaráðherra. Sjálfur er Jón
Ormur sýslumannslega vaxinn
og dulítið ráðherralegur ifasi. En
þegar samræður hefjast kemur
hlýleg manneskja í Ijós...
- Nei ég er ekki lengur í Sjálfstæðis-
flokknum. Ekki endilega af því flokkurinn
sá hafi breyst - heldur hef ég verið að
breytast á undanförnum árum. Flokkurinn
er lítið breytanlegur. Ég hefi ekki áhuga á
að gerast virkur í þessum flokki. Og ég sé
heldur ekki fyrir mér að ég muni gerast þar
virkur félagi á ný.
Flokkar -
leid naudsyn
- Æ, flokkar eru af hinu illa - í besta falli
ill nauðsyn. Þeir eru frelsisskerðandi, stað-
landi fyrirbæri. Eg get ekki hugsað mér að
vera ábyrgur fyrir flokk. Hins vegar kýs ég
að hafa mínar prívatmeiningar og vera
ábyrgur gagnvart mínum eigin skoðunum.
Gekk 12 ára í flokkinn
- Uppgjör? Ég gekk í þennan flokk 12 ára
gamall og hef því verið flokksfélagi í 17 ár.
Það má því segja að ég þekki flokkinn
nokkuð náið. Þetta er alveg eins og í fót-
bolta, búa í Vesturbænum og fæðast inní
KR. Flokkar á íslandi eru svona lið. Þú
heldur með þínu liði, þó það geri mistök. Þú
talar ekki um mistökin eða afglöpin. Að
sigra, að vinna. Það er málið.
- Þegar maður gengur til liðs við sitt lið 12
ára gamall þarf ýmislegt að ganga á til að
maður fari að halda með öðru liði. Ég lenti
einmitt uppá kant við flokksmenn mína.
Það er merkileg reynsla að mæta sjálfum sér
á því plani. Flokkurinn bjó ekki frekar en
aðrir yfir einhverjum sannleika með stórum
staf. Og fyrir mig sem var búinn að vera
þarna frá bernsku var þó nokkurt áfali að
komast að raun um ómerkilegheitin. En
það er heiðarlegra að viðurkenna þegar
rennur upp ljós. Um leið getur það verið
sárt. Flokksvélum, flokkseigendafélögum
fylgir óhugnaður; slúður og rógburður. Og
það var óþægileg lífsreynsla að upplifa
mesta svínaríið frá eigin mönnum.
- Nei, flokkur er dautt appirat. Og þú
mátt ékki sýna dauðu appírati tilfinningar
eins og hollustu og tryggð umfram sjálfan
þig og lifandi menn.
Samstarfið við
Gunnar Thoroddsen
- í rauninni hefst samstarf okkar áður en
ríkisstjórn var mynduð. Ég hafði hitt hann á
menntaskólaárunum og öðru hvoru síðar.
Ég var framkvæmdastjóri ungliðahreyfing-
ar evrópskra íhalds- og kristilegra flokka
með aðsetri í London um tveggja ára skeið.
Þegar Gunnar var þingflokksformaður
1979 bauð hann mér starf hjá þingflokknum
og sjálfum flokknum, hvað ég og þáði. Þá
vann ég uppí Valhöll. Þegar Gunnar mynd-
aði svo stjórnina var þegar Ijóst að ég myndi
ekki rekast vel á kontórnum. Það var því
ekki gott fyrir andrúmsloftið í Valhöll,
hvorki fyrir mig né samstarfsmennina að ég
væri þarna mikið lengur.
í mars 1980 bað Gunnar mig að gerast
aðstoðarmaður sinn og því boði tók ég gegn
ráði allra vina minna og félaga.
- Nei ég sá aldrei eftir því, ekki eina mín-
útu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið
svona tækifæri. Það er engin eftirsjá heldur.
- Gunnar var eftirminnileg persóna.
Hann vildi fá að vita allt sem gerðist og var
að gerast og drjúgur tími minn fór í að gefa
honum skýrslur frá degi til dags. í rauninni
var ótrúleg yfirferð hjá Gunnari, hann var
gífurlega vinnusamur án þess að geta sé það
alltof erfitt. Þess vegna vildi hann fá sem
gerst að vita um mál og spurði margs. Enn
fremur fylgdist hann vel með blöðunum og
iagði mikið uppúr símtölum við venjulegt
fólk. Honum þótti gott hve margir hringdu
og fylgdi erindum fólks sem átti undir högg
að sækja vel eftir. Gunnar var mikill húm-
anisti.
Það var líka gaman að vinna með honum
/
Oskar
Guðmundsson
rœðir við
Jón Orm
Halldórsson
um flokk og
mannlíf
LÍFSVIÐHORF
þvert á flokka
gamla manninum. Ég minnist þess eitt sinn
á ríkisstjórnarfundi þegar loft var lævi
blandið. Ég hélt meira að segja að stjórnin
væri að springa. Hnútur flugu um borð.
Gunnar sat fyrir borðsenda og sáust engin
svipbrigði á honum. Þegar andartakshlé
varð í orrahríðinni, brá Gunnar skjótt við
og hóf að segja gamansögu: - Eitt sinn var
maður fyrir vestan... Síðan sagði hann
bráðsmellna sögu. Það þurfti ekki meira.
Andrúmsloftið var ögn elskulegra og
stjórnin náði saman undir áhrifum sögunn-
ar.
- Frásagnargáfa hans var með ólíkindum.
Jú, hann hafði þykkan skráp, í þessari
hörðu pólitík en undir honum var viðkvæm
manneskja, sem allir löðuðust að sem
kynntust. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn
liti allt öðruvísi út ef Gunnar hefði orðið
formaður hans. Það hefði þá frekar kvarn-
ast úr honum til hægri og sveimér ef það
hefði ekki orðið betra fyrir þetta þrönga
þjóðfélag okkar.
Að kynnast
sjálfum sér
- Ég breyttist ört á þessum tíma. Ýmislegt
hjálpaði til. Það var auðvitað geysilegt álag
fyrir mig kornungan að takast á við verkefni
með sjóuðum og veðruðum mönnum úr
pólitíkinni. Óskapleg streita fylgdi í kjölfar
mikilla verkefna. Ég man t.d. hve áramóta-
aðgerðirnar 1980 sem ég vann að ásamt
Ólafi Ragnari og fleiri góðum mönnum
tóku á mig. Ég sat ríkisstjórnarfundi og
vann undir feikilegu álagi.
- Þetta var að sjálfsögðu dýrmæt
lífsreynsla. En hitt gerðist engu að síður, að
ég fór að drekka meira en nokkru hófi
gegndi. En um þetta leyti, þegar ég var 26
ára steinhætti ég að drekka. Það var mikil
frelsun. Þá tóku hlutirnir að gerast mjög
hratt í lífi mínu - sérstaklega tók ég sjálfur
miklum breytingum. Þetta var erfið reynsla
og á vissan hátt niðurlægjandi en um leið
opnuðust nýjar víddir og fallegur heimur.
Ég kynntist sjálfum mér betur. Og hvað er
mikilvægara en sjálfskönnun fyrir einn
mann?
Bók í smíðum
- Nei ég ætlaði mér aldrei að verða rithöf-
undur. Það hvarflaði aldrei að mér. Var
ekki haldinn Laxnesskomplexi sem annar
hver íslendingur gengur með, að verða að
gefa út bók fyrir 19 ára afmælisdaginn.
Annars verði maður ekki rithöfundur.
- Á þessu tímabili sjálfskönnunar tók ég
til við skriftir. Ég setti saman þessa bók,
Spámaður í föðurlandi, sem kom út í fyrra.
Það var viðfangsefni sem útheimti sjálfs-
könnun öðru fremur. Máske voru síðurnar
sem ég henti við gerð bókarinnar merkileg-
astar í minni sjálfsleit.
- Jú ég er að berjast við eina bók. Það er
sammannleg saga um krísu manns. Litið í
andlegan spegil. Forleggjari bauð mér að
koma henni út í haust, en fæðingin gengur
erfiðlega. Bókin verður síðar á ferðinni.
Allt snýst
um manninn
- Nei ég er ekki markaðstrúar. Að mínu
viti snýst allt um manninn. Hitt málið,
framleiðslan og markaðurinn, það er tækni-
legt atriði.
- Stóriðjan? Það fylgja henni feikilega
neikvæðir fylgifiskar. Mér er það ljóst. En
það er jákvætt að hægt skuii vera að fram-
leiða mikið magn af fáu fólki. Ég sé það gott
við stóriðju.
- Jú máske er viss tvöfeldni í afstöðu
minni. Ég viðurkenni að ég hef megnustu
andúð á fyrirbærinu. Ég sárvorkenni þeim
sem þurfa að vinna í stóriðjuverum, - um
leið og ég ber virðingu fyrir þeim sem það
vilja og geta. Ég vildi losa sem flesta undan
þeirri áþján - og tel að við verðum að fara
hóflega í þær sakir.
Borgaralegur
húmanismi -
erfitt uppdráttar
- Sjálfstæðisflokkurinn er samsteypa ým-
issa afla. Glundroðinn er býsna mikill að
því leyti. f flokknum eru mjög ólíkt hugs-
andi menn, hugsa eftir gjörólíku mynstri.
- Nei ég hef enga einhlíta skýringu á því,
hvers vegna borgaralegur húmanismi á svo
erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.
Þessir ólíku hópar láta ekki til sín heyra,
sjást ekki í Morgunblaðinu af því flokks-
maskínan er í höndum manna sem hugsa
öðruvísi.
- Það er stundum grundvallarmunur á
lífsskoðun sjálfstæðismanna. Þannig fer
t.d. með merkingu hugtaksins frelsi. Á því
máli hef ég í grundvallaratriðum aðra skoð-
un heldur en þeir menn sem helst eiga uppá
Samband feðra við börn er orðið nánara. Það er með því betra sem gerst hefur í þjóðlífinu
Ljósmyndir
- eik.
pallborðið í flokknum núna. Frelsi manns-
ins er fyrir mér grundvallarmálið. Hins veg-
ar tel ég „frelsi á markaðnum" vera nánast
húmbúkk. Fyrir mér er það tæknilegt atriði
hvort framleiðendur eða ríkið ákveði verð á
smjörlíki. Það hefur í mínum huga ekkert
með frelsi manneskjunnar að gera. Það er
praktískt en ekki heimspekilegt inntak í
slíku frelsi; til ákvörðunar smjörlíkisverðs.
Frelsi borgaranna ræðst ekki af því hver
ákveður smjörlíkisverð. Það ætti að hyggja
að frelsi fátæka mannsins. Það er ekki aukið
með markaðsfrelsi.
Ufsviðhorf
þvert á flokka
- Verst er með þessa flokka hvernig þeir
stía fólki í sundur, hvað þeir eru forheimsk-
andi. Ég hafði samúð með málflutningi Vil-
mundar Gylfasonar. Lífsviðhorf Gunnars
Thoroddsen voru ekki alveg óskyld í meg-
inlínum. Ogmáske var það ein af uppgötv-
unum mínum í tíð síðustu ríkisstjórnar,
að ég gat ekki hólfað lífsviðhorf mitt og
skoðanir niður í básinn hjá Sjálfstæðis-
flokknum eins og Morgunblaðið afmarkar
hann hverju sinni.
- Mér fannst það meira að segja næstum
því óþægilegt hversu oft ég var sammála
Svavari Gestssyni á ríkisstjórnarfundum
um ýmsilegt. Én hvers vegna? Það eru
flokkar sem gera menn að andstæðingum -
þó jafnvel skoðanir þeirra geti farið saman í
mikilvægum og afgerandi málaflokkum.
- Umræðan í Sjálfstæðisflokknum og
sjálfsagt öðrum flokkum er engu skárri
heldur en hjá Hjálpræðishernum. Menn
vitna aðallega um fólsku andstæðinganna.
Og hver forherðir annan í þröngum hópi.
Menn hengja sig dauðahaldi í flokkinn - og
sleppa ekki takinu af því þá eru þeir hræddir
um að glata sjálfsmyndinni.
- Borgaralegur húmanismi á sér marga
liðsmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en
„Morgunblaðið...
... heldur Sjálfstæðisflokknum saman
... með kommagrýlunni“.
Borgaralegur
húmanismi á
erfitt uppdrátt-
ar í Sjálfstœðis-
flokknum og
Morgunblað-
inu
menn hafa ekki þrek til að standa í áfram-
haldandi átökum við flokksmaskínuna.
Þeir eru búnir að fá nóg. Ég held að það sé
enginn slíkur sem Gunnar Thoroddsen,
enginn sem gæti leitt húmanisma til há-
borðs í Sjálfstæðisflokknum.
Kommagrýlan
heldur flokknum
saman
- Morgunblaðið er ævintýralega þröng-
sýnt blað. Nei, ég skil ekki hvers vegna
öðruvísi þenkjandi Sjálfstæðismenn láta
ekki meira til sín sjást í blaðinu. Þetta er
maskína. Ég hef séð prýðisgóða menn, vini
mína, fara þarna inn - og verða að stöðluð-
um karakterum. Er þetta ekki eðli flokks-
maskínunnar? Er þetta ekki eins hjá Þjóð-
viljanum og Alþýðubandalaginu?
- Það er bæði lífsnauðsynlegt fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og Morgunblaðið að halda
kommagrýlunni á lífi. Það er hún sem held-
ur Sjálfstæðisflokknum saman. Ef Alþýðu-
bandalagið væri ekki gert að slíkum komm-
únistaflokki á síðum Morgunblaðsins eins
og raunin er, þá væri Sjálfstæðisflokkurinn
splundraður. Sú mynd og sú vitneskja sem
maður sem félagi í Sjálfstæðisflokknum og
lesandi Morgunblaðsins fær af Alþýðu-
bandalaginu veldur því að manni kemur á
óvart að kynnast einhverju öðru. Og það
með öðru gerði það að verkum, að mér kom
á óvart hversu ólíkir þeir Alþýðubandalags-
menn sem ég hef kynnst eru þeim mann-
gerðum sem Morgunblaðið skýrir frá uppá
hvern dag.
- Mogginn, flokksmaskínan hagar sér í
þessu efni eins og valdhafar sem standa á
völtum fótum. Hvað gerði argentínska
herforingjastjórnin þegar hún var að gliðna
í sundur? Hún réðist á Falklandseyjar. Það
er kommagrýlan sem heldur þessum flokki
ólíkra hópa saman. Valdhafarnir verða að
búa til andstæðing - og gegn honum standa
allir saman.
Sundra þjóðinni -
auðmýkja and-
stæðinginn
- Morgunblaðið hefur skipulega reynt að
auðmýkja andstæðinga sína, þá sem eru á
öðru máli. Afdrifaríkast hefur þetta verið
gert í þeim málaflokki sem síst skyldi að
mínu mati. Það er í öryggismálum þjóðar-
innar. Ekkert hefur verið óábyrgara í ör-
yggismálum heldur en einmitt þetta. Hér
hefur flokksmaskína Sjálfstæðisflokksins
bókstaflega tekið þátt í að sundra þjóðinni,
í stað þess að reyna að ná samstöðu í þess-
um mikilvæga þætti.
- Mogginn hefur mótað þessa utanríkis-
stefnu. Og í utanríkismálum er blaðið
eitthvert það afturhaldssamasta apparat
sem til er. Þannig varði Morgunblaðið
stríðsrekstur Bandaríkjanna í Vietnam
löngu eftir að hvert einasta sæmilega upp-
lýst blað í Bandaríkjunum hafði snúist önd-
vert við þessum harmleik.
- f þessu samhengi má segja að Sjálfstæð-
ismenn séu áskrifendur að skoðunum
Morgunblaðsins. Þeir lesa ekki flokksálykt-
anir eða þess háttar. Þeir lesa Morgunblað-
ið og svona er nú bragurinn þar. Morgun-
blaðið er ásjóna flokksins og stjórnar að
verulegu leyti flokknum sjálfum þó ekki
væri nema í gegnum innrætinguna með um-
fjöllun sinni.
- Þetta er ofboðslegt vald fyrir svo út-
breytt og víðlesið blað. Það byggir líka
menn upp og tekur af lífi í pólitík. Bæði
menn og málefni.
- Annars eru íslensku dagblöðin skelfi-
leg. Ég var að koma heim frá Bretlandi á
dögunum. Það var áfall að opna íslensku
blöðin. Þau fara hroðalega út úr saman-
burðinum. Það er eins og blöðin séu skrifuð
til að sanna eigin kenningar, en ekki til að
upplýsa fólk. Þau eru forheimskandi einsog
flokkarnir sem standa á bakvið þau.
- Allt er þetta eins og fótboltakeppni.
Menn hafa sitt lið og halda með því. Og þó
nokkur hluti lesenda geti farið gagnrýnu
hugarfari yfir dagblöð, þá les þorri manna
fréttirnar í flýti. Fyrirsagnir og þess háttar
límist inní heilabúið. Hvernig á annað að
vera en Mogginn reyni að festa myndina af
Alþýðubanda’lagsmönnum sem verstu
Moskvukomma. Efasemdirnar eru hættu-
legar og þær mega ekki gera vart við sig.
Þær komast ekki að.
Lykill
að skilningi
- Erum við ekki komnir að kjarna máls-
ins? Þurfa menn ekki að efast til að verða
umburðarlyndir. Og þurfa menn ekki um-
burðarlyndi til að geta búið saman á jörð-
inni í friði og ró? Sannleiksleit eftir þessum
nótum er alltof sjaldgæf. Flokksvélar eru
andsnúnar- slíkri íeit - og fyrir því hef ég
fundið í Sjálfstæðisflokknum.
- Ég veit ekki hvort Sjálfstæðisflokkurinn
klofnar á næstunni. Ég verð t.d. ekki var við
að það sé neinn pólitískur grundvallará-
greiningu á milli þeirra manna sem teljast
líklegir til formennsku í flokknum. Það er í
mesta lagi persónustríð. Aktivistarnir í
flokknum eru engir pólitískir andstæðing-
ar.
- Auðvitað er hugsanlegt að einhverjir
hópar taki sig til um utanríkismál, friðarmál
og reyni að koma sínum sjónarmiðum að í
flokknum og blaðinu. En ég sé engin teikn
slíks. Svo held ég að fólk sé búið að fá nóg af
átökunum í flokknum. Það er frekar að slíkt
fólk fari að kíkja í kringum sig eítir öðrum
kostum en bjóðast í þessum flokki.
- Jú flokksbönd eru að riðlast í íslensku
þjóðfélagi, það er með því besta sern gerst
hefur að undanförnu. Fólk er farið að
brjótast undan oki flokkanna og bindast
samtökum á öðrum forsendum en þeir gefa
hverju sinni. Einhverjir tala þá urn svik við
flokkana. En hvernig er hægt að bera til-
finningar til slíks appírats. Er ekki eðlilegra
og mannlegra að bregðast ekki samvisku
sinni?
- Ég er ósammála Sjálfstæðisflokknum
eða að minnsta kosti þeim sent þar fara nteð
völdin í mörgum málum. Flugstöðin? Ég tel
bæði hættulegt og heiniskulegt að byggja
tlugstöö fyrir bandarískt fjármagn. Þetta er
bara enn eitt málið í viðbót. Af hvetju var
ekki fjallað ýtarlegar um þetta mál í al-
mennri umræðu og á þinginu? Þeir vilja
ekki almenna og ýtarlega umræðu unt þetta
og telja sér sjálfsagt trú unt að meirihlutinn
sé alltaf með þeim.
- Éghef auðvitað samúð með friðarhreyf-
ingum og ég veit að Morgunblaðið og
flokksvélin öll óttast að fylgismenn Sjálf-
stæðisflokksins rnuni vilja koma til liðs við
hreyfinguna. Þess vegna allar þessar fréttir
um stjórn Rússa á áhugamönnum það frið.
Hins vegar er ég fylgjandi því sent illri nauð-
syn að her sé í landinu.
Samborgarar
á jörðinni
- Ég er óskaplega langt frá þjóðernis-
hyggju. Mér hefur alltaf liðið best nteð sem
flestu fólki í sem stærstum borgurn. Kunni
vel við mig í London á árum áður.
- Fyrir mér erurn við fyrst og fremst íbúar
á jörðinni og eigum sent slíkir að bera
ábyrgð gagnvart öðru fólki. Vandantál :
þriðja heimsins eru svo gífurleg að þetta
dægurþras okkar hér á landi verður ekki
annað en hlægilegt.
- Auðvitað verður að konta til ný efna-
hagsskipan til að jafna tekjuskiptingu á
milli okkar heimshluta og þriðja heimsins.
Reyndar er ég hlynntur jöfnun lífskjara al-
mennt og greinirþará við flokkinn einsog í
ýmsu öðru. Jöfnuður er takmark í sjálfu
sér. Réttlætismál og nauðsynlegt lífinu á
jörðinni. Það þarf að jafna tekjur þannig að
við á Vesturlöndum fáum minna í okkar
hlut en þriðji heimurinn meira í sinn hlut.
Jafnframt verður að jafna tekjum frá há-
launamönnum til þeirra lægst launuðu.
Hamingjustundir
- Ég held að það sé líka með því betra sem
gerst hefur í þjóðlífinu síðustu árin, að sam-
band feðra við börn sín er orðið mun meira
og nánara. Fæðing sonar míns var stórkost-
leg lífsreynsla. Bleyjustúss og þess háttar
hefur síður en svo dregið úr ánægju minni af
barninu. Þegar honum var gefið nafn - varð
nokkurt blaðamál. Eitthvert blaðanna
sagði að hann hefði átt að heita Gunnar
Geir. En drengur hlaut nafnið Gunnar
Hrafn. Þá sagði eitt blaðið að GunnarThor-
oddsen hefði orðið móðgaður, þar sem
hann hefði viljað að drengur bæri nafn
þeirra hjóna beggja Gunnar Valur. En
þetta var bara brandari.
Ég eyði flestum stundum sem ég á aflögu
með barninu. Það eru mínar stærstu ham-
ingjustundir. Nú stendur þannig á að annan
hvern dag er konan mín Jónína Leósdóttir á
þingflokksfundum hjá Bandalagi jafnaðar-
manna - og þá er ég með syninum.
- Jú. Ef til vill fer ég til útlanda. Bíða ekki
allra ögrandi verkefni til samhjáipar? Mað-
ur hugsar til bræðra sinna í heiminum. Við
berum ábyrgð hvert á öðru allir jarðarbúar.
Og blaðamaður þakkar Jóni Ormi fyrir
viðtalið. Stingur punktunum inná lafsíðan
frakkann og hugsar með sjálfum sér um
kristilegan bróðurkærleika.
-óg