Þjóðviljinn - 01.10.1983, Side 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.—2. október 1983 •>'
daeaurmál (sígiid?)
Egó, fulltrúi íslands á hljómleikum í tengslum við Nomus-ráðstefnu,
bar af eins og gull af eir...
Nomus — Norrænt músiksamstarf:
Islenskt rokk
gróskumest?
Kukl með
Þaö hefur líkast til farið framhjá
fjölmörgum að hljómsveitin Kukl
hefur sent frá sér tveggja laga
plötu. Á plötunni eru lögin „Pönk
fyrir byrjendur" og „Söngull" en
bæði lögin voru á efnisskrá hljóm-
sveitarinnar á tónleikunum Við
krefjumst framtíðar. „Söngull" var
seinasta lagið sem hljómsveitin lék
á tónleikunum en þetta lag er að
mínu mati eitt það besta sem heyrst
hefur á þessu ári.
Margir hafa haldið að hljóm-
sveitin væri hætt eða tekið sér frí,
en það er nú alls ekki svo. Þó einn
meðlima hennar sé nú við nám í
London er Kuklið til ennþá og
starfar af miklum móð þessa dag-
ana. Kuklið er ekki hljómsveit í
eiginlegri merkingu þess orðs held-
ur miklu frekar félagsskapur tón-
listarmanna sem vinna saman þeg-
ar þá langar til og þeim hentar.
Þess á milli starfa þau svo með sín-
um eigin hljómsveitum, Björk með
Tappanum, Einar Melax með Van
Houtens Kókó, Birgir Mogensen
með Með nöktum, Þeysararnir
Gulli og Sigtryggur og svo Einar
Örn eru ekki í neinni einni hljóm-
sveit sem stendur.
Kuklið mun starfa í ýmsum út-
gáfum í vetur. Þau ætla að koma
fram eitt, tvö, þrjú, fjögur eða
fimm allt eftir eðli þeirra tónleika
sem hyggjast koma fram á. Eins og
þau segja sjálf, „þá munu þau
koma fram í litlum einingum fyrir
litla hópa“. Þetta verður svona
Kuklararnir Björk og Einar Örn, Gulli í baksýn. Myndina tók Billi
Laugardalshöll (Við krefjumst framtíðar).
„Pönk fyrir byrjendur”
og „Söngull”
Það hefur verið ætlun mín um
nokkurt skeið að greina frá Nomus
(Nordisk musiksamarbejde) ráð-
stefnu sem haldin var í Osló síðustu
daga ágúst. Þessi ráðstefna fjallaði
um rokktónlist og fóru þeir Ás-
mundur Jónsson og Hilmar J.
Hauksson á þessa ráðstefnu fyrir
tilstuðlan SATT og FA. Nomus er
samvinnu- og samhæfingaraðili
fyrir tónlistarmenn á Norðurlönd-
um.
Markmið ráðstefnunnar var að
safna saman fólki sem er viðloð-
andi rokktónlist og ræða hvort um
frekari samvinnu gæti orðið á milli
Norðurlandanna í þessum efnum.
Og gefa fólki tækifæri til að hittast
og koma á samböndum sín á milli.
Viðfangsefni ráðstefnunnar
voru fjögur. 1) Saga rokksins, bak-
grunnur og þróun. Staða rokksins
með tilliti til annarrar tónlistar. 2)
Samtök og skipulag rokktónlistar-
manna, sölukerfi, styrkjakerfi og
annað því um líkt á Norðurlönd-
um. 3) Plötuútgáfa. Staða rokk-
hljómplötuiðnaðarins í hverju
Norðurlandanna. 4) Hljómleika-
ferðir rokktónlistarmanna innan
Norðurlanda, skipuiagning þeirra,
bókanir osfrv.
Niðurstöðurnar úr þessum um-
ræðum voru þær að staða rokktón-
listarmanna er best í Danmörku.
Þar hafa þeir vel skipulögð samtök
og þar standa þeim styrkir til boða.
Hin Norðurlöndin standa Dönum
nokkuð að baki hvað þetta varðar.
Danskir fjölmilar, sérstaklega
sjónvarp og útvarp veita innlendu
rokki þónokkuð rými, hins vegar
er minna um þetta á hinum Norð-
urlöndunum og eins og allir vita
nánast ekkert hér.
Plötuiðnaðurinn er illa staddur á
öllum Norðurlöndunum en allra
verst er staðan hér á íslandi. Skýr-
ingin er fyrst og fremst smæð mark-
aðarins og að plötur hér eru tvöfalt
dýrari en á hinum Norðurlöndun-
um. En verðið á hljómplötum segir
ekki alla söguna. Á Islandi þurfa
menn að vinna 5-7 klukkustundir
fyrir einni hljómplötu en fyrir
venjulega Svfa tekur það aðeins 45
mínútur.
Á hinum Norðurlöndunum er
innlendum hljómlistarmönnum
borgað af útvarpi fyrir magn spil-
aðrar tónlistar en ekki föst upp-
hæð, eins og tíðkast hér á landi.
Þessi fasta upphæð skiptist síðan á
mismargar hendur allt eftir því hve
oft lag eftir viðkomandi listamann
hefur verið spilað í útvarpi. Kjör
tónlistarmanna eru alls staðar svip-
uð það hafa allir það miklu betur
sem vinna við rokkbransann en
tónlistarmennirnir sjálfir.
Ætlunin er að virkja Nomus til
að reyna að rífa rokktónlist upp úr
þeirri ládeyðu sem hún er í með því
að þrýsta sem allra mest á þá aðila
sem tengjast málinu. Reyna að fá
meiri spilun í útvarpi o.s.frv.
Það merkilegasta við þessa ráð-
stefnu var ef til vill það álit sem
aðrar Norðurlandaþjóðir hafa á ís-
lenskri rokktónlist. Það var sam-
dóma álit að hér væri hún grósku-
mest. Finnski fulltrúinn sagði að
rokktónlist hér væri mörgum skref-
um á undn rokktónlist á hinum
Norðurlöndunum. í tilefni af þess-
ari ráðstefnu var ein hljómsveit frá
hverju landi fengin til að leika í
Club 7. Fulltrúi íslands var Egóið.
Var það álit þeirra sem hlýddu á
þessa tónleika að Egóið hefði borið
af hinum hljómsveitum eins og gull
af eir. Segir það sína sögu.
En hér heima eru menn sofandi
yfir þessum málum og skilja ekki
að íslensk rokktónlist er mjög
frambærileg og á allt gott skilið.
Velgengni Mezzoforte á erlendri
grund hefur varla farið framhjá
neinum. Hljómsveitin komst hátt
upp á vinsældalistann í Englandi
með „Garden Party“. í kjölfar
þeirra vinsælda og mikils kynning-
arstarfs á undanförnum árum flutti
hljómsveitin aðalstöðvar sínar til
Englands og hefur starfað þar í
sumar af miklum krafti. Hljóm-
sveitin fór í sex vikna hljómleika-
ferð um England í sumar og náði
ferðin hápunkti í Dominion
leikhúsinu í London. Voru þeir
tónleikar hljóðritaðir og eru nú
komnir út á plötu sem heitir Sprell-
lifandi.
Platan hefur að geyma lögin
kammersamstarf. Þau munu halda
einhverja tónleika hér heima en
aðalvettvangur þeirra verður er-
lendis. Það er ekki komið til af
neinum hroka heldur fyrst og
fremst af því að meiri áhugi er fyrir
þeim í útlandinu og þau segjast
hafa ýmsa góða möguleika til að
komast af erlendis fyrir lítinn pen-
ing.
Þau stefna að því að halda út til
tónleikahalds á fyrstu sex mánuð-
um næsta árs. En áður en haldið
verður í víking er ætlunin að
hljóðrita nokkur lög bæði hér
heima og í Englandi og það sem
allra fyrst. Það er Grammið sem
mun gefa út efni plötunnar, mér
i liggur við að segja að sjálfsögðu því
' hvar værum við ef við hefðum ekki
Grammið?
Eins og menn kannski muna þá
var hljómsveitin stofnuð sérstak-
lega fyrir síðasta þátt Áfanga og
nefndist þá Sérsveitin. Það var
Guðni Rúnar sem valdi hópinn og
skoraðist enginn undan kallinu.
„Danger/High VoItage“
(Háspenna/Lífshætta), „Surprise"
(Uppstúf), „Gazing at the Clouds“
(Spáðu í skýin), „Early Autumn“
(Tilhugalíf í gamla bænum), „Mid-
night Express" (Miðnæturhrað-
lestin), „Garden Party“ (Sprett úr
spori), „Surprise Surprise“ (Fyrsta
paragraf (A)). Tvö ný lög eru á
plötunni, „The Venue“ og „Blue
Ice“.
Sprelllifandi geymir nánast
hljómleikadagskrá Mezzo eins og
hún var á Bretlandstúrnum nema
hvað sleppa varð lögunum „Action
Man“ (Fjörkálfur) og „Rockall".
Einnig varð að stytta trommusóló
Gulla í laginu „Surprise Surprise"
Samstarfið tókst með slíkum ágæt-
um að ákveðið var að halda því
áfram og þá undir nafninu Kukl.
Þrátt fyrir ólíkan tónlistarlegan
bakgrunn hefur samstarfið blessast
mjög vel. Það má ef til vill segja að
kjölur hljómsveitarinnar hafi verið
lagður eftir tengsl þeirra Sigtryggs,
Gulla og Birgis við Killing Joke.
Með þessu samstarfi vill hin tvö-
falda heilaga þrenning sýna að
hægt sé að starfa saman án þess að
detta ofan í hinn hefðbundna
hljómsveitarfarveg. Þau segja að
goðsögnin um hljómsveitir og tón-
listarmenn hafi eingöngu spillt fyrir
eðlilegri þróun tónlistarinnar og
þeim grunni sem hljómsveitir eiga
að starfa á. f þessu sambandi þá
benda þau sérstaklega á þátt fjöl-
miðla sem hafa matreitt þessa
ímynd fyrir hinn almenna lesanda
og beinlínis í sumum tilfellum búið
til goðsagnir sem eiga ekkert skylt
við raunveruleikann.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með Kuklinu í vetur og þeim
en það var upphaflega rúmar sjö
mínútur. Að þessu frátöldu á
platan að gefa sanna mynd af tón-
leikum Mezzo. Engir auka hljóð-
færaleikarar voru notaðir, eina
sem gert var við upptökurnar er að
þær voru mixaðar.
Það stóð aldrei til að gera neina
hljómleikaplötu með Mezzo en
þegar menn heyrðu upptökurnar
frá tónleikunum í Dominion þann
30. júlí fæddist hugmyndin. Ekki
var látið sitja við orðin tóm heldur
drifið í að „mixa“ upptökurnar og
reyna að endurskapa þá stemningu
eins og hún var í Dominion þegar
tónleikarnir fóru fram.
Það er auðheyrt á Sprelllifandi
myndum sem það kann að birtast í,
eitt er víst að þau hafa góðar hug-
myndir svo er bara að sjá og vona
að þeim takist að standa við hug-
myndir sínar.
Tónlist Kuklsins alla vega „Söng-
ull“ minnir mig á tónlist Þeysara.
Lagið er mjög kraftmikið og þungt
og borið uppi af stórgóðum
trommuleik Sigtryggs sem „mixað-
ur“ er mjög framarlega. í bak-
grunninum heyrir maður svo hinn
sérstaka gítarleik Gulla. Ég heyrði
bæði lögin „ómixuð" og var þá
söngurinn hafður aftar, einhvern
veginn finnst mér að sú útgáfa af
laginu sé betri en sú sem er á plötu-
nni. Einar Örn og Björk koma vel
frá sínu sérstaklega finnst mér rödd
Bjarkar njóta sín vel við þessa teg-
und tónlistar. Einar Melax og Birg-
ir eru góðir en besta við þetta lag
svo og „Pönk fyrir byrjendur" er
hve heildin er sterk. Það má alltaf
deila um einstaka hljómsveitar-
menn en það er heildin sem skiptir
máli og hér er hún mjög góð.
Ég hef þá trú að Kuklið eigi eftir
að gera ýmsa góða hluti og er
sannfærður um að næsta plata
hljómsveitarinnar verði söguleg.
JVS.
að Mezzo hafa verið í fínu formi
þetta kvöld og leikið við hvern sinn
fingur. Þeir eru alveg hrikalega ör-
uggir og vel samæfðir, það er
hvergi veikan blett að finna í hljóð-
færaleik þeirra. Miðað við tónleika
hér heima sýna þeir miklar fram-
farir, þeir eru frískari, kraftmeiri
og í alla staði mun öruggari.
Fyrir okkur sem sitjum heima í
stofu þá skapast viss hljómleika-
stemning þó stundum finnist manni
þeir teygja lopann um of, t.d. í
„Garden Party“. Þetta er hægt að
segja ef hlustað er á upptökurnar í
heimahúsi en hefði örugglega
hljómað allt öðru vísi ef maður
hefði verið viðstaddur sjálfa tón-
- JVS.
„Sprelllifandi” Mezzoforte