Þjóðviljinn - 01.10.1983, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.-2. október 1983
bscjarrölt
Að vakna upp við vondan draum
j veistu?
! ____________________________
j að um þriðjungur Akureyringa
; stundar iðnað og bærinn því
! mesti iðnaðarbær á íslandi.
j að sr. Matthías Jochumsson
i hætti prestskap á Akureyri
vegna efasemda í trúmálum.
að tanginn sem kaupstaðurinn
Akranes stendur á hét áður
fyrr Skipaskagi eða bara
Skagi og er kaupstaðurinn
enn stundum kallaður svo.
að fyrsta íbúðarhúsið á Egils-
stöðum (fyrir utan býlið) var
ekki reist fyrr en árið 1944.
að sólin er talin 1.4 miljón kíló-
metra í þvermál meðan jörðin
er aðeins um 12 þúsund kíl-
ómetrar í þvermál.
að vegalengdin milli nyrsta odda
og syðsta odda Noregs er
álíka mikil eins og vegalengd-
in milli Kaupmannahafnar og
Rómar.
að í kjölfar Dyngjufjallagoss
árið 1875 lögðust 16 jarðir í
eyði en 200 stórskemmdust.
að í stóra Suðurlandsskjálftan-
um 1896 skemmdust flest hús
í Árnes- og Rangárvallasýsl-
um aðeins um 2000 af rúm-
lega 20.000 bæjar- og pen-
ingshúsum sluppu við
skemmdir.
| Ég var í „sakleysi" mínu að aka
i heim til mín eitt kvöld í síðustu
j viku og var að hugsa um gátur
| tilveru minnar þegar skyndiléga
i beygir í veg fyrir mig stórt hvítt
í mótorhjól með einum af þessum
i myndarlegu leðurklæddu lög-
regluþjónum sem bruna með
dreissugan svip um borgina.
Hann benti mér á að keyra upp
að gangstétt og nema staðar.
Eg fékk skyndilega hjartslátt
og lá við að mér sortnaði fyrir
augum. Hvað hafði ég gert af
mér? Þetta gat ekki þýtt annað en
sektir af einhverjum toga og
e.t.v. hrun heimilisfjármálanna
sem eru satt að segja ekki beysin
um þessar mundir. Reyndar vissi
ég undir niðri að það hlaut að
vera skoðunin. Ég hef trassað að
láta skoða bílinn og það stafar
fyrst og fremst af því að ég hef
ekki haft efni á að borga trygg-
inguna sem er yfir 10 þúsund
krónur. Nú á þessum síðustu og
langverstu tímum reynir maður
að draga allar greiðslur á langinn
sem mögulegt er. Þetta er auðvit-
að óafsakanlegt og e.t.v. er bíll-
inn í lífshættulegu ástandi.
Lögregluþjónninn steig hægt
af baki mótorhjólinu og gekk síð-
an upp að bílnum þar sem ég sat
stífur og skjálfandi. Hann bað um
skráningarskírteini bílsins og
tryggingaplögg. Ég hafði hvor-
ugt. Nú lá ég laglega í því. Hann
bað um ökuskírteini og ég
þreifaði í írafári í öllum vösum og
dró síðan með öndina í hálsinum
upp veskið mitt. Guði sé lof!
Ökuskírteinið á sínum stað. Lög-
regluþjónninn leit rannsakandi á
það, stakk því síðan á sig og sagði
stuttaralega: „Viltu gera svo vel
að fylgja mér niður í lögregluport
við Skúlagötu." „Já“, sagði ég og
kyngdi stórum gúlsopa af
munnvatni.
Svo hófst lögreglufylgdin.
Hann ók Stakkahlíð, Miklubraut
og Rauðarárstíg og ég fylgdi hon-
um fast á eftir og þorði hvorki að
horfa til hægri né vinstri. Ég hafði
á tilfinningunni að ég væri A1
Capone og hefði nú loksins
náðst. Alveg var ég viss um að
vegfarendur horfðu allir á þessa
prósessíu og samviska mín var
svört.
Er við beygðum inn í portið
streymdu þar að lögreglumótor-
hjól og bílar og allir höfðu þeir
bíla á eftir sér. I portinu voru svo
lögregluþjónar á hverju strái með
skýrslublöð og penna á lofti og
gallaklæddir bifreiðaeftirlits-
menn voru á þönum að skoða bíl-
ana. Ég þurfti að bíða dágóða
stund á þessum girta leikvangi
áður en röðin kom að mér. Síðan
hófst skýrslutaka og bíllinn minn
var skoðaður í krók og kring.
Auðvitað var allt mögulegt að
honum: hjóllegur, spindlar,
hemlar og fleira sem ég kann lítil
skil á. Ég komst að þeirri niður-
stöðu að ég væri fullkominn
glæpamaður og bjóst jafnvel við
að vera settur inn og fengi að
dúsa þar næstu daga.
Svo fór bifreiðaeftirlitsmaður-
inn að skrúfa númerin af bílnum
mínum og sagði að ég yrði að láta
draga hann í burtu fyrir næsta
kvöld, ella yrði hann settur í
Vökuportið. Ég sem hélt að ég
ætti svo fínan bíl.
Að lokum laumaðist ég lúpu-
legur út úr portinu og varð að
ganga heim því að ég átti ekki
einu sinni í strætó. Hvað eftir
annað voru hnjáliðirnir að því
komnir að gefa sig á
heimleiðinni. Svona er að vakna
upp við vondan draum.
að árið 1890 voru landsmenn um
70 þúsund eða færri en nú búa |
í Reykjavík einni.
að sumirsegjaaðrithöfundurinn j
Hemingway hafi fengið hug- j
myndina að skáldsögu sinni
Gamla manninum og hafinu, j
er hann las Aðventu Gunnars j
Gunnarssonar, en sú bók var j
gefin út í stóru upplagi í
Bandaríkjunum.
að öldum saman þorðu íslend-
ingar ekki að ganga á Heklu, í
héldu að þar væri fordyri hel- '
vítis; að það voru þeir Eggert j
Ólafsson og Bjarni Pálsson !
sem brutu ísinn og gengu >
j fyrstir á fjallið í júní 1750.
j að núverandi Hóladómkirkja er !
með elstu húsum landsins,
vígð haustið 1763.
að nyrsta gróðurhús í heimi er á
Laugalandi í Skjaldfannardal
við Isafjarðardjúp.
sunnudagskrossgátan
Nr. 391
/ 3 w- <r 6? ¥ V 10 l/ 12
)3 V )í>~ llo n 8 V 18 iz n- )9 1/ 5P 2D
¥ 18 12 n V 17- n 12 >¥- 21 22 1¥ 8 S?
23 n 12 2* w 2é 26, // 22 5? 26 27
/ (í7 3 12 2$ i /9 2sr 22 18 H 8 ?
2 V 12 // /$ 3 d ¥ 2¥ 1°> 8 $2 U
V 22 3' W" <P n- 2 2é> 17- 2S # JY-
72 T~ <2 25 6 1 /? % V 11 8 2¥ 8
12 2<? 2 11 72 /? 22 26 2S H i9 12
w~ lo /l 22 6> l? 2L> d 22 52 t/ <2
á> /1 8 29 l9 V So 22 26 /7 8 ? 2W
W 2 H 2S~ S? U ir n 8 <5? 28 2J W U
d f' <2 /É /9 1/ S2 21 /2 26, 52 22 8 3 8
AÁBDÐEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á
fjalli. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síðumúla 6, Reykjavík merkt „Krossgáta nr. 391“. Skilafrestur er
þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
30 !8 // 3 26 ^3 // J8 /9 3
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp.
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru þv:
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, aö í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
387 hlaut Bergljót Haralds-
dóttir, Drápuhlíð 9, Rvík.
Þau eru bókin Að haustnótt-
um eftir Knut Hamsun.
Lausnarorðið var Hrognkelsi.
Verðlaunin að þessu sinni er
Frá degi til dags eftir Magnús
Kjartansson.