Þjóðviljinn - 01.10.1983, Qupperneq 21
skák
Helgin 1.—2. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
Arnór Björnsson efstur á Haustmóti
Ljóst er af þrem fyrstu
umferðum Haustmóts
Taflfélags Reykjavíkur, að
sigurstranglegustu
keppendunum, þeim Margeiri
Péturssyni og Jóhanni
Hjartarsyni, mun ekki veitast
eins auðvelt að ná efstu sætum
og buast mátti við þegar lagt
var af stað í mótinu. Að loknum
þrem umferðum hafa þeir báðir
tapað skák. Margeir Pétursson
tapaði óvænt fyrir Arnóri
Björnssyni í 2. umferð og í 3.
umferð tapaði Jóhann fyrir
Sævari Bjarnasyni. Af úrslitum
fyrstu umferðar, jafnvel þó
að fjölmargar biðskákir setji
stórt strik í reikninginn, má ráða
að Arnór Björnsson, Elvar
Guðmundsson, Sævar
Bjarnason og Róbert
Harðarson blandi sér í barátt-
una.
Vegna helgarskákmótsins á Fá-
skrúðsfirði varð að færa 3. umferð
fram á fimmtudagskvöld, en ekki
verður teflt í A-riðlinum á föstudag
og sunnudag. Úrslit í 2. umferð á
miðvikudagskvöldið urðu þessi:
Arnór vann Margeir og Róbert
vann Karl. Aðrar skákir fóru í bið.
í 3. umferð vann Margeir Bene-
dikt, Sævar vann Jóhann og Karl
og Elvar gerðu jafntefli. Aðrar
skákir fóru í bið. Staðan á mótinu
eftir 3 umferðir, þegar ólokið er
sæg biðskáka, er þessi: 1. Arnór 2
v. + 1 biðskák. 2. Margeir 2 v..
3.-4. Elvar og Róbert IV2 v. + 1
biðskák hvor. 5. Sævar 1 v. + 2
biðskákir. 6. Jóhann 1 v. + 1 bið-
skák. 7. Karl 1 v.. 8.-11. Dan Hans-
son, Benedikt, Halldór og Hrafn 0
v. + 2 biðskákir hver. 12. Hilmar 0
v. + 1 biðskák.
4. umferð mótsins verður tefld
næsta mánudag og munu þá þeir
keppendur sem eru með í helgar-
mótinu á Fáskrúðsfirði verða búnir
að tefla 10 skákir á 6 dögum.
Arnór Björnsson er tvímæla-
laust sá keppandi sem mest hefur
komið á óvart. Verður fróðlegt að
fylgjast með framgöngu hans á
mótinu, en þess má geta að hann
stendur síst lakar að vígi í biðskák
sinni gegn Hrafni Loftssyni eftir að
hafa lent í miklum erfiðleikum í
byrjun tafls.
Sigur Arnórs yfir Margeiri Pét-
urssyni var athyglisverður. Eftir að
TRAUST hf
Sími91-83655
LAUSFRYSTI-
TÆKI
fyrir flök og
flakaeftirlíkingar
islensk framleiösla.
Ödýr tæki. Útvegum
mótunarvélar fyrir
flakaefti rlíkingar.
Nýjir áöur óþekktir
möguleikar í mark-
aösmálum. ,
Box 4413, Knarravogi 4
124 Reykjavík
Helgi
Ólafsson
skrifar
Mikið er um að skákmenn fari á rölt milli leikja. Hér hefur Elvar
Guðmundsson tekið sér hvíld og virðir fyrir sér stöðuna í skák Hrafns
Loftssonar og Dan Hansson. Ljósm.: -eik.
Margeir hafði orðið að gefa peð
vegna ónákvæmni í byrjun tafls
náði hann góðum gagnfærum ,og
þurfti Arnór að hafa sig allan við að
vinna úr stöðu, þar sem hann hafði
mikla liðsyfirburði, tvö peð og
skiptamun yfir, en viðsjárverða
kóngsstöðu:
Hvítt: Arnór Björnsson.
Svart: Margcir Pctursson.
Sikileyjarvörn.
1. c4 c5 7. Rc3 0-0
2. Rf3 Rc6 8- Be2 b6
3. d4 cxd4 9. 0-0 Bb7
4. Rxd4 g6 10. Rdb5 Hc8
5. c4 Bg7 11. Ba6
6. Be3 Rf6 12. Ra3 e6?
(Eftir hægfara byrjun sem maður
freistast til að álíta að falli vel að
hægfara skákstíl Margeirs verður
svörtum á ónákvæmni. Annað-
hvort hefur honum hreinlega sést
yfir næsta leik hvíts eða hreinlega
vanmetið hann.)
13. Db3!
(Svartur missir peð, svo mikið er
víst. Margeir reynir eftir fremsta
megni að fá sem mest fyrir það.)
13. .. d5 16. exd5 Rb4
14. Bxb6 De7 17. Bc4 Hb8
15. cxd5 exd5
(Þó að hvítur sé tveim peðum yfir í
augnablikinu er enn ekki öll nótt
úti fyrir svartan. Hann getur gert
sér vonir um að ná mótspili vegna
klúðurslegrar staðsetningar hvítu
mannana.)
18. Bf2 Ba8 19. Bg3
(Efnishyggjan hefur náð tökum á
hvítum. Hér kom til greina að leika
19. Ddl.)
19. .. Da7+ 21. Bxb8 Hxb8
20. Khl Rbxd5 22. Da4 Rc3
(Svartur hefur náð rífandi spili fyrir
það lið sem hann hefur orðið að
láta af hendi. Arnór þarf að við-
hafa mikla loftfimleika til að koma
í veg fyrir að svartur nái afgerandi
sóknarfærum.)
23. Hgl DcS 24. Bb3 Hb4?
(Margeir taldi þennan leik ekki
þjóna neinu sérstöku hlutverki. En
í öllu falli er það freistandi að bæta
hróknum í atlöguna að kóngi hvíts.
25. Dxa6 Bb7 26. Dd3 Rh5?
(Hugmyndin er einföld en gallinn
sá að hvítur á ágætan mótleik. Hér
var upplagt að leika 26. - Hh4 því
að svartur getur gruggað mikið í
stöðunni sem kemur upp eftir: 27.
Dd8+ Bf8 28. Dxf6 Hxh2+ 29.
Kxh2 Bd6+ o.s.frv.)
27. Re2
(Svartur hótaði 27. - Rg3+ 28.
hxg3 Dh5 mát.)
27. .. De5
abcdefgh
(Hótanir svarts eru þess eðlis að
það er auðvelt að gera við þeim.
Hér er meiningin að leika 28. -
Dxh2+! 29. Kxh2 Hh4 mát!)
28. Rc4!
(Hróknum á b4 er byrgð sýn. Hvít-
ur hefur komið skipulagi á lið sitt
og getur litið björtum augum fram
á við. Á þessu augnabliki var
Margeir orðinn mjög tíma-
naumur.)
28. .. Rxc4 29. Bxc4 Bf8 (?)
(Sjálfsagt var 29. - Hxb2.)
30. Hgdl Hxb2
31. Dd7! Be7 33- Dd4 Hxbl
32. Habl Rf6 ^4- Hxbl
(Að sjálfsögðu ekki 34. Dxe5
Hxdl+ 35. Rgl og þó hvítur sé enn
liði yfir á hann mjög óhægt um
vik.)
34. .. Dc7 37. Dg4 Kg7
35. Hdl Bc6 38. Rd5 Bxd5
36. Rc3 Rh5 39. Bxd5
- Margeir féll á tíma í þessari
stöðu, en staða svarts er algerlega
vonlaus.
NYOG BETRI
OPNARIDAG
AÐ HÖFÐABAKKA9
Til sýnis eru nýir Lílar. Þýsleu gflæsivagfnamir
OPEL REKORD og OPEL ASCONA.
Japönsleu liörleutólin ISUZU 1 ROOPER og' ®
ISUZU PICK-UR
OPIÐ KL. 10-17
* **
smÆ
>v;
BIFREIBADEILD SAMBANDSI
LASALA
HÖFÐABAKKA 9-SIMI 86750
KRO