Þjóðviljinn - 01.10.1983, Qupperneq 26

Þjóðviljinn - 01.10.1983, Qupperneq 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.—2. október 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur.um skólamál Bæjarmálaráð heldur fund i Lárusarhúsi mánudaginn 3. október kl. 20.30. Aðalefni fundarins eru skólamál á Akureyri. Frummælendur eru Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Torfi Sigtryggsson fulltrúar í skólanefnd Akureyrarbæjar og skólanefnd verkmennta- skóla. Auk þess verður rædd dagskrá bæjarstjórnarfundar 4. október. Fundurinn er opinn öllum félögum og stuðningsmönnum Alþýðu- bandalagsins. Mætið vel og stundvíslega. Starfsáætlun bæjarmálaráðs til áramóta 17. október: Atvinnumál 31. október: íþrótta- og æskulýðsmál 14. nóvember: Stjórnskipan bæjarins 28. nóvember: Dagvistarmál 5. desember: Undirbúningur fjárhagsáætlunar. Nánar auglýst síðar. Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins á Akureyri Alþýðubandalagið í Kópavogi Aöalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður hald- inn í Þinghóli miðvikudaginn 5. október n.k. kl. 20.30._ Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur laga- og skipulagsnefndar Alþýðubandalagsins. Frummælandi: Einar Karl Haraldsson formaður nefndarinnar 3. Önnur mál Fjölmennum Stjórn Alþýubandalagsins í Kópavogi Fulltrúaráð ABR Fulltrúaráð ABR er kallaö saman til fundar miðvikudaginn 5. október að Hverfisgötu 105. Fundurinn hefst kl. 20.30. Nánar auglýst síðar. Stjórn fulltrúaráðs ABR Alþýðubandalag Héraðsbúa Alþýðubandalag Héraðsbúa heldurfund í fundarsal Egilsstaðahrepps föstudaginn 7. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Frásögn af aðalfundi kjördæmisráðs. 2. Utgáfumál. 3. Kosning fulltrúa á landsfund. 4. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið sunnan heiða á Snæfellsnesi Kynningarfundur verður haldinn að Hraunholtum þriðjudagskvöldið 4. október kl. 20. Efni: Steingrímur J. Sigfússon mætir og kynnir hug- myndir laga- og skipulagsnefndar Alþýðubandalagsins. Áríðandi að allir mæti. Heitt á könnunni. Stjórnin Starfshópur um örtölvumál Hópurinn kemur saman til fyrsta fundar á mánudaginn næsta, 3. október að Hverfisgötu 105. Frummælendur verða þeir Ásmundur Hilmarsson og Hrafnkell Björnsson. Félagar í ABR og aðrir áhuga- menn um örtölvumál eru hvattir til að fjölmenna. Starfshópur um laga- og skipulagsmál Fundur er boðaður í hópnum þriðjudaginn 4. október kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Fulltrúaráð ABR Fundi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Skuldar þú árgjaldið? Stjórn ABR hvetur alla þá sem enn skulda gjaldfallin árgjöld að geiða þau núna um mánaðamótin. Stöndum í skilum og eflum starf ABR. Verkakvennafélagið Framsókn Kínverskur listfimleika hópur á leiðinni í næstu viku er væntanlegur hingað til lands listfimleikahópur frá Kína í boði Fimleikasambands íslands og Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Hópurinn dvelur hér á landi frá 7.-15. októ- ber og sýnir fimm sinnum í Laugar- dalshöllinni. Hér er um að ræða Henan- hópinn, einn besta listfimleikahóp Kínverja. Hann sýnir svipuð list- brögð og hópurinn frá Tianjin í Kína sem sýndi hér á landi við frá- bærar undirtektir árið 1975. Þó gefst áhorfendum nú kostur á að sjá ýmis atriði sem aldrei hafa verið sýnd hér á landi áður. Ætla má að allir aldurshópar finni eitthvað við sitt hæfi á sýningum þessum en þar fara saman æsispennandi og sprenghlægileg atriði. Það fylgir með sú orðsending að þetta sé ungt fólk sem lifi einföldu lífi og það sé að upplagi bjartsýnt! Hópurinn kemur hingað frá írlandi þar sem móttökur og undirtektir Zhang Xiaojun leikur listir sínar í tunnu. Þetta er eitt fjölmargra atriða sem Kínverjarnir bjóða uppá í Laugardalshöllinni. allar hafa verið frábærar. „Það var með herkjum að það var hægt að fá þennan hóp hingað til lands, Kín- verjarnir höfðu vart trú á að við gætum staðið undir öllu þessu fjár- hagslega. Þetta kostar okkur um 800 þúsund krónur, þrátt fyrir að þeir borgi sjálfir ferðina fyrir sig hingað, sagði Arnþór Helgason, einn forráðamanna KÍM, á blaða- mannafundi í gær. -VS Atvinnuöryggi Verkakvennafélagið Framsókn takmarkaður á næstu mánuðum. hefur sent frá sér ályktun þar sem Ljóst sé að siglingar togara stefni þeim eindregnu tilmælum er beint atvinnuöryggi fjölda verkakvenna í til togaraútgerða í Reykjavík að hættu. Þá bendir félagið á að á siglingar togara verði sem mest sama tfma og almenningi sé gert að í hættu sæta geigvænlegri kjaraskerðingu sé óhæfa að togarar sigli þannig að atvinnuleysi skapist hjá verkafólki í landi. Útför Gunnars Thoroddsen var gerð í gær frá Dómkirjunni. Kistuna báru Steingrímur Hermannsson, Svavar Gestsson, Pálmi Jónsson, Gunnar G. Schram, Friðrik Sófusson, Friðjón Þórðarson, Gylfi Þ. Gíslason og Davíð Oddsson. -Mynd: eik. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Llst á laugardegi ABR Breiðholts með opið hús í dag í dag kl. 15 efnir Alþýðubandalgið í Breiðholti til samkomu í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi og verður þar margt á dag- skrá. Þar skal nefna að Páll Pálsson les úr væntanlegri skáldsögu sinni um Hlemm- æskuna, Símon ívarsson leikur á klassískan gítar og Elísabet Þorgeirsdóttir les frumort ljóð, Ólafur Haukur Símonarson les úr nýrri skáldsögu sinni Vík milli vina og Sigrún V. Gestsdóttir syngur við undirleik Hrefnu Egg- ertsdóttur. Kaffistofan verður opin fyrir og eftir opna húsið sem byrjar kl. 15 eins og áður segir. Allir eru velkomnir á þessa samkomu Al- þýðubandalags Breiðholts og kostar aðeins 2C fyrir fullorðna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.