Þjóðviljinn - 01.10.1983, Qupperneq 27
Helgin ll—2. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27
Fjölmennur og fjörugur fundur á Akranesi
Ríkisstjórnin
Húsfyllir var að Rein á Akranesi
á fundi Alþýðubandalagsins í
fyrrakvöld. Um 150 manns sóttu
fundinn og ríkti mikill baráttuhug-
ur. Fundurinn var hinn fyrsti um
lýðræði og lífskjör sem haldnir
verða í öllum kjördæmum landsins
á næstunni. Framsögumenn á
fundinum voru þeir Svavar Gests-
son formaður Alþýðubandalagsins
og Skúli Alexandersson alþingis-
maður.
Skúli fjallaði í framsögu sinni um
þær áherslur.sem ríkisstjórnin hef-
ur í stefnu sinni. Þar er;
hagsmunaöflum Framsóknar og
íhalds í þjónustu og yfirbyggingu
samfélagsins hyglað á kostnað
launafólks. Rakti hann með dæm-
um hvernig sóað er í bönkum,
verslunum, bensínstöðvum og
álíka, meðan kjör launafólks eru
skert svo, að ekki verður af þeim
lifað. Þá fjallaði hann um tvískinn-
ung Framsóknarflokksins í stóriðj-
umálum. Flvernig Grundartanga-
verksmiðjan hefði verið hafin til
skýjanna fyrir kosningar, en lokun
hennar boðuð að þeim loknum.
Einnig fjallaði Skúli um rekstar-
vanda útgerðarinnar og yfirlýsing-
ar forsætisráðherra um framtíð
hennar. Kvað Skúli þær raddir
farnar að heyrast að framtíð togar-
anna væri helst í því fólgin að liggja
við bryggju og framleiða rafmagn
með ljósavélum í samkeppni við
Landsvirkjun.
efnir til stríðs
í inngangsræðu sinni ræddi Svav-
ar Gestsson um þau sögulegu átök
sem nú fara fam á íslenskum vinnu-
markaði og eiga ekki sinn líka síð-
an 1942.
Sú svipting mannréttinda sem
ríkisstjórnin hefði beitt ætti sér
enga hliðstæðu í nágrannalöndun-
um og fara yrði alla leið til Tyrk-
lands til að finna bann við samning-
um frjálsra manna. Ríkisstjórnin
hefði efnt til stríðs við launafólkið í
landinu.
Hann bað menn sérstaklega að
minnast loforða og yfirlýsinga frá
Framsóknarflokknum fyrir síðustu
kosningar og athuga hvort þar væri
að finna eitthvað sem líktist því
sem ríkisstjórnin er að fram-
kvæma. Þarnæst rakti Svavar efna-
hagsstefnu stjórnarinnar í ítarlegu
máli og sýndi fram á að baráttan
við verðbólguna á einungis að
bitna á launafólki í landinu. Allir
aðrir aðilar fá sitt, opinber þjón-
usta er hækkuð eftir beiðnum,
vöruverð gefið frjálst að mestu og
þar fram eftir götunum.
Jafnframt kvað Svavar það liggja
ljóst fyrir, að samkvæmt stefnu
ríkisstjórnarinnar væri ekki hægt
að ná verðbólgunni niður án þess
að launin hækkuðu enn meira, og
spurði menn hvort þeir teldu sig.
geta hert sultarólina ennmeir.
Hann kvað það einnig ljóst að ef
laun hækkuðu þá myndi verðbólg-
an aukast, því ekkert hefði verið
gert nema að lækka launin.
Að loknum framsöguræðum
voru frjálsar umræður og fyrir-
spurnir. Stóðu þær lengi kvölds og
voru mjög líflegar.
I lokaorðum sínum hvatti Svavar
Gestsson alla vinstri menn til að
fylkja sér saman í órofa heild til að
létta oki ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar af baki íslenskra
launþega.
eng/hól.
Bæjarstjórnin í Garðabæ rausnarleg
Hækkar kaupið
Á sama tíma skrifar bœjarstjórinn
greinaflokk um nauðsyn þess
að halda niðri kaupi, segir Hilmar
Ingólfsson bœjarfulltrúi
- A sama tíma og b. ■jarstjórinn í
Garðabæ er að skrifa greinar um
nauðsyn þess að launum almenns
launafólks sé haldið i iðri ákvað
meirihluti hans hér í 'iænum að
hækka laun bæjartæk úfræðings
uppí tæplega 40 þúsund krónur úr
31.493 kr., sagði Hilmar Ingólfsson
bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í
Garðabæ í viðtali við Þjóðviljann í
gær. Þessari kauphækkun var
komið á án þess að umbeðnar
greinargerðir væru færðar til
stuðnings í bæjarráði nú í fyrra-
dag.
- Þessi kauphækkun er fóðruð
þannig að maðurinn fær greiddar
70 yfirvinnustundir á mánuði. Við
vildum að sjálfsögðu létta þessu
þrældómsoki af manninum og
lögðum til að frekar yrði ráðinn nýr
starfsmaður til að létta undir. En
þau ráð voru höfð að engu. Okkur
Garðbæingum finnst þetta mál
gera málflutning bæjarstjóra í síð-
degisblaðinu enn hlægilegri. Mað-
urinn sem heldur því fram að ekk-
ert sé til skiptanna fyrir venjulegt
launafólk er sjálfur með margföld
verkamannalaun og stendur fyrir
því að kollegar hans í flokki og á
bæjarkontórnum fái kauphækkun.
Hvað er að marka svona menn?
Bæjarstjórinn með enn
hærri laun
- Eitthvað hefur einnig skolast
til í höfðinu á bæjarstjóranum hvað
hann hefur sjálfur há laun. Hann er
nefnilega með töluvert hærri laun
en greint var frá í Þjóðviljanum í
vikunni. Maðurinn fær 70 eftir-
vinnustundir greiddar, en ekki
fjörutíu. Það gerir að verkum, að
bæjarstjórinn í Garðabæ hefur
8.400 krónur til viðbótar nefndri
upphæð í Þjóðviljanum. Þannig
hefur hann ekki undir 53 þúsund-
um á mánuði með öllu reiknuðu.
Svo leggur hann til í blaðagreinum
að neyslukapphlaupið verði stöðv-
að, verðbætur verði ekki greiddar á
almenn laun, og telur að ekkert sé
til skiptanna, sagði Hilmar Ingólfs-
son bæjarfulltrúi að lokum. -óg
Bæjarstjórinn í Garðabæ er ekki
með 45 þúsund krónur á mánuði
eins og hann upplýsti í viðtali við
Þjóðviljann heldur með að minnsta
kosti 53 þúsund krónur á mánuði
þegar allt er talið. Ekkert til skipt-
anna, segir hann í DV-greinum.
Símnotendur:
Fleiri vilja
greiðslufrest
Símnotendur hafa beðið meira
um gjaldfrest en áður, sagði Krist-
jana Á. Guðmundsdóttir, hjá Pósti
og síma, við Þjóðviljann í gær.
Gjaldfrestur er einungis veittur til
skamms tíma og þá því fólki, sem
hefur áður staðið vel í skilum.
Kristjana sagði að ekki hefði
verið meira um lokanir á síma að
undanförnu en áður, en hins vegar
væri greinilegt að þrengra væri um
hjá fólki. Meira væri t.d.farið fram
á gjaldfrest sem veittur væri í und-
antekningartilvikum. Sérstaklega j
reyndi stofnunin að taka tillit til
greiðsluerfiðleika ellilífeyrisþega
og öryrkja. Traustir viðskiptavinir
og áreiðanlegir fengju stundum að
halda síma sínum opnum til nokU-
urra daga gegn því að greiða inná
reikninga.
-óg
Hvimleitt fyrir fatlaða að vera uppá aðra komnir með allar sínar ferðir um
skóiann. (Ljósm.: Magnús).
Hjólastólalyftan í MH
Nemendur mótmæltu
í gær afhentu nemendur
Menntaskólans í Hamrahlíð rekt-
ornum mótmæli, vegna þess að enn
er ekki komin hjólastólalyfta í
skólann, þrátt fyrir að skólinn hafi
undir höndum bæði gjafafé og fjár-
veitingu til verksins.
Undanfarna daga hefur staðið
yfir undirskriftasöfnun í
Menntaskólanum í Hamráhlíðí
Kröfðust nemendur þess að skóla-
stjórn fjárfesti nú þegar í hjóla-
stólalyftu til að fatlaðir nemendur
komist leiðar sinnar. Skólinn hefur
bæði fengið gefins fé til þeirra fra-
mkvæmda svo og fjárveitingu úr
ríkissjóði.
í gær afhentu síðan fulltrúar
nemenda í Hagsmunaráði MH
skólastjóranum, Örnólfi Thorlaci-
us, undirskriftalistana. Við þett:
tækifæri fluttu stutt ávörp, Bene
dikt Stefánsson, forseti Nemendaf
élagsins, og Örnólfur rektor.
Benedikt minnti á að fyrii
tveimur árum hefðu nemendur
Öldungadeild safnað fé ti
kaupanna, sem þeir síðan afhenti
skólastjórn. Taldi hann að fé þett;
hefði þá dugað fyrir títtnefndr
lyftu.
Örnólfur Thorlacius taldi upp
hæð þá er nemendur Öldunga
deildar hefðu afhent ekki hafa dug
að til kaupanna, en þó hefði mátt f;
fjárveitingu til viðbótar við þá upp
hæð. Arkitektar skólans hefðu þ(
ráðið skólastjórn að setja heldu
venjulega lyftu í húsið, en úr þv
hefði ekki enn orðið.
- H.Hjv
Yfirlýsing frá Steingrími:
Staðfestir fyrri fréttir
Þegar Þjóðviljinn var að fara í prentun í gærdag barst blaðinu
yfirlýsing frá Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra vegna skrifa
Þjóðviljans um bílakaup hans. í yfirlýsingunni kemur ekkert nýtt fram
sem ekki hefur þegar birst í Þjóðviljanum eða öðrum blöðum.
Þjóðviljinn mun að sjálfsögðu birta yfirlýsingu ráðherrans eftir helg-
ina ásamt nýjum upplýsingum í málinu.