Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Fyrirhugað verslunarrými Hagkaupa og verslunarmiðstöðvar í Kringlumýri:
„Rúmlega nýr Laugavegur”
segir Sigurður E. Haraldsson for-
maður Kaupmannasamtakanna,
sem hafa óskað eftir frestun fram-
kvæmda og að kostnaðarreikningar
verði opinberaðir
„Það er okkur kaupmönnum
áhyggjuefni hversu gífurlega hefur
bæst við af verslunum, sérstaklega
mat vöru verslunum nú á síðustu
tímum og er enn að bætast við“,
sagði Sigurður E. Haraldsson
formaður Kaupmannasamtaka
íslands í samtali við Þjóðviljann.
eða um 2 ferm. á hvern íbúa. Borg-
arskipulag þar reiknaði með þessu
sama hlutfalli næsta áratuginn. Hér
í Reykjavík væri þetta hlutfall hins
vegar þegar í dag um tvöfalt meira
eða um 3.6 ferm. á hvern íbúa
borgarinnar. Á Stór-Kaupmanna-
hafnarsvæðinu búa um 1.250 þús.
manns og þar eru 16 stórmarkaðir
samtals 76 þús. ferm. að stærð. Það
þýðir að um 80 þús. íbúar eru á
hvern stórmarkað.
„ Vitleysis-
kapphlaup“
„Ástandið hér er tvímælalaust
komið út í eitthvert vitleysis kapp-
hlaup. Hér virðast allir ætla að gera
allt í einu. Það er ekki hægt að sjá
að nokkur skipuleg stjórnun sé á
þessum málum. Hér er um að ræða
geysikostnaðarsamar framkvæmd-
ir sem okkur kemur ekki síður við
en öðrum sem borga skatta hér í
Reykjavík. Við eigum kröfu á að
vita hvað þetta kostar, því það eru
Á fundi samtakanna í síðustu
viku var samþykkt ályktun þar sem
beint var þeim tilmælum til borg-
arstjórnar að fresta úthlutun lóðar
undir verslunarhúsnæði í Kringlu-
mýri. Þar hyggst Hagkaup reisa
stórmarkað á um 20 þús ferm. og
húsnæði undir valvöruverslanir á
um 10 þús. ferm. eða alls um 30
þús. ferm. sem áætlað er undir
verslanir í Kringlumýri. Verslun-
arrými stórmarkaðarins mun verða
um 6.600 ferm. sem er um helm-
ingsstækkun miðað við verslun
Hagkaupa í Skeifunni. í fyrirhug-
uðu valvöruverslunarhúsnæði er
áætlað að um 6.800 ferm. fari undir
verslunarrými.
„Ef við miðum við að á Lauga-
vegi frá Bankastræti að Snorra-
braut séu um 90 hús sem rekin er
verslun í og meðalrými hverrar
verslunar þar er áætlað um 60
ferm. þá er verslunarrýmið alls um
5400 ferm. á Laugaveginum. Þetta
hverfi smávöruverslana í Kringlu-
mýri er því rúmlega nýr Laugaveg-
ur“, sagði Sigurður E. Haraldsson.
Hann sagði ennfremur að þetta
viðbótaverslunarrými sem fyrir-
hugað væri í Kringlumýri væru um
10% viðbót að gólfflatarmáli við
allt verslunarrými í Reykjavík árið
1980.
„En það er ekki einungis þessi
verslunarsamstæða í Kringlumýri
sem kemur til viðbótar við allt
verslunarrými, heldur er hver stór-
markaðurinn á fætur öðrum að rísa
upp eða á döfinni. í Holtagörðum
opnar Sambandið og KRON nú
bráðlega um 5000 ferm. stórmark-
að, Vörumarkaðurinn opnaði á
bæjarmörkum Reykjavíkur og
Seltjarnarness 2000 ferm. stór-
markað á dögunum, Víðir hyggst
byggja í Mjóddinni 3000 ferm.
stórmarkað og í Kringlumýri er
eins og áður sagði Hagkaup með
áætlaðan stórmarkað uppá 6.600
ferm. Samtals gerir þetta um
16.600 ferm. Ef þetta nær allt að
ganga fram þá er ekki annað fram-
undan en að taka upp skrapdaga-
kerfi í verslun líkt og í sjávarútvegi"
sagði Sigurður.
Til samanburðar við stöðu þess-
ara mála í nágrannalöndum sagði
Sigurður að í Álaborg byggju 155
þús. manns og gólfflatarmál versl-
ana þar væri tæplega 300þús. ferm.
,Þetta hverfi smávöruverslunar í Kringlumýri er því rúmlega nýr Laugavegur“, segir formaður Kaupmann
asamtakanna, Sigurður E. Haraldsson, í viðtali við Þjóðviljann. Ljósm. eik.
m .'lífir m
ÍMhHksÍÍHBiw.'
—„.JPSWf r* . . o
Æ . ÆMlíÆBlœ
i .» . / * wXSSSSS
Sinfóníuhljómsveitin annað kvöld:
Erling Blöndal Bengtsson einleikari
Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á starfsárinu
1983-1984 verða í Háskólabíói á morgun og hefjast kl. 20.30. Efnisskrá
tónleikanna verður þessi: Oliver Messiaen: Les Offrandes Oubliées.
Jón Nordal: Sellókonsert, frumflutningur. Gustav Mahler: Sinfónía
nr. 1 í D-dúr.
Stjórnandi tónleikanna er að-
alstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar Jean-Pierre Jacquil-
lat.
Hann er fæddur í Versölum
1935. Að loknu námi við Tónlist-
arháskólann í París, þar sem
hann vann til ýmissa verðlauna,
var hann ráðinn hljómsveitar-
stjóri Orchestre de Paris. Stjóm-
aði hann þeirri hljómsveit á
mörgum tónleikum í Frakklandi,
Sovétríkjunum, Kanada, Banda-
ríkjunum og Mexíkó. Síðar varð
hann fastur stjórnandi óperunnar
og Rohne-Alpes sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Lyon. Hann hefur
stjórnað hljómsveitum í flestum
álfum heims, óperusýningum
víða um lönd m.a. í
Metrópolitan-óperunni í New
York.
Erling Blöndal Bengtsson, ein-
leikari kvöldsins, er af íslensku
og dönsku bergi brotinn. Höf
barnungur að leika á selló, kom
oft fram í Reykjavík á unglingsár-
unum. Stundaði síðar nám við
Curtis Institute of Music í Fíla-
delfíu, hefur starfað þar sem
kennari svo og við Konunglega
Tónlistarskólann í Kaupmanna-
höfn, tónlistarskóla í Svíþjóð og
Þýskalandi. Hann nýtur nú meiri
frægðar en flestir norrænir tón-
listarmenn.
Um sellókonsert sinn segir Jón
Nordal: „Ég samdi konsertinn
fyrir selló og hljómsveit að ósk
Érlings Blöndals, lauk honum í
ágústbyrjun. Verkinu er ekki
skipt í þætti heldur áfanga, sem
taka hver við af öðrum án hlés.
Hér er um einskonar tilbrigði að
ræða og er efniviðurinn sóttur í
stef það sem sellóið leikur í upp-
hafi verksins. Hlutur hjóm-
sveitarinnar er harður og óvæg-
inn á köflum en það er sellóið
sem er leiðandi allan tímann og á
fyrsta og síðasta orðið.“
- mhg
Sigurður E. Haraldsson: Hræddur
um að það stefni í algert óefni með
svo mikilli fjárfestingu í verslun.
fyrirsjáanlegar gífurlegar fram-
kvæmdir við breikkun Miklu-
brautar og vegatengingar ef af
þessum verslunaráformum í
Kringlumýri verður.
Ég er hræddur um að það stefni í
algert óefni með svo mikilli fjár-
festingu í verslun. Ef þessi verslun-
armiðstöð byggist og lifir þá deyr
önnur verslun við Laugaveginn.
Það er mín skoðun. Það er engan
veginn grundvöllur fyrir svona
stóru verslunarkerfi hér, og vissu-
Iega höfum við áhyggjur af okkar
félagsmönnum. Það eru þegar
þrjár verslunarmiðstöðvar á þrjá
vegu í kringum Kringlumýri.
Suðurver að vestanverðu, Austur-
ver að sunnanverðu og Miðbær að
austanverðu.
Varað borgar-
yfirvöld við
Við höfum varað borgaryfirvöld
við þessum framkvæmdum í
Kringlumýri með ályktun okkar,
varað þau við þessu glapræði, og
nú er það skylda þeirra að taka
skynsamlega ákvörðun og ekki síð-
ur að kynna fyrir borgarbúum þýð-
ingu og kostnað við þessar fram-
kvæmdir", sagði Sigurður E. Har-
aldsson formaður Kaupmanna-
samtaka íslands.
-*g-
Gísli Blöndal
hjá Hagkaupum:
„Þörf fyrir
þetta rými”
„Ég álít að það sé þörf fyrir þetta
verslunarrými. Það er þegar inikill
áhugi hjá kaupmönnum fyrir
þessu. Við verðum áþreifanlega
varir við það“, sagði Gísli Blöndal
hjá Hagkaupum í samtali við Þjóð-
viljann.
Gísli sagði að stór hluti verslunar
byggi nú við þröngar aðstæður í
erfiðu, dýru og ófullnægjandi hús-
næði. „Það er hægt að koma við
mikilli hagræðingu með því að
byggja nýja verslunarmiðstöð og
ég tel yfirgnæfandi líkur á að þetta
verði byggt. Laugavegurinn fær
vissulega samkeppni af þessum
verslunarmarkaði í Kringlumýri en
ég er sannfærður um að það verði
Laugavegi til góðs. Strikið í Kaup-
mannahöfn deyr ekki þótt þar í
borg rísi verslunarsamstæður",
sagði Gísli.
Hánn sagði eftirtektarvert
hversu dræm þátttaka hefði verið í
atkvæðagreiðslunni á fundi
Kaupmannasamtakanna en það
væri í takt við þann áhuga sem
komið hefði fram hjá kaup-
mönnum fyrir nýbyggingunum í
Kringlumýri.
- >g-