Þjóðviljinn - 05.10.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN< Miðvikudagur; 5. ok(óber 1983
Pólitískar furður Singapore:
Viska
mæta
Eyríkiö Singapore viö
suðurodda Malasíu, hefur
um skeið verið mjög lofað
sem fyrirmynd þeim sem
trúa á ágæti markaðs-
lögmála, enda hefur þar
verið um verulegan og
jafnan hagvöxt að ræða.
En nú harðnarádalnum
þar sem annarsstaðar, og
þá grípur hinn ráðandi
flokkur
„Framkvæmdaflokkur
fólksins“, PAP, sem hefur
farið með völd í Singapore
allar götur frá því að landið
hlautsjálfstæði 1959, til
þess að gera visku
Konfúsíusar um hlýðni og
undirgefni að einskonar
ríkisheimspeki og er þetta
eitt af mörgu sem gert er til
að kveða niður pólitíska
andstöðu í eyríkinu.
Einn flokkur
Á pappírnum býr Singapore við
stjórnarskrá sem er skrifuð upp eft-
ir stjórnarskrám lýðræðisríkja. En
í reynd fer PAP með allt pólitískt
vald og ræður 74 af 75 þingmönn-
um, sem allir eru kosnir í ein-
menningskjördæmum. Singapore
líkist því um margt einsflokksríki -
blöðin sæta ritskoðun, verkalýðs-
samtök og önnur félög eru undir
ströngu eftirliti - enda þótt einatt
sé erfitt að greina á milli beinnar
þvingunar og „aga“. Pólitískir and-
stæðingar PAP og leiðtoga hans,
Lee Kuan Yew, hafa oft verið
handteknir á vægast sagt mjög
hæpnum forsendum.
Sjálfur reynir Lee Kuan Yew
forsætisráðherra að verja þessa
stjórn sína („óttastjórn" segja and-
stæðingar hans) með skírskotun til
þess, að ef að Singaporebúar lúti
ekki allir sama aga og haldi saman,
þá sé úti um þá. Til dæmis er blöð-
um bannað að birta fréttir sem
gætu hugsanlega kynnt undir mis-
klíð milli hins kínverska meirihluta
fbúanna og minnihluta Indverja og
Malaja. Lee Kuan Yew óttast ekki
eingöngu þjóðernisleg átök heldur
hefur hann það fyrst og fremst í
huga, að Singapore hefur reynst
aðlaðandi til fjárfestingar erlend-
um auðhringum og bönkum. Með
því að þeim er tryggt ódýrt og mjög
agað vinnuafl og skattfríðindi hafa
erlend fyrirtæki tekið allan til-
kostnað sinn heim á örfáum árum
og grætt ómælt eftir það. Ef hins-
vegar verklýðshreyfingin eða póli-
tískir andstæðingar trufla þennan
sælureit kapítalismans, þá óttast
hinn ráðandi flokkur að fyrirtækin
muni leita annað með umsvif sín.
Byrjaði til vinstri
Stjórnmálafræðingur einn í Sing-
apore hefur skilgreint Lee Kuan
Yew á þann hátt, að hann sé áreið-
anlega eini maðurinn sem hafi
byrjað sem róttækur sósíalisti og
notað síðan lenínskar aðferðir til
að byggja upp hreinræktaðan kap-
ítalísma. Hvað sem um slíkar
skilgreiningar má segja er hitt víst,
að PAP var á þeim tíma þegar Sing-
apore var enn bresk nýlenda, tal-
Konfusíusar á að
efnahagskreppunni
Mikill hagvöxtur hefur orðið í Singapore, en meðal annars á kostnað þess
að íbúðarhúsnæði hefur verið iátið sitja á hakanum. Það voru húsnæðis-
vandræði sem komu að einum þingmanni utan hins ríkjandi flokks.
um 6% í fyrra en var tæplega 10%
árið 1981. En skakkaföllin í efna-
hagslífinu hefðu orðið sýnu meiri
ef í fyrra hefðu enn ekki verið í
gangi mikil umsvif í byggingaiðn-
aði, sem ekki er víst um framhald
á.
Undirgefni
En eins og fyrr var getið hefur
PAP nú tekið upp á því að leggja í
skólum og uppeldisstarfi yfirleitt
sérstaka áherslu á visku kínverska
heimspekingsins Konfúsíusar. Sú
ástæða fyrir þessu er upp gefin, að
siðfræði Konfúsíusar sé vel fallin til
að „draga úr siðferðilegri hnignun
og efnishyggju" sem fylgt hafi
framförum síðari ára. En þeir sem
gagnrýnni eru telja, að áherslan á
Konfúsíus sé fyrst og fremst tilraun
til að móta ríkisheimspeki sem eigi
að réttlæta það valdakerfi sem
komið hefur verið upp í Singapore.
Með Konfúsíusarsiðferði er verið
að leggja áherslu á fornar dyggðir
eins og undirgefni undir vilja og
yfirboðara, hlýðni sonar við föður,
eiginkonu við vilja 1 eiginmanns
osfrv. - og er talið að þetta geti
fallið í nokkuð góðan jarðveg hjá
fjölmörgum Kínverjum, en þeir
eru 3A hinna 2,5 miljóna íbúa Sing-
apore. Kínverjar hafa sterkar hefð-
ir fyrir fjölskyldutengslum og aga,
Fiskveiðisamstarf
Fundir sovéskra og
íslenskra sérfræðinga
inn róttækur sósíaldemókrata-
flokkur og sóttist eftir frændskap
við Verkamannaflokkinn breska.
Lee skipulagði verkföll og
mótmælaaðgerðir og bjó þar með í
haginn fyrir sjálfstæði undan Bret-
um. Þegar það fékkst 1959 lét Lee
það verða sitt fyrsta verk að snúast
gegn kommúnistum, sem höfðu
verið bandamenn hans í
sjálfstæðisbaráttunni, sem og öll-
um öðrum sem líklegir voru til and-
stöðu. Þá þegar fékk PAP öll 75
sætin á þingi og hefur haldið þeirri
einokun síðan, nema hvað árið
1981 tókst „Verkamannaflokkn-
um“ að sigra í einu kjördæmi, þar
sem íbúarnir voru sérlega óánægðir
með að rífa átti niður íbúðarhús-
næði til að rýma fyrir skrifstofum
og iðngörðum.
„Framkvæmdaflokki fólksins“,
PÁP, hefur tekist að halda völdum
bæði með valdaeinokun og svo
vegna þess að Singapore hefur í
raun vegnað betur en
nágrannaríkjum. En nú er hag-
vöxtur að byrja að dragast saman.
Hann er að vísu enn allmikill - fór í
Fyrir skömmu lauk í
Sovétríkjunum sjöttu fundalotu
sovésk-íslenskrar nefndar sem
fjallar um vísinda- og tæknilegt
samstarf á sviði fiskveiða. Fundir
nefndarinnar fóru fram í Moskvu
og í tveimur öðrum sovéskum
borgum: Súhúmi og Batúmi.
Fiskimenn ausa úr einum
brunni, hvort sem þeir eru íslenskir
eða sovéskir. Velgengni þeirra er
að mörgu leyti komin undir sam-
eiginlegu átaki við varðveislu lif-
andi auðlinaa Norður-Atlantshafs-
ins. Þetta þema var einmitt eitt
helsta viðfangsefni sovésk-íslensku
nefndarinnar.
Fundalotur sem þessi eru haldn-
ar árlega, í samræmi við sam-
þykkt sem gerð var árið 1977. So-
véskir og íslenskir sérfræðingar
skiptast á niðurstöðum vísinda-
legra rannsókna á Norður-Atlants-
hafi og segja frá gangi veiða á þessu
svæði. í þeirri fundalotu sem nú er
nýafstaðin gengu báðir aðilar þó
lengra. Sem dæmi má nefna, að ís-
lenska sendinefndin flutti þeirri so-
vésku skýrslu um ástand fiskistofn-
anna í íslenskri fiskveiðilögsögu og
horfurnar um veiðar til ársloka.
Auk þess fengu sovésku
sérfræðingarnir frá íslenskum
starfsbræðrum sínum upplýsingar
um tækni og vélvæðingu í
fiskiðnaðinum.Þessar staðreyndir
og nútíma konfúsíamsmi yhrfærir
þær á sambandið milli verkamanna
og kapítalista, ríkis og þegns, „til
að menn eigi betra með að standast
freistingar frjálslyndrar vestrænnar
hugsunar" segir Goh Heng Swee
varaforsætisráðherra.
Það er reyndar ekki einsdæmi í
kínversku samfélagi að æfafornir
höfundar séu fram dregnir sem
vopn í samtímabaráttu. í Kína
sjálfu kom Konfúsíus allmikið við
sögu þegar tekist var á um örlög
menningarbyltingarinnar svo-
nefndu. Og það var reyndar í hinu
kapítalíska ríki fyrrum sósíalista,
Singapore, að upp var fundin sú
aðferð, sem nú er beitt í Kína til að
hafa hemil á barneignum. Þá að-
ferð má kalla „öfluga félagslega
þjónustu" sem þýðir, að foreldrar
fá ýmsa fyrirgreiðslu og aðstoð
vegna fæðingar fyrsta barns; þegar
annað barn kemur missa þau öll
fríðindi og af þriðja barni verða
þau að greiða sektir.
AB tók saman.
Konfúsíus nútímans, forsætisráð-
herra Singapore, Lee Kuan Yew á
forsíðu fréttaritsins Far Eastern
Economic Review.
báðar eru dæmi um aukið samstarf
Sovétmanna og íslendinga innan
ramma sameiginlegu nefndarinn-
ar.
Þótt slíkt samstarf sé afar mikil-
vægt er það þó aðeins ein hlið á
viðskiptum milli Sovétríkjanna og
íslands. í þessu sambandi nægir að
benda á staðreynd einsog þá, að
íslensk fiskiskip ganga að verulegu
leyti fyrir sqvésku eldsneyti.
Fyrir sitt leyti eru Sovétmenn
stærsti kaupandi íslenskrar fram-
leiðslu. Svo við snúum okkur aftur
að fiskimálunum getum við vitnað í
eftirfarandi ummæli sem birtust í
Morgunblaðinu 22. maí 1982: „Á
árinu 1982 tókst íslendingum, þrátt
fyrir ýmsa erfiðleika, að selja
meira magn af saltsfld en öllum
keppinautum þeirra samanlagt.
Þessi árangur náðist fyrst cg fremst
vegna viðskiptasamningsins við
Sovétríkin, sem eru stærsti
kaupandi saltsíldar frá íslandi".
(APN)
Wilfred Burchett látinn:
Sendi fyrstur fregnir frá
Hiroshima 1945
Nýlega léstíBúlgaríu
sérstœðurog heimskunnur
ástralskur blaðamaður,
WilfredBurchett. Hann hlaut
heimsfrœgð árið 1945þegar
hann varfyrstur vestrœnna
fréttamanna á vettvang í
Hiroishima eftirað
kjarnnorkusprengja hafði eytt
borginni.
Burchett var vinstrisinnaður
og kaus sér hlut með Sovétríkjun-
um og bandamönnum þeirra í
þeirri kaldastríðsstöðu sem stillti
mönnum upp við vegg eftir form-
úlunni: ef þú ert ekki með mér
ertu á móti mér. Hann sætti mikl-
um árásum á Vesturlöndum fyrir
skrif sín um Kóreustríðið, en þá
var hann norðanmegin - hann var
meira að segja ákærður fyrir að
hafa tekið þátt í yfirheyrslum yfir
bandarískum stríðsföngum í
Norður-Kóreu. Upp úr því var
hann sviptur áströlsku vegabréfi
og fékk það' ekki aftur fyrr en
1973.
Burchett hafði lengst af aðset-
ur í Moskvu og Sofiu en skrifaði
fyrir mörg blöð á Vesturlöndum.
Hann vissi fleira um styrjöldina í
Vietnam en flestir aðrir, vár
reyndar góðvinur Ho Chi Minh
og Sihanouks prins og fleiri á-
hrifamanna og fór um allt bæði
með skæruherjum og svo síðar
hermönnum Norður-Víetnam. í
átökum milli stjórnar Pol Pots í
Kampútseu og Víetnama, sem
leiddi til innrásar Víetnamshers,
stóð Burchett í einu og öllu með-
Víetnömum - en þar með var og
lokið gamalli vináttu hans bæði
við Sihanouk prins og svo ýmsa
kínverska ráðamenn.
áb.
Wilfred Burchett