Þjóðviljinn - 27.10.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Side 3
Fimmtudagur 27. októbér 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 3 * Islenska óperan Aukafj árveiting upp á 2 mlljónir íslenska Óperan. Þó framlag ríkisstjórnarinnar til menningamála það sem af er fcrli hennar sé heldur af skornum skammti þá finnast þess dæmi að eitthvað sé afgangs til handa ein- stökum listgreinum. Þannig fékk Islenska Óperan nýlega tvær mil- jónir í aukafjárveitingu ofan á fjár- lög þessa árs. Þessi aukafjárveiting kemur á sama tíma og staða Is- lensku hljómsveitarinnar er með þeim hætti að allt útlit er fyrir að hljómsveitin verði að hætta starf- semi sinni. Islenska hljómsveitin hóf starfsemi sína á síðasta hausti og hélt í allan fyrra vetur uppi fjöl- breyttri dagskrá sem dró til sín fjöl- marga áheyrendur. Síðan hefur þurft að draga verulega saman seglin, hljóðfæraleikurum fækkað stórlega og ennfrekari samdráttur viðblasandi m.a. vegna hinnar miklu óvissu um starfsemina. Til þess að hljómsveitin fái að lifa og dafna þarf hún tæplega eina miljón króna. Þorsteinn Hannesson sern á sæti í stjórn íslensku hljómsveitarinnar sagði í samtali við Þjóðviljaiin ígær Tillaga Sigurjóns Péturssonar samþykkt í útgerðarráði Stórlækkun í, mötuneyti BUR Mötuneytiskostnaður starfs- manna Bæjarútgerðar Reykjavík- ur mun stórlækka frá og með deg- inum í dag. Á fundi útgcrðarráðs BÚR í gær var samþykkt sam- hljóða að færa mötuneytiskostnað þjá starfsfólki fyrirtækisins til sams vegar og starfsfólk hjá öðrum borg- arfyrirtækjum þarf að greiða. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá á dögunum kom tilskipun frá borg- arkerfinu um síðustu mánaðarmót að hækka mötuneytiskostnað hjá Máltíðir starfsfólksins hækka um 30% [Mikil ólga í BURj f Fiskverkunarfólkið borgar mun meira en krafist er á skrifstofunum Nlikillar óánæjýu gætir meðal starfsfólks vegna ákvörðun- V ar borgarydrvalda á dögunum um stórfellda hækkun á mál- I tíðum f mótuneyti BÚR. Kjötmáltíð I mötuneytinu kostar nú F 66 kr. og fískmáitíð 50 kr. en það er um 30% hækkun frá þvi f Llok maf sl. en á sama tima hefur kaup starfsfólksins aðeins f hækkað um 12% .Menn eru mjög óhressir mcð þessa miklu tuekkun á máltíðum í mötuneytinu. Fyrir ári síðan tók um 50 minútur að vinna sér fyrir kjötmáJtfð miðað við Ixgstu dag- vinnutaxta en nú þarf að vinna rúma klukkustund fyrir sómu mál- urstræti borgar skrifstofufólk^ tið. Það sem við getum lika illa sætt vegar 50 kr. bæði fynr kjót- og■ okkur við er að aðnr starfsmenn máltíöir og fær kaffi á eftirfl borgarinnar.þcirsemvinnaáskrif- starfsfólk BÚR þarf að greid^r stofum þurfa að borga mun minna staklega til viðbótar fyrir kaff fyrir mat í öðrum motuncytum *nn borgarinnar en við hér I fiskvinnsl- Fulltrui starfsmanna i BUKj unni". sagði starfsmaður i Bcjar gerðarráði vakti máls á | útgerð Reykjavfkur í samtah við miklu hzkkun á verði máltíl Þjóðviljann í gær fundi ráðsms á dógunum, aukfl scm Sigurjón Pétursson bol fulltrúi óskaði cftir svoruml I mótuneyti borgarinnar f Aust- Frétt Þjóðviljans frá 14. október sl. um 30% hækkun mötuneytis- kostnaðar. starfsfólki BÚR um 30%. Vakti þessi hækkunartilskipun íhaldsins mikla ólgu meðal starfsmanna auk þess sem Ijóst var að þeir greiddu eftir hækkunina mun hærra verð fyrir fæði í mötuneyti en aðrir starfsmenn borgarinnar. Á fundi útgerðarráðs í gær bar Sigurjón Pétursson fram tillögu þess efnis að verð máltíða í mötu- neyti BÚR yrði lækkað og fært til jafns við það sem gildir í öðrum mötuneytum borgarinnar. Þessi til- laga Sigurjóns var samþykkt sam- hljóða en samkvæmt henni mun verð á kjötmáltíð hjá starfsfólki BÚR lækka um 21 krónur, verð á fiskmáltíð lækka um 5 krónur og hér eftir verður kaffi ókeypis eftir mat sem og í öðrum mötneytum borgarstarfsmanna, en áður þurfti starfsfólk BÚR að greiða sérstak- lega fyrir þennan kaffisopa, sem aðrir borgarstarfsmenn fengu ókeypis. -lg/-ÁI Atvinna 75 manns í hættu „Lánasjóðir eru tómir og óráðsía síðustu ára er að koma í hausinn á okkur. Svo hefur heyrst ávæn- ingur af því að innflutningur á skipum verði jafnvel leyfður", segir Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri í viðtali við Dag. Rætt hefur verið um að segja þurfi upp 75 manns hjá fyrirtækinu vegna verkefnaskorts. „Ég á eftir að ræða þetta við starfsfólk okkar. Hinsvegar blas- ir við verkefnaskortur og við höfum verið að ræða þessi vandamál raunar alveg síðan í sumar'1, segir Gunnar Ragnars. Fimm vilja Hafþór 5 fyrirtæki sendu inn tilboð til sjávarút- vegsráðuneytisins um kaup á hafrannsóknar- skipinu Hafþór, en tilboðsfrestur rann út þann 20. s.l. Ráðuneytið hefur þessi tilboð til athugunar en ekki hefur verið tekin nein afstaða til þeirra, né viðræður hafnar við neinn tilboðsaðila að því er segir í frétt frá ráðuneytinu. Fyrirtækin sem buðu í Hafþór eru: Heimir h/f Keflavík, Höfði h/f Húsavík, Slippstöðin h/f Ak- ureyri, Útgerðarfélag Akureyringa h/f og Þor- móður rammi h/f Siglufirði. Tékjur uppboðshaldara Margar fyrirspurnir hafa verið lagðar fram á alþingi. Meðal þeirra er ein frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur til dómsmálaráðherra um tekjur uppboðs- haldara. Jóhanna óskar eftir skriflegu svari. Starfsemi endurhæfingarráðs Frá Helga Seljan til félagsmálaráðherra hefur verið lögð fram fyrirspurn, þarsem Helgi spyr hvað verði um starfsemi endurhæfingarráðs þegar lög um fatlaða taka gildi. Utreikningur verðbóta Ragnar Arnalds hefur lagt fram fyrirspurn til viðskiptaráðherra um útreikning verðbóta. Ragn- ar spyr hvort ríkisstjórnin vilji beita sér fyrir skýrum reglum um útreikning verðbóta í við- skiptum þarsem kaupverð er tengt vísitölu verð- lags eða byggingarkostnaðar? Sjálfræðissvipting Þá hefur verið lögð fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra frá Helga Seljan, þarsem spurt er um niðurstöður nefndar sem skipuð var til að endurskoða lög um sjálfræðissviptingu. að ekkert væri komið á hreint með opinbera styrki til hljómsveitarinn- ar, en eins og kunnugt er þá varð hljómsveitin útundan í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi. Þorsteinn kvaðst gleðast yfir öllum styrkjum til menningarmála hvort sem það færi til Sinfóníuhljómsveitarinnar eða Óperunnar. Hann sagði að í dag myndu nokkrir forsvarsmenn íslensku hljómsveitarinnar ganga á fund fjárveitingarnefndar". „Mér finnst ákaflega sorglegt ef þetta unga fólk sem hefur stofnað Islensku hljómsveitina fær ekkert í opinbera styrki. Hinsvegar tel ég að ekki sé hægt að bera saman þessa tvo aðila. Menn verða að horfa til þess að hingað til hefur enginn starfsgrundvöllur verið hér á landi fyrir söngvara eða allt til þess að Óperan kom fram. íslenska hljómsveitin er hinsvegar önnur í röðinni, hér hefur starfað sinfónía fyrir hljóðfæraleikara um alllangt skeið", sagði Garðar Cortes- 17. innkaupakarfa Verðlagsstofunnar „Gott ráð er að nota reiknivél“ Grænu baunirnar 188% dýrari í frönskum umbúðum „Gefið ykkur góðan tíma til verðsamanburðar þegar verslað er, og notið jafnvel reiknivél til að auðvelda samanburðinn", er ráðlegging Verðlagsstofnunar til neytenda eftir að hafa keypt inn í 17. innkaupakörfuna. Könnun á verði á mat-, drykkjar- og hreinlætisvörum í 45 verslunum í 14 bæjum og kaupstöðum um miðj- an október leiddi í Ijós að íslensk vöruheiti eru ódýrust og þau ís- lensku eru yfirleitt ódýrari cn er- lend. Að þessu sinni var gerður verð- samanburður milli vöruverkja á 13 vörutegundum. í blaði Verðlags- stofnunar, Verðkynningu, er birt meðalverð hvers einstaks vöru- merkis í þeirri magneiningu sem var könnuð, auk meðalverðs pr. 100 grömm eða 100 millilítrar. Að lokum er gerður samanburður á meðalverðinu og lægsta verð sett sem 100. í niðurstöðu segir að verðkönnu- nin staðfesti, að gera megi hag- kvæmari innkaup en ella með því að bera saman verð mismunandi vörumerkja jafnvel innan sömu verslunar og velja í samræmi við það. Hinsvegarsé verðsamanburð- ur oft erfiður vegna mismunandi þyngdareininga, og þar kemur reiknivélin í góðar þarfir. í fjórum tilvikum af 13 var dýr- asta vöruverkmið meira en helm- ingi dýrara en það ódýrasta. Mestu munaði í niðursoðnum grænum baunum og voru Bonduelle extra fine baunir 188% dýrari en baunir frá K. Jónssyni. Palmolive upp- þvottalögur var 144% dýrari en Hreinol, og Robin Hood hveiti 117% dýrara en Fernlite. Blönduð ávaxtasulta undir heitinu Nelson bar 103% dýrara en Vals-sulta. Aðeins í tveimur tilvikum var verð- munur á dýrasta og ódýrasta vöru- verkinu minni en 50%. Á hreinum appelsínusafa 41% og sykruðum safa 31%. Mestur verðmunur á vöru án vörumerkis var á gulrót- um, eða 208% munur á hæsta og lægsta verði. Hæsta verð var einnig helmingi hærra en það lægsta á kjúklingum, 123%, og eplum 120%. -ekh Afsláttar kort KR0N hafa verið send út til félagsmanna. Kortin eru 7 talsins og gilda til 19. desember. Hægt er að ganga í félagið í öllum verslunum KRON og á skrifstofu félagsins, Laugavegi 91, þar sem afslattarkortin eru afhent. Nýir felagsmenn njóta auðvitað einnig þessara viðskiptakjara. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.