Þjóðviljinn - 27.10.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. október 1983 Chamorroættin stjórnar dagblöðum Nicaragua: Sumir með stjórninni — aðrir á móti Á þessum útifundi gegn íhaldsstjórninni voru 50-60 þúsundir manna - en ráðstafanir hennar hafa ekki - amk. ekki enn, vakið upp þá heift scm margir vinstrimenn gerðu ráð fyrir. Skoðanakönnun í Danmörku: Hvers vegna stendur Poul Schluter vel að vígi? Um helgina var birt skoöana- könnun í Danmörku sem bendir til mikilla vinsælda hinnar borg- aralegu minnihlutastjórnar Poul Schluters. Samkvæmt henni telja 82% Dana, að stjórnin standi sig vel, eöa sæmilega og er þetta víst hæsta einkunn sem dönsk rík- isstjórn hefur fengiö á eftir- stríösárunum. Þykja þetta undarlegar vinsældir kreppu- stjórnar - þaö eru t.d. ekki nema 12% kjósenda sem telja aö stjórnin standi sig beinlínis „illa“ - og það er minna en sem svarar fylgi þeirra flokka sem eru til vinstri viö sósíaldemó- krata. Dagblaðið Information, sem er vinstramegin í tilverunni, fjallar nýlega í leiðara um vinsældir Schlúters og stjórnar hans og er |rar að finna ýmsar fróðlegar athuga- semdir. Blaðið segir á þessa leið: Poul Schlúter er vinsæll vegna þess að hann gín ekki yfir meiru en hann getur komist yfir. Og svo kemst hann yfir það sem hann hef- ur ætlaö sér - rólega og markvisst. Að öðru leyti þegir hann. Eða lætur framtíðina um að léysa mál- in. Forsætisráðherrann og leiðtogi íhaldsflokksins hefur ekki hátt um hugmyndafræði til hægri og vinstri. Hann vísar frá sér bæði kratisma og gamalli frjálshyggju. Hann ætlar ekki að breyta heiminum, en hann kveðst vilja vera með í að bjarga honum frá efnahagslegu öngþveiti. Þegar til lengdar lætur vildi hann gjarna gera heiminn betri en hann er - en fyrst þarf að tryggja nauðsynlegan stöðugleika og trú á framtíðina. Og það ætti allt að ganga ef menn búast ekki við of miklu hver af öðrum, segir hann. Erfiðleikar krata Pólitísk andhverfa Schlúters, Anker Jörgensen, foringi Sósíal- demókrata, á erfiða daga. Hann er í fararbroddi fyrir hreyfingu sem vill meira en stöðugleika og að bjarga því sem er: það á að auka jafnréttið, einkaeignarétti á að breyta í samfélagseign. Arum saman gat hin sósíaldemó- kratíska verklýðshreyfing haldið því fram, að meira jafnrétti og aukin félagshyggja efldu stöðug- leikann og trúna á tramtíðina, en þegar kreppan hófst fyrir tíu árum urðu hugsjónamarkmið sósíal- demókrata til þess að bregða fæti fyrir trúverðugleika flokksins og hreyfingarinnar sem gæslumanns laga og reglu. Sannur íhaldsmaður var Anker Jörgensen, þrátt fyrir allt, ekki, enda þótt hann og verk- lýðshreyfingin gerðu marga samn- inga við atvinnurekenda- sambandið og borgaralega flokka. Að lokum kom að því, að sósíal- demókrataflokkurinn og alþýðu- sambandið (LO) vorum búin að glata svo miklu trausti, að heilsteyptur íhaldsmaður þurfti að koma til skjalanna. „ Vér hörmum “ Og Poul Schlúter er svo sannar- lega heilsteyptur íhaldsmaður. Án þess að höndin titri eða röddin - af bældri vondri samvisku - getur hann varið það, að stjórn hans rýrir kjör einstæðrar atvinnulausrar móður með því að vísa til þess, að hún búi ekki við miklu lakari kjör en einstæð móðir sem er í vinnu! Sem að vísu hefur það ekki gott heldur. Það mun Poul Schlúter verða manna fyrstur til að játa - og harma. (Kannast menn við hlið- stæður?) En semsagt: þetta verður framtíðin að leysa. Hér við bætist, segir blaðið, að þegar sósíaldemókratar láta nú í Ijósi mikla gremju með misréttið í samfélaginu í tengslum við krepp- uráðstafanir Schlúters, þá kemur það þeim að ýmsu leyti í koll, að Anker Jörgensen hefur um langan aldur stýrt samfélagi með þessu sama þjóðfélagslega misrétti inn- byggðu: „Það er dýrkeypt, að reiði Sósí- aldemókrata yfir óréttlæti samfé- lagsins virðist sýnu minna þegar flokkurinn fer með stjórn en þegar andstæðingarnir fara með völd. Minni fólks nær lengra en svo að það sé gleymt. Og þess vegna hefur stjórn Poul Schlúters heldur ekki vakið upp þá heift meöal almenn- ings, sem Sósíaldemókratar og ýmsir á vinstri væng höfðu gert ráð fyrir. Kjarasamningarnir á vinn- umarkaði runnu með glans á sinn stað eftir borgaralegri smurolíu - miklu auðveldlegar en meðan sósí- aldemókratar fóru með völd í næstsíðustu stjórnum." ÁB tók saman. Byltingin í Nicaragua hefur eins og svo margar byltingar aðrar oröið til þess, aö „bróðir rís gegn bróöur" í afstööu til framvindu mála. Þetta kemur fram meö sérstæöum hætti í dagblaðaútgáfu í Managua, höfuöborg Nicaragua, en þrír nánir ættingjar gefa þar út bæöi helstu blöö stjórnarandstöð- unnar og stjórnarsinna. Allir bera þeir ættarnafnið Chamorro, en það fólk hefur lengi verið atkvæðamikið um útgáfu- starfsemi í landinu. Um langt skeið var fjölskyldan sameinuð í and- stöðu gegn Somoza einræðisherra. Einn atkvæðamesti talsmaður þeirrar andstöðu var Pedro Joaqu- in Chamorro, ritstjóri dagblaðsins La Prensa. Árið 1978 var hann skotinn til bana á leið til vinnu sinn- ar og voru þar að verki útsendarar Somoza einræðisherra, sem voru að hefna fyrir uppljóstranir La Prensa um að Somoza hefði selt blóð úr blóðbanka í landinu til út- landa og stungið ágóðanum í eigin vasa. Morð Chamorros efldi mjög þá uppreisn sem þegar var af stað far- in gegn harðstjóranum. En árið 1980, ári eftir að byltingin gegn Somoza hafi sigrað, var fjölskyldan mjög sundruð orðin í afstöðu til nýrra valdhafa. Sumir meðlimir fjölskyldunnar studdu Sandinista- stjórnina eindregið, en aðrir óttuð- ust marx-lenínskar hneigðir innan hennar. Hinir borgaralegu höfðu betur í átökunum um La Prensa. Bróðir hins myrta ritstjóra og sjálf- ur orðinn ritstjóri, Xavier Chom- orro, sagði skilið við La Prensa og stofnaði nýtt blað með miklu af fyrra starfsliði þess. Og nú er svo konrið, að ekkja Pedro Chamorr- os, bræður hans og fjögur börn eru í tveim nokkuð jafnstórum hópum með og móti stjórn Sandinista. Öll dagblöðin þrjú í Managua eru gefin út af Chomorrofólki. Elsti sonur Chomorros og alnafni hans, Pedro Joaquin, stjórnar La Prensa (upplag 56 þús.), sem gagnrýnir stjórnina í mörgum greinum og hefur átt við ritskoð- unarerfiðleika að glíma. Móðir hans hefur og sagt skilið við Sand- inista. Xavier Chamorro, bróðir ritstjórans myrta, gefur út El Nue- vo Diario (upplag 48 þús.) og styð- ur stjórnina. Og yngsti sonur Chamorros heitins, Carlos Fern- ando, er ritstjóri dagblaðsins Barr- icada (upplag 80 þús.) - en það blað er opinbert málgagn hreyfing- ar Sandinista... (byggt á Time - áb; Kúbanir gáfust upp Enn var barist af hörku í Gren- ada þegar síðast frcttist, en kúb- anskir verkamenn sem verið höfðu í vinnu við gerð flugvallar á eynni lögðu niður vopn síðdegis í gær eftir harða mótspyrnu. Innrásarlið Bandaríkjahers beitti fyrir sig sex vopnuðum þyrluher- skipum. Fídel Castro fordæmdi innrásina harðlega og sagði að hún væri gífurleg pólitísk mistök og jafnvel þótt bandarísku herlið- unum tækist að útrýma varnar- svcitunum á eynni myndu þeir bíða skclfllcgan siðferðilegan ósigur. Heimildir greina frá því að tugir Kúbana hafl fallið í á- tökunum. Casper Weinberger varnar- málaráöherra Bandaríkjanna viðurkenndi í gær að inn- rásarliðið. hefði ekki náð allri eyjunni á sitt vald. Hann sagði að 250 Kúbanir hefðu veriö teknir til fanga, en 2 bandarískir sjóliðar hefðu fallið og 23 særst. Varn- armálaráðherrann sagðist búast við frekara mannfalli í liði Kúb- ananna. Innrásin í Grenada var enn fordæmd víða um heim í gær. Meðal þeirra sem fordæmdu innrásina voru talsmenn al- kirkjuráðsins í Genf, en það hef- Uf innan sinna vébanda yfir 200 kirkjudeildir um víða veröld. í yfirlýsingu þess sagði að innrásin yki á hættuna á vopnuðunt átök- um annars staðar í heiminum og yki enn á ófriðinn í Mið- Ameríku. Þá lýsti ríkisstjórnin í Bonn í V-Þýskalandi sig andsnúna innrásinni og sagði talsmaður ^tjórnarinnar að hún hefði mælt gegn innrás ef leitað hefði verið ráða, en v-þýska stjórnin hefði ekki fengið að vita um innrásina fyrirfram. Þá báru stjórnvöld í Júgóslavíu, Finnlandi og Tyrk- landi einnig fram mótmæli í gær. Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði í gær að hið sérstaka sam- band, sem verið hefði á milli Bandaríkjanna og Bretlands hefði beðið hnekki við innrásina. Fulltrúi Grenada hjá Samein- uðu þjóðunum sagði að mikið mannfall hefði orðið rneðal al- mennra borgara við innrásina. Innrásinni hefur verið mis- muiiandi tekið meðal enskumæl- andi ríkja í Karíbahafinu. Á með- an Jamaica og Barbados taka virkan þátt í innrásinni hefur Forbes Burnham, forseti Guyana fordæmt innrásina harðlega um leið og hann gagnrýndi þau ríki Kartbahafsins harðlega, sem lagt hefðu Bandaríkjunum lið. Sagði Burnham að með innrásinni væru Bandaríkjamenn að endurreisa nýlendustefnu um leið og innrásin bryti í bága við reglur Bandalags Ameríkuríkja (OAS). 6 mánaða herseta áformuð Fréttir frá London herma að innrásarríkin hyggi nú á sex mán- aða undirbúningstíma til þess aö halda kosningar. Var liaft eftir Tom Adams, forsætisráðherra Barbados, að á þessum tíma verði her og lögregla leyst upp og komið á lögum og reglu í laridinu. Hann sagðist vonast til þess að bandaríski herinn þyrfti ekki að vera svo iengi. Adams sagðist vonsvikinn yfir gagnrýni bresku stjórnarinnar á innrásina, og sagði hann að bandarísku her- mönnunum hefði verið fagnað sem hjálparsveitum, en ekki eins og heimsveldi í leit að drottnun- arhlutverki. Kúbanskur sendifuiltrúi í London sagði á blaðamanna- fundi í gær að bandaríska innrásarliðið skýldi sér á bak við kúbanska fanga í framrás sinni á eyjuna. Hefði föngunum verið haldið frarnan við byssur Banda- ríkjamannanna á brynvörðum bifreiðum þeirra. Eins og fram kemur í frétt á forsíðu Þjóðviljans í dag upplýsti sendiherra Bandaríkjanna í París það í gær að innrásin hefði verið ákveðin með2viknafyrirvara.og því áður en Maurice Bishop var drepinn og herinn tók völdin í Grenada. ólg. Pedro Chamorro ritstjóri La Prensa og Xavier frændi hans, ritstjóri, Diario

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.