Þjóðviljinn - 27.10.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Qupperneq 7
Fimmtudagur 27. október 1983 'ÞJÓÐVÍLjlNN - SÍÐA 7 „Við látum það viðgangast að við séum skilgreindar sem varavinnuafl44 segir m.a. í ályktun ráðstefnunnar í Gerðubergi um sl. helgi. Mvndin er tekin í einum umræðuhópnum. Fjölsótt ráðstefna um launkjör kvenna Um tvö hundruð konur komu á ráðstefnu í Gerðubergi um sl. helgi en þar var rætt um orsakir launamisréttisins á vinnumarkaðinum og leiðir til úrbóta í þeim efnum. Ljósm. Magnús. Stofauð verði Samtök kvenna á vinnumarkaði Um 200 konur sátu ráð- stefnu um „orsakir launa- misréttis karla og kvenna á vinnumarkaði og leiðir til úr- bóta“ í Gerðubergi s.l. laug- ardag. Á ráðstefnunni var ákveðið að gangast fyrir stofnfundi Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum og er þeim ætlað að standa sam- eiginlega að baráttumálum kvenna og vera þar stefnu- markandi og bakhjarl þeirra kvenna sem gegna trúnaðar- störfum í launþegasam- tökunum. Á ráðstefnunni fluttu þær Bjarnfríður Leósdóttir og Heiga Sigurjónsdóttir framsögu um or- sakir launamisréttis karla og kvenna en þær Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir og Lilja Ólafsdóttir höfðu framsögu um leiðir til úr- bóta. Að lokum framsöguerindum þeirra skiptu fundarmenn sér í 16 hópa sem skiluðu niðurstöðum síð- degis. Samþykkt var að efna til fundar með öllum þeim konum sem sitja í næstu samninganefndum laun- þegasamtakanna til að ræða um komandi samningagerð og launa- kröfur kvenna. Jafnframt var þeim hópi sem undirbjó ráðstefnuna fal- Fyrirspurn frá Helga Seljan Skipulag geðheil- brigðismála Heigi Seljan hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi til heilhrigðis- og tryggingamála- ráðherra um geðheilbrigðis- mál, sem nú eru n\jög í um- ræðu í þjóðfélaginu. Helgi spyr: 1. Hvað líður störfum nefn- dar sem skipuð var til að endurskoða skipulag geð- heilbrigðismála? Hefur hún skilað tillögum. og ef svo er, hver eru áform heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um framkvæmd þeirra? 2. Eru uppi áform í ráðu- neytinu um skipulega forvarn- arvinnu í geðheilbrigðismál- um? 3. Hver eru að dómi ráðu- neytisins forgangsverkefni í þessum málaflokki og hvaða áform eru þar uppi? -«g- ið að hafa samvinnu við þverpólit- íska nefnd sem skipuð var eftir ráð- stefnu Alþýðuflokkskvenna um launamisréttið á vinnumarkaðnum í september s.l. ma. um útgáfu upplýsingabæklings um stöðu og kjör kvenna. Einnig var samþykkt að skora á útvarpsráð að koma á föstum þátt- um í útvarpi og sjónvarpi sem fjalli um stöðu kvenna og kjör. Sérhagsmunasamtök á vinnumarkaði? Á ráðstefnunni kom fram eftir- farandi tillaga, sem ekki var af- greidd efnislega, en vísað til vænt- anlegra Samtaka kvenna á vinnu- markaðinum: „Nú þegar verði stofnaður undirbúningshópur, sem hafi það verkefni að leggja drög að skipulagi hagsmunasamtaka kvenna á vinnumarkaðinum. Slík samtök hafi þann tilgang að annast kjarasamninga og önnur mál, sem nú eru í verkahring launþegasant- takanna". Varðandi orsakir launamisréttis voru þessar niðurstöður helstar: „Allt þjóðfélagið er mótað af því viðhorfi að sjálfsagt sé að karlar hafi forystu og forræði f öllurn mál- um. Við konur göngumst undir þessar karlveldishugmyndir og treystum körlum betur en okkur sjálfum til að tryggja hag okkar. Áfleiöingar þessa eru m.a. að körlunt reynist auðvelt að sundra konurn í sameiginlegri hagsmunabaráttu þeirra. Við van- metum eigin getu og dómgreind. Við látum það viðgangast að vera skilgreindar sem varavinnuafl. Fyrirvinnuhugtakið og þá ein- göngu tengt körlum, ræður launa- kröfurn launþegasamtakannæ. Rödd kvenna við kröfugerð og samninga er veik og þar eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins ráða karlar stefnunni. Þrátt fyrir þá staðreynd að viðurkennt sé að tvo þurfi til að vinna fyrir heimili, eru hugmyndir um karla sent fyrirvinn- ur énn ráðandi í launamálum eins og áður var bent á. Jafnframt er öll ábyrgð á umönnun barna sett á herðar kvenna, og ekkert tillit tekið til hins sívaxandi hóps kvenna sem eru einar fyrirvinnur". Niðurstöður hópa um lciðir til úrbóta á því hrikaleg misrétti sem ríkir varðandi launakjör kynjanna beindust einkum að tveimur megin hugmyndum. Annars vegar að koma á „Kvótakerfi" sent tryggði konum 52% sæta i stjórnum og nefndum launþegasamtakanna. Hinsvegar að konur bindist sam- tökum þvert á stéttarfélög í því skyni að standa sameiginlega aö baráttumálum kvenna. Orlög Alþýðublaðsins í höndum Sighvats og Arna Þcir Sighvatur Björgvinsson og Árni Gunnarsson voru á mánudaginn kosnir til að stjórna rekstri Alþýðublaðsins ásamt Ásgeiri Jóhannessyni úr Reykjaneskjördæmi þartil annað hefur verið ákveðið. Vart var blekið þornað af fréttaskýringu Þjóðviljans um helgina þarsem frá því var skýrt að þeir Sighvatur og Árni væru í sókn til forystu í Alþýðuflokknum, þegar ákvörðunin um yfirstjórn Alþýðublaðsins var tekin. Ásgeir Jóhannesson var prófkjörskandidat krata í Kópavogi fyrir síðustu kosningar en tapaði þá naumlega. Sighvatur, Árni og Asgeir munu fyrst um sinn fara í saumana á fjár- hagsstöðu blaðsins og gera tillögur um næstu skref í útgáfumálunum. Þykir nú heldur blása byrlegar fyrir Alþýðublaðið þegar „þungaviktar- menn" og væntanlegir forystumenn Alþýðuflokksins hafa nú hafið verk þetta. -ór. Fréttaskýring Þjóðviljans um sl. helgi þar sem fjallað var unt forystu- kreppuna í Alþýðuflokknum. Óskar Guftmundsson skrifar fréttaskýrina Erfiðlcikar i Alf)ý<)nJ1okki: Lausnir á forystukreppu Vistunar- vandi öryrkja „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir því að leysa vandamál þeirra öryrkja sem eiga sakir andlegrar og líkamlegrar fötlunar örðugt um vistun á þeim stofnunum sem fyrir eru. Helst yrði um að ræða að efla stuðning við hjúkrun í heimbyggð eða stofnun sérdeildar við ríkisspít- ala“. Þannig hljóðar þingsályktunar- tillaga frá Helga Seljan, Guðrúnu Agnarsdóttur, Guðrúnu Hclga- dóttur og Kristínu S. Kvaran, sem lögð hefur verið fram á alþingi. -óg- Frumvarp til jafnréttislaga Er til skoðunar hjá ríkisstj órninni Frumvarp til jafnréttislaga er til umfjöllunar hjá ríkisstjórnarþing- flokknum, sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra á alþingi í svari við fyrirspurn frá Svavari Gestssyni. Sagðist ráðher- rann reikna með að frumvarpið yrði lagt fram óbreytt í þinginu fljótlega. Svavar Gestsson sagðist vilja fylgja þessu máli eftir og að hann vonaðist til að það kæmi sem allra fyrst til kasta þingsins. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti yfir einörðum stuðningi við málið og þakkaði Svavari kurteislega og af háttvísi fyrir málafylgjuna. Salome Þorkelsdóttir spurði hvort Alex- ander hefði fengið boð frá jafnréttisráði um að kom á fund, en slíkt boð hefðu konur á þingi feng- ið sem og Svavar Gestsson fyrrver- andi félagsmálaráðherra og skipari nefndarinnar. Alexander Stefáns- son kvað það nú ekki vera. Hins vegar hefði hann snætt hádegisverð með stjórn jafnréttisráðs á dögun- um og hefði það verið fróðlegt fyrir báða aðila. -óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.