Þjóðviljinn - 27.10.1983, Síða 15

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Síða 15
Fimmfudagur 27. október 1983 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA ‘15 RUV0 Fimmtudagur 27. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Þórný Þórarinsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „ Leitin að vagnhjóli" eftir Meindert DeJong Guðrún Jónsdóttir les þýðingu sina (20). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (utdr.). 10.35 Ég man þá tið“ Lög Irá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.50 Þáttur af séra Jóni Hjaltalín Séra Sigurjón Guðjónsson flytur. 11.35 Nýtt popp 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- Erlingur Sigurðarson heldur áfram með sína hressilegu íslenskuþætti kl. 19.00 ingar. Tónleikar. 14.00 „Kallað í Kremlarmúr" eftir Agnar Þórðarson Höfundur les (3). 14.30 Á frívaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Nathan Milstein leikur á fiðlu Partítu nr. 3 í Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach / Alicia de Lar- rocha leikur Pianósónötu i e-’moll op. 7 eftir Edvárd Grieg / Arthur Grumiaux og Clara Haskil leika Fiölusónótu i G-dúr K301 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Ðagskrá kvöldsins. Nfna Björk Árnadóttir er með þátt um danska skáldlð Henrik Nordbrandt kl. 22.35. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Guðlaug' M. Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir. 20.00 Leikrit: „Flótti“ eftir Alan McDonald Þýðandi og leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Baldvin Halldórsson, Þor- steinn Gunnarsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Herdís Þorvaldsdóttir. Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Árni Tryggvason. 21.15 Ptanóleikur í útvarpssal Kristinn Gestsson leikur a. Sjö skissur op. 9 eftir Béla Bartók b. Serenöðu í A-dúr eftir Igor Stravinsky. 21.30. „Fáráðlingurinn", smásaga eftir Susan Sontag Sigurður Á. Friðþjófsson les þýðingu sina. 21.55 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 í fjarlægri nánd Þáttur um danska skáldið Henrik Nordbrandt í umsjáNínu Bjarkar Árnadóttur. 23.00 Siðkvöld með Gylfa Baldurssyni. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Allt um íþróttir helgarinnar.Sjá bls.11-14 FJOLBREYTTARfl 0G BETRft BIAÐ! Þríðjudagur 25. oklober 1983 247. tóiublað - 67. argangur Siðumula 15-PosthoTf 370 Rtyknvik - Ritsno'r 8630C- Auglysingar 18300- AtgmáiU og avkntr 88300 - Kvoklsimar 86387 og 8S306 .OÐNUVEIÐAR HEFJAST j=f’ Hlutafélag skal það vera Norðlendingur skrifar: í ráði virðast nú vera breyting- ar á útgáfumáium Tímans. Hing- að til hefur blaðið verið gefið út af Framsóknarflokknum. Ætla hefði mátt að næst fjölmennasti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar risi undir því, að halda úti dag- blaði án stórfelldra erfiðleika og það því fremur sem samvinnu- hreyfingin hefur löngum verið blaðinu drjúgur fjárhagslegur bakhjarl. Hefur flokkurinn og blaðið jafnan talið sig sérstakan málsvara samvinnuhreyfingar- innar. En ekkert hefur hrokkið til. Og nú er svo komið, að blaðið sér ekki lengur út úr skuldakóf- inu. Orðrómur var á kreiki um það á dögunum, að Sambandið hyggðist taka að sér rekstur Tím- ans. Ótrúlegt þótt mér sú saga. Vel má vera að hjá forkólfum Sambandsins hafi gætt nokkurrar tilhneigingar til þessa björgunar- starfs. En óhægt er um vik að ganga hreint til verks fyrir félags- skap, sem segist standa utan flokkapólitíkur. Og sá feluleikur varla hugsanlegur, að ekki sæist í gegnum hann. Og nú er sagt að niðurstaðan hafi orðið sú, að reyna að bjarga blaðinu með því að stofna urn það hlutafélag. Flokkurinn ætlar sjálfur að eiga fullan helming hlutabréfanna. Síðan má hver, sem lyst hefur á, kaupa afganginn af þrotabúinu. Óvíst er að það verði Framsóknarmenn. Ef þeir hafa áhuga á að bjarga blaðinu þá geta þeir alveg eins gert það án þess að myndað sé um það hlutafélag. Peningar verða ekk- ert verðmeiri þótt þeim sé varið til hlutabréfakaúpa í sökkvandi fyrirtæki en til beinna styrktar- framlaga. Hugsanlegt er, að ein- hverjir pólitískir andstæðingar Framsóknarflokksins, - og þá úr peningastéttum þjóðfélagsins - sæju sér leik á borði með að ná einhverjum tökum á blaðinu í gegnum hlutabréfakaup. Eins og sakir standa gerist þó ekki þörf á þeim ítökum. Tíminn er, í ýmsum greinum, þröngsýnni og íhalds- samari en sjálft Morgunblaðið. Hann stendur ennþá dyggilegri vörð um stækustu íhaldsstjórn, sem setið hefur að völdum á fs- landi en Morgunblaðið. Tíminn hefur um árabil verið á niðurleið fjárhagslega, og raunar á öðrum sviðum einnig. Hann var um langt skeið best skrifaða blað landsins. Nú er öldin önnur. Við- unandi fjárhagsstaða blaðsins byggðist á dreifbýliskaupendum. einkum bændum. Allir fram- sóknarbændur fengu Tíniann og innheimta var örugg gegnum kaupfélögin. Þessi grunnur hefur brostið. Bændum hefurstórfækk- að. Ymsir yngri bændur eru síður en svo hrifnir af Framsóknar- flokknum. Hinir eldri, margir hverjir, hafa einnig sínar efa- semdir og eru fjarri því að vera jafn skelegg baráttusveit og áður fyrr. Aukning á kaupendatölu blaðsins varð því að koma úr þéttbýlinu, einkum af Reykjavík- ursvæðinu. En þar er erfitt um vik og þröng á þingi. Allur þorri fólks hefur ekki efni á því að kaupa nema eitt dagblað. Tíminn liefur lotið í lægra haldi í sam- keppninni á þéttbýlismarkaðin- um. Og það eru ekki horfur á að hann vinni þar ný lönd. En á meðan íhaldið telur sig þurfa á Framsókn að halda er hugsanlegt að samkeppnismenn séu til með að auglýsa í blaði „sanivinnu- manna“ til þess að halda því hérna megin grafar. Spurningin er hvort það lengi ekki aðeins dauðastríðið. En úr því að hugmyndin er að stofna félag um Tímann því þá ekki samvinnufélag? Telur Tím- inn sig ekki vera samvinnublað? Segjast ekki Framsóknarmenn vera samvinnumenn og raunar þeir einu, sem rísi undir því nafni hér á hólmanum? Hafa ekki Framsóknarntenn haldið því fram, sínkt og heilagt, að stefna flokksins sé samvinnustefnan? En svo þegar þessir „samvinnu- menn“ ætla að stofna féiag um blað sitt, þá skal það ekki vera samvinnufélag heldur hlutafélag. Nú er ég hræddur um að Jónas frá Hriflu hefði hleypt í brýrnar. Annars eru þessi blaðamál Framsóknar býsna kostuleg. Á meðan Tíminn er að kafna í skuldum, ræða Framsóknarmenn fyrir norðan um það, að gera Dag á Akureyri að dagblaði. Hugsun- in virðist vera þessi: Vegna fjár- hagserfiðleika getum við illa rek- ið eitt dagblað. Það er á hinn bóg- inn ekki óhugsandi að við getum rekið tvö. Og skilji nú hver sem skilið getur. Útvarp kl. 20.45: Flótti í kvöld verður flutt í Útvarpinu leikritið Flótti, eftir Alan McDonald. Þýðingin er gerð af Benedikt Árnasyni og hann ann- ast einnig leikstjórn. Efni leiksins er í sem stystu máli eftirfarandi: John er millistéttarmaður og lifir á eftirlaunum. Ýmislegt hef- ur brugðist honum, eins og verða vill og líf hans því orðið með öðr- um hætti en hann gerði sér vonir um. í raun og veru er það bæði Guðbjörg Þorbjarnard Hcrdís Þorvaldsdúttir. Tinna Gunnlaugsdóttir. viðburðarsnautt og gleðivana og lest hittir hann þá konu, sem nú er svo komið, að hann er hann telur sig alltaf hafa dreymt jafnvel farinn að hata konu sína, um. Og þár með eru örlög hans sem er rúmliggjandi sjúklingur. ráðin. En áhvern vegráðast þau? Svö skeður það, að í járnbrautar- " _ mhg Árni Tryggvason. Baldvin Halidórsson. Bencdikt Árnason. Þorsteinn Gunnarsson. Karpov að tafli - 222 Þrátt tyrir afleita trammistöðu á Evrópu- mótinu í Skara var Karpov þó ekki að baki dottinn. I þrem næstu mótum sem hann tók þátt í tókst honum ávallt að vinna sigur og var Ijóst að keppnin í Skara var aðeins frávik frá reglu þeirri sem mælti svo um að engum væri kleift að sigra heimsmeist- arann. I næstu þrem mótum, í Bad Kissing- en, Amsterdam og Bugonjo gætti gamla öryggisins. I ettirfarandi viðureign situr Karpov gegnt Bent Larsen frá Danmörku í fyrri helminq stórmótsins í Amsterdam 1980: abcdefgh Karpov - Larsen 34. d5! cxd5 (Eða 34. - exd5 35. Df5 - og vinnur). 35. C6+! Kxc6 36. Db5+ - og Larsen gatst upp þar sem hrókurinn á g1 fellur eftir skák annaðhvort á c5 eða b6 bridge Það var óhemju mikið um skemmtileg og „villt“ skiptingárspii í fyrstu lotum kvenna tvímenningsins sem sþilaður var sl. helgi og fóru spilin afar illa viö mjög svo rólegan „stil" kvennanna. Þó slædd- ust með hæglætisspil: Spil no 9..Gjafari N, A/V á hættu: (átt- um breytt). Norður S G10 H A52 T K72 L KG872 Vestur S K9876 H 3 TG6 L D9654 Austur S D43 H KD974 T A1095 L 10 Suður S A52 H G1086 T D843 L A3 Viö eitt boröið, sátu Ester Jakobsdóttir og Ragna Ólafsdóttir með N/S spilin og þar gengu sagnir: A S V N Ester Ragna ■ 1-H pass pass 2-L pass 2 Gr. pass/hr. Vestur kom út með spaða sem Ester gaf tvivegis og vestur braut litinn. Ester tók næst lauf ás og smátt laut á sjöu blinds, austur kastaði hjarta. Þá lítið hjarta úr borði, og inni á drottningu var austur strax í vanda, valdi tígul sem var hleypt á kóng (n.b. tiguil var látinn úr borði i 3. spaðann). Ester tók nú laut kóng og eins og sjá má er austur nú bjargarvana og hún varð að sjá af enn einu hjarta. Framhaldið er nú einfalt, en Ester hafði „Týnt“ fyrsta atkasti austursog var staðan ekki Ijós. í stað þess að taka á hjarta ás og spila meira hjarta sem skapar slag á hjarta með sannaða innkomu á tígul drottningu, bað hún um tígul úr borði, Austur var allsekki á verði. lét lítið og tígul drottning og meiri tíguli skapaði síðan endaspilið og 8. slag leiðinni. 120 gaf eðlilega mjög góða skor. Gœtum tungunnar Sagt var: Liðin skoruðu sitthvorl markið. Rétt væri: Liðin skoruöu sitt mark ið hvort. Leiðréttum börn sem flaska þessu!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.