Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Guðmundur J. Guðmundsson í samtali við Þjóðviljann
Alþýðubandalagið þatfað
hrífa verkafólk með sér
Undanfarna daga hefur
Morgunblaðið birt margar
fréttir um óánægju Guð-
mundar J. Guðmundssonar
með Alþýðubandalagið,
haft eftir honum ummæli
gömul og ný, rifin úrsam-
hengi, þessu til sönnunar.
Þá var sagt í blaðinu í gær
að Guðmundur myndi ekki
setjast á Alþingi í bráð og
ekki sækja landsfund Al-
þýðubandalagsins sem
hefst á morgun, en skýring-
um á þessu sleppt. Vegna
þessa átti Þjóðviljinn viðtal
við Guðmund í gær og
spurði hann nánar út í þessi
mál.
„Pólitískt
veikindafrí“
Ég orðaði það víst svo við
fréttamann Moggans á dögunum
að ég væri að fara í pólitískt
veikindafrí, sagði þetta svona í
bríaríi. Sannleikurinn er sá að ég
er að koma af sjúkrahúsi og lækn-
ar hafa skipað mér að taka mér
algera hvfld frá félagsstörfum í
nokkrar vikur og til þess að fá frið
verð ég að vera erlendis og ætla
mér það. Þetta er nú ástæðan
fyrir því að ég fer ekki á lands-
fundinn og tek mér frí frá þing-
störfum, sagði Guðmundur.
Hann bætti því við að þetta hefði
fréttamaður Mbl. vitað um þótt
hann hefði kosið að sleppa því í
skrifum sínum.
Nú er því haldið fram að þú
sért í stríði við konur innan Al-
þýðubandlagsins og að þú hafir
kallað þær „gamlar rauðsokku-
kellingar“?
Það má vel vera að ég háfi ein-
hvern tímann misst þetta útúr
mér, ég man það ekki. Hitt er rétt
að ég er langt í frá ánægður með
ýmsa þá áherslupunkta sem þær
hafa uppi í jafnréttisbaráttunni.
Margt sem þær halda fram, rekst
á við mitt uppeldi og mínar skoð-
anir sem mótuðust í verkalýðs-
hreyfingunni þegar ég var ungur.
Síðan þá hef ég verið þeirrar
skoðunar að jafnréttisbarátta
kvenna væri stéttabarátta. Það
vareinmitt þessi skoðun sem olli
því að verkalýðshreyfingin í heild
sinni, ekki bara verkakvennafé-
lögin, barðist fyrir því að greidd
væru sömu laun fyrir sömu vinnu
og hafði það að lokum í gegn.
Höfuðkenningin í þessu máli í
gegnum tíðina var sú að ef at-
vinnurekendur ættu kost á ódýru
vinnuafli sem væru konur, þá
kæmi minna í hlut verkalýðs-
hreyfingarinnar í heild. Konan í
þessu máli var og er móðir, systir,
eiginkona eða dóttir. Hvaða karl-
maður vill hlut þessara kvenna
minni en annarra í verkalýðs-
hreyfingunni? Þarna er ekki um
fjandsamlega aðila að ræða,
þetta er sama stéttin, verkalýðs-
stéttin. Því var maður alinn upp
við það að einhenda sér í barátt-
unni fyrir jafnrétti kynjanna.
Konur
gegn körlum
Það sem mér finnst að í baráttu
margra kvenna innan Alþýðu-
bandalagsins er það, að þær stilla
karlmanninum upp sem höfuðó-
vininum. Þær líta gjarnan á sig
sem aðila sem þurfi að berjast við
karlmenn og að þeir sitji yfir
þeirra hlut í einu og öllu. Þetta
eru afskaplega torræð fræði fyrir
mig, ég nær ekki þessum öfgum.
Nú er jafnvel talað um að aðskilja
konur og karla í verkalýðshreyf-
ingunni. Búa til sérstaka verka-
lýðshreyfingu kvenna. Ég hef aft-
ur á móti verið þeirrar skoðunar
lengi að konur og karlar eigi að
vera í sama verkalýðsfélagi. Þetta
á ekki að gera með lagaboðum |
eða skipulagsboðum ofan frá.
Hinsvegar hefur þróunin orðið í
þá átt að konur og karlar séu í
sama félagi.
Ég vil gjarnan nefna sem dæmi
samvinnu Dagsbrúnar og Verka-
kvennafélagsins Framsóknar.
Þar er mjög gott samstarf á milli,
sem m.a. leiddi af sér að við náð-
um fram sama kaupi fyrir karla
og konur í almennri verkamanna-
vinnu. Ef ég nefni sem dæmi bón-
usvinnu í frystihúsum, þá hafa
konur oft hærra kaup en karlar.
En það er aftur á móti algengt að
þar sem eru 40 störf í frystihúsi
fyrir konur, vinni 80 konur. Síðan
er það leikið að taka heildartöl-
una sem greidd er í laun til
kvenna og deila í með höfðatölu
og segja, sjáið þið, konur hafa
lægri laun en karlar. En svona
aðferðir dæma sig sjálfar.
Aftur á móti má segja að hjá
hinu opinbera sé hlutur kvenna
lakari og þar tel ég að félög eins
og BSRB og til að mynda Félag
bankamanna hafi ekki staðið sig
eins vel og verkalýðsfélögin í að
jafna launin. Þar er sannarlega
verk að vinna.
Nú er það svo að á íslandi er
talið að um 70% giftra kvenna
vinni utan heimilis. Þetta mun
vera hærra hlutfall en í öðrum
löndum. Orsakir þessa eru marg-
ar. Konur eiga nú auðveldara
„Mér hefur
verið fyrir-
skipað að taka
méralgera
hvíld frá
félagsstörfum
í nokkrar
vikur.“
með að vinna utan heimilis en
áður vegna ýmissa hjálpartækja á
heimilinu, þar fyrir utan eru laun
hins vinnandi manns svo lág hér á
landi að bæði hjónin verða að
vinna utan heimilis. Þegar svona
er komið þá tel ég það skyldu
karlmanna að vinna alveg til jafns
á við konur að heimilisstörfum.
Að því leyti er ég sammála þeim
konum sem ég var að deila á hér
áðan. Ég veit að það er erfitt að fá
karlmenn á mínum aldri til að
taka upp heimilisstörf, en yngri
menn gera þetta í vaxandi mæli
og foreldrar ættu að sjá til þess að
synir þeirra lærðu öll heimilis-
störf til jafns við dæturnar. Um
þetta þarf ekki að deila.
En það sem konur í Alþýðu-
bandalaginu eru alltaf að tala um
er að það séu of fáar konur í topp-
stöðum, of fáar bankastjórar,
eða skrifstofustjórar. Þær eru
ekki að tala um hlut verka-
kvenna, þeirra sem halda uppi ís-
lenskum iðnaði og þeirra sem
halda frystihúsum landsins gang-
andi. Þarna er ég þeim mjög ó-
sammála. í stað þess að vera að
tala um fáar toppstöður eiga þær
að einhenda sér að því að bæta og
,JNú er jafnvel talað um að
aðskilja konur og karla í
verkalýðshrey fingunni.
Búa til sérstaka verkalýðs-
hreyfingu kvenna. Ég hef
aftur á móti verið þeirrar
skoðunar lengi að konur
og karlar eigi að vera í
sama verkalýðsféiagi,“
segir Guðmundur J. Guð-
mundsson m.a. í þessu við-
tali þar sem hann ræðir um
„pólitískt veikindafrí“ sitt,
jafnréttismál, gáfu-
mannafélagið, stöðu AI-
þýðubandalagsins meðal
verkafólks og fleira.
lyfta upp hlut hinnar almennu
konu í þjóðfélaginu, sem og hins
almenna vinnandi karlmanns.
Þessa sakna ég.
Hljómar ekki
nógu sterkt
í Mogganum er eftir þér haft að
þú teljir fylgi Alþýðubandalags-
ins í Verkamannasambandinu
fara minnkandi?
Ég hef aldrei sagt þetta við
blaðamann Mbl. Hinsvegar hef
ég sagt það í vinahópi að ég óttist
að fylgið muni þverra, vegna þess
að barátta hins almenna verka-
fólks hljómi ekki nógu sterkt í
Alþýðubandalaginu sem heild.
Hér á ég ekki við forystumenn
flokksins, sem ég veit að eru
heilir og einlægir í baráttu sinni
fyrir verkafólk, enda hefur flokk-
urinn viljað vera verkafólki og
málstað þess trúr. Þegar ég segi
að barátta verkafólks hljómi ekki
nógu sterkt í flokknum, þá er ég
ekki að halda því fram að flokk-
urinn sé að svíkja það, heldur að
menn geri sér ekki grein fyrir því
hversu gífurlegt átak þarf til að
leiðrétta kjör þess. Mér finnst
flokkurinn ekki ná nógu vel til
þessa fólks. Hann virðist ekki
hafa þann tón sem hrífur.
í þessu sambandi vil ég líka
taka fram að ég held að verka-
lýðsfélögin sjálf séu að mörgu
leyti mjög stöðnuð. Það félags-
fundaform sem þau eru enn með
virðist úrelt. Það er komið nýtt
þjóðfélag með nýja siði og háttu.
Sjónvarp, leikhús, bifreiðar,
ferðalög, allt eru þetta breytingar
sem átt hafa sér stað á síðustu
áratugum og hafa valdið miklum
breytingum. En verkalýðshreyf-
ingin hefur að mínum dómi ekki
verið í takt við tímann að öllu
leyti og á því sjálf nokkra sök. Þá
má líka benda á að margir litlir
hópar í þjóðfélaginu, sem kallað-
ir eru þrýstihópar, svo sem hjúkr-
unarkonur, læknar og fleiri hóp-
ar, hafa orðið margfalt sterkari
verkfallsstöðu heldur en verka-
lýðshreyfingin. Allir eru þessir
þrýstihópur á margfalt hærri
launum en verkafólk og þeir eru
miklu harðskeyttari og illvígari
en verkalýðshreyfingin. Þessir
hópar eiga sterka talsmenn innan
Alþýðubandalagsins á meðan
rödd hins almenna verkamanns
verður veikari að mínum dómi.
Gáfumanna-
félagið
Er það ef til vill „Gáfu-
mannafélagið“ sem þú hefur
stundum nefnt, sem á sök á
þessu?
Nei, það er ég ekki að segja.
En þegar þú minnist á mennta-
menn þá hefur því verið haldið
fram að ég sé á móti þeim, það er
af og frá. Hinu hef ég haldið fram
að þeir sem ég kalla menntamenn
innan Alþýðubandalagsins hafa
ekki sem hópur, sterkt afl, beitt
sér fyrir hag verkafólks, eins og
ég hefði viljað. Ég er ekki að tala
þarna um einn og einn mann,
heldur hópinn allan. Þetta tel ég
vera eitt af því sem veldur, þegar
ég tala um að verkalýðshreyfing-
in eigi ekki eins sterka talsmenn
innan flokksins og ég vildi að
væri. Menn benda á að vinstri-
menn í verkalýðshreyfingunni
hér fyrrum hafi verið gáfaðasti
hluti hennar, sem er rétt. En þeir
menn beittu gáfum sínum til þess
að berjast fyrir hreyfinguna á
öllum sviðum, sá er munurinn á
þeim og hópnum sem ég hef kall-
að „Gáfumannafélagið" í dag, og
hefur fjarlægst verkalýðshreyf-
inguna og lítur þjóðfélagið öðr-
um augum en við sem erum að
berjast fyrir hagsmunum hins
vinnandi manns.
Nú hefurðu komið fram með
gagnrýni á flokkinn, finnst þér þú
vera að fjarlægjast Alþýðu-
bandalagið?
Þótt Mogginn sé að hafa eftir
mér eitt og annað, sem gæti bent
til þess að ég væri að fjarlægjast
flokkinn, þá mega menn ekki
gleyma því, að Mogginn segir oft-
ast: „Guðmundur mun hafa sagt,
...heyrst hefur..., því er haldið
fram að Guðmundur hafi sagt
þetta eða hitt. Það er vissulega
rétt að ég tala oft opinskátt og
gríni við menn og það er gripið á
lofti sem hörð meining mín, og
haft eftir án skýringa.
Þetta er auðvitað fjarri lagi
Nei, ég er ekki að fjarlægjast
flokkinn, en ég er ósammála
ýmsu því sem fram hefur komið
innan Alþýðubandalagsins, og
raunar ekki hægt að ætlast til að
allir félagar hans séu sammála um
allt sem þar er gert eða sagt, frek
ar en í öðrum flokkum. En eins
og ég sagði áðan er ég óánægður
með að Alþýðubandalagið virðist
ekki ná nógu vel til hins almenna
verkafólks, það er rót þeirrar óá
nægju,sem éghef haftuppi. Aðr-
ir hópar eiga þar sterkari tals
menn. Ef til vill er það breytt
þjóðfélagsmynd sem veldur, og
ég er ekki að berjast gegn fjöl
mennu hópunum úr þjónustu
greinunum, en það má samt sem
áður ekki verða að þeir ráði ferð
inni á kostnað verkalýðsins.
- S.dór