Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1983
NÁVÍGI
Siguður A. Magnússon
skrifar um
leikhús
Höfundur: Jón Laxdal
Þýðandi: Arni Bergmann
Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir
og Jón Laxdal
Leikmynd: Björn G. Björnsson
Búningar og aðstoð við leikmynd:
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir
Lýsing: Hávar Sigurjónsson
Jón Laxdal, leikari, leikstjóri,
þýðandi, rithöfundur og mynd-
listarmaður, kemur fram í tveimur
gervum í Þjóðleikhúsinu þessa
dagana, gervum höfundar og leik-
stjóra, og bregður heldur betur á
leik í verki sínu, „Návígi", sem
frumsýnt var á fimmtudagskvöld.
Jón nefnir hugsmíð sína „grátt
gaman“ og kann sú að hafa verið
ætlun höfundar, en mér sýndist
fremur vera um að ræða græsku-
laust gaman með farsakenndu ívafi
og ljóðrænum köflum í bland við
heimspekilegar vangaveltur og
góðlátlega ádeilu sem stundum
kitlar hláturtaugarnar en er hvergi
beitt eða nærgöngul.
Leikurinn gerist í lokuðum
heimi þarsem hjónin-Paul og Rut
ráða húsum og láta sig heimsvið-
burði engu máli skipta þó verið sé
að klifa á þeim í fréttum útvarps-
ins. Þeirra ær og kýr eru gamlar
minningar, glataðir möguleikar lífs
og listar og endalausir draumórar
um framtíðarverkefni sem aldrei
verður hrundið í framkvæmd. Paul
er kvikmyndaframleiðandi og býð-
ur til sín með nokkurra ára millibili
leikstjóranum Rudolf til að halda
uppi við hann langdregnum og
sundurlausum einræðum um allt
milli himins og jarðar, en frúin og
gestúrinn fá líka að flytja sínar ein-
ræður, og sanna þau öll, hvert með
sínum hætti, að „orð eru morð“
einsog segir á einum stað í textan-
um. Fjórða persónan í leiknum er
Höfundur, sem lítið kemur við
sögu en reynist vera andstæða
þremenninganna að því leyti að
hann kemur ráðagerðum sínum í
framkvæmd, enda hefur hann sagt
skilið við rómantískar skáldagrillur
æskuáranna.
Jón Laxdal lætur þess getið í
leikskrá að verk hans sé nokkurs-
konar minnisvarði um þá yndislegu
menn og konur sem alla ævi gengu
með listamannsdrauminn í magan-
um, en létu hann aldrei rætast.
Minnist hann í því sambandi á
Gvend dúllara, sem fundið hafi
upp sérstaka list, áður óþekkta,
farið að dúlla fyrir sjálfan sig og
aðra og búið til nýja listgrein sem
lifði með honum og fór með honum
í gröfina. Kannski er það ekki fjar-
stæðara en margt annað að sjá.
„Návígi" í teikni Gvendar dúllara
eða þeirrar rammíslensku hefðar
að láta móðan mása um heima og
geima, en koma aldrei að kjarna
máls. í þeim skilningi gæti leikritið
sem best verið skopgerving á ís-
lenskum drykkjusamkvæmum þar-
sem veislugestir úthella hjarta sínu
hver fyrir öðrum og afhjúpa allar
sínar sálflækjur, en ná aldrei raun-
verulegu sambandi við náungann.
Undir þvflíkum kringumstæðum
lýstur tjáningarþörfinni saman við
röklegt samhengi þess sem sagt er,
og úr verður allsherjarglundroði.
Af þeim sjónarhóli séð verður nafn
verksins vitaskuld kaldranalegt
öfugmæli.
í „Návígi“ er ekki neinn eigin-
legur söguþráður eða framvinda,
hvergi veruleg átök eða dramatísk
ris, en kappnóg af djúpspökum at-
hugasemdum og hnyttilegum orða-
leikjum og tilsvörum. Jón Laxdal
er langreyndur pg víðlesinn
leikhúsmaður og færir sér óspart í
nyt ýmis þau tæknibrögð sem fyrir-
rennarar hans margir hafa beitt
með góðum árangri, svosem
endurtekninguna, leikinn innan
leiksins, hlerunina, misræmi orða
og athafna, líkamlegar kollsteypur
og tvöföld leikslok. Sumt af því
lánaðist mætavel, en annað miður.
Til dæmis þótti mér hlerun frúar-
innar í fyrsta þætti ósannfærandi,
jafnvel í farsaleik, og leikslokin
tvöföldu minntu óþægilega á
Priestley.
Nú er það eitt af hlutverkum
allrar listar að leiða fram einhvers-
konar túlkun eða persónulega sýn
veruleikans, og fyrir Jóni Laxdal
vakir auðsæilega ekki að birta
neina einhlíta niðurstöðu um
mannlífið eða veruleikann, heldur
láta verkið lifa í fjölbreytilegum
blæbrigðum tungunnar í hverri líð-
andi andrá. Að vísu vill að jafnaði
slakna á spennu í slíkum verkum,
en þau búa þá einatt yfir öðrum
eigindum sem á einhvern hátt gera
þau nákomnari daglegu lífi. Það er
vitaskuld smekksatriði hvort menn
kjósa fremur dramatíska spennu
hins stranga forms eða hæglátt
rennsli hins straumlygna fljóts, en
það útheimtir vissulega mikinn
málfarslegan galdur að velja seinni
leiðina og varla á færi annarra en
meistara tungunnar. Kemur mér í
því sambandi í hug þýska leik-
skáldið Botho Strauss sem mér
virðist hafa haft áhrif á aðferð
Jóns, en þar á lærlingurinn margt
ólært ennþá.
Jón Laxdal hefur notið fulltingis
Brynju Benediktsdóttur við svið-
setningu „Návígis“ og virðist mér
þeim hafa prýðisvel tekist að gæða
sýninguna samfelldum heildarsvip,
réttri hrynjandi og nauðsynlegri
hreyfingu á sviðinu sem hamli gegn
hinum löngu einræðum og þeirri
innri kyrrstöðu sem einkennir text-
ann. Kannski voru átökin milli
texta og leiks markverðasti þáttur
sýningarinnar.
Glæsileg leikmynd Björns G.
Björnssonar stuðlaði mjög að
þekkilegri ytri áferð sýningarinnar
með gróðursælum blómaskála í
bakgrunni og stflhreinum tré- og
tágamubblum í forgrunni. Búning-
• Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 46711
,JPersónur leiksins eru dregnar skýrum og einföldum dráttum eins ogvera ber í gamanleik með farsakenndu
fvafi,“ segir Sigurður A. Magnússon í umsögn sinni. Leikarar f.v. Borgar Garðarsson, Róbert Arnfinnsson
og Guðrún Þ. Stephensen.
ar Guðrúnar Sigríðar Haraldsdótt-
ur voru sömuleiðis hæfilega stfl-
færðir og auðkennandi. Hávar Sig-
urjónsson stjórnaði lýsingu og varð
ekki að fundið.
Persónur leiksins eru dregnar
Skýrum og einföldum dráttum eins
og vera ber í gamanleik, með farsa-
kenndu ívafi. Róbert Arnfinnsson
varð mest úr hlutverki Pauls, dró
upp ljóslifandi og verulega hug-
tæka mynd af penpíulegum, drykk-
felldum og kúguðum draumóra-
manni sem er ofurseldureigin mál-
æði og tilfinningalegri ruglandi.
Guðrún Þ. Stephensen lék Rut
konu hans og fór víða á kostum,
einkanlega í græskulausum orða-
sennum við eiginmanninn, en ég
áttaði mig aldrei á hversvegna hún
var ýmist látin tala rammbjagaða
íslensku með erlendum hreim,
dönskum og amnskum, eða fara
með móðurmálið kórrétt og hreim-
laust, en vafalaust var það partur af
leiknum innan leiksins sem erfitt
var að fá botn í. Hinsvegar voru
ýmsir orðaleikir í hrognamáli
hennareinkarhnyttilegir. Rutvarð
sérkennilega geðfelld og nákomin í
meðförum Guðrúnar.
Borgar Garðarsson lék Rudolf,
trúðinn í leiknum, túlkaði manninn
skýrlega og átti marga tilþrifaríka
spretti farsakyns, þó stundum væri
teflt á tæpasta vað um endurtekn-
ingar. Borgari lánaðist sá galdur að
gera þennan hrútleiðinlega mann
alltaðþví geðþekkan með köflum.
Baldvin Halldórsson fór með
lítið hlutverk Höfundar og túlkaði
það röggsamlega, en hefði að skað-
lausu mátt vera ísmeygilegri.
Árni Bergmann mun hafa snar-
að leiknum úr þýsku á þremur sól-
arhringum sem hlýtur að teljast
afrek, því málfarið var lifandi og
eðlilegt og víða hnyttið, og er þó
ekkert áhlaupaverk að flytja orða-
leiki milli tungumála.
Sigurður A. Magnússon.
Ætla að ganga á hæsta fjall Vesturálfu
„Fjallgöngur eru
hluti af okkar lííl4 4
„Sá sem mœnir til stjarnanna
nœr að vísu ekki takmarki sínu.
Hinsvegar á hann víst að komast
hœrra en sá, sem miðar allt við
kjarrið“.
Þannig gætu víst hljóðað ein-
kunnarorð þeirra Alpaklúbbsfé-
laga. Sá klúbbur var stofnaður
1976 og hefur auðvitað fyrst og
seinast fjallgöngur á stefnuskrá
sinni. Og nú á svo sannarlega ekki
að miða við kjarrið. Fjórir klúbbfé-
lagar hafa ákveðið að halda, innan
fáeinna vikna, til Suður-Ameríku
og klífa þar 7000 m. hátt fjall. Farið
verður í janúar n.k. en þá er sumar
á þessum slóðum. Þessir ofurhugar
eru: William Gregory, 28 ára gam-
all tónlistarmaður, Pétur Ás-
björnsson starfsmaður Orkustofn-
unar, 26 ára, Hermann Valsson, 27
ára gamall skrifstofumaður,og Þor-
steinn Guðjónsson, verkamaður
22 ára.
Fjallið, sem þeir félagar hafa
hugsað sér að klífa, nefnist Aconc-
aqua eða hvíta fjallið. Það er hæsta
fjall í Vesturálfu, tæpir 7000 m og í
Argentínu, mjög nálægt Chile.
Þetta er hæsta fjall, sem Islending-
ar hafa klifið til þessa og jafnframt
hið hæsta utan Himalayafjalla.
Farin verður hin svokallaða
„Pólska leið“ upp á fjallið. Fjall-
gangan sjálf á að taka 3 vikur. Á
fjallinu verður að setja upp fernar
tjaldbúðir, aðallega til þess að fjall-
göngumennirnir geti aðlagað sig
aðstæðum. Það stafar af því að þeg-
ar komið er yfir 5 þús m hæð
gengur stöðugt á orkubirgðir lík-
Fjallgöngugarparnir frá v.: Hermann Valsson, Pétur Ásbjörnsson, Þor-
steinn Guðjónsson, William Gregory. Mynd.: -eik.
amans, sem nær ekki að endurnýja
sig vegna súrefnisskorts í andrúms-
loftinu.
Það var aldrei nema von að einn
blaðamaður spyrði hvort þetta væri
ekki hættulegt ferðalag. Eg sá ekki
betur en kankvíslegt bros flögraði
yfir andlitið á Gregory. „Ég geng í
hættu hvar ég fer“. Það kemur fyrir
að menn hálsbrotni í stigum heima
hjásér. -Jú, víst erþetta varasamt:
snjóflóð, snöggir stormar, hríðar,
mikill kuldi, þunnt loft þegar ofar
dregur. Við ýmsu er að búast. En
árið 1980 höfðu 13 leiðangrar fjall-
göngumanna klifið fjallið.
„Við erum engir ofurhugar“,
sögðu þeir félagar, „en fjallgöngur
eru bara hluti af okkar lífi“. Og
þeir eru engir viðvanginar í faginu.
Þeir eru allir búnir að iðka fjall-
göngur í nokkur ár, utan lands og
innan, m.a. í Ölpunum og allir hafa
þeir klifið Mont Blanc. Seinast í
sumar voru þeir að klifra úti í Evr-
ópu.
Og hvað kostar svo ferðin?
Svona 350 þús. kr. og þá er aðeins
reiknað með því nauðsynlegasta.
„Við vitum ekki um neina fjárhags-
lega aðstoð en höfum skrifað 150
fyrirtækjum og kannski áskotnast
okkur eitthvað fráþeim“. Þeir hafa
fengið mjög hagstætt flugfar hjá
Arnarflugi til Amsterdam en verða
síðan að sjá um sig sjálfir. „En eitt
er víst, við förum hvað sem tautar
og raular með fjármagnið“._ mhg.