Þjóðviljinn - 16.11.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 16.11.1983, Qupperneq 7
Miðvikudagur 16. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Grenada: Bishop var fórnarlamb kreddumarxista Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur birt skjöl sem innrásarliðið á Grenada lagði hald á. Skjöl þessi varða ann- ars vegar samninga Grenada við Sovétríkin, Kúbu og N- Kóreu um vopnakaup og hins vegar innbyrðis deilu þá sem leiddi til morðsins á for- sætisráðherra landsins, Maurice Bishop. Að sögn utanríkisráðuneytisins eiga þessi skjöl að sýna að Gren- ada hafi verið „sovésk- kúbönsk-nýlenda“ og að megintilgangur hennar hafi verið að „flytja hryðjuverk- astarfsemi út til annarra landa“. Danska blaöið Information hef- ur það eftir sérfræðingi frá banda- rísku stofnuninni Center for De- fence Information að þeir vopna- sölusamningar og þær vopnabirgð- ir sem fundist hafi á Grenada hafi eingöngu náð til varnarvopna og hafi mestmegnis verið um gamla riffla að ræða sem hafi nægt til 2000 manna herliðs og 4000 manna heimavarnarliðs. Ástæðan fyrir því að stjórnin hafði þó þetta mikinn vígbúnað var sú að hún óttaðist hernaðaríhlutun frá Bandaríkjunum, ekki hvað síst eftir heræfingu Bandaríkjanna 1981, Ocean Venture, þar sem bandaríski herinn setti á svið innrás í Grenada til þess að frelsa banda- ríska gísla. Ekkert kemur fram í skjölum þessum er bendir til þess að Kú- banir hafi ætlað að koma upp her- liði á eyjunum. Þvert á móti er í einu skjalinu talað um áform um að 27 kúbanskir hernaðarsérfræðing- ar verði á eyjunni til frambúðar, en því til viðbótar verði 13 menn tíma- bundið. í skjali sem stimplað var „leynilegt“ var sagt að sérfræðing- ar þessir ættu að aðstoða við þróun og áætlanagerð í vörnum eyjarinn- ar. Dólgamarxismi Þau skjöl sem greina frá innri ágreiningi innan stjórnarinnar virðast varpa nokkru ljósi á þá valdabaráttu sem átti sér stað fyrir morðið á Maurice Bishop. Gögn þessi benda til þess að hópur sá er stóð að baki Bernard Coard hafi verið djúpt sokkin í kreddubundn- um marx-lenínisma á meðan Maurice Bishop hafi byggt meira á því beina sambandi sem honum hafði tekist að ná við almenning í landinu. Skjöl þessi sýna að stjórn- in í Grenada leit á Kúbu og Sovét- ríkin sem bandamenn sína og víða er vitnað til Kúbu sem lýsandi for- dæmis, sem og til stjómar Sandín- ista íNicaragua. Hins vegar kem- ur ekkert það fram í skjölum þess- um er bendir til þess að Sovétríkin eða Kúba hafi beitt stjómina á Grenada þrýstingi. í bókun sem virðist gerð af herráðinu sem tók völdin eftir dauða Bishops er það hins vegar harmað að Kúba skuli ekki hafa skilið nauðsynina á því að koma Bishop frá völdum. í bókun þessari er gefið í skyn að vegna per- sónulegrar vináttu Fidels Castro og Maurice Bishop hafi Kúbanir „tekið persónulega en ekki stéttar- lega afstöðu til þróunar mála á Grenada". „Leníniskur agi“ í öðmm skjölum er að finna fundargerð frá fundum í stjórn flokksins í september sl., þar sem framtíð og skipulag New Jewel Movement er á dagskrá. Á fundum þessum virðast stuðningsmenn Co- ards hafa haft sig mest í frammi, og töldu þeir flokkinn í upplausn og að aðeins væri spurning um mánuði hvenær flokkurinn missti völdin ef fram héldi sem horfði. Var Bishop kennt um þessi þverrandi ítök flokksins meðal fólksins og þess krafist að hann gengi inn í samvirka forystu flokksins með Coard og að flokkurinn skyldi innleiða „lenín- ískan aga“. í deildum þessum skil- greindu stuðningsmenn Coards ágreiningurinn út frá sígildu mynstri þar sem andstæðingarnir voru kallaðir „hægri-tækifærissinn-' ar“ og „sósíaldemókratar" á með- an þeir skilgreindu sig sem „marx- lenínista“ og er byggðu á „forsend- um verkalýðsstéttarinnar" (sem ekki er ýkja fjölmenn á Grenada). í deildum sem áttu sér stað 26. Frá E1 Salvadornefndinni:_ Innrás yfírvof- andi í Nicaragua E1 Salvadornefndin á íslandi hélt ársfund sinn helgina 12.-13. nóv- ember sl. Meðal verkefna nefndar- innar er að kynna ástandið í E1 Sal- vador og öðrum ríkjum Rómönsku Ameríku og afla þjóðfrelsisöflun- um í E1 Salvador stuðnings á ís- landi. Unnið er að því að ríkis- stjórn íslands viðurkenni FMLN/ FDR sem réttmæta fulltrúa salva- dorönsku þjóðarinnar. E1 Salva- dornefndin leitar eftir stuðningi og samstarfi við verkalýðsfélög, flokka og félagasamtök hér á landi. í ályktun ársfundarins segir m.a.: Evrópusamband verkalýðsfélaga: Evrópa án kjarnorkuvopna „Evrópusamband verkalýðsfé- laga, sem hefur innan sinna vé- banda 44 miljónir meðlima í Vestur-Evrópu, skorar á ríkis- stjórnir Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, að láta það tækifæri sem Genfarviðræðurnar um takmörk- un meðaldrægra kjarnorkuvopna eru ekki ónotuð, heldur beina þró- uninni inn á brautir sem leiða til þess að gjöreyðingarvopn verði eyðilögð. ETUC lýsir alvarlegum áhyggjum sínum yflr að þessar við- ræður skuli hafa verið árangurs- lausar fram að þessu“, segir í yfir- lýsingu frá ETUC um Genfarvið- ræður stórveldanna. Evrópusambandið leggur í þeirri samþykkt sem að ofan er vitnað til áherslu á nauðsyn þess að leitað verði allra leiða til að ná samkomu- lagi um að komið verði í veg fyrir að upp verði settar nýjar kjarnork- ueldflaugar í Evrópu. Þar segir og að þátttaka Evrópuríkja í samning- aviðræðum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hafi ekki verið sem skyldi. Þá segir ennfremur í álykt- uninni: „ETUC beinir því til ríkisstjórna allra Evrópuríkja að þau beiti áhrifum sínum á ríkisstjórnir risa- veldanna til að koma á þeirri skipan í kjarnorkuvopnamálum, sem leiði til þess að engin kjarnork- uvopn verði í Evrópu. Jafnframt vilja samtökin minna verkalýðs- samtök í Austur-Evrópu á skyldur sínar um að þrýsta á viðkomandi ríkisstjórnir í þessu sambandi í samræmi við það sem ETUC gerði 1981. ETUC álítur lífsnauðsynlegt að viðræðurnar í Genf leiði til veru- legrar fækkunar og eyðileggingar á SS 20 eldflaugum og þess, að ekki verði komið fyrir Cruise og Pers- hing eldflaugum, þar sem eyðilegg- ing allra kjarnavopna sem eru í Evrópu eða er beint að henni, er eina viðunandi lausnin sem verka- lýðsfélög í Evrópu geta sætt sig við.“ E1 Salvadornefndin á íslandi for- dæmir innrásina á Grenada harð- lega og bendir á, að hér er aðeins um að ræða fyrsta skrefið í hemað- aráætlun Bandaríkjastjórnar og nokkurra harðstjóra Mið-Ameríku um að kæfa í blóði sérhverja tilraun til að brjótast undan oki fátæktar og ófrelsis. í fyrsta lagi er yfirvofandi innrás á frelsuðu svæðin í E1 Salvador, þar sem í fyrsta skipti í sögu landsins eru starfandi svæðisstjórnir, sem kjömar era lýðræðislegri kosn- ingu. Góður árangur skæraliða- sveitanna að undanförnu hefur knúið stjórnvöld í E1 Salvador til að leita eftir aukinni aðstoð. Nú standa milli 500 og 8000 hermenn frá Guatemala og Honduras gráir Ifyrir járnum á landamæram þess- ara rflcja og E1 Salvador, auk þess sem 20.000 bandarískir dátar eru á herskipum við strendur Mið-Ame- ríku, og 5.000 taka þátt í heræfing- um á landamærum Honduras og Nicaragua. Margt bendir til þess, að innrás í Nicaragua sé fyrirhugað fyrir árslok. Komið yrði á fót lepp- stjórn á nicaraguönsku landsvæði, en hún myndi síðan biðja um að- stoð bandaríska hersins og herja grannríkjanna. Almenningsálitið í Bandaríkjun- 'um sjálfum og heiminum öllum getur komið í veg fyrir slíka óheillaþróun. Nefndin hvetur því til aukinnar baráttu gegn pólitískri og hernaðarlegri íhlutun Banda- Iríkjanna í Mið-Ameríku og Karí- bahafssvæðinu. Styðjum sjálfsákvörðunarrétt þjóða Mið-Ameríku og Karíba- hafs! Styðjum frelsisbaráttu alþýðunnar í Mið-Ameríku og Karíbahafl! Frá því að nefndin var stofnuð í ársbyrjun 1982 hefur náðst mjög góður árangur í því að kynna á- standið í E1 Salvador og Mið- Ameríku, samstarf verið aukið við pólitísk samtök, verkalýðsfélög og önnur félagasamtök. Þessum ár- angri er mikilvægt að fylgja vel eftir, og við hvetjum áhugasamt fólk til þess að starfa með okkur. Vefkefnin era óteljandi. Upplýsingar í síma 1-92-18 (fjármálahópur), 2-25-07 (fræðslu- hópur) og 1-93-56 (samstarfshóp- ur). „Sovéska herstöðin" á Grenada. Ein af réttlætingum Reagans fyrir innrásina á Grenada var sú að eyjan hafl verið sovésk herstöð, og var flugvöllurinn sem Kúbumenn og Bretar unnu að í sameiningu helsta vísbendingin um það. Myndin sýnir flugbrautina sem er 2700 metra löng og átti að verða lyftistöng fyrir ferðamannaþjónustu á eyjunni. Hugsanlegt er að kýrnar tilheyri því sovéska setuliði sem ógnaði öryggi Bandaríkj- september lýsti Austin Hudson, sem síðar stýrði herráðinu eftir morðið á Bishop, deilunni við Bis- hop við baráttu Sovétstjórnarinnar við andstæðinga sína í Ungverja- landi 1956, í Tékkóslóvakíu 1968 og í Póllandi í dag. Enn hefur ekki verið uppljóstrað um hvað raunverulega gerðist þeg- ar Bishop var drepinn, en eftir morðið gaf herráðið út tilkynningu þar sem Bishop og stuðningsmenn hans voru stimpluð sem „þekktir gagnbyltingarsinnar og stuðnings- menn harðstjórans Gairy“. (Það var Bishop sem steypti Gairy af stóli 1979). í tilkynningunni sagði enn fremur: „Félagar, þessir menn sem pré- dikuðu fyrir okkur að málstaður grenadínsku þjóðarinnar væri þeim hjartfólginn létu ekki einn einasta fulltrúa verkalýðsstéttar- innar hafa eftirlit með hinum glæpsamlegu gerðum sínum...“. Það er hins vegar vitað að 3000 manna hópur - sem er stór hópur af 100 þúsund manna þjóð - fór og frelsaði Bishop úr stofufangelsi því sem hann hafði verið hnepptur í og gekk með honum upp að Rupert- virkinu þar sem aðalstöðvar her- ráðsins voru. Spurningin er hvort verkalýðsstéttin hafi ekki átt sína fulltrúa í þeim 3000 manna hópi? ólg./inf. Vetrarskoðun 1983 -1984 3 4 5 6 Nú er rétti tíminn fyrir Ladaeigendur að koma með bifreiðir sínar í vet rarskoðun Athuga ástand ökutækisins. Athuga olíu á vél, stýrisvél og vökva á rafgeymi, kælikerfi, rúðusprautum, bremsum og kúplingu. Mæla frostlög og bæta á ef þarf. Mæla rafgeymi og hleðslu og hreinsa geymasam- bönd. > Hreinsa síur í bensíndælu og blöndungi. Athuga og skipta um, ef þarf, þétti, platínur, kveikjuhamar, kveikjulök, kertaþræði, kerti, loftsíu og viftureim. 7 Athuga ventlalokspakkningu og viðbragðsdælu- nál. 8 Strekkja tímakeðju. 9 Stilla kveikju og blöndung. 10 Athuga sviss, startara, mæla, kveikjara, þurrkur j og miðstöð. 11 Athuga öll Ijós. 12 Stilla Ijós. 13 Athuga hurðir, þéttikanta og smyrja læsingar. INNIFALIÐ& 1.690 t Hver fnan ekki eftir síðasta vetri? Bein lína á verkstæði 39760 Látið fagmenn yfirfara ástand bifreiðarinnar */l ML Bi frei iðarog Suðurlandsb ra LamHiúnaðarvél Ut 14 — Sími 38800 — 31236. ar «3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.