Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 1
WÓÐVIUINN Amnesty Intern- ational fjallar um pólit ískar fangelsanir í Chile og Pól- landi. nóvember 1983 föstudagur 264. tölublað 48. árgangur Róttæk úrræði gegn stöðnunarstefnu og atvinnuleysi Höfnum einokun og forræði útlendinga SéS yftr salinn í Austurbæjarbíói í upphafi setningarathafnar landsfundar Alþýðubandalagsins í gærkvöldi. Ljósm. eik. Beitum afli gagnrýninnar innávið og útávið „Sköpum þjóðarsamstöðu um róttæk úrræði gegn stöðnunarstefnu ríkisstjórnarinnar þar sem augljóst er að nota á atvinnuleysið sem hag- stjórnartæki“, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins m.a. í ræðu sinni við setn- ingu landsfundar bandalagsins í Austurbæjarbíói í gær. Setningarathöfnin var hin glæsilegasta. í landsfundarræðunni sagði Svavar Getsson að Alþyðubandalagið hefði eftirtalin atriði sem megin baráttumál á næstu mánuðum: 1. Losa lagafjötra af launamannahreyfingunni. 2. Stuoia að kjarasamningum sem tryggðu að launakjör versnuðu ekki meira en nemur falli þjóðartekna, jafnframt samningum um félagslegar ráðstafanir eins og samfellt húsnæðislánakerfi. 3. Breyta með nýju lánsfé fjármögnun atvinnuveganna í grundvallaratriðum og framkvæmda allsherjar- skuldbreytingu á lánum húsbyggjenda í bönkum og lífeyrissjóðum til þess að koma í veg fyrir eignaupptöku. 4. Stöðva óhófsfjárfestingu a verslun.bönkumoghjámilliliðum. 5. Komaíveg fyrir einokun fárra fjármagnseigenda í atvinnu- vegunum, svo og forræði útlendinga, og tryggja fjölbreytni íslensks atvinnulífs þar sem forræði landsmanna sjálfra sé virt í öllum greinum. Ræða formanns Alþýðubandalagsins ásamt myndum og frásögnum af upphafi landsfundar er birt í blaðinu í dag. - ekh Sjá 9-12 og 20 Ameríski draumurinn gleypti mótmæl- akynslóðina. Viðtalvið bandaríska lista- manninn Thom- asPhilabaum. íhaldið leggur línur fyrir næsta ár: 27% hækkun hjá Launin eiga hins vegar aðeins að hækka um 6% Meirihluti stjórnar SVR sam- þykkti á miðvikudag að fargjöld SVR skuli hækka um 27% í byrjun næsta árs og að fargjöld skuli standa undir 85% af rekstark- ostnaði vagnanna, sem er mun hærra hlutfall en í áratugi. Al- mennt fargjald fullorðinna hækkar samkvæmt þessu í 17 krónur. „Þessi hækkun bitnar fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín og meðan gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun borgarinnar að laun hækki aðeins um 6% á næsta ári er óverjandi að hækka fargjöld- in um nær 30%,“ sagði Guðrún Ágústsdóttir, stjórnarmaður í SVR í gær. Hún og Helga Thorberg greiddu atkvæði gegn hækkuninni og mótmæltu henni á þessum for- sendum. Guðrún sagði að á undanförnu árum hefði ríkt munnlegt sar komulag um að láta fargjöld stanc undir a.m.k. 67% rekstrarins en kjörtímabili vinstri manna hef þaðhlutfall þó farið niður fyrir 60c án þess að dregið hefði verið i þjónustu. „Á þessu ári var hlu deild fargjalda í rekstri hækki verulega“, sagði Guðrún, „á næs ári eiga þau að standa undir 85c rekstrarins og það er greinilegt a Sjálfstæðismenn stefna að því a SVR láta þau standa undir honum öllum.“ Á fundinum lagði Guðrúnfram tillögu um að komið verði til móts við skólafólk, sem þessi hækkun bitnar verulega á. í nágranna- sveitarfélögum eru fargjöld skóla- fólks greidd niður, en í Reykjavík hafa skólanemar, sem lokið hafa skyldunámi ekki fengið neinn ferð- astyrk þó þeim sé gert að stunda skóla fjarri heimili sínu. Tillögunni var frestað milli funda. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.