Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 5
Andropov eitt ár við völd:
Föstudagur 18. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Sáft--' . ' rt’
ÁT- ( .
TU þess að koma efnahagslífi Sovétríkjanna á réttan kjöl þarf ekki minni breytingar en áttu sér stað 1921 og
1956, segir sovéski sagnfræðingurinn Roy Medvedev. Andropov hefur á fyrsta valdaári sínu hert tökin á
spillingaröfiunum og boðað vakningu fyrir aga og ábyrgð. Teikning eftir Steve Mendelson.
Agi og ábyrgð
kiörorð dagsins
Eitt ár er nú liðið frá því Júrij
Andropov tók við af Leonid
Bresjnev sem f lokksleiðtogi
og forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna. Á þessum tíma hef-
ur Andropov sýnt ákveðinn
vilja til breytinga í efnahags-
lífinu sem lýsa sér best í kröf-
um um meiri aga og reglu í
framleiðslunni þarsem
spjótunum hef ur einkum ver-
ið beint að spilltum yfir-
mönnum. Jafnframt er stef nt
aðaukinni valddreifingu þar
sem völd og ábyrgð skulu
fluttfráskriffinnumríkis-
valds og flokks út til stjórn-
enda fyrirtækjanna, starfs-
fólksins og verkalýðs-
félaganna. Það virðist sam-
dóma álit þeirra sem til
þekkja að þótt ekki sé um
neina byltingu að ræða, þá
marki stjórnartími Androp-
ovs þáttaskil frá tíma forvera
hans þar sem spilling gróf
um sig og látið var reka á
reiðanum.
Nýlega hafa tveir sérfróðir menn
um Sovétríkin, þeir Roy Medve-
dev og Poul Hansen, sem báðir eru
búsettir í Moskvu, skrifað greinar í
Dagens Nyheter og Information
um fyrsta valdaár Andropovs. Nið-
urstöður þeirra eru svipaðar:
breytinga hefur orðið vart, og þær
eru til batnaðar, en sovéska kerfið
býður ekki upp á nein snögg skipti.
Því hefur Andropov mátt sýna
mikla þolinmæði og fara varlega í
þeim hreinsunum í flokksapparat-
inu sem engu að síður hafa átt sér
stað.
Mengað stöðuvatn
Roy Medvedev er sovéskur sagn-
fræðingur, sem skrifað hefur
gagnrýnar greinar um heimaland
sitt fyrir erlend blöð. Dagens Ny-
heter' segir að hann hafi fengið aö-
varanir frá yfirvöldum vegna skrifa
sinna, en engu að síður halda grein-
ar hans áfram að birtast. Medve-
dev segir að krafa Andropovs um
aga og reglu í atvinnulífinu hafi
orðið að hreyfingu sem nái nú til
allra fyrirtækja og stofnana í
landinu. Hafi hreyfingu þessari
verið á tímabili fylgt eftir með
lögreglueftirliti í verslunum og
samkomuhúsum. Medvedev segir
að engu að síður hafi Andropov
tekist að fá fjöldann með sér í þess-
ari herferð og telur hann vafalítið
að Andropov njóti meiri vinsælda
nú en fyrir ári.
„Það er hægt að líkja ástandinu í
landi okkar við mengað stöðuvatn
þar sem tekist hefur að hægja á
menguninni með nýjum hreinsi-
búnaði", sagði Medvedev, „en hún
heldur engu að síður áfram.“
Medvedev segir að til þess að
leysa efnahagsvanda Sovétríkj-
anna þurfi ekki umfangsminni
breytingar en áttu sér stað 1921
(þegar NEP-stefnan var tekin upp)
og 1956 (þegar Stalín var afhjúpað-
ur). „Til þess að koma Sovétríkj-
unum á réttan kjöl þyrfti að breyta
stefnunni um 15-20 gráður. Fram
að þessu er stefnubreytingin ekki
nema 2-3 gráður. Það er enn tími til
að breyta stefnunni - en fresturinn
styttist óðum“, segir Medvedev.
Hreinsanir
Meðal þeirra sem fengið hafa að
kenna á agaherferð Andropovs eru
nokkrir af nánustu samstarfsmönn-
um fyrirrennara hans. Þar má fyrst-
an nefna Nikolaj Sjtjokolov fyrr-
verandi innanríkisráðherra, sem
átti að sjá til þess að agi og regla
ríktu á valdatíma Bresjnevs.
Sjtjokolov var ásakaður fyrir mis-
ferli í starfi og setiur á eins konar
stofufangelsi. í kjölfar hans fylgdu
síðan ýmsir aðrir valdamenn og
urðu hreinsanir þessar öðrum til
varnaðar. Þá lét KGB til skarar
skríða gegn svartamarkaðsbrösk-
urum, þjófum og mútuþegum og
stjórnendum allmargra veitinga-
húsa og vöruhúsa sem voru ákærðir
fyrir misferli í starfi. Urðu þessar
aðgerðir vinsælar meðal almenn-
ings að sögn Medvedes, en hins
vegar ekki hættulausar vegna and-
stöðu í áhrifamiklum valdahópum.
Segir Medvedev að áðgerðir þessar
hafi kallað fram andófsmenn af
annarri gerð en þeirri, sem vön sé
að snúa sér til vestrænna fjölmiðla,
Bandaríkjaþings eða Evrópu-
kommúnistanna.
Poul Hansen, fréttaritari Inform-
ation í Moskvu, segir að agaher-
ferð Andropovs hafi fljótlega kom-
ið fram í sovéskum fjölmiðlum, þar
sem blöð hafi fyllst af afhjúpunum
á slóðaskap, spillingu og mis-
beitingu valds í atvinnulífinu. Segir
hann að aðeins örfáar af þessum
afhjúpunum hefðu áður fyrr nægt
til brottreksturs vegna níðs um So-
vétríkin, hefðu þær verið skrifaðar
af erlendum manni.
Poul Hansen segir að með viss-
um ýkjum megi líkja Sovétríkjun-
um á síðustu árum Bresjnevs við
tröllaukna skrúðgöngu úr „Nýju
fötin keisarans". Allir vissu að
þetta var blekking, en enginn þorði
að segja neitt: verkamennirnir
þóttust vinna og ríkið þóttist greiða
þeim laun þótt ekki væru til vörur
til að eyða þeim. Þótt Jurij And-
ropov hafi ekki verið neitt unglamb
(68 ára) og þótt hann sem fyrrver-
andi formaður KGB hafi ekki verið
neinn alsaklaus engill eins og
drengurinn í ævintýri H.C. Ander-
sen, þá var það engu að síður hann
sem þorði að hrópa: „Já, en hann
er ekki í neinu!“
Poul Hansen segir að leið And-
ropovs út úr kreppunni sé frekar
hugmyndafræðileg og pólitísk en
að hann bjóði upp á sérstakar hag-
fræðilegar lausnir. Stefnan felist í
því að fá fólk til þess að taka ábyrgð
á gerðum sínum um leið og valdinu
sé dreift.
„Sovéska stjórnkerfið minnir á
dönsku skattalögin", segir Poul
Hansen. „Stöðugt er verið að
breyta reglunum til þess að koma í
veg fyrir misnotkun, en á sama hátt
og skattgreiðendurnir finna
stöðugt ný göt á skattalöggjöfinni
finna forstjórarnir í sovéska kerf-
inu sín göt. Naglaverksmiðjan er
sígilt dæmi. Ef áætlunin um fram-
leiðsluna er sett fram í stykkj atali
er eingöngu framleiddur blásaum-
ur. Ef áætlunin er sett fram í þunga
eru eingöngu framleiddir
sjötommu-naglar, og ef áætlunin er
sett fram í rúblum eru einungis
framleiddir títannaglar með gull-
höfðum á.“
Lög um
meðákvörðunarrétt
Aðgerðir þær sem gerðar hafa
verið á liðnu ári og miða í átt til
aukinnar valddreifingar eru t.d.
lög um meðákvörðunarrétt starfs-
fólks í fyrirtækjum, sem sett voru í
sumar. Poul Hansen segir þau
skref í rétta átt þó götótt séu. Þá
hafi innan vissra ráðuneyta verið
settar í gang tilraunir með aukið
sjálfstæði fyrirtækja. Þá hefur
Andropov lýst því yfir að svokölluð
verkamannaráð sem kosin eru um
öll Sovétríkin eigi að fá aukin völd
og sömuleiðis stéttarfélögin.
Poul Hansen segir að margir sem
til þekkja í Sovétríkjunum séu
þeirrar skoðunar að samfara þess-
um breytingum sé einnig að verða
breyting á hlutverki flokksins.
Draga eigi úr áhrifum flokksins á
stjórnun efnahagslífsins um leið og
aukin áhersla verði lögð á hug-
myndafræðilegt starf. Þessi
breyting kann jafnframt að hafa
það í för með sér að enn verði
þrengt að tjáningarfrelsi lista-
manna, en nýlega hefur hugmynd-
afræðideild miðstjórnarinnar ít-
rekað að hún myndi sjá til þess að
„bókmenntir og listir þjöni hags-
munum fólksins“.
Roy Medvedev segir í grein sinni
að eitt af því sem einkenni fyrsta ár
Andropovs sé hörð barátta gegn
andófsmönnum. Hann segir að sú
andófshreyfing, sem fæðst hafi á 7.
áratugnum og sem varð mjög virk á
árunum 1976-77 og á valdatíma
Bresjnevs, hafi á gengnu ári hætt
að virka sem mikilvæg þjóðfélags-
hreyfing og valdaaðili í innra lífi
Sovétríkjanna. Hann segir að ein-
stöku andófsmenn muni halda
áfram andófi sínu, en þeir muni
ekki megna að setja lit sinn í and-
rúmsloftið sem nú sé allt annað en
það var á miðjum 7. áratugnum.
Segir Medvedev að í ljósi þessa
verði þeir þungu dómar sem felldir
hafa verið á liðnu ári yfir einstaka
andófsmönnum þeim mun furðu-
legri.
Af þessu má ráða, að kannski
hafi ekki mikið breyst þrátt fyrir
allt. Og það er í sjálfu sér rétt. En
eins og Poul Hansen hefur eftir so-
véskum tæknimanni, þá má segja
um Sovétríkin að þau séu eins og
risatankskip: sé reynt að snúa því á
punktinum mun það velta.
ólg/DN, Inf.
Tryggingafélag bindindismanna
BlLBELTI AFTURÍ BJARGAR!
Samkvæmt skýrslum Umferðarráðs slösuðust 166 farþegar í bílum fyrstu 9 mánuði 1983, þar af sátu 79 í aítursæti - án bílbelta. Ljóst er
að margir hefðu sloppið við meiðsli, ef þeir hefðu notað bílbelti. Til þess að örva notkun bílbelta í aftursæti og þar með fækka slysum á
farþegum, býður ÁBYRGÐ HF., fyrst tryggingarfélaga, ennþá betri tryggingarvernd þegar aftursætisfarþegar nota bílbelti.
Þessi aukatrygging gildir einnig um ökumenn og farþega í framsæti í
einkabílum með ökumanns- og farþegaslysatryggingu hjá ÁBYRGD HF.,
slasist þeir alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta.
Framyfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 krónur við dauðsfall og allt
að 150.000 krónur við örorku ef farþegar í aftursæti í einkabílum, tryggð-
um hjá ÁBYRGÐ HF., slasast alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta.