Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1983 Hátíðarstemmning á opnunardag: Ortröð í Miklagarði Þaö var eins og Reykvík- ingar hefðu tekið sér frí í gær í tilefni af opnun Miklagarðs, hins nýja stórmarkaðar Kron og Sambandsins í Holta- görðum. Þegar opnað var klukkan tíu hafði myndast löng biðröð viðskiptavina framan við húsið og fór fjöldi þeirra vaxandi eftir því sem á daginn leið. Viðskiptavinirnir voru ánægðir, það voru starfsnjenn Miklagarðs líka og reyndar rikti eins konar hátíðarstemmning í hinum miklu salarkynnum verslun- arinnar. Boðið var upp á ókeypis kaffi í tilefni dagsins, þar sat fullorðna fólkið en börnin horfðu á vídeó og léku með Legó-kubba í barn- akróknum á meðan. Eins og skýrt var frá í Þjóðviljan- um í gær ríkir mikil spenna hjá öðr- um stórmörkuðum vegna tilkomu Miklagarðs. Strax í gærmorgun voru starfsmenn þeirra mættir í Miklagarð með skrifblokkir til að kanna verð og vöruúrval og ræddi Þjóðviljinn við þá nokkra þar í gær. „Það sem mér finnst ótrúlegast er að allt skuli vera tilbúið og frá- gengið á opnunardegi, - það er einsog þetta sé gamalróin verslun”, sagði einn. „Það er enginn vafi, - þeirra verð er lægra en hjá okkur á flestum hlutum og vöruúrvalið er gott. Sérstaklega er grænmetis- borðið og kjötborðið vandað”, sagði annar. „Ef þetta er eins og mér sýnist, þá er ekki um annað að gera en lækka verðið. Við látum ekki hirða alla jólasölu af okkur án þess að streitast á móti”, sagði einn til. Nýjabrumið átti auðvitað sinn þátt í því að aðrir stórmarkaðir voru hálftómir í gær og bjuggust forsvarsmenn þeirra við að þess myndi gæta langt fram í næstu viku. Eftir það má búast við að harka færist í samkeppnina enda styttist þá til aðalvertíðarinnar, jóla- innkaupanna. Mikligarður var opinn til klukk- an 22 í gærkvöldi og hið sama verð- ur uppi á teningnum í dag. Á morg- un, laugardag verður opið fram til klukkan 16. -ÁI Á annars dauðum tíma eftír hádegi í gær voru biðraðir við kassana í Miklagarði. Ljósm. -Magnús. Bðrnin horfðu á vídeó meðan mamma og pabbi versluðu. Það var mikið velt fyrir sér mismun- andi verðfagi í Miklagarði í gær. Ösp og Einar frá Akranesi kom- u ni aftur” „Okkur líkar þetta vel. Við áttum leið í bæinn og þá notar maður tækifærið og versfar. Þetta er ekki verra en í þeim stórmarkaði sem við höfum verslað áður, sumt er ódýrara og vöruvalið er mikið meira”, sögðu þau Ósp Þorvaldsdóttír og Einar Brands- son frá Akranesi. Þau voru ekki aðeins að kaupa matvöru, heldur einnig ým- iss konar sérvöru, sem er á boðstólum í Miklagarði. „Við komum aftur”, sögðu þau. Ljósm. -Magnús. Ekki færri en tíu starfsmenn frá hverjum hinna stórmarkaðanna voru á ferðinni í Mikfagarði í gær. Þeir skáru sig úr fjöldanum • enda voru þeir ekki með innkaupakörfu heldur litla skrifblokk og venjulega tveir og tveir saman. Ljósm. -Magnús. Finnsk-íslenskir menningar- styrkir 17 styrkir voru nýlega veittir úr menningarsjóði íslands og Finnlands, en 124 umsóknir bárust, 88 frá Finn- landi og 36 frá íslandi. fslensku styrk- þegamir eru 7 og fengu þeir 5000 finnsk mörk hver. Gallerí Langbrók, til að halda sýningu á grafík myndum eftir Outi Heiskanen. Guðrún Magn- úsdóttir, bókavörður í Norræna hús- inu til að sækja námskeið um finnskar bókmenntir síðari tíma við Háskólann í Tammerfors. Jónína Guðnadóttir, leirlistarmaður til að kynna sér finnska leirlist. Söngflokkurinn Hrím, til hljómleikafarar til Finnlands. Njörður P. Njarðvík, dósent til Finnlandsfarar til að kynna sér finnskar bókmenntir. Ófeigur Bjömsson, gullsmiður, til að halda sýningu á verkum sínum í Hels- ingfors og Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavama ríkisins til að heimsækja Geislavamir ríkisins í Fínnlandi. Stuttar fréttir Útför Tómasar Útför Tómasár Guðmundssonar skálds fer fram fimmtudaginn 24. nóvember n.k., kl. 13.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Reykjavíkurborg mun kosta útförina í virð- ingarskyni við hinn látna. Séra Karl Sigurbjörnsson jarðsyngur. Líf og land með ráðstefnu Næstkomandi laugardag efna samtökin Líf og land til ráðstefnu í þvf skyni að hrinda af stað þjóðfélagsumræðu um-þann alvarlega vanda sem íslen'dingar eiga við að glíma á mörgum sviði m, ekki aðeins á sviði efnahags- mála heldur og á félagssviði, kirkjumálum o.fl. segir í frétt frá samtökunum. A ráðstefnunni, sem hefst kl. 9.30 á laugar- dagsmorguninn á Hótel Borg, verður blandað saman erindaflutningi og yfirheyrslum. Meðal annars mun forsetisráðherra flytja ávarp svo og fjármálaráðherra. Safnað fyrir hjartasónar Landssamtök hjartasjúklinga hafa nú form- lega hafið söfnuð fjár til kaupa á hjartasónar- tæki fyrir Landspítalann, en tækið er nú í tíma- bundnu láni þar frá Bandaríkjunum. Kostnað- ur er áætlaður um fjórar miljónir króna með öllum aðflutningsgjöldum. Á næstu dögum munu sendiboðar samtakanna heimsækja fyr- irtæki víða um Iand í þessu tilefni en framlög má leggja á Gíró-reikning nr. 23700-0. Ný vinnufataverslun Að Síðumúia 29 í Reykjavík hefur verið opnuð sérverslun með vinnufatnað og heitir hún Verslunin Vinnan. Verslunin mun leggja áherslu á að hafa á boðstólum allan vinnufatnað, hlífðarföt, skó- fatnað, öryggisskó, hlífðargleraugu, andlits- grímur, hjálma og annað sem þörf er fyrir í flestum greinum iðnaðar, þjónustu og al- mennrar vinnu, ásamt sportfatnaði ýmiss kon- ar. Af fötum fyrir sérstakar atvinnugreinar sem verslunin mun hafa á boðstólum má t.d. nefna rafsuðugalla, málaragalla og kokkaföt. Versl- unin getur einnig séð um merkingu á vinnuföt- um sé þess óskað. Eldavélaútköll hjá slökkviliðinu Tvívegis í gær var Slökkviliðið í Reykjavík kallað út vegna þess að húsráðendur höfðu gleymt sér við eldavélarnar. í fyrra skiptið var slökkt í feitispotti að Furugrund í Kópavogi, og urðu smávægilegar skemmdir á eldhúsi en eng- in slys á mönnum. Síðdegis í gær var síðan tilkynnt að mikill reykur væri í timburhúsi í Mosfellssveit og var stór hluti slökkviliðsins kallaður út. Sem betur fer var enginn eldur laus í íbúðinni heldur hafði matur gleymst í eldavél- inni. Einn maður var sofandi í íbúðinni þegar slökkviliðið bar að garði en honum var ekki meint af reyknum úr eldhúsinu. Engar skemmdir urðu á íbúðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.