Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1983
Kjördæmaráð AB á Suðurlandi:
Ríkisstjórnin
fordæmd
Bágur hagur heimilanna í landinu
Kjördæmisráð AB í Suður-
landskjördæmi fordæmir að-
gerðir ríkisstjórnarinnar í launa-
og kjaramálum. Með því að
svipta launafólk samningsrétti
hefur ríkisstjórnin þverbrotið
lýðréttindi sem áunnist hafa í ára-
langri baráttu verkalýðshreyfing-
arinnar og framið ótvíræð
mannréttindabrot, sem eiga sér
enga hliðstæðu í nágranna-
löndum íslands.
Vegna aðgerða ríkisstjórnar-
innar og síhækkandi vöruverðs er
efnahagur heimila í landinu afar
bágborinn. Og ef fram fer sem
horfir mun alþýða þess lands vart
hafa fyrir nauðþurftum. En efna-
hag heimilanna er ekki einungis
ógnað af aðgerðum ríkisstjórnar-
innar í launa- og kjaramálum.
Nægir í því sambandi að néfna þá
smánarsamninga sem ríkisstjórn-
in gerði við svissneska auðhring-
inn Alusuisse. í þessum samningi
felst að íslenskum heimilum er
gert að greiða niður raforku til
auðhringsins. Á sama tíma og
ríkisstjórnin hyggst leysa efna-
hagsvanda þjóðarinnar með að-
haldi, skerðingu lífskjara og nið-
urskurði á félagslegri þjónustu
sóar hún almannafé svosem til
bygginga Seðlabankahúss og
tekur erlend lán til að reisa flug-
stöð á Keflavíkurflugvelli. Þeir
flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn,
Framsóknarflokkurinn sem
kennir sig við samvinnu og Sjálf-
stæðisflokkurinn sem á tylli-
dögum þykist vera flokkur allra
stétta hafa á þennan hátt sannað
að þeir geta á engan hátt talist
málsvarar launafólks.”
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Landsfundur Alþýðubandalagsins 1983
Landsfundarfagnaður
Forsala aðgöngumiða að Landsfundarfagnaði Alþýðubandalagsins
er hafin að Hverfisgötu 105. Fagnaðurinn verður haldinn í Félags-
stofnun stúdenta, laugardaginn 19. nóvember. Athygli landsfundar-
fulltrúa er vakin á því að upplag aðgöngumiða er takmarkað.
Alþýðubandalagið.
ÁRÍÐANDI ORÐSENDING
til styrktarmanna Alþýðubandalagsins
Þeir styrktarmanna sem fengið hafa senda gíróseðla eru vinsam-
legast beðnir að gera skil sem allra fyrst.
Greiðum félagsgjöldin
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur þá félagsmenn sem enn skulda
gjaldfallin árgjöld að greiða þau sem allra fyrst.
Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum og póstútibúum.
Eflum starf Alþýðubandalagsins og greiöum félagsgjöldin.
Stjórn ABR
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Skrifstofan opin
Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar-
innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105.
Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500.
Stjórnin.
Ábyrgð hf.
býður sérstaka
tryggingavernd
Tryggingafélagið Ábyrgð hf.
býður nú sérstaka tryggingavernd
fyrir þá farþega í aftursæti bif-
reiða, sem nota bflbeiti. Greiðir
tryggingafélagið 50.000 kr. við
dauðsfall og ailt að 150.000 kr. við
örorku ef farþegar í aftursæti í
einkabflum tryggðum hjá félaginu,
slasast alvarlega þrátt fyrir notkun
bflbelta.
í bréfi frá Ábyrgð hf. segir að í
ársbyrjun 1970 hafi félagið hafið
Vill auka notkun
belta í aftursæti
áróður fyrir notkun bílbelta með
því að bjóða betri tryggingavernd
fyrir þá sem slasast kynnu í bíl þrátt
rir notkun bflbeltanna. Var
byrgð, tryggingafélag bindindis-
manna, fyrst allra félaga hér á landi
til að reka skipulegan áróður fyrir
notkun bílbeltanna.
í fréttinni segir einnig að er-
lendar rannsóknir leiði í ljós að
jafnmikil þörf er á að farþegar í
aftursæti noti bílbelti eins og þeir
sem frammi í bifreiðinni sitja.
Einnig hafi könnun Umferðarráðs
leitt í ljós að aftursætisfarþegar
slasist fullt eins mikið og framsætis-
farþegarnir.
Þessi aukatrygging Ábyrgðar hf.
gildir einnig um ökumann og fram-
sætisfarþega í einkabflum með
ökumanns- og farþegaslysatrygg-
ingu hjá félaginu, slasist þeir alvar-
lega þrátt fyrir notkun belta.
-v.
Umdeild, bresk hljómsveit á íslandi:
Psychic TV spilar í MH
Einar Örn í Kukli
sendur á tónleik-
ana um Skyggni
■*- Fréttatilkynning -m
Nú er það staðfest að breska
hljómsveitin PSYCHIC TV mun
halda tónleika sína hér á landi þann
23. þessa mánaðar. PSYCHIC TV
hefur á umliðnu ári skipað sér í
flokk með þekktustu og um-
deildustu hljómsveitum tónlistar-
heimsins, en hingað til hafa hljóm-
sveitarmeðlimir aðeins látið í sér
heyra í gegnum hljómplötur og
myndbönd. Á þessum tíma hefur
þess verið beðið í ofvæni að hljóm-
sveitin kæmi fram svo það hefur
skiljanlega vakið mikla athygli og
umtal að þeir hafi valið ísland til
þess að opna sitt fyrsta hljómleika-
ferðaiag um Evrópu og Mið-
Austurlönd. Blaðamenn helstu
músíkblaðanna í Bretlandi verða í
för með þeim og auk þess má búast
við mörgum hörðum aðdáendum
víðsvegar að úr heiminum. Þess má
geta að fjölmargar fyrirspurnir um
hljómleikana hafa komið frá Bret-
landi, Norðurlöndum og víðra.
PSYCHIC TV hefur komið víða
við á stuttum ferli og þess má geta
að þeir eru fyrsta hljómsveitin til
að nota svonefnda Holophon-
ic-upptökutækni, en hún gerir
áheyrandanum kleift að heyra
handan við hefðbundnar steríó-
upptökur: tónarnir koma úr öllum
áttum, að ofan jafnt sem neðan.
Tónlist þeirra er undir áhrifum
af hinum ótrúlegustu tónlistarteg-
undum: þeir sækja jöfnum hönd-
um í nýbylgju, klassík, pönk, el-
ektróník, gregoríanskan messu-
söng, diskó og tíbeska trúartón-
list. Hljóðfæri þeirra spanna allt frá
hinum háþróuðustu tóntölvum yfir
í tíbeska lúðra sem eru gerðir úr
mannalærleggjum. Meginmark-
miðið er að skapa áhrifamikla
stemmningu sem nær því að virkja
áheyrandann.
PSYCHIC TV hefur starfað með
hinu ólíklegasta og ólíkasta fólki
svo sem hinum fræga bandaríska
rithöfundi William Burroughs og
söngvaranum Marc Almond úr
Soft Cell, - en hann hefur krýnt
vinsældalista hins siðmenntaða
heims síðustu árin.
Á tónleikunum kemur einnig
fram íslenska hljómsveitin KUKL,
en hún hefur á stuttum ferli vakið
verðskuldaða athygli hér heima og
erlendis. í hljómsveitinni ér sam-
ankominn rjóminn af framsækn-
asta tónlistarfólki íslands. Allt er
þetta fólk þekkt fyrir hugmynda-
auðgi en nú munu þau væntanlega
slá allt út. - Þar sem söngvari
hljómsveitarinnar, Einar Örn, er
staddur erlendis vegna náms hefur
verið brugðið á það ráð að flytja
hann á tónleikana í gegnum gervi-
hnattasendingu og Jarðstöðina
Skyggni. Verður þetta gert með því
móti að leikur hljómsveitarinnar er
símsendur til Bretlands, en mynd
Einars verður varpað á stóran sjón-
varpsskerm á sviðinu. Rödd hans
fer síðan í gegnum hátalarakerfi
hljómleikanna og verður þetta
víðar talið til tíðinda en hér heima.
Það er búist við stórri uppákomu
við skóla Einars Arnars, London
School of Communication, þar
sem útsendingin fer fram.
Hljómleikarnir verða haldnir í
sal Menntaskólans í Hamrahlíð þar
sem PSYCHIC TV vill gjarnan
leika í námunda við sterkan orku-
blett. Samkvæmt ráðleggingum ó-
freskra íslendinga varð þessi staður
fyrir valinu vegna Öskjuhlíðarinn-
ar sem mun geyma mestu álfa-
byggð og orkuuppsprettu á höfuð-
borgarsvæðinu.
Forsala aðgöngumiða fer fram í
Gramminu, Laugavegi 17, en
fyrstu 230 miðunum fylgir sérstak-
ur bæklingur frá PSYCHIC TV og
aðstandendum hljómleikanna.
Handhafi 666. miðans mun hins
vegar hljóta sérstaka Með-ferð hjá
PSYCHIC TV sem byggist á ferða-
lagi til sérstakra sögustaða hér á
landi í föruneyti við þennan fríða
flokk.
ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA
Sveinbjörn G. Hauksson
Pípulagningameistari
Sími 46720
Ari Gústavsson
Pipulagningam
Simi71577
Nýlagnir
Jarðlagnir
Viðgerðir
Breytingar
Hreinsanir
VÉLA- OG TÆKJALEIGA
Alhliða véla- og tækjaleiga.
Heimsendingar á stærri tækjum.
Sláttuvé/aleiga.
Múrara- og trésmiðaþjónusta,
minni háttar múrverk og smíðar.
BORTÆKNI SF.
Vélaleiga, simi 46980 - 72460,
Nýbýlavegi 22, Kópavogi,
(Dalbrekkumegin)
Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa.
STETT
Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211.
II-#
GEYSIR
Bílaleiga___________
Car rental________________
BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015
TRAKTORSGRÖFUR
L0FTPRESSUR
SPRENGIVINNA
46297
STEVPUSÖGUN
vegg■ og góllsögun
VÖKVAPRESSA
i múrbrot og fleygun
KJARNABORUN
tyrir öllum lögnum
Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljól og góö
þjónusta. — Þrifaleg umgengni.
Verkpantanir
frá kl. 8—23.
BORTÆKNI S/F
Vélaleiga S: 46980 - 72460.