Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 18/ nóvémber 1983 ÞJÓÐVILJINN M-SÍÐAÚIS íþróttir Víðir Sigurðsson Evrópuslagur í kvöld: Hvað geraFH ingamir í „útileiknum”? í kvöld rennur upp stóra stundin hjá 1. deildarliði FH í handknatt- leik . Kl. 20.30 leika þeir fyrri leik sinn við Maccabi Tel Aviv frá ísrael í IHF-keppninni. Það er „úti- Þorgils Óttar gæti reynst ísraelum skeinuhættur um helgina. Helgar- sportið Handknattleikur Ekkert verður leikið í fslands- mótinu, nema hvað 2. flokkur karla verður á ferðinni með „turnering- ar“ alla helgina. Evrópu- og lands- leikir eru í fyrirrúmi, ísland og Bandaríkin leika landsleiki í kvennaflokki kl. 19.15 f Laugar- dalshöll í kvöld og kl. 15 á Selfossi á morgun. FH mælir Maccabi frá ís- rael í IHF-keppninni í Laugardals- höll kl. 20.30 í kvöld og í Hafnar- firði kl. 20 á sunnudagskvöldið. í>á leika KR-ingar síðari leik sinn við Berchem í Luxemburg á morgun. Körfubolti Úrvalsdeildin á fullu að vanda, nú er það 7. umferð. Suðurnesja- slagur verður í Njarðvík kl. 20 í kvöld þegar nágrannarnir úr ÍBK koma í heimsókn. Á morgun kl. 14 leika Haukar og Valur í Hafnarfirði og er rétt að ítreka þá tímasetningu því leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöld. Loks mæt- ast ÍR og KR í Seljaskólanum kl. 20 á sunnudagskvöldið. Prír leikir verða í 1. deild k venna. Snæfell og Njarðvík leika í Borgar- nesi kl. 19 í kvöld, Snæfell og 1R á sama stað kl. 14 á morgun og loks Haukar og KR í Hafnarfirði kl. 15.30 á morgun. Blak f kvöld mætast Völsungur og ÍS í 1. deild kvenna að Hafralæk og hefst leikurinn kl. 20. ÍS-stúlkur leika síðan við KA í Glerárskóla á Akureyri kl. 14 á morgun. Á sunnu- dagskvöld kl. 19 mætast síðan Vík- ingur og Fram í 1. deild karla í Hagaskóla og þar á eftir leika Vík- ingur og Þróttur í 1. deild kvenna. Frjálsar íþróttir Fjórða vfðavangshlaup vetrarins fer fram á Selfossi á morgun, laug- ardag, og hefst kl. 14 á íþróttavell- inum. Keppt verður í tveimur flokkum, karlar hlaupa 10 km og konur 4 km. Badminton Tveir þekktir unglingameistarar frá Danmörku verða meðal þátttak- enda í afmælismóti Víkinga sem ■haldið verður í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Mótið hefst kl. 13 á morgun og er reiknað með mikilli þátttöku alls staðar að af landinu. Ieikur“ FH og fer hann fram í Laugardalshöllinni, en síðari leikurinn verður í Hafnarfirði kl. 20 á sunnudagskvöldið. Sigri FH-INGAR ísraelana eru þeir komnir í 8-liða úrslit keppn-, innar þannig að til mikils er að| vinna. Sem stendur er FH lang- sterkasta lið hér á landi og er um þessar mundir það eina sem á virki- lega möguleika á að ná langt í Evr- ópukeppni. Það sama gildir reyndar um Maccabi, liðið mun vera það langsterkasta í ísrael. Leikurinn í kvöld er 35. Evrópu- leikur FH sem fór fyrst í Evrópu- keppni fyrir 18 árum. Sigurleikirnir til þessa eru 13, jafntefli 2 en töpin 19. Vonandi tekst FH-ingum að fjölga sigurleikjunum um tvo um helgina. Á undan, eða kl. 19.15, verður „forleikur“ og hann ekki af lakara taginu, landsleikur íslands og Bandaríkjanna, sá annar í röðinni en sá fyrsti var í gærkvöldi. Það verður því sannkölluð handknatt- leikshátfð í Höllinni í kvöld og vafalítið streyma unnendur íþrótt- arinnar þangað um kvöldmatar- leytið. - VS Góður sigur Laugdæla Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í körfuknattleik í gær- kvöldi. IS vann Skallagrím 80:54 í íþróttahúsi Kennaraháskólans og Laugdælir unnu góðan sigur á Grindvíkingum, 72:67, í Kefla- vík. Staðan að þessum leikjum loknum er þannig: Fram........6 6 0 486:366 12 ÍS..........6 4 2 482:390 8 Grindavík...6 3 3 416:414 6 Laugdælir....4 2 2 282:257 4 ÞórAk........5 2 3 376:377 4 Skallagrímur.7 0 7 387:625 0 - GFr/VS Staðan Staðan í 1. deild karla í hand- knattleik eftir sigur Stjörnunnar á Víkingi í fyrrakvöld: FH...........6 6 0 0 179:109 12 Víkingur.....6 4 0 2 133:126 8 Valur........6 3 1 2 129:127 7 Stjarnan.....6 3 1 2 111:127 7 KR...........6 2 1 3 107:101 5 Þróttur......6 2 1 3 121:131 5 Haukar.......6 1 1 4 118:137 3 KA...........6 0 1 5 1 05:146 1 Lítið er vitað um næstu leiki í deildinni en heyrst hefur fleygt að einhverjir fari fram á miðviku- dagskvöidið. Ingunn Bernótusdóttir gnæflr yfir bandarísku vörnina og skorar með þrumufleyg. Mynd: Magnús. „Sigurinn kom sann- arlega á óvart” „Þessi sigur kom mér svo sannar- Iega á óvart. Við áttum ekki von á að sigra þetta bandaríska lið og stefndum einungis að því að halda í við þær. Sóknarleikurinn gekk vel upp og vörnin var mjög sterk. Við stefnum á annan sigur í leiknum annað kvöld, og ég er mjög bjart- sýn á að það takist,“ sagði Erla Rafnsdóttir, fyrirliði kvennalands- liðsins í handknattleik í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Hún og stöllur hennar höfðu þá lagt Banda- ríkin að velli í Seljaskóla 23:22, í fjörugum og hörkuspennandi leik. Leikurinn var hnífjafn lengst af. Bandarísku stúlkurnar gerðu tvö fyrstu mörkin en ísland svaraði með fjórum og leiddi nánast allan fyrrihálfleik. Ihléivarstaðan 11:9, fslandi í hag. Bandaríkin jöfnuðu, 12:12, í upphafi síðari hálfleiks og síðan var jafnt upp að 16:16. Þá náði ísland forystu sem ekki var látin af hendi eftir það, komst í 21:18 og síðan 23:20 tveimur og hálfri mínútu fyrir leikslok. Bandarísku stúlkurnar skoruðu tvö síðustu mörkin og voru í hörkusókn þegar flautað var til leiksloka. Vel sloppið en sann- gjarn íslenskur sigur þegar á heildina er litið. Leikurinn var virkilega góður og sýndur ágætis handknattleikur á löngum köflum. Besti kvenna- leikur sem undirritaður hefur séð. Liðin voru mjög áþekk og allt stefnir í tvo hörkuspennandi lands- leiki í kvöld og á morgun. Viðar Símonarson er greinilega á rétti leið. íslenska liðið lék agað- an og yfirvegaðan handknattleik með stórgóðu línuspili en 16 mark- anna komu af línu eða úr horni. Erla Rafnsdóttir, Erna Lúðvíks- dóttir og Guðríður Guðjónsdóttir áttu langbestan leik. Erla grípur allt í Iínunni, Erna býr yfir sprengikrafti og Guðríður er ógn- andi, fiskaði þrjú víti sjálf og á góð- ar línusendingar. Ingunn Bernót- usdóttir náði sér þokkalega á strik þegar á leið og Kristín Pétursdótt- ir, Oddný Sigsteinsdóttir og Mar- grét Theódórsdóttir sýndu ágæta takta. Mörk íslands: Guðríður 8(5), Erla 6, Erna 4,lngunn 2, Kristfn 2 og Margrét 1. Mörk USA: Jónes 8, Wright 4, Wynn 3, Hale 3, Lindsay 2, Stinger 1 og Stone 1. Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Arn- aldsson dæmdu ágætlega. - vs 1. deildin í sundi um helgina:_ Þrjú komin heim frá N orðurlöndimum Þrjú íslcnsk ungmcnni sem dvelja erlendis eru komin heim til að taka þátt í 1. deild bikarkeppn- innar í sundi sem fram fer í Sund- höll Hafnarfjarðar um helgina. Þau eru Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi sem dvelur í Svíþjóð, Tryggvi Helgason frá Selfossi sem þar hefst einnig við og Kristín Guð- mundsdóttir úr Ægi sem býr í Dan- mörku. Keppnin hefst kl. 20.20 í kvöld og heldur áfram kl. 15 á !au irdag og á sama tíma á sunnudag. Fimm lið eru í 1. deild, Ægir, Selfoss, ÍS, Njarðvík og SH, en síðastnefnda félagið kom uppúr 2. deild. Ár- mann hefur þegar tryggt sér 1. deildarsæti næsta vetur og leysir af hólmi liðið sem neðst verður eftir sundspretti helgarinnar. Reiknað er með hörkukeppni, um met og stig, þar sem megnið af besta sund- fólki landsins mætir til leiks í Firð- inurn. Knattspyrnudómarar tóku sig til í vikunni og útncfndu fallegasta mark sumarsins í 1. deildinni. Fyrir valinu hjá þeim varð sigurmark Páls Ólafssonar gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í ágúst. Páll skaut þá óvæntu skoti af vítateigshorni í bláhornið fjær á Breiða- bliksmarkinu og Þróttur sigraði þar með 3-2. Sá sigur vóg reyndar þyngst í að Þróttarar héldu sæti sínu í 1. deildinni. Á myndinni að ofan tekur Páll við sinni viðurkenningu úr hendi fulltrúa Þýsk/ islenska verslunarfélagsins sem hefur undanfarið ár verið dómur- um innan handar með auglýsingar og ýmsa starfsemi. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.