Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. nóvember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
LandsfundurAlþýðubandalagsins 1983
Já, maðurinn er maður
Landsfundur AlþýSubandalagsins var sett-
ur í Austurbæjarbíói í gærkvöidi með virðu-
legri setningarathöfn. Strengjakvartett lék
klassíska tónlist í upphafi fundar, síðan tók
við landsfundarræða Svavars Gestssonar.
Sigrún Gestsdóttir söng einsöng við undirleik
Hrefnu Eggertsdóttir og miklar undirtektir
viðstaddra. Sönghópur úr Leikfélagi Hafn-
arfjarðar undir stjórn Þórunnar Sigurðar-
dóttur söng söngva úr ÞIÐ MUNIÐ HANN
JÖRUND eftir Jónas Árnason, Guðbjörg Sig-
urðardóttir flutti ávarp Æskulýðsfylkingar
Alþýðubandalagsins og Steinunn Jóhannes-
dóttir flutti Óðinn um oss og börn vor eftir
Jóhannes úr Kötlum. Gunnar Guttormsson
stjórnaði fjöldasöng og var m.a. þýðing Árna
Björnssonar á kvæðinu eftir Bertolt Brecht:
Já, maðurinn er maður og mannvonsku hann
enginn ver / hann vill hvorki af þrælum né
valdsmönnum vita yfir sér.
- ekh
;
J
?V:-? •:
' s
<N ' :
^ ' ...
,'.ý '•^'v'
Formaður Alþýðubandalagsins leggur fram tillögu um endurskoðun stefnuskrár
A Islandi verði f rjálst, opið og
fjölþætt menningarsamfélag
Lítil þjóð hefur ekki efni á hinum sundurvirku lögmálum kapítalismans
í upphafí Landsfundar Alþýðu-
bandalagsins tilkynnti Svavar
Gestsson formaður Alþýðubanda-
lagsins að hann myndi leggja fram
tillögu um endurskoðun á stefnu-
skrá flokksins. Við það tækifæri
sagði hann:
Stefnuskrá Alþýðubandalagsins
er einstakt plagg. Hún er vel unnin
og höfundar hennar komust að
mörgu leyti ótrúlega vel frá sínu
verki. Hún er samin við óvenju-
legar kringumstæður þegar svipt-
ingar áttu sér stað meiri en nokkru
sinni fyrr í baráttusveit sósíalista.
Nú eftir að 10 ár eru liðin frá því að
stefnuskráin var samþykkt liggur
reynsla fyrir og því rétt að taka
hana enn til umræðu - ekki til þess
að breyta henni í grundvallarat-
riðum heldur til þess annars vegar
að skapa grundvöll fyrir enn víð-
tækari samheldni vinstri manna í
landinu en nú er um að ræða og til
þess í öðru lagi að skerpa og skýra
nokkra meginþætti stefnuskrárinn-
ar. Þessir meginþættir lúta að þeim
grundvallaratriðum sem ég gat um
hér áðan þar sem alls staðar ber að
taka af öll tvímæli.
í fyrsta lagi verður að koma fram
afdráttarlaust og hiklaust að Al-
þýðubandalagið er lýðræðislegur
flokkur sem til dæmis getur ekki
staðið að því að svipta verkalýðs-
hreyfinguna rétti til frjálsra samn-
inga eins og núverandi ríkisstjórn
hefur gert. Slíkur flokkur getur
heldur ekki undir neinum kring-
umstæðum lokað fyrir lífæðar þess
stjórnkerfis sem gefur mönnum
kost á að velja og hafna í pólitísk-
um kosningum. Slíkur flokkur
Ieggur áherslu á fjölflokkakerfi,
slíkur flokkur vill rækta prentfrelsi,
fundafrelsi og athafnafrelsi. Sósíal-
ískur flokkur virðir því einstakl-
ingsfrelsi - hann hafnar frelsi
fjármagnsins til þess að kúga ein-
staklinginn. Slíkur flokkur aðhyll-
ist það sem kallað hefur verið
„plúralistískt” samfélag, fjölþætt,
frjálst og opið menningarsamfélag.
Slíkur flokkur leggur áherslu á að
hvetja til menningarlegrar umræðu
á öllum sviðum. Hann leggur
áherslu á sköpun menningarverð-
mæta og rækt við menningararf og
sjálfstæði íslendinga.
Alþýðubandalagið er ekki ríkis-
trúar á neinn hátt. Við teljum ekki
að eignarhald ríkisins á öllum svið-
um sé lausn allra vandamála. Við
leggjum áherslu á félagslega eign, á
frumkvæði heimamanna í byggð-
arlögunum, við leggjum áherslu á
félagslegt framtak. Við viljum að
þjóðin hjálpist öll að þar og
minnum á að lítil þjóð hefur ekki
efni á hinum sundurvirku lögmál-
um. kapítalismans. Við höfnum
ekki markaðsleiðinni í almennum
rekstri og þjónustu, en minnum á
það að íslenskir kapítalistar hafa
reynst ófærir um að leysa erfiðari
vandamál atvinnulífsins; þar hefur
samfélagið orðið að koma til skjal-
anna. Jafnvel íhaldið hefur í verki
viðurkennt þessa staðreynd þó að
öðru sé haldið fram í orði. Við
bendum á þær hættur sem fylgja
kredduviðhorfum til atvinnulífs-
ins, en þær komu best fram á síð-
ustu árum viðreisnarstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins þegar togaraflotinn hafði
drabbast niður, frystihúsin voru
aðeins rekin hluta úr árinu, heilu
byggðarlögin voru að leggjast í
eyði en í staðinn var erlendum stór-
fyrirtækjum hleypt inn í landið og
innflutningur gefinn eftir hömlu-
laus með öllu. Þessi kreddutrú gróf
undan sjálfstæði þjóðarinnar, ýtti
undir vantrú á getu hennar til þess
að lifa í landinu, enda varð þá
meira atvinnuleysi en nokkru sinni
fyrr á síðustu áratugum og þúsund-
ir voru landflótta.