Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 13
Föstudaguf 18. nóVehibtíf 1983 ÞjÓÐVILJINN ^ SÍðX' Ó <! Amnesty International berst fyrir frelsi þessa fóiks: Tveir pólskir eðlisfræðingar á fimmtugsaldri, Zbigniew Romaszewski og kona hans Ir- ina Sofia eru að afplána fang- elsisdóma, annað í fjögur og hálft ár, hitt í þrjú ár, vegna starfsemi þeirra án ofbeldis á vegum verkamannafélagsins Solidarnosc sem nú er bannfært. Þau voru dæmd þann 15. febr- úar á þessu ári af herdómstóli Varsjár, ákærð fyrir að halda áfram að starfa að verkalýðsfé- lagsmálum og að skipuleggja og eiga þátt í að reka ólöglega út- varpsstöð undir nafninu Radio Solidarnosc og hafa þar með ver- ið völd að dreifingu falskra upp- lýsinga varðandi félagslegt og stjórnarfarslegt ástand í landinu, sem hefði getað leitt til óeirða og ringulreiðar. Zbigniew Romaszewski var ennfremur ákærður og dæmdur fyrir að hvetja fólk til andspyrnu Unnu fyrir Solidarnosc Dæmd í 3ja tíl 4‘/2 árs fangelsi gegn lögum og reglum landsins. Árið 1976 tóku hjónin þátt í að liðsinna verkamönnum sem höfðu orðið fyrir ofsóknum eða ofbeldi vegna þátttöku í verk- föllunum í Ursus og Radom í júní 1976. Þau höfðu náið samstarf við varnarnefnd verkamanna (KOR) - sem sfðar hlaut nafnið nefnd félagslegrar sjálfsvarnar (KSS- KOR) og skipuð var í þessu Irina Sofia eðlisfræðingur. augnamiði síðari hluta ársins 1976. Zbigniew Romaszewski varð fullgildur meðlimur KOR árið 1978. í janúar árið áður hafði hann verið meðal þeirra 172 sem undir- rituðu áskorun til pólska Sejm (þingsins) um að skipa nefnd til rannsóknar misgjörða yfirvald- anna í júní 1976. Árið 1977 setti KOR á stofn miðlunarskrifstofu til að safna saman upplýsingum um mannréttindabrot og birta þær, og var þessari skrifstofu stjórnað af Irenu og Zbigniew Romaszew- ski. í janúar 1980 vann Zbigniew Romaszewski að því ásamt þrem öðrum að semja skýrslu um mannréttindabrot framin í Pól- landi, og var hún lögð fyrir Frið- arráð Evrópu sem haldið var í Madrid á þeim tíma. Andspyrnustarfsemi Irenu og Zbigniews Romaszewskis á árun- um 1976 til 1980 varð til þess að þau urðu fyrir stöðugum ofsókn- um lögreglunnar- hvað eftir ann- að var gerð húsleit heima hjá þeim og þau voru sett í gæslu- varðhald í allt að 48 klukkustund- ir í senn. Eftir að Solidarnosc var sett á stofn varð Zbigniew Romaszew- ski meðlimur í stjórn þess í Maz- owsze héraði og skipulagði miðl- unarskrifstofu Solidarnosc. Síðar var hann kosinn í fulltrúaráð samtakanna. Irena Romaszewska tók virkan þátt í að skipuleggja og reka eina af deildum Solidarnosc sem stofnaðar voru til varnar fólki sem fangelsað var vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þegar herlög voru sett í Pól- landi 13. desember 1981 gátu hjónin forðað sér undan hand- töku, fóru huldu höfði og eru sögð hafa tekið þátt í neðanjarð- ar andspyrnuhreyfingu án of- beldis. Einn liður í þessum aðgerðum þeirra var neðanjarðar útvarps- stöð þekkt sem Radio Solidar- nosc sem þau munu hafa staðið fyrir. Fyrsta útsendingin fór fram í Varsjá 12. apríl 1982. Fregnir herma að svipaðar út- varpsstöðvar hafa verið settar upp í Poznan og Gdansk, og hafi þær sent stutta fréttapistla einu sinni í viku. Irena Romaszewska var hand- tekin 5. júlí 1982 og eiginmaður hennar í lok ágústmánaðar 1982. Réttarhöldin yfir þeim og átta öðrum fóru fram milli 24. janúar og 18. febrúar 1983. Tvítug dóttir Romaszewski hjóna, Agnieszka, var kyrrsett eftir að herlögin gengu í gildi en var síðar látin laus. Vinsamlegast skrifið kurteis- legt bréf, og biðjið um að Zbigni- ew og Irena ROMASZEWSKI verði látin laus, til: The Prime Minister General Wojcieh Jaruzelski Chairman of the Council of Ministers Urzad Raoy Ministrow PRL Aleje Ujazdowskie 3/5 Warsaw Poland. Zbigniew Romaszewski eðlisfræðingur. 27 ára gamall Chilebúi handtekinn í mars sl. Beittur margvís- legum pyntingum Javier Ruiz Vera, 27 ára gamail, er einn af ábyrgðar- mönnum í víðkunnum sam- tökum í Chile, Comisión de Derechos Juveniles (CODE- JU) sem berjast fyrir mannréttindum ungs fólks þar í landi. Hann er sagður hafa verið handtekin á götu í Valaraíso af vopnuðum útsendurum úr leynilögreglu Chile þ. 23. mars 1983 og hafður í haldi og pynt- aður f leynilegum fangabúð- um, settur í einangrunarfang- elsi og sfðan ákærður fyrir að hafa ólöglegt skotvopn í fórum sínuiii. Umsókn hans þ. 1. júní um lausn gegn tryggingu var hafnað á þeim forsendum að hann væri „hættulegur þjóðfélaginu“. Amnesty Ir.ternational telur engan fót vera fyrir ákærunum á hendur honum og að hann hafi verið fangelsaður eingöngu vegna herferðar sinnar án ofbeld- is á vegum CODEJU. Félagasamtök þessi voru sett á stofn árið 1977 og eru með deildir í mörgum borgum í Chile. Þau hafa barist fyrir mannréttindum unglinga á breiðum grundvelli og hafa sérstaklega einbeitt sér að málum unglinga sem hafa verið handteknir án dóms og laga, pyntaðir, sendir í útlegð eða fangelsaðir af yfirvöldunum. Yfirvöldin hafa beitt þessum að- ferðum gegn mörgum meðlimum CODEJU, einkum forystu- mönnum samtakanna. Rétt rúmum mánuði áður en handtaka Javiers Ruiz fór fram var yfirmaður CODEJU í Val- paraíso, Jorge Maturama Duen- as, handtekinn af leynilögregl- unni Central Nacional de Inform- aciones (CNI) og herma fréttir að hann hafi verið pyntaður í 10 daga samfleytt við yfirheyrslu um störf hans innan samtakanna. Javier Ruiz var að eigin sögn handtekinn af þrem vopnuðum CNI mönnum á götu nálægt prentsmiðju föður síns, honum var ýtt inn í bíl, bundið fyrir augun og sett á hann handjárn og síðan farið með hann í leynilegar fangabúðirí Valparaíso. Þar varð hann að berhátta sig og íklæðast samfestingi og þunnum skóm. Næstu þrjá daga kveðst hann hafa verið pyntaður á ýmsa vegu, m.a. þannig: Lagður hvað eftir annað á par- illa, sem er málmbeddi þar sem maðurinn er bundinn nakinn og honum gefið raflost, kaffæring - þar sem höfuð hans er kaffært í sýklamenguðu vatni þar til hann er alveg að köfnun kominn, barsmíðar og ógnanir um að meðlimir fjölskyldu hans verði handteknir. Hann segist hafa verið yfir- heyrður um CODEJU og fagfé- lög og stúdentafélög í Valpara- íso. Hann fékk hvorki mat né drykk í þrjá sólarhringa, og í þá fimm sólarhringa sem hann var í varðhaldi var hann neyddur til að hlusta viðstöðulaust á sömu tón- listina síendurtekna nótt sem dag. Á fimmta degi var hann færður til saksóknara hersins sem yfir- heyrði hann og fyrirskipaði að hann skyldi settur í einangrun í Cárcel Pública, almenna hegn- ingarhúsið í Valparaíso. Hann segist hafa verið hafður þar í haldi í 4 daga í klefa sem var 3x3 metrar að stærð, með megnri hlandfýlu, þar til hann var aftur tekinn til saksóknara hersins. Hann var ákærður samkvæmt Javier Ruiz Vera var m.a. bundinn á málmflöt og pyntaður með raflosti hvað eftir annað. lögum um eftirlit með vopna- burði (Ley de Control de Armas) fyrir að hafa með höndum ólögleg vopn - því var haldið fram að byssa hefði leynst í bók um sálfræði, og hefði bókin verið holuð að innan. Hann var fluttur aftur í fangels- ið, og þar er hann enn í varðhaldi. Javier Ruiz hefur staðfastlega neitað ákærunni um að hann hafi átt skotvopn. Amnesty Internat- ional álítur hann vera samvisku- fanga. Fregnir hafa borist af mörgum tilvikum þar sem skot- vopnum hefur verið „komið fyrir" hjá slíkum mönnum sem öryggisþjónustan vill ná tangar- haldi á. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf, og biðjið um að Javier RUIZ VERA verði látinn laus, til: Su Excelencia General Augusto Pinochet Ugarte Presidente de la República Palacio la Moneda Santiago Chile

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.