Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7
andi ritgerðasmíð á Laugarvatni,
en ég vil kveðja þig.
Ég man enn þegar ég hitti þig í
fyrsta sinn. Það var haustið 1965 og
ég var einn af nýju nemendunum
það ár í 1. bekk Menntaskólans að
Laugarvatni. Mér fannst þú skrít-
inn með alpahúfu, skegg og stafinn
góða. Mér var þó strax ljóst að
þarna var maður sem ekki fór al-
faraleið. En eins og refurinn sagði
við litla-prinsinn „Maður sér ekki
vel með augunum. Maður sér ekki
vel nema með hjartanu“. Þegar ég
fór að kynnast þér „sá“ ég að þarna
fór of stór manneskja til að geta
klæðst búningi meðalmennsk-
unnar.
Ég man enn þegar við þrír her-
bergisfélagar í 2. bekk stálumst í
gufu eina indæla vornótt og þú
stóðst okkur að verki. Þú lést á
engu bera og fórst að tala um nátt-
úrufegurð, lífið og tilveruna. Það
spjall varð til þess að ég fór að lesa
bókina Talað við dýrin eftir Kon-
rad Lorenz og sú bók hefur haft
djúpstæð áhrif á mig. Slíkt spjall
við nemendur sem einkenndi þinn
vinnudag á Laugarvatni er e.t.v.
haldbesta veganestið mitt frá M.L.
út í lífið og óvissuna.
Heimilið ykkar Winston var
mér skjól í umhleypingum ung-
lingsáranna í M.L. þegar maður er
að breytast úr peyja í fullorðinn
mann. Ég var ekki alltaf þægilegur
í umgengni þá, en alltaf var ég
meira en guðvelkominn sem jafnan
síðar.
Ég eignaðist kæran vin á Laugar-
vatni og nú skiljast leiðir.
Ekki veit ég hvort til er annað
tilverustig. En þegar ég missi kær-
an vin finnst mér einhvern veginn
ekki rétt að starfi hans sé þar með
lokið. Mér finnst að hann eigi að
halda áfram að láta gott af sér leiða
á öðrum stað. Ef ekki er til annað
tilverustig á ég þó kærar minningar
um okkar samferðalag í þessu lífi.
Ef til er annað líf hlakka ég til þess
að hitta þig aftur.
Winston, Sigga, Winsý og öðr-
um ættingjum votta ég mína dýpstu
samúð. Megi kærleikssól minning-
anna lýsa veginn ykkar í framtíð-
lnni' Björn Bergsson
Mér fannst stutt síðan við hitt-
umst síðast við Jóhann S. Hannes-
son, og þá sagði hann mér frá
veikindum sínum og sjúkrahúsvist,
en það var þó fyrir rúmu ári. Síðan
ég lauk námi á Laugarvatni, eru
liðinn 14 ár, og árin hafa flogið hjá
svo hratt að manni finnst ótrúlegt
að hugsa til þess að svona langt
skuli um liðið. Við höfum allt of
sjaldan gefið okkur tóm til að hitt-
ast og ræða saman þennan tíma, en
stöku bréf hafa flogið á milli, eins-
taka limra eða ljoð.
Það var gæfa mín á menntaskóla-
árunum á Laugarvatni að þykja
ekki tækur á heimavist, fyrst í stað
vegna uppruna (Reykvíkingar
fengu ekki inni) en síðar af ástæð-
um sem mér eru ókunnar. Þannig
atvikaðist það að ég var þegar á
fyrsta námsári mínu vistaður í
„Grettisbæli" og síðar meir tekinn
inn í „mötuneyti magaveikra“ þótt
ég kenndi mér einskis meins, nema
þá að vera veikur fyrir kræsingum
og öðrum lífsins lystisemdum, sem
telst á unga aldri eðlilegt. Þessar
stofnanir voru báðar til húsa í búst-
að skólameistara sem þannig tók
nemendur inn á heimili sitt frekar
en að vísa þeim frá vegna þrengsla
á heimavist. Þetta dæmi lýsir að
örlitlu leyti í hverju mannkostir Jó-
hanns fólust umfram annað, og
hann hafði í þessu sem öðru ötulan
og dyggan stuðning eiginkonu
sinnar, Lucy Winston, sem flutti
með honum hingað til lands frá
Bandaríkjunum til að gegna erfiðu
og oft vanþakklátu starfi.
Hér verður ekki reynt að gera
grein fyrir æviferli og afrekum Jó-
hanns í starfi enda aðrir til þess
hæfari. Og ef gera ætti tæmandi
grein fyrir áhugamálum hans og
starfi yrði það ekki aðeins efni í
bók heldur mörg bindi, og það
þykk. Ég get aðeins í litlu reynt að
lýsa manninum eins og hann kom
mér fyrir sjónir, enda ekki
meiningin að skrifa langa ritgerð,
heldur reyna að koma á framfæri
þakklæti okkar til Jóhanns og Win-
ston fyrir vináttu þeirra og stuðn-
ing á erfiðum tímum. Enginn mað-
ur mér óvandabundinn hefur
reynst mér sem þau Jóhann og
Winston, og slíkt óverðskuldað lán
hendir því miður fáa.
Ef mér væri gert að lýsa lyndis-
einkunn Jóhanns S. Hannessonar í
aðeins einu orði, þá væri það orð:
mannúð. Og sú mannúð kom ekki
einasta fram í samskiptum hans við
vini sína, hún laut að öllu sem hann
snerti á, og síðast en ekki síst ein-
kenndist skólastjórn hans á
Laugarvatni fyrst og síðast af
mannúðarhugsjón hans og trú á
manngildi samstarfsmanna hans,
nemenda jafnt sem kennara.
Jóhann S. Hannesson var ljúfur
maður í viðmóti en fastur fyrir og
ákveðinn þegar á þurfti að halda,
sem gat verið nokkuð oft þegar
óróleikinn ólgaði í blóðinu á æsku-
lýðnum sem falinn var hans forsjá.
Oft las hann okkur pistilinn þegar
kallað var á „húsþing“ í salnum
niðri í kj allara og tóku þeir þá til sín
sem áttu og skömmuðust sín fyrir
tilefnið. Engum datt í hug að væna
hann um óréttlæti. Oftar en ekki
var þó kallað á húsþing til að upp-
lýsa okkur og fræða eða skýra frá
væntanlegum uppákomum eða
nýjungum í skólastarfinu.
Á þessum árum stóðu fyrir dyr-
um róttækar breytingar á íslenska
skólakerfinu og átti Jóhann drjúg-
an þátt í mótun þeirra hugmynda
sem síðar hefur mátt sjá stað í
lögum um framhaldsskóla og
jafnvel grunnskóla. Hann sá fyrir
að breytingar hlutu óumflýjanlega
að verða á allri framhaldsmenntun
og afstöðu þjóðarinnar til hennar
og lagði ómælt starf af mörkum til
að sú þróun gæti orðið landi og
þjóð til heilla.
Hann hafði til að bera nægilegt
umburðarlyndi til að reyna að
skilja hvað fyrir okkur vakti sem
vorum að vaxa úr grasi undir hans
handleiðslu og píptum á þjóðfé-
laginu og kerfið og heimtuðum
eitthvað nýtt og betra innblásin af
kenningum Markúsar og „næst-
umbyltingarinnar ’68“. Ég er ekki
frá því að hann hafi að sumu leyti
skilið okkur betur en við gerðum
sjálf, þótt óþreyjan og miskunnar-
leysið hafi verið fjarri hans skiln-
ingsgetu.
Jóhann hafði ekki trú á því að
refsingar væru mannbætandi og
grunar mig að skoðanir hans og
margra annarra sem að skólamál-
um störfuðu á sama tíma hafi þar
ekki farið saman. Menntamála-
ráðuneytið ákvað vorið 1969 að níu
nemendum skyldi vikið úr ML fyrir
að birta rætna grein um fyrrverandi
kennara sinn (í öðrum skóla) í
skólablaði okkar. Greinin var
mjög umdeild innan skólans, en
nemendur voru flestir andvígir svo
harðri refsingu. Þetta vor sagði Jó-
hann lausri skólameistarastöðunni
og gaf þar á engar skýringar. Hér
skal ekki fullyrt neitt um samheng-
ið, aðeins það að refsing af þessu
tagi fór ekki saman við hugsjónir
Jóhanns S. Hannessonar.
Miklar breytingar urðu á skólan-
um í tíð Jóhanns sem ekki verða
tíundaðar hér en jafnframt skóla-
stjórn kenndi hann ensku og bók-
menntir við skólann og hélt áfram
kennslu eftir að fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur. Hann ýtti mjög undir
listáhuga nemenda sinna og áhugi
hans á menningu og tungu kom
meðal annars fram í ágætum skáld-
skap hans sjálfs sem hann flíkaði
þó ekki.
Orðaleikir voru Jóhanni mjög
hugleiknir og átti hann það til að
leggja þó nokkuð á sig til að búa til
sniðugan orðaleik, Skal hér að
endingu tilfært lítið dæmi:
Ármaður var sá kallaður sem
hafði það embætti að vekja heima-
vistarbúa á morgnana og skipaði
skólameistari íþað embætti. Svo er
það eitt haustið að hann vindur sér
að mér á skólaganginum og spyr
með glettnissvip í augnkrókunum:
„Hefurðu séð hann Rúnar ár-
mann?“, en nafni minn Gunnars-
son hafði verið skipaður ármaður
þá um morguninn án þess að ég
vissi.
Þannig var hann Jóhann.
Við Rannveig sendum öllum ást-
vinum hans einlæga samúðar-
kveðju.
Rúnar Ármann Arthursson.
KVEÐJA
Þessum línum er ekki ætlað hlut-
verk minningargreinar eða að
rekja merkan feril skólamanns.
Þeim er einasta ætlað að votta
þökk okkar fyrir áralangt samstarf
og frjó skoðanaskipti um móður-
málskennslu. Ekkju og börnum
flytjum við hlýjar kveðjur.
Svo var sagt um Gissur biskup að
af honum mætti gjöra þrjá menn.
Jóhann Hannesson var okkur allt í
senn einlægur samverkamaður,
hvetjandi viðmælandi og góður
vinur.
íslenskukennarar
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Pingmenn Alþýðubandalagsins
Lækkun og jöfnun
húshitunarkostnaðar
Stórátak í orkusparnaði
Þingmenn Alþýðubandalagsins,
þeir Hjörleifur Guttormsson, Geir
Gunnarsson, Helgi Seljan, Ragnar
Arnalds, Skúli Alexandersson,
Steingrímur J. Sigfússon og Svavar
Gestsson, hafa lagt fram tillögu til
þingsályktunar um lækkun og
jöfnun húshitunarkostnaðar og
átak í orkusparnaði.
Auk tillagna um lækkun og
jöfnun húshitunarkostnaðar er á-
lyktað um stórátak til orkusparn-
aðar með endurbótum á einangrun
og frágangi alls húsnæðis og sérs-
takri ráðgjafarþjónustu í orkusp-
arnaði undir Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins. Með þingsál-
yktunartillögunni fylgir ýtarleg
greinargerð með töflum. Þjóðvilj-
inn mun síðar greina hér frá þess-
um vandaða málatilbúnað.
-óg
Tillaga þingmanna Alþýðubandalagsins
Fiskeldi - gildur stofn
í þjóðarbúskapnum
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að undirbúa áætlun um
eflingu fiskeldis með það að mark-
miði að eldi og ræktun sjávar- og
vatnadýra geti sem fyrst orðið gild-
ur liður í þjóðarbúskap og atvinnu-
lífí á íslandi", segir í upphafí álykt-
unartillögu Hjörleifs Guttorms-
sonar, Geirs Gunnarssonar, Ragn-
ars Arnalds og Steingríms Sigfús-
sonar, en hún var lögð fram á al-
þingi í gær.
í ályktuninni er gert ráð fyrir
rannsóknum og tilraunum með
klak og seiðaeldi við íslenskar að-
stæður. í áætluninni verði tekið til-
lit til ýmissa þátta svosem:
1. að undirbúa heildarlöggjöf um
fiskeldi þar sem m.a. verði á-
kveðin yfirstjórn þessara mála
og stuðningur af hálfu hins opin-
bera;
2. að koma upp tilraunaaðstöðu
vegna fiskeldis og klaks á vegum
Hafrannsóknastofnunar sem
jafnframt geri tilraunir um öflun
á ungfiski til eldis, svo og með
fóðuröflun;
3. að undirbúa fjármögnun til
framkvæmda á þessu sviði;
4. að kanna almennar forsendur
fyrir fiskeldi hérlendis, m.a.
varðandi fisktegundir, markað
og arðsemi;
5. að meta gildi jarðvarma og aðr-
ar staðbundnar forsendur fyrir
fiskeldi;
6. að draga saman vitneskju um
aðrar rannsóknir og reynslu hér-
lendis og erlendis í ræktun
vatna- og sjávardýra.
Áætlun skal lögð fyrir Alþingi
ásamt frumvarpi til laga um fiskeldi
eigi síðar en í þingbyrjun 1984.
Með tillögunni fylgir svo
greinargerð og mun Þjóðviljinn
segja nánar af þessu þjóðþrifamáli
Þú lest það í Þjóðviljanum
Áskriftarsíminn:
81333
DJÚÐVIUINN
ADin Föstudaga kl. 9- 22.
Laugardaga kl. 9-12.
r . g » helgarm
iast*ða Allar
vörur
á markaðsverði.
JL-PORTIÐ
NÝ VERSLUN
ALUÍGARNI
GRILLRETTIR
ALLAN DAGINN
RÉTTUR DAGSINS
OPIÐÁ
VERSLUNARTÍMA
GLÆSILEGT URVAL
HÚSGAGNAÁ
TVEIMUR HÆÐUM
RAFTÆKI - RAFLJÓS
og rafbúnaður.
Raftækjadeild
II. hæð. velko'11111
Munið okkar
hagstæðu
greiðsluskilmála
NÝJUNG!
EURQCARD
/A a a a a a »
[l3C ~ Z) (ld
. ÚZ t_J
Jón Loftsson hf. rTffflrHPTrtTlÝT
Hringbraut 121 Sími 10600