Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1983 Spjallað við bandarískan myndlistarmann: Amríski draumurinn gleypti mótmæla- kynslóðina Hvað varð um mótmæla- kynslóðina, uppreisn æsk- unnar, hippana, þá sem andæfðu gegn Vietnam- stríði? Hefðbundnir lífs- hættir, bandaríski draumur- inn gleyptu þá - enda þótt kannski verði ekkert eins og það var áður. Eitthvað á þá leið segir Thomas Philibaum, bandarískur listamað- ur, einn þeirra sem eiga verk á sýn- ingunni Crafts US á Kjarvalsstöð- um, og var hingað kominn til að hafa opið verkstæði í keramík og glervinnu-þegar Þjv. áttiviðhann spjall var hann að rista rúnir, dá- lítið indjánalegar, á drelli stóran í líki spjótsodds. Hann var hér líka til að vera með gömlum vinum, Kristjönu sem hafði gengið á sama skóla og hann í Arizona og mann hennar Baltas- ar. Þú spyrð hvernig það sé að vera listamaður í Bandaríkjunum? Það þýðir náttúrulega að þú átt við kap- ítalismann að eiga og það fer ekki hjá því að hann hefur áhrif á starf þitt. Ekki er ríkið að styðja listir og allra síst undir þessari Reagan- stjórn. Þeir styrkir sem eru fáan- legir eru takmarkaðir og mjög sér- teknir og í reynd ganga þeir mest til gamla liðsins eða þeirra sem þekkja rétta menn. Þú skilur. Sjálf- um þætti mér best að slíkir pening- ar færu til listamanna sem eru að skjóta upp kolli. Og ég er satt að segja mjög hrifinn af starfsstyrkja- kerfum sem Norðurlandamenn hafa komið sér upp. Svo kemur brauðstritið Kapítalisminn já, það er eins og hann mengi hreinleika þeirra hug- mynda sem maður hefur fengið. Þegar maður er að læra þá nálgast maður verkefni sín í mjög hreinum tilgangi, hvað er það nú sem ég get lagt til mála í blessaðri listinni? En svo kemur brauðstritið og maður verður að fara að hugsa um við- skiptahliðina. Og ég segi fyrir mig ég hefi alltaf reynt áminnbarna- lega hátt að forðast bisnessinn. Ein leiðin til þess er að stunda kennslu - og það hefi ég gert, ég hefi kennt á barnaheimilum og í háskólum, en ég geri það ekki núna. Svo er það líka, að það er mikið til af ágætum kennurum, og þar af leiðandi erfitt að fá stöðu. Margvís flón Listamaðurinn verður að leyfa sér þann munað að láta sig dreyma, en tíminn er einmitt það sem eng- inn vill gefa honum. Og það er gott ef stjórnvöld hafa rænu á að styðja þá til að dreyma, til að þeir hafi tíma til að vera flónin margvísu sem eru svo nauðsynleg. Auðvitað án þess að ríkið fari að hafa eftirlit með þeim, það segir sig sjálft. En atburðir eins og þessi sýning hér er ágætt uppátæki, hún er eitt af því sem eflir með manni tilfinn- ingu fyrir því að hafa tilgang í líf- Það eina sem ég hefi á móti því að vera listamaður er það, að ríkt fólk kemur og kaupir verk og fer með þau. En það eru fleiri sem koma við sögu - stjórnin þó lítið og allra síst sú sem nú situr. En ég hefi fengið verkefni frá Arizonaríki, og þegar maður selur eitthvað til fyrir- tækja eins og IBM eða Time-Life, þá setja þeir þetta app á skrifstof- um sínum svo þar eru verkin á eins- konar listsýningu. En ég segi ekki margt: hafa ekki listamenn alltaf kvartað yfir því að illa væri að þeim búið? Og þegar mönnum vegnar svo vel að þeir eru orðnir forríkar stórstjörnur eins og rokkstjörnur, þá er eins og farinn sé af þeim mesti móðurinn. Bestu verkin gera menn þegar þeir eru að berjast. Og ég held að listamaðurinn eigi að vera ábyrgðarfullur. Éf vel- megun heimsækir hann og frægð, þá þarf hann að nota þá hluti á skapandi hátt - líka með því að taka til máls þegar mannréttindi eru brotin eða brýnum þörfum fólksins ekki sinnt. Við getum líka minnt Ameríkana á það skásta í þeirra arfi: að allir séu fæddir jafn- ir, hver maður haldi sinni sjálfs- virðingu. Hvað varð af þeim? Ég er 36 ára og jafnaldri æskulýðsuppreisnar - já og hvað varð af því fólki? Nokkuð góð spurning. Ætli það sé ekki okkar lífskerfi, okkar lífsmynstur sem gleypti hippana og alla drauma þeirra um að strika yfir allan skítinn og hræsnina. Þetta voru góðir tímar, allir voru skáld og söngvarar og rauluðu saman og átu jurtafæði og ætluðu að ala börnin upp öðruvísi - en svo hafa menn lagað sig að aðstæðum. Kenna börnunum sínum kannski um, það þarf að sjá vel fyrir þeim! Og nú er bandaríski draumurinn aftur í fullu gildi með hús og bíla og margt fleira og þetta gerir mig dapran, því menn verða svo fljótt gamlir á því að hætta að eiga sér draum fyrir mannkynið. Kannski ofreyndum við okkur á því að ætla okkur ekki af, kannski voru vímugjafarnir of stór þáttur í öllu saman. En hlutirnir verða aldrei alveg eins aftur og þeir einu sinni voru. Og ungt fólk er alltaf til margra hluta líklegt. Verst að sú stjórn, sem við höfum nú, trúir á það að styrkur Bandaríkjanna liggi í því að beita hervaldi fyrst og síðast. Þetta er þröngsýn sérgræðingastjórn. Ég er henni ekki sammála, en verstur skrattinn að þetta kusum við yfir okkur og ég er hræddur um að kjósum kannski sömu stjórn aftur og ég veit satt að segja ekki hvað á til bragðs að taka. Og vopnin eru skekin hér og þar í heiminum nú - einmitt þegar mest ástæða er til að fara varlega og segja: nú skulum við setjast niður og fá okkur kaffi. Stundum finnst mér eins og þetta fólk eigi engin börn-þvímittbarnerþittbarn,og ef ég meiði það, þá særi ég mitt eigið barn um leið.. Thomas Philabaum hélt áfram að rista í leirinn og hafði enn ekki gefið frá sér tíma „blómavaldsins": best er þegar fólk reynir að yfir- stíga hvert annað með fallegum hlutum, í sköpun.... áb. Thomas Philabaum: ég hefi reynt á minn barnalega hátt að forðast bisnessinn (Ijósm. - eik.) Fyrstir á Suðurpólinn Káre Holt. Kapphlaupið. Sigurður Gunnarsson þýddi og endursagði. Æskan 1983. Þesi bók segir frá kapphlaupi þeirra Amundsens og Scotts til Suðurheimskautsins. Tilvalið efni í spennusögu þar sem ekki þarf að skrúfa saman ótrúlegar uppákomur og tilviljanir til að lesandinn fari ekki að geispa. Því enn er það svo, að mörgum lesara fylgir langt fram eftir aldri veik- leiki fyrir óupplognum ævintýr- um landkönnunartímanna, en þeim er einmitt í þann veginn að ljúka þegar Amundsen kemur með sigri frá suðurpólnum en Scott týnir lífi, vonsvikinn og heillum horfinn. Káre Holt er nokkuð slyngur sögumaður, en þó gefinn fyrir að ofleika, fyrir nokkra forskrúfun. Og þýðing Sigurðar Gunnars- sonar er ekki nægilega laus við þýðingarbrag og stundum klaufa- skap (til dæmis „skortur hans á ótta við dauðann verður algjör“). Engu að síður er þetta um margt læsileg bók og spennandi á sinn hátt, gerir alltaf öðru hverju sannfærandi innrás í andrúmsloft tíma hinna fræknu landkönnuða Arni Bergmann skrifar um bókmenntir og lýsir af drjúgri nákvæmni framvindu hins fræga kapphlaups þeirra suður að pólnum. Hinn norski höfundur er ekki sérlega blíður við landa sinn og þjóðhetju Roald Amundsen. En hvað sem um þann garp má segja, þá var metingur landkönnuða snemma á öldinni sannur ridd- araskapur til móts við það sem á eftir að koma: Falklandseyja- stríðið í fyrra var með sínum hætti upphaf að átökum um auðæfi Suðurskautslandsins, sem búast má við að verði löng og háskaleg. -ÁB Amundsen: þjóðardýrlingnum er ekki hlíft. Þegar Bretinn kom Frá heimabyggð og hernámsárum. Frásöguþættir eftir Óskar Þórðarson frá Haga. Hörpuútgáfan 1983. Frásöguþættir ýmiskonar eru mikill hluti bókaútgáfunnar. Mj ög oft er það svo, að þeir verða eiginlega hvorki lofaðir né lastað- ir - menn eru að segja frá ýmsu sem fyrir þá hefur borið og kunn- ingjar og samsveitungar hafa ánægju af - og kannski ýmsir fleiri. Þetta er partur af þjóðlegri hefð sem hefur sína kosti - hver sín bók. Þættir Óskars frá Haga passa inn í þessa lýsingu, skrifaðir mjög þokkalega en án þess að höfundi verður mikið úr söguefnum. Sum þeirra eru reyndar smá. Sagt er frá rjúpnaveiðum, kröggum í vetrarferðum og stórrigningum, dularfullum fyrirbærum (engin þáttabók án þeirra), og vist Ósk- ars hjá Steindóri sem var bíla- kóngur. En þá er ógetið þess hluta bók- arinnar sem forvitnilegastur er, en þar segir Óskar frá upphafi hernáms og vist sinni hjá Bresk- um í Hvítanesi. Þarna er ýmsu til skiia haldið sem betra er að hafa en án vera, þarna er rammi hér- aðssögunnar rofinn. Því óneitan- lega er það svo, að hver frásögn sæmileg úr fyrstu hendi af þessum undarlegu tíðindum, þegar sak- lausir sveitamenn eru komnir í návígi við stórveldaher og allt mannlíf á hverfanda hveli, hver slík frásögn geymir eitthvað sér- stætt og eftirminnilegt. Þeim mun frekar sem Hernámssagan með stórum staf, hvort heldur væri í skáldskaparformi eða öðru, hún FRÁ HEIMABYGGÐ OG HERNÁMSÁRUM |V* em Frasöguþœttir eftir Oskar Þoröarson frá Haga hefur átt í miklu brösum með að fæðast, þó margir hafa vel til hennar safnað. _ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.