Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1983, Blaðsíða 4
í ( 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1983 ________________________________________ _______________________, Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarslar-Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bitstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. .Pökkun; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóflir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, slmi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. MOBVIUINN Mátgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Eramkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Jl.itstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. llmsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýslngastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías. Mar. Auglvsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssen. Hinn sálrœni undirbúningur Fréttir af skýrslu sem gerð var fyrir bandaríska her- málaráðuneytið og gerði m.a. ráð fyrir þeim möguleika að eldflaugakerfi yrði sett upp á íslandi hafa að vonum vakið mikla athygli. Það hefur verið bentáþað,að ; margir séu stríðsleikirnir sem aldrei verða að veruleika j og kannski eiga menn að hugga sig við það. En varfærn- : ir menn eins og Þórarinn Þórarinsson, ritstj óri Tímans, minna einnig á það, að alltaf öðru hverju er ráðist í að ■ taka einn af þeim kostum sem höfundar stríðsleikja bjóða upp á - og þá spyr risaveldi ekki um yfirlýsingar og svardaga í smáríki sem á að dansa með, þá er „ekki gefist upp við fyrstu tilraun” eins og hann segir í leiðara í Tímanum í fyrradag. Og þess vegna telur Þórarinn að það sé léttúð að afgreiða fregnir eins og þær sem hingað bárust af eldflaugaskýrslu sem ómerkar. Skýrslan ýtir sjálf undir slíka afstöðu. En þar er merkileg klausa um það, að það sé ýmissa huta vegna snjallt að reyna að koma fyrir tiltölulega „litlum” eld- flaugum án kjarnorkuvopna fyrir í löndum þar sem fyrirvarar um vígbúnað eru sterkir. Það geti nefnilega leitt til þess, að auðveldara yrði síðar meir að skipta á slíkum eldflaugum og öðrum, stórvirkari og búnum kjarnorkuvopnum. Þessi hugsunarháttur er einmitt í samræmi við hina dapurlegu sögu af því hvernig íslend- ingar voru dregnir inn í hernaðarvél Bandaríkjanna. Byrjað var á Keflavíkursamningi til skamms tíma og var hann túlkaður af meðmælendum hans sem einkar meinlaus samningur um óvopnaða fyrirgreiðslu við góða vini. Þessu næst kom Nató á dagskrá - til að menn sýndu samstöðu með lýðræðinu - en því fylgdu miklir svardagar um að það kæmi vitanlega ekki til mála að hafa hér her á friðartímum. Síðan kom herinn aftur í eigin klæðum 1951 - en þá var það einnig aðeins til bráðabirgða, það var ófriðsamt í Kóreu og allur varinn góður - en þetta átti semsagt ekki að vera til margra nótta. Meira að segja Sjálfstæðisþingmenn töluðu um að þetta væri bráðabirgðaástand og neyðarástand, hvað þá Framsóknarmenn. Síðan eru liðin meira en þrjátíu ár, og Natóflokkar alveg hættir að tala um her- J stöðvar hér öðruvísi en sem sjálfsagðan hlut. Meira að ! segja landsbyggðarþingmenn Framsóknar, sem stund- ! um sýndu nokkurn manndóm í slíkum málum, eru farn- j ir að tala um nýjar bandarískar radarstöðvar sem ís-■! lenska nauðsyn vegna flugumferðar og landhelgis- j gæslu. i Þessi saga vísar okkur aftur á eldflaugafregnirnar og | viðbrögð við henni. Það má vel vera að hér sé um mál \ að ræða, sem ekki er á dagskrá nú sem stendur. En það er athyglisvert, að ekki er það fyrr upp komið en rit- stjóri DV og þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar leiðara um það, að það sé eiginlega siðferðilega rangt að hafna eldflaugum fyrirfram - úr því aðrar Natóþjóð- ir taki við slíkum varningi. Dálkahöfundur hans kemst greinilegar að orði en meinar alveg það sama, þegar ’ hann segir um umræðuna um eldflaugamálið á þingi: „Ef Natósinnar á þingi væru sjálfum sér samkvæmir j hefðu rétt viðbrögð þeirra verið á þá leið að lítast vel á i eldflaugavarnir á Norður-Atlantshafi og samþykkja umyrðalaust frekari könnun á snjöllum hugmyndum frá Pentagon”. Og þetta eru ekki ómerk ómaga orð, þótt undir dulnefni séu. Viðhorf af þessu tagi eiga miklu öflugri ' hljómgrunn í Sjálfstæðisflokknum en talsmenn hans vilja vera láta. Einn af ritstjórum Morgunblaðsins sagði reyndar á Heimdallarfundi fyrir margt löngu, að Kefla- ’ víkurflugvöllur ætti jafnan að vera búinn hinum bestu . vopnum, þ.á.m. kjarnorkuvopnum. r -áb þegar hann var spurður um ríkis- fyrirtækjaútsöluna. Niðurstaðan var samt ótvíræð: Albert kæmi þetta mál eiginlega ekki við. Flokksbræður Alberts eru heldur ekkert að skafa utan af því: Tímann í gær. Hann er heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra og samgönguráðherra. Albert Guðmundsson Og hvað skyldi þá hugmynd- asmiðurinn sjálfur segja um þessi viðbrögð samráðherranna: „Þetta er ekki lengur mitt mál”, segir hann í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær. Og við Tímann segir hann vegna viðbragða Steingríms forsætisráðherra: „Það þýðir ekki að segja eitt í dag og annað á morgun”. Húsnæðismálin Þó Albert telji það ekki duga fyrir Steingrím að segja eitt í dag og annað á morgun, þá hefur samt sú aðferð reynst Albert Guðmundssyni næsta vel. Þannig hefur ráðherrann margoft haldið því fram að ef sala ríkisskulda- bréfa gengi ekki nógu vel, yrðu engir peningar til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar í hús- næðislánum. í viðtali við Þjóð- viljann í gær upplýsir hann hins vegar að ef skuldabréfin hrökkvi ekki til „þá verðum við að bæta við aukafjárveitingu til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar í þessu máli”. Þegar ráðherra er hrakinn svona úr einu horninu í annað, er ; skiljanlegt að brýna nauðsyn beri ! til að setja fram nýstárlegar hug- myndir, til að eldri málin gleymist. Má búast við einhverju slíku næstu daga? -óg Ragnhildur Helgadóttir Menntamálaráðherrann segir í viðtali við Alþýðublaðið af sama tilefni í gær: „Ef af sölu fyrirtækja á vegum menntamálaráðuneytis- ins verður, þá verður það sam- kvæmt ákvörðun menntamála- ráðuneytisins og stjórnarfrum- vörp um það verða ekki lögð fram nema eftir frumkvæði mennta- málaráðuneytisins”. Halldór Ásgrímsson Og sjávarútvegsráðherra segir í Alþýðublaðinu um málið, en undan hans ráðuneyti á t.d. að selja Síldarverksmiðjur ríkisins: „Ég tel að við núverandi aðstæð- ur sé ekki rétt að selja þessar eignir”. Flengingar Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra fær heldur betur á baukinn frá samráðherrum sín- um þessa dagana. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá því að „takt- ik” ráðherrans væri gjarnan sú, að setja fram mál (eiga frum- kvæðið) og láta svo aðra sjá um framkvæmdina. Þannig gæti hann sagt „ég gerði það sem ég gat - það strandaði á hinum”. Þegar hávaðinn og bægslagang- urinn varð útaf útsölu ríkisfyrir- tækja þóttust einnig margir sjá, að Albert væri að endurtaka þann gamla leik, að setja málið af stað til að geta síðar bent á „söku- dólgana”. Ekki er víst að ráðherrann átti sig á því að nú þegar hugmyndir hans um færibandaútsölu á eignum þjóðarinnar eru komnar í fastmótað form, þá hrista sam- ráðherrar hans hausinn og. flengja hann opinberlega með háðulegasta hætti. Steingrímur Hermannsson gat varla haldið niðri í sér hlátrinum í sjónvarps- viðtali á miðvikudagskvöldið, Sverrir Hermannsson „Ég hef lýst því yfir, og það er bókað í ríkisstjórn að þegar ég ætla að selja fyrirtæki sem undir mig heyra, þá mun ég búa til lag- afrumvörp þar að lútandi sjálfur og leggja þau fram. Ég þarf enga aðstoð til þess frá einum né neinum”. Sá sem svona mælir hefur einn- ig þurft lengi að sitja á strák sín- um vegna útsöluhugmynda fjár- málaráðherrans og Heimdell- inga. En það er Sverrir Her- mannsson sem lætur í ljós álit sitt í viðtali við Tímann um lagafrum- vörp Alberts Guðmundssonar um sölu 25 ríkisfyrirtækja. Matthías Bjarnason „Það þarf enginn að semja frumvörp fyrir mig”, segir Matt- hías Bjarnason af sama tilefni við „Nú ríður á sam- stöðu” Árni Gunnarsson sem eitt sinn gat sér gott orð fyrir fordóma- lausan skilning á friðarbaráttu, er nú kominn inná þing. Daginn áður hafði Alþýðublaðið haft eftir honum að mikið lægi við að félagshyggjuflokkarnir hæðu sameiginlega baráttu. En fyrsta setning Árna á þingi var hins veg- ar „Ég er stuðningsmaður Nató”. Eftir margra vikna bið var fyr- irspurn Steingríms Sigfússonar um ratsjárstöðvarmálið loks tekin fyrir í sameinuðu þingi og spunnust miklar umræður um málið. Árni Gunnarson virtist ekki vita um aldur fyrirspurnar- innar og setti fram samsæriskenn- ingu, sem fékk góðan hljóm- grunn hjá borgaralegu fjölmiðl- unum: Alþýðubandalagið væri að undirbúa landsfund sinn um helgina með máli sem sameinaði bandalagið. Samsæriskenningin var svo útfærð í máli þingsetans með því að ratsjárnar ættu áreið- anlega uppruna sinn í síðustu rík- isstjórn. Þá hefði Alþýðubanda- lagið ekki verið með neitt múður. Ekki baðst hann heldur afsökun- ar þó upplýst væri að þetta mál hefði ekki komið til kasta síðustu ríkisstjórnar. Til að kóróna skömmina, kvað Árni, að Al- þýðubandalagið hefði ekki haft áhuga á að ræða utanríkismál í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar. í ljósi þess að Árni var sjálfur oft- sinnis meðflutningsmaður ýmissa góðra mála í utanríkismálum með Alþýðubandlagsmönnum á síðustu árum, þá hljóma ummæli hans hálf annkannanlega nú. En hverju sætir? Er Árni verðandi forystumaður Alþýðuflokksins að plægja akurinn fyrir við- reisnarstjórn með Jóni Baldvin? Ólafur Vestfirðingagoði í umræðunni um ratsjármálið kom glöggt fram hversu hernám hugarfarsins hefur grafið um sig meðal þings og þjóðar. Þannig gerðu Natóþingmennirnir engan greinarmun á því hvað væru víg- búnaðartól bandaríska hersins og hvað eign íslensku þjóðarinnar. Og í umræðunni náði fornafnið „við” bæði yfir íslenska þjóð og bandaríska herinn. Kjánalegastur varð þessi mál- flutningur að vonum hjá Ólafi Þórðarsyni Vestfirðingagoða sem einnig hefur haft Reykholt að léni. í ræðu hans merkri kom glöggt fram, að hann leit á rat- sjárstöð bandaríska hersins sem þjóðareign íslendinga og spurði „hvenær höfum við íslendingar glatað réttinum til að fylgjast með því sem er að gerast í kring- um landið?” Hann vildi aldeilis ekki búa við „útsýnisbann frá Rússum”. Umræða á þessu plani er vissulega sorgleg, en hún sýnir eina dekkstu hlið hernáms heimsveldisins hér á landi. -óg 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.