Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Kœra Skafta Jónssonar blaðamanns: Nú rannsakar Rannsóknar- lögreglan eigin starfsmann! Rannsónarlögregla ríkisins mun allra næstu daga ljúka rannsókn á kæru Skafta Jónssonar blaðamanns á hendur þremur lögreglumönnum vegna líkamsárásar sem hann telur sig hafa orðið fyrir á leið til yfirheyrslu í síðustu viku. Einn lögreglumannanna þriggja mun hafa verið starfsmaður rannsóknarlögreglunnar. „Jú, það er svo að oft hafa lög- reglumenn leyst af hér hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og einn hinna kærðu mun hafa leyst hér af einhvern tíma“, sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri f gær. Hann sagði rannsókn málsins vera á lokastigi og sama væri að segja um kæru dyravarðar í Leikhús- kjallaranum, sem hefur kært Skafta Jónsson vegna handalög- mála sem urðu þeirra í millum áður en til handtökunnar kom. Að lokinni rannsókn mun mál- inu vísað til ríkissaksóknara og mun hann síðan taka ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út. —v. Fíkniefnasmyglið um borð í Lagarfossi og Karlsefni: Þar ráða konur ríkjum Það er nýlunda að Sjómanna- blaðið Víkingur berji að dyrum hér á kompunni minni að Síðumúla 6. En nú hefur það gerst og er það 8. tbl. þ.á., sem er á ferðinni. Víkingur er vandað blað, bæði að efni og frágangi. Og það er at- hyglisvert að hjá sjómannablaðinu eru það þrjár konur, sem eru hæst- ráðandi „til sjós og lands“: Elísabet Þorgeirsdóttir er ritstjóri og ábyrgðarmaður, Kristín Einars- dóttir auglýsingastjóri og G. Mar- grét Óskarsdóttir útbreiðslustjóri. Þetta er fallegt þrístirni. En víkjum nú að efninu, þótt heldur betur verði að stikla þar á stóru. Ingólfur Stefánsson ritar for- ystugrein um mannaskiptin hjá BÚR. Sagt er frá 90 ára afmæli Öldunnar, sem minnst var fyrir nokkru. Bárður Jakobsson ritar um Guðmund H. Oddsson og spjallað er við ekkju Guðmundar, Laufeyju Halldórsdóttur, en hún var fyrsti formaður Kvenfélags Öldunnar. Viðtöl eru við Guðjón Pétursson skipstjóra og fiskimats- mann og Gunnar Gunnarsson skip- stjóra í Ólafsvík. Valdimar Tómas- son segir frá Lífeyrissjóðnum Hlíf, en hann sér um rekstur sjóðsins. Guðjón A. Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, greinir frá i------------------------------- Þrístirnið hjá Víkingi. Frá v.: Elísabet Þorgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir, G. Margrét Óskarsdóttir. Mynd: -eik fundi forsvarsmanna stýrimanna- skóla á Norðurlöndum og skrifar auk þess um tölvuratsjá. Stefán Þórarinsson veltir ýmsu fyrir sér í sambandi við endurnýjun fiski- skipaflotans. Kjartan Bergsteins- son, loftskeytamaður segir frá Sel- call, aukaútbúnaði við örbylgju- stöðvar báta. Ásgeir Matthíasson, tæknifræðingur, ræðir um blóðgun og slægingu bolfisks og birt er smá- saga eftir Hafliða Magnússon á Bfldudal. Allnokkuð er nú talið en ýmislegt þó ónefnt. Myndir eru margar. Og svo segjum við bara: Áfram stelpur. -mhg Sjómannablaðið Víkingur Sjómönmmum sleppt Þrír menn áfram í haldi Tveimur sjómönnum af skipunum Lagarfossi og Karlsefni hefur nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi sem þeir voru hnepptir í þegar upp komst um fikniefnasmygl í fyrrnefndum skipum í október og nóvember sl. Þrír menn sem tengjast málinu eru enn í haldi. Hér mun vera um að ræða stærstu fíkniefnasmyglmál sem lögreglan hefur þurft að glíma við. Það var 17. október sl. sem 11.3 kfló af hassi voru gerð upptæk um borð í togaranum Þorfinni Karlsefni og voru þrír menn settir í gæsluvarðhald vegná rannsóknar málsins. Einn þeirra, sjómaður af skipinu, er nú laus úr varðhaldi en tveir sitja áfram inni. 5. nóvember komst svo upp um mun stærra smygl á amfetamíni, hassi og kóka- íni og er talið að söluverðmæti t.d. amfetamíni mun hafa aukist mjög í seinni tíð en erfitt er að gera sér í hugarlund hve mikið af efnun- um er í umferð þar sem engar kannanir hafa farið fram á því. Þess skal getið að tvö fyrrgreind smyglmál tengjast ekkert hvort öðru að sögn talsmanns fíkniefna- deildar lögreglunnar. —v. 607 miljónir að láni í Japan Rfkissjóður tók í gær 607 miljóna króna lán í Japan og undirritaði Davíð Ólafsson seðlabanka- stjóri lánssamninginn fyrir hönd íslenska ríkisins. Lánið er veitt til 10 ára og endurgreiðist á árunum 1989-93. Vextir eru 8.4% og mun lánið verða not- að til opinberra framkvæmda af ýmsu tagi. Hér er um skuldabréfalán að ræða og hafa bréfin þegar verið seld til nokkurra líftryggingafélaga í Japan. efnanna nemi miljónum króna á al- mennum markaði. Sem dæmi má nefna að markaðsverð á hassi er núna um 400-450 krónur hvert gramm og þegar búið er að blanda kókaín er hvert gramm selt á 6- 8000 krónur. Um borð í Lagarfossi fundust 5 kfló af hassi, en söluverð hvers gramms af því mun vera um 2000 krónur. á sterkari efnum eins og Happdrætti Þjóðviljans Númerin innsigluð Dregið hefur verið í Happ- drætti Þjóðviljans. Vinnings- númer eru geymd innsigluð lyá borgarfógeta og verða ekki birt fyrr en endanleg skil hafa borist frá umboðs- mönnum. Banaslys við Gunnarsholt 70 ára bóndi úr nágrannasveit Hvolsvallar beið bana um hádegi í gær þegar jeppabifreið sem hann ók valt á Gunnarsholtsvegi. Mað- urinn varð undir bflnum og var látinn þegar lögregla frá Hvolsvelli kom á vettvang. 16 ára sonur hins látna var með honum í bílnum og sakaði ekki við veltuna. Mikil hálka var á veginum. Harður árekstur við Hrauneyjar- foss Tvær vörubifreiðar með tengi- vagna frá Steypustöðinni í Reykja- vík lentu í hörðum árekstri um há- degisbil í gær á gatnamótum Hrauneyjarfoss og Sigölduvegar. Bflarnir óku hver á eftir öðrum og stöðvaði fremri bifreiðin við gatnamótin en bílstjóri aftari bif- reiðarinnar tók ekki eftir því í tíma. Báðir ökumenn voru fluttir á sjúkrahús nokkuð slasaðir með sjúkrabifreið Landsvirkjunar sem staðsett er við Sultartanga. Var annar bílstjórinn fluttur á sjúkra- húsið á Selfossi en hinn á slysadeild Borgarspítalans. Þeir eru hvorugir í lífshættu. Leikþátta- samkeppni MFA 16 þœttir bárust Verðlaunum úthlutað 14. des „Þegar umsóknarfrestur rann út um miðjan síðasta mánuð höfðu 18 verk komið inn og á ársfundi Menningar- og fræðslusambands alþýðu 14. desember nk. verður til- kynnt um vinningshafann og þar afhent verðlaunin að upp- hæð 35.000 krónur“, sagði Tryggvi Þór Aðalsteinsson framkvæmdastjóri MFA í gær. Fyrr á árinu efndi MFA til leikþáttasamkeppni og var einkum sóst eftir stuttum leikþáttum sem hentuðu til sýninga á vinnustöðum og minni samkomum verka- lýðsfélaga. Á fundi dómnefndar í gær var tekin ákvörðun um hver þáttanna 16 yrði fyrir valinu sem verð- launahafi en fram til 14. des- ember verður nafn hans hulið leyndarhjúpi og það tilkynnt á ársfundinum eins og áður sagði. Formaður dómnefndar er Stefán Ögmundsson prentari og fyrrum formaður MFA en aðrir í nefndinni þau Brynja Benediktsdóttir leikari og Hörður Zophaníasson skóla- stjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.