Þjóðviljinn - 06.12.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Page 11
Þriðjudagur 6. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Umsóknir aldraðra um húsnæði hrannast upp: Þetta er byggingin sem tafin var um heilt ár og á ekki að vera tiibúin fyr en 1986: Seljahlíðar í Breiðholti. borgarlíf Slökkvistöðin við Brennihlíð! Bygginganefnd hefur sam- þykkt að nefna hluta Reykjanesbrautar frá Mikla - torgi að Kringlumýrarbraut Brennihlið en Slökkvistöðin í Reykjavík er einmitt staðsett við þennan hluta götunnar. Gamla framhaldið af Reykjanesbrautinni niður með kirkjugarðinum hefur þegar hlotið nafnið Suðurhlíð og hinn endi götunnar, sem liggur samhliða Hringbraut niður að Umferðarmiðstöð verður héðan í frá nefndur Vatnsmýrarvegur. Listaverk í nýja miðbœinn? Stjórn Kjarvalsstaða hefur óskað eftir 150 þúsund króna fjárveitingu á næsta ári tl að efna til samkeppni um gerð útilistaverks í nýja miðbænum í Kringlumýri. Gert er ráð fyrir að samkeppnin verði lok- uð með þátttöku um 5 lista- manna, og skal listaverkið gert með það í huga að sírenn- andi vatni verði komið í það. 50 þúsund skulu fara í verð- laun auk 20 þúsunda til hvers þátttakanda og skal stjórn Kjarvalsstaða skipa dóm- nefnd. Tillagan verður af- greidd við gerð fjárhagsáætl- unar 1984. Fleiri toppar hjá borginni Starfsskipulagi hjá embætti borgarverksfræðingsins í Reykjavík hefur verið breytt og samþykkti borgarráð ný- lega að útnefna Stefán Her- mannsson aðstoðarborgar- verkfræðing. Borgarverk- fræðingur er Þórður Þ. Þor- bjarnarson. Alþýðubrauð- gerðin flutt? Nýlega samþykkti skipu- lagsnefnd teikningar að ný- byggingu á horni Laugavegar og Vitastígs á lóðunum nr. 61 og 65 við Laugaveg, þar sem Alþýðubrauðgerðin var til húsa. Minnihluti nefndarinn- ar greiddi atkvæði gegn teikningunum þar sem húsið væri of stórt, eða 4ra hæða og þrátt fyrir 7 íbúðir væri ekkert leiksvæði. Á sama fundi var samþykkt tillaga Sigurðar Harðarsonar um að finna gömlu húsunum sem á lóðinni standa nýjan samastað og hefur Borgar- skipulag bent á tvær auðar lóðir í eigu borgarinnar í Grjótaþorpi, nánar tilgreint við Mjóstræti. Benz býður strœtó Þýska fyrirtækið Daimler Benz (umboðsmaður Ræsir hf.) hefur boðist til að lána SVR svokallaðan liðvagn endurgjaldslaust í tvo mán- uði. Kostnaður vegna flutn- inga og þjálfunr vagnstjóra nemur 200 þúsund krónum og samþykkti stjórnin að taka til- boðinu. Guðrún Ágústsdóttir sat hjá við afgreiðsluna. Engín viðbrögð hjá meirihlutanum Engar ráðagerðir eru uppi hjá meirihiuta borgarstjórnar Reykjavíkur vegna þeirrar neyðar sem fyrirsjáanleg er í húsnæðismálum aldraðra. Páll Gíslason, formaður bygginganefndar aldraðra sagði í borgarstjórn á fimmtudag að nefndin hygð- ist á næsta ári sækja um 45 miljón króna fjárveitingu vegna Seljahlíða, sem koma eiga í gagnið með 70 íbúðir 1986 og tæpar 7 miljónir til þess að byggja sameiginlegt þjónusturými í húsnæði sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur og e.t.v. Samtök aldraðra og ÁrmannsfeJI ætla að reisa. í þeim húsum eiga að vera söluíbúðir fyrir aldraða. Miklar umræður urðu í borgar- stjórn vegna fyrirspumar frá borg- arfulltrúum Alþýðubandalagsins um þessi mál. Páll Gíslason sagði það rétt að umsóknum hefði fjölg- að mjög eða um 260 á einu ári en ástæðurnar væru þær að öldruðum fjölgaði mjög í borginni ekki síst háöldruðu fólki. Hann sagði ást- andið ekki vera svona nú vegna þess að ekkert hefði verið gert, þvert á móti hefði borgin á undan- förnum árum haft byggingar fyrir aldraða sem forgangsverkefni og hefðu allir flokkar sameinast um það. 306 manns í öruggu húsnæði Borgin hefur nú upp á að bjóða leiguíbúðir og þjónustuíbúðir fyrir samtals 306 manns, 218 einstak- linga og 44 hjón. Páll sagði ljóst að þetta væri ekki mikið þó að húsin hefðu tekið verulegan hluta af framkvæmdafé borgarinnar. Okk- ur er gífurlegur vandi á höndum sagði hann og full þörf fyrir aukið átak. Það var þess vegna sem ég kom með þá tillögu í fyrra að borg- in fengi fleiri til samvinnu um úr- bætur og nú er kominn skriður á það mál með byggingu söluíbúða fyrir aldraða á vegum VR. Bygg- inganefndin á nú einnig í viðræðum við Samtök aldraðra og Ármanns- fell um svipaða byggingu og ef af því verður koma þarna um 120 íbúðir. Páll sagði ljóst áð ekki gætu allir sem á biðlistum eru notfært sér söluíbúðir en hins vegar hefðu m 45% af biðlistanum í apríl s.l. átt 1165 aldraðir þar af 260 komnir yfir áttrætt eru nú á biðlista eftir leiguhús- næði hjá borginni. eigið húsnæði og því möguleika á að kaupa sér þjónustuíbúð! Klukkan stillt til baka Guðrún Ágústsdóttir sagði greinilegt að hin mikla uppbygging á síðasta kjörtímabili hefði vakið vonir aldraðra um að umsókn þeirra um leiguhúsnæði bæri ár- angur en á því fjögurra ára tímabili voru tekin í notkun 3 íbúðarhús fyrir aldraða fyrir um 200 einstak- linga. Nú hefur meirihlutinn hins vegar stillt klukkuna til baka, til þess tíma áður en uppbyggingin hófst; sagði hún umsóknirnar hrúg- ast upp, og það er ekki nóg að benda þessu fólki á að næsta hús komi í gagnið á árinu 1986. Það þarf önnur úrræði og borgin þarf að gefa viljayfirlýsingu um að átak skuli gert vegna þeirra 1165 ein- staklinga sem nú eru á biðlistum. Það þarf að kanna alla hugsanlega möguleika, m.a. aukadagvist til að minnka félagslega einangrun þessa fólks og byggja hratt og ódýrt án þess að slá af þeim kröfum sem við gerum til þessa húsnæðis. Það er hægt með því m.a. að nota staðlað- ar teikningar eins og gert er í dagvistarbyggingum og með því að nota nýja byggingartækni. Biðlistinn tæmdur á 22 árum! Þó VR eða aðrir einstaklingar eða félagasamtök byggi yfir félags- menn sína þá þýðir það ekki að borgin geti haldið að sér höndum, sagði Guðrún, aðeins 2 af þessum 1165 sem nú eru á biðlista hafa möguleika á að sælria um hjá VR svo dæmi sé tekið. Eg vara sterk- Iega við þeirri nýju stefnumörkun sem felst í áherslunni á söluíbúðir og vara við þvf að ábyrgðin sé færð af borginni yfir á félagasamtök og einstaklinga. Guðrún Jónsdóttir sagðist fagna umræðum um þetta mál og fyrir- spurn Alþýðubandalagsins hefði vakið vonir um að nú fengjust skýr svör um það hver væri stefna meiri- hlutans. Hins vegar sagðist húnl litlu nær eftir orð Páls Gíslasonar og benti á að það tæki 22 ár að komast í gegnum þann biðlista sem nú er á Dalbrautinni. Hún benti einnig á að æ stærri hluti umsækj- enda væri yfir áttrætt og það væri óraunhæft að reikna með að fólk á ní- eða tíræðisaldri færi að ráðast í íbúðarkaup. Hún sagði það ábyrgðarleysi að velta ábyrgðinni yfir á aðra, sölufbúðir leystu ekki nokkurn vanda þessa fólks og borgin yrði í uppbyggingu sinni að taka mið af biðlistunum, aldri þeirra sem á þeim væru og þörfum. Flottræfllsháttur? Gerður Steinþórsdóttir sagði ástandið geigvænlegt og að sú hug- mynd hefði vaknað á ellimáladeild Félagsmálastofnunar að setja nef- skatt á Reykvíkinga til að hraða uppbyggingu húsnæðis fyrir aldr- aða. Hún sagði það hættulegt að halda ekki jafnri uppbyggingu og benti á þá breytingu sem hefur orð- ið á biðlistunum, - árið 1980 voru 150 einstaklingar 80 ára og eldri á þeim, en nú eru þeir 325 talsins. Gerður sagði nýju íbúðarhúsin við Dalbraut og Lönguhlíð og Droplaugarstaði mjög dýr og spurði hvort það væri rétta stefnan að byggj a 5 stjörnu hótel yfir gamla fólkið. Eg held, sagði hún, að með því að láta af flottræfilshættinum í byggingum gætum við gert mikið betri hluti. Enginn tók undir orð Gerðar um að byggingarnar væru of dýrar. Páll Gíslason benti á að Dalbrautin væri t.d. ódýrari miðað við fjölda íbúða en Lönguhlíðin, en Gerður hafði sérstaklega tekið dæmi af Dalbraut. Hann sagði það borga sig að byggja af góðum efnum til að forðast ótímabært og kostnaðar- mikið viðhaldi. Guðrún Ágústs- dóttir sagði gífurlega hugarfars- breytingu hafa orðið gagnvart elli- heimilum með tilkomu þessara fal- legu húsa. Þangað fer gamla fólkið nú með glöðu geði, sagði hún, og það er mikils virði. Aðstandendur vita að því líður vel og því kveljast þeir ekki af samviskubiti eins og algengt var áður. Hrun í fjárveitingum Guðrún sagði að því miður hefði orðið um hrun að ræða í fjár- veitingum meirihlutans til þessa málaflokks, en í ár stefnir allt í að einungis 3-3,5% af útsvarstekjum borgarinnar verði eytt í byggingar fyrir aldraða. Á síðasta kjörtíma- bili var þetta hlutfall milli 6 og 7%. Hún sagðist að lokum vona að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins skæru ekki niður fjárbeiðni bygginganefndar fyrir aldraða, því ef það yrði gert myndi Seljahlíðin dragast enn lengur. Hins vegar væri það ekki nóg; það þyrfti að ræða allar hugsanlegar úrbætur vegna biðlistanna og kalla til alla þá starfsmenn borgarinnar sem þessi mál heyra undir. - ÁI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.