Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. desember 1983 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Klipið af rófunni Þess er að vænta að sú endurskoðun á húsnæðis- löggjöfinni, sem Alexander Stefánsson félagsmálaráð- herra hefur auglýst svo rækilega líti dagsins ljós á Al- þingi þessa dagana. Húsnæðismálin hafa verið mikið deilu og hitamál síðustu misseri. Fyrir forgöngu Svav- ars Gestssonar félagsmálaráðherra var merk húsnæðis- löggjöf samþykkt um áramótin 1979 og 1980. Fyrir i síðasta þingi var til afgreiðslu endurskoðun á henni þar j sem bryddað var upp á ýmsum nýjungum. Þar var m.a. gert ráð fyrir stuðningi við búseturéttaríbúðir og náms- mannaíbúðir svo eitthvað sé nefnt. Þetta frumvarp dag- aði uppi vegna þess að alþingismenn voru komnir í •< kosninga- og yfirboðsham. Síðan í vor hefur lítið gerst af opinberri hálfu nema hvað gengið hefur á með loforðum. Nú er komið að því að efna loforðin og þessvegna bíða menn með óþreyju og kvíða eftir endurskoðuninni á húsnæðislöggjöfinni. Meðan á þessu óvissutímabili hefur staðið, hefur fólk sem húsnæðismálin brenna á reynt með markvissum hætti að ýta á eftir og skipuleggja sig. Sigtúnshópurinn knúði fram loforð um viðbótarlán til þeirra sem hafa verið að byggja eða kaupa húsnæði, og 50% hækkun j húsnæðislána til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta ! sinn. Hingað til hefur vantað að stjórnvöld gerðu grein fyrir því hvernig fjár ætti að afla í þessu skyni, en nú líður að því að það verði upplýst. Nýstofnuð húsnæðissamtök undir nafninu Búseti hafa látið að sér kveða síðustu vikur og virðast ætla að fá gífurlegan hljómgrunn. Hér er um nýja leið í hús- næðismálum að ræða og frumkvæði ungs fólks, sem vil ' fara þá braut er lögð var til í húsnæðisfrumvarpi Svav- ' ars Gestssonar sl. vetur. Félagsmálaráðherra hefur j látið hafa eftir sér að í endurskoðaðri húsnæðislöggjöf j verði við það miðað að búseturéttarfélög geti fengið j 80% til 30 ára. En það virðist liggja í orðum hans að til i standi að klípa af framlögum til verkamannabústaða í j því skyni að koma til móts við sjónarmið og kröfur j Búseta. í blaðaviðtali hefur formaður Búseta sagt að til ! stæði að peningar til hins nýja húsnæðissamvinnufélags • kæmu af fjárveitingu til verkamannabústaða. „Við telj- um okkur ekki vera keppnauta Verkamannabústaða“, segir Jón Rúnar Sveinsson af þessu tilefni, og leggur i áherslu á að Húsnæðissamvinnufélagið Búseti vilji ' sömu kjör og verkamannabústaðir og að ákveðinn j verði tekjustofn til þess að fjármagna lán til félagsins. , Það hefur legið í loftinu frá því að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum að ætlunin væri að skera verka- j mannabústaðakerfið niður við trog. Sé það ekki mögu- 1 legt pólitískt þá sé amk. klipið af rófunni. Sennilega mun ætlunin að lækka lánshlutfallið úr 90% í 80% og auk þess sem gengið verður á hlut verkamannabústaða með öðrum hætti. Það þurfa margir að leggjast á eitt ; um að verja verkamannabústaðina fyrir ríkisstjórninni. ; Nýja nauðhyggjan j 1. desember hátíðahöldum stúdenta var að þessu j sinni ætlað að snúast uppí flokkshátíð Sjálfstæðis- manna. En þar sem lítið varð úr atburðinum sjálfum í Háskólabíói hefur Morgunblaðið reynt að búa hann til á síðum sínum eftirá. Fátt nýtt kom fram nema hvað nöldrað var útí friðarhreyfingar og staðfest svo ekki verður um villst að hægri menn á íslandi eru gikkfastir í gjöreyðingarfarinu: Frelsið verður ekki varið nema að halda áfram undirbúningi að endalokum mannkynsins. Það er hin nýja nauðhyggja samtímans sem allir eiga að beygja sig undir. -ekh klippt Myndin er tekin kl. 14.00 í þann mund sem formaður Vöku setti hátíðina. Takið eftir fullveldi íhaldsins. - (Ljósmynd - eik). „Velheppnuð hátíð“ Morgunblaðið gortar sig af því í ritstjórnargrein á laugardaginn að 1. desember fagnaður Vöku í Háskóla íslands hafi verið sér- lega velheppnuð hátíð. Það var enda kominn tími til „að minnast fullveldisdagsins með þeirri reisn sem honum ber“, sagði formaður Vöku í ræðu sinni í Háskólabíói. Reisnin íhaldsfélagið Vaka var sérlega frumlegt í samsetningu dagskrár þennan dag. Þannig fékk Vaka háskólarektor, borgarstjóra og Morgunblaðsritstjóra til að „halda uppi fjörinu" einsog sagt er. Þá var nú ekki verið að leita að ræðumönnum meðal almennings eða þá stúdenta. Nei, félagið hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að stúdentum og almenningi þætti forvitnilegra að heyra í þeim sem valdið hafa. Og sjaldan hefur fullveldishátíð verið haldin í meiri sátt við valdhafa og einmitt liðinn 1. desember. Reisn þéssarar hátíðar mun lengi uppi - og ljósmyndir vitna gerst um fjöldastuðninginn og fagnaðarlætin á fundinum. Fóstbræðralagið Vökustaurar eiga framtíðina fyrir sér einsog Davíð Oddsson vitnar gerst um - og því eðlilegt að þeir leituðu til uppalenda og skoðanabræðra sinna. En óneitanlega skaut dagskráin skökku við yfirskrift hátíðarinnar „Friður - frelsi - mannréttindi“. Meiraðsegja skemmtiatriðin voru „aðfengin". Þannig var ekki leitað til hinna virtu menningar- stofnana sem stúdentar hafa komið upp á liðnu árum og hvar- vetna hafa getið sér frábært orð. Enginn var frá Stúdentaleikhús- inu vinsæla og Háskólakórinn sem er tíu ára um þessar mundir kom hvergi nærri. Að sönnu mega aðstandendur Stúdenta- leikhússins og Háskólakórsins vera stoltir yfir því að þeirra af- rakstur skuli ekki hafa verið bendlaður við jafn vafasaman málstað og í rauninni var haldið uppi á senunni í Háskólabíói. Því fóstbræðralag Vöku við Ronald Reagan er það eina sem situr eftir af hátíðarhöldunum. Frelsið tryggt með hernum í ræðu borgarstjórnans í Reykjavík, sem fjallaði um frels- ið, var niðurstaðan einna helst sú, að frelsi yrði ekki tryggt öðru- vísi en með hersetu í landinu. Og til frambúðar væri öryggi hins „frjálsa heims“ tryggt með á- framhaldandi framleiðslu gjör- eyðingarvopna. Og bæði borg- arstjórinn og formaður Vöku sáu ástæðu til að hreyta ónotum í þá von mannkynsins sem helst blaktir nú um stundir, friðar- hreyfingarnar. „Friður - frelsi - mannréttindi“, var yfirskrift fundarins. Slyðruorðið Það er grátbroslegt að Vöku hafi tekist að vinna kosningar tengdar fullveldi íslendinga. Og stúdentar þurfa svo sannarlega að reka af sér slyðruorðið fyrir næsta 1. desember. Endurreisn fullveldisins er nærtækara verk- efni en svo, að áhangendur her- náms á landinu eigi siðferðisleg- an rétt á slíkri dagskrá. Og það er algjör hneisa fyrir Háskóla ís- lands að attaníossar Bandaríkj- anna og menn með ábyrgðar- lausa afstöðu til „frelsis, mannréttida og friðar“ hafi kom- ist upp með að ráða dagskrá með þessari yfirskrift. Hláturinn Hitt er svo annað mál, að það var hollt fyrir þjóðina og stúdenta sérstaklega, að sjá og heyra um hugsjónir íhaldsstúdenta. Og fáir munu geta dulið hláturinn þegar Mogginn hrópar upp „vel- heppnuð hátíð“ eða „Vökumenn stóðu svo vel að hátíðinni í Há- skólabíói á fimmtudaginn, að fái þeir umboð aftur frá stúdentum til að stjórna ferðinni á fullveldis- daginn munu ekki líða mörg ár þartil Háskólabío verður troðfyllt í tilefni fullveldisdagsins“. Það er rétt hjá Mogganum að með sama áframhaldi tæki nokk- ur ár þartil Háskólaíhaldinu tæk- ist að fylla Háskólabíó 1. des-, ember. Og þegar ljósmyndir eru skoðaðar af fundinum sér maður fullveldi íhaldsins í flestum sæt- um. -óg og skorið Mogginn um skólamál Umræða um skólamál er einatt skrýtin í Morgunblaðinu. Stund-* um fyllist blaðið með greinar, þar sem óspart er látið að því liggja, að sænskíslenskir marxistar hafi fordjarfað skólana, með óhóf- legri nýjungagirni, agaleysi og öðru illu. En svo er allt í einu skipt um tóntegund og það kem- ur á daginn, að Morgunblaðið eignar sér frumkvæði um margs- konar breytingar, og kannski sumar sem rétt á undan voru tald- ar bleikar eða rauðar að ætt. Eða svo stendur skrifað í síð- asta Reykjavíkurbréfi: „Morgunblaðið tók mikinn þátt í þeim umræðum, sem fram fóru um breytingar á skólakerf- inu þá og hefur ávallt haft áhuga á því hvernig fræðslu- og skólamál- um er háttað. (Hugsa sér!) Hafði blaðið raunar forystu um breytingarnar á sínum tíma ásamt örfáum áhrifamönnum um skóla- mál, en flestir voru íhaldssamir í þeim efnum“. Og vantar ekki hógværðina og lítillætið í ritstjórnina frekar en fyrri daginn. Annað er merkilegt við þetta Reykjavíkurbréf. Venjan er sú í Morgunblaðinu, að þegar talið berst að því að fólk komi ekki nógu vel undirbúið í háskóla, þá sé það einhverjum illum skandin- avísma að kenna. En nú bregður svo við, að varað er við fordæmi Bandaríkjamanna, sem þurfa að láta sitt fólk fara í einskonar framhaldsmenntaskóla áður en eiginlegt háskólanám getur haf- ist. Það er ástæða til að vekja á þessu athygli: má vera að Morg- unblaðsmenn hafi séð sitt óvænna eftir að þeirra liðsmenn hafa alllengi hamast yfir mennta- og fræðislumálum með því hug- arfari fyrst og síðast að finna ein- hverja rauða eða bleika söku- dólga til að hengja fyrir allar mögulegar og ómögulegar kvart- anir. Má vera að þeir telji skást, úr því sem komið er, að efna til „skoðanaskipta en ekki illdeilna" eins og í Reykjavíkurbréfi stend- ur. Og væri það ekki vonum fyrr. - áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.