Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ásmundarsafn Selur afsteypur úr leir Stjórn Ásmundarsafns hefur samþykkt að hefja gerð og söiu á afsteypum af verkum eftir Ásmund Sveinsson til að fjármagna bronsaf- steypugerð staerri verka. Verkið sem nú verður til sölu nefnist „Kona með bikar“ frá árinu 1933. Það er unnið í brenndan leir, 39 cm á hæð og gert í 200 tölusett- um eintökum. Styttan kostar 12.500 kr. Myndin er til sýnis í Ásmundar- safni. Þá eru pantanir teknar dag- lega frá kl. 9 - 17 í síma 32155. Áætlað er að afhenda stytturnar fyrir jól. Eins og fyrr segir verður ágóðan- um varið til þess að koma verkum Ásmundar í varanlegt efni. Ás- mundur Sveinsson gerði mörg stór verk sem hann reisti í garði sínum, sem nú er Ásmundarsafn. Ás- mundur steypti þessi verk í sement, sem ekki hefur staðist tímans tönn og eru flest þeirra nú í fremur lé- legu ástandi. Draumur listamanns- ins var ávallt að koma verkum sín- um í varanlegt efni - brons, sem einnig var hið endanlega stig í myndhugsun Ásmundar. Afsteypa af verkinu „Kona með bikar“ eftir Ásmund Sveinsson. Gerð í 200 töiusettum eintökum og kostar 12.500 krónur. Ljósm.: Magnús. Þættir um 16 íslenska stjóramálamenn Iðunn hefur gefið út bókina Þeir settu svip á öldina, þætti um sextán íslcnska stjórnmálaleiðtoga. Sig- urður A. Magnússon rithöfundur hefur annast ritstjórn verksins og samið formála. I bókinni er sagt frá flestum forustumönnum í íslensk- um stjórnmálum allt frá alda- mótum og fram um 1970. Höfundar þáttanna eru jafnmargir foringjun- um. Bókin er prýdd myndum og aftast niðjatal sem Guðjón Frið- riksson hefur tekið saman. Höfundar og viðfangsefm þeirra eru sem hér segir: Jón Guðnason dósent ritar um Skúla Thoroddsen, Sigurður Líndal prófessor um Jón Magnússon, Sigurður A. Magnús- son rithöfundur um Hannes Haf- stein, Gunnar Thoroddsen forsæt- isráðherra um Jón Þorláksson, Jón Baldvin Hannibalsson alþingis- maður um Jón Baldvinsson, Þórar- inn Þórarinsson ritstjóri um Jónas Jónsson, Pétur Pétursson þulur um Ólaf Friðriksson, Andrés Krist- jánsson rithöfundur um Tryggva Þórhallsson, Jónas Haralz banka- stjóri um Ólaf Thors, Gils Guð- mundsson rithöfundur um Héðin Valdimarsson, Vilhjálmur Hjálm- ISLKNSKIR 8TJÓRNMÁLAMENN arsson fyrrv. ráðherra um Her- mann Jónasson, Gísli Ásmundsson kennari um Brynjólf Bjarnason, Haukur Helgason hagfræðingur um Einar Olgeirsson, Helgi Már Arthursson blaðamaður um Hann- ibal Valdimarsson, Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóri um Bjarna Benediktsson, og Savar Gestsson alþingismaður um Magnús Kjart- ansson. Finnlandsfagnaður hjá Suomifélaginu Suomifélagið efnir til fagnaðar í tilefni fullveldisdags Finna í kvöld, þriðjudaginn 6. desember. Verður hann haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 21. Áður en samkoman hefst leikur Hornaflokkur Kópavogs undir stjórn Björn Guðjónssonar. For- maður félagsins, Barbro Þórðar- son, setur samkomuna. Hátíðar- spjall flytur dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Þá flytur finnska leikkonan Sin- ikka Sokka vísnadagskrá ásamt djasspíanóleikaranum og tón- skáldinu Eero Ojanen. Tónlistin er m.a. eftir Kaj Chydenius. Lista- mennirnir flytja einnig finnsk þjóð- lög. Sinikka Sokka er leikkona við Kom-teatteri í Helsinki og kom hér á listahátíð 1980 í leikhópi frá nefndu leikhúsi. Eero Ojanen hef- ur einnig komið hingað áður. Hann lék af list á slaghörpuna á listahátíð 1970. Allir eru velkomnir á fullveldisfagnaðinn meðan húsrúm leyfir. BandarOdn ráðast gegn Sýrlendingum Ronald Reagan og Jitzhak Shamir hafa gert með sér samkomulag er felur í sér sameiginlega stefnu mótun í hermálum, sameiginlegar heræfingar og stóraukna efnahagssamvinnu. ÁrásirBandaríkjannaáSýrlend- inga eru settir í samband við samninginn. / ltjölfar nýs hernaðarsam- vinnusáttmála við Israel Styrjaldarástand það sem nú ríkir á milli Sýrlendinga og Bandaríkjanna í Líbanon markar áherslubreytingu í stefnu Bandaríkjanna á svæð- inu, þar sem tekin hefur verið upp mun nánari hernaðar- samvinna við ísrael, og virð- ast bæði ríkin nú reyðubúin að Iáta skerast í odda við Sýr- lendinga sem hafa stuðning Sovétríkjanna. Orrustuflugvélar frá flug- móðurskipi Bandaríska flotans úti fyrir ströndum Líbanon gerðu loftárásir á bækistöðvar Sýrlend- inga í Líbanon á sunnudag. Tóku 28 vélar þátt í árásunum og voru 2 þeirra skotnar niður. Banda- ríkjamenn sögðust með þessu vera að svara skotárásum Sýr- lendinga á bandarískar „könn- unarvélar". Sýrlendingar svör- uðu síðan með eldfaluga- og sprengjuárás á bækistöðvar Bandaríkjanna við flugvöllinn í Beirut, þar sem 8 bandarískir hermenn féllu. Bandaríkjamenn svöruðu síðan enn á ný með því að skjóta á bækistöðvar Sýrlend- inga frá herskipum sínum. Hernaðarsamvinna ísra- el og USA Þessir atburðir gerast í kjölfar þess að Bandaríkin og fsrael hafa gert með sér hernaðarsamvinnu- sáttmála, sem felur í sér að allar hernaðaraðgerðir beggja aðila á svæðinu verða samræmdar sem og öll stefnumótun á sviði örygg- ismála. Þá munu Bandaríkja- menn koma fyrir vopnabirgðum í ísrael og stóraukin verður sam- vinna leyniþjónusta ríkjanna. Ákvörðun um þessa nánu sam- vinnu var tekin í Öryggisráði Bandaríkjastjórnar skömmu eftir sprengjutilræðið í Beirut, en frá þessu var gengið í smáatriðum á fundi Reagans og Shamirs forsæt- isráðherra ísraels í síðustu viku, þar sem ákveðið var að stofna sérstaka samstarfsnefnd hátt- settra embættismanna um örygg- ismál. Þá mun Moshe Arens varnarmálaráðherra fsraels koma til Bandarfkjanna um miðj- an desember og yfirmaður her- afla Bandaríkjanna mun heim- sækja ísrael í janúar. Samkomu- lag þetta er ekki opinbert nema að hluta til, og segja fréttaskýr- endur að það sé hinn leynilegi hluti samkomulagsins sem mestu máli skiptir. Samkomulag þetta markar stefnubreytingu hjá Bandaríkj- unum að því leyti að það verður erfiðara en áður fyrir þá að halda andlitinu gagnvart arabaríkjun- um og koma fram sem sáttasemj- ari í deilunni á milli fsraels og arabaríkjanna. Á það ber einnig að líta að ísrael hefur oftar en einu sinni komið Bandaríkjunum í opna skjöldu með hernaðar- ævintýrum sínum í nágrannaríkj- unum. Gilti þetta sérstaklega í stjórnartíð Begins og Sharons, t.d. þegar þeir réðust inn í Líban- on fýrir ári síðan eða þegar þeir gerðu sprengjuárásina á kjarn- orkuverið í Bagdad. Það er álit fréttaskýrenda að þótt Jitsaak Shamir sé ekki síður herskár en Menachem Begin, þá sé hann ekki eins óútreiknan- legur í viðbrögðum sínum og það muni auðvelda samstarf við Bandaríkin. Þá hefur efnahagsástandið í ís- rael einnig gert þessa nánu hern- aðarsamvinnu vænlegan kost fyrir Shamir, því henni munu óhjákvæmilega fylgja enn auknar skuldbindingar Bandaríkjanna um efnahagsaðstoð af ýmsu tagi. Hins vegar getur þessi nána hernaðarsamvinna Bandaríkj- anna og fsraels teflt öðrum mikil- vægum hagsmunum Bandaríkj- anna í tvísýnu og jafnvel vakið ólgu meðal bandalagsríkja Bandaríkjanna í arabaheimin- um. Þannig mun aukin hernað- arsamvinna Bandaríkjanna og fs- rael verða vatn á mylíu öfgafyllri afla í röðum múslima sem gætu hugsanlega snúist gegn hófsamri stefnu Fahds konungs í Saudi- Arabíu og Mubaraks í Egypta- landi. Ágreiningur Bandaríska blaðið New York Times segir að ekki ríki einnig um þennan hernaðarsamvinnu- sáttmála innan Reagan-stjórn- arinnar. Þeir sem eru fylgismenn þessarar samvinnu eru George Shultz utanríkisráðherra og Ró- bert McFarlane öryggis- málaráðgjafi Reagans, en hins vegar hafa sérfræðingar utan- ríkisráðuneytisins í málefnum Mið-Austurlanda og Caspar Weinberger varnarmálaráðherra verið hugmyndinni andvígir vegna þeirra hagsmuna sem Bandaríkin ættu að gæta í araba- heiminum. Þess ber að gæta að Bandaríkin selja nú mjög mikið magn vopna til arabaríkja eins og Jórdaníu, Egyptalands og Saudi-Arabíu. Með því að taka upp sameigin- lega stefnumótun og sameigin- lega skipulagningu öryggismála við ísrael efu Bandaríkin að leika tveim skjöldum með augljósum hætti. Það hefur hins vegar orðið ofaná hjá Bandaríkjunum að mynda sterkt mótvægi við hina sterku stöðu Sýrlendinga á svæð- inu, sem hafa Sovétríkin að bak- hjarli. En tvískinnungurinn í afstöðu Bandaríkjanna kemur ekki bara fram í þessu. Það hefur verið yfir- lýst stefna Bandaríkjanna að vera andvíg frekara landnámi Gyð- inga á vesturbakka Jórdan. Jafn- framt lýstu þeir sig á sínum tíma andvíga formlegri innlimum Gol- anhæðanna í Ísraelsríki. Ekki kemur fram í samkomulagi ríkj- anna að stefnubreyting hafi verið knúin fram í þessu máli, og því má túlka hernaðarsamvinnu- sáttmálann sem hernaðarlegan stuðning við markmið sem Bandaríkin hafa lýst sig andvíg hingað til. Núna er staðan í Líbanon jafn- framt orðin þannig, að „friðar- gæslulið" Bandaríkjanna hefur myndað eins konar hernaðar- bandalag við fsrael og virðist búa sig undir að leggja til atlögu við Sýrlendinga til þess að hrekja þá burt úr landinu. Og er þá skammt í að stórveldin standi andspænis hvoru öðru með allan umfram- drápsmátt sinn samanlagaðn, og þá er spurningin væntanlega sú hver verður fyrri til að ýta á hnappinn. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.