Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 búsýslan Laufabrauð hafa löngum þótt ómiss- andi við íslenskt jólahald og engin jól án þess, hangikets og kerta Áðurfyrrvoru laufa- brauðin fagurlega útskorin en Indverj- ar skera einnig oft í sín brauð á svip- aðan hátt Laufabrauð og ind- versk systurbrauð Laufabrauð þóttu ómiss- andi í jóiahaldinu hérá landi á árum áður-jafn ómissandi og hangiketið og jólakertin. Ekki kann ég að rekja sögu laufa- brauðanna eða hvenær ís- lenskar eldabuskur tóku uppá þessari bakstursað- ferð. Hitt er víst, að svona brauðgerð er þekkt víða um heim og þið, sem hafið kynnstt.d. indverskri matargerð vitið að Indverjar bera gjarnan á borð brauð, sem svipar mjög til laufa- brauðanna okkar. Við höldum áfram undir- búningnum fyrir jólin á sælgætissviðinu. í síðustu Búsýslu birtust leiðbeiningar um sælgætis- gerð og þær ykkar sem eigið það blað notið að sjálfsögðu þær leiðbeining- ar áfram. Hinar verða að út- vega sér blaðið. Aö þessu sinni birtum viö tvær uppskriftir að því, sem enskar eldabuskur kalla „fudge“, en það eru mjög mjúkar karamellur. Báðar eru auðveldar í tilbúningi, ef öllum leiðbeiningum er vel fylgt. Mjúkar súkkulaðikaramell- ur Þessar eru afar mjúkar og súkkulaðikenndar. 60 g suðusúkkuláði eða 4 msk af góðu kakói 400 g sykur 1 J/< dl mjólk 2 msk Ijóst sýróp 2 msk smjör í smáum bitum 2 tsk vanilludropar Penslið litla ofnskúffu með olíu. Látið súkkulaðið eða kakó- ið, ef þið notið það, í stóran pott ásamt sykrinum, mjólkinni og sýrópinu og hrærið vel saman. Hitið að suðumarki og hrærið vel. Sjóðið undir loki í 2-3 mínút- ur. Takið lokið af, dýfið pensli í kalt vatn og skafið með hliðunum niður í pottinn, þannig að enginn sykur verði eftir í hliðunum. Sjóðið síðan áfram án loks og án þess að hræra þar til réttu hita- stigi er náð (140-160°C á hita- mæli; þið getið prófað hitastigið Fyrst kemur hér uppskrift að laufabrauðunum íslensku og er hún miðuð við 30-40 kökur. Þið getið minnkað við ykkur upp- ef þið eigið ekki mæli með því að taka 'h tsk úr pottinum og hella í kalt vatn í glasi eða bo'lla. Inni- hald teskeiðarinnar á að mynda kúlu sem heldur ekki lögun sinni í vatninu og kúlunni á að vera hægt að ná í sundur með fingrunum). Takið pottinn af hitanum, bæt- ið smjörinu útá en hrærið ekki. Látið nú kólna þar til innihaldið er rétt volgt. Þá bætið þið vanillu- dropunum útí og hrærið mjög vel eða þar til innihaldið í pottinum þykknar mjög og glansar ekki lengur. Þá látið þið innihaldið leka í ofnskúffuna og fletjið út með höndunum. Skerið í „deigið" ferhyrninga og þegar það er orðið hart takið þið fer- hyrningana í sundur. Geymið í loftþéttu íláti. Tuttugu mínútna mjúkar karamellur Þessar eru ekki soðnar. 1 vel hrœrt egg 2 msk rjómi (helst þeytirjómi) 2 tsk vanilludropar 450 g flórsykur ‘U tsk salt 115 g suðusúkkulaði 1 msk smjör 2,5 dl saxaðar hnetur Penslið litla ofnskúffu með olíu. Látið eggið, rjómann, van- illudropana, flórsykurinn og salt- ið í stóra skál og hrærið vel sam- an. Bræðið súkkulaðið og smjör- ið saman í þykkbotna potti. Kæl- ið ögn og blandið síðan saman við hitt og hrærið mjög vel. Blandið því næst hnetunum saman við og fletjið út í ofnskúffuna. Skerið í ferhyrninga þegar blandan er orðin þétt og geymið í loftþéttu fláti. skriftina, ef ykkur sýnist svo. Þá fylgja hér einnig tvær uppskriftir að indverskum brauðum, og að- ferðin við að baka þau er mjög lík hinni „íslensku“, en Indverjar nota þó heilhveiti í sínar kökur. Laufabrauðin voru áður fyrr fagurlega útskorin, og útskurður- inn er mjög vandalítill. Indverjar skera einnig oft í sín brauð og þá á mjög svipaðan hátt. Laufabrauð 1 kg hveiti 1 ‘h tsk lyftiduft 1 tsk salt 5-6 dl mjólk Soðið er uppá mjólkinni og hún síðan látin standa þar til hún kólnar. Henni er síðan bætt við þurrefnin og síðan hnoðað vel á borði í 10 mínútur, eða þar til deigið er orðið mjúkt og teygjan- legt. Þá er það látið aftur í skálina og látið bíða í 30 mínútur. Fletjið það síðan út með kökukefli, ekki mjög þunnt, og skerið síðan í hringi, t.d. með disk. Síðan eru þær skornar út. Setjið olíu í pott, það mikla að fljóti vel yfir köku- rnar (áður fyrr steiktu íslenskar eldabuskur kökurnar í tólg og palmíni og þið getið gert það ef þið viljið halda þeim sið í heiðri. Jurtaolía er þó til muna hentugri til að steikja í, og það er einmitt það sem Indverjar gera). Olíuna á að hita vel, en síðan er ein kaka í einu látin í pottinn. Þrýstið henni niður á botn með spaða og steikið í 1 mínútu. Snúið henni síðan við og steikið í 1/2 mínútu. Þerrið laufabrauðin á viskustykki eða eldhúspappír og snæðið volgar. Indverskt brauð (Puris) Þessi uppskrift miðast við ca 8 brauð eða kökur. 225 g heilhveiti ‘h tsk salt 1 tsk smjör eða jurtafeiti 0,5 dl volgt vatn matarolía (t.d. sólblóma) Blandið salti og hveiti saman og nuddið síðan smjörinu eða jurtafeitinni saman við. Bætið vatni útí, hnoðið vel og bætið meira vatni útí ef þurfa þykir. Hnoðið deigið á borði í 10 mín- útur og látið síðan standa í skál í 30 mínútur. Framhaldið er á sama hátt og við laufa- brauðsgerðina. Indverskt brauð II (Chapp- atis) Þessar kökur eru ekki steiktar heldur settar beint á heita pönnu. 225 g heilhveiti 'lz tsk salt 50 g smjör eða jurtafeiti 1,5 dl volgt vatn 1 msk brœtt smjör Hnoðið saman hveiti, salti og smjöri eða feiti. Gerið holu í miðjuna og hellið helmingi vatnsins þar ofan í. Hnoðið vel saman og bætið afgangnum af vatninu smám saman í deigið. Hnoðið síðan þar til deigið er mjúkt og teygjanlegt og látið síð- an standa í skál í 30 mínútur. Fletjið deigið út og skerið í hringlaga kökur. Hitið pönnu á meðalheitri eldunarplötu og leggið kökurnar á eina í einu. Þegar litlar kúlur fara að myndast í kökunni snúið þið henni við og bakið hinu megin. Burstið létt yfir hverja köku með bræddu smjöri að steikingu lokinni. Snæðið volgar. Þau mistök áttu sér stað í síðustu Búsýslu, að röng mynd birtist með leiðbeiningunum við gerð sokkahunds. Hér kemur rétta myndin. Jólasœlgœti II

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.