Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. desember 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Greiðum félagsgjöldin Stjórn Alþýöubandalagsins í Reykjavík hvetur þá félagsmenn sem enn skulda gjaldfallln árgjöld að greiða þau sem allra fyrst. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum og þóstútibúum. Eflum starf Alþýðubandalagsins og greiðum félagsgjöldin. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Hafnarfirði Skuli. Fundur um sjávarútvegs- mál Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til al- menns fundar um sjávarútvegsmál í Skála- num, Strandgötu 41, miðvikudaginn 7. des- ember kl. 20.30. Framsögumaöur Skúli Alexandersson al- þingismaður. Frjálsar umræður og fyrir- spurnir að lokinni framsögu. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. - Stjórn ABH Tiikynning frá landbúnaðar- ráðuneytinu um leyfi til loðdýraræktunar Þeir bændur sem hyggjast stofna til loðdýra- ræktar eða auka loðdýrastofn sinn á árinu 1984, skulu senda umsóknir um það til land- búnaðarráðuneytisins fyrir 15. janúar 1984. Athygli er vakin á því, að sækja þarf um end- urnýjun á eldri leyfum, sem ekki hafa verið notuð. Landbúnaðarráðuneytið, 2. desember 1983. Jólafundur sjúkraliða Verður haldinn að Grettisgötu 89, fimmtudaginn 8. des. kl. 20.30. Bókakynn- ing, Helga Jóna Ásbjarnardóttir les úr „Bréfinu" hans Þórbergs. Helga Thorbergs og Edda Björgvinsdóttir lesa úr bókinni um Ella. Mætum öll. - Skemmtinefndin. Þú lest það í Þjóðviljanum Áskriftarsíminn: 81333 DIOÐVIUINN Göngur og réttir koma út aftur Skjaldborg á Akureyri hefur hafið endurútgáfu á ritinu Göngur og réttir, sem bókaútgáfan Norðri gaf fyrst út um 1950. Bragi Sigur- jónsson safnaði efninu og bjó til prentunar. Bragi hefur raðað efn- inu upp á ný fyrir þessa útgáfu og bætt inn nýjum köflum. Hann ritar einnig formála um þróun afréttar- mála frá upphafi byggðar á landinu. Þá er í þessu fyrsta bindi Bókarauki, þar sem segir frá brúar- byggingu bænda í Lóni inni á Lónsöræfum og endurbyggingu hinna sérstæðu Reykjarétta. Fjöldi mynda, milli 80 og 90, eru í ritinu, og einnig kort af helstu gangnasvæðum. Loks er nafnaskrá og myndaskrá. Þetta fyrsta bindi BRACISIOlfíJÓNSSON GÖNGUR .OG RETTIR FVBSTA BJNDI Gangna og rétta fjallar um göngur og réttir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum, Rangárvalla- sýslu og Vestmannaeyjum. Bókin er rúmlega 400 blaðsíður. Fjalla- bílstjóri segir frá „Áfram skröltir hann þó“ heitir bók sem Þorsteinn Matthíasson hefur skráð og geymir lífsævintýri Páls Arasonar fjallabílstjóra. Heiti bókarinnar er sótt í þekkt gaman- kvæði Ómars Ragnarssonar. Utgefandi er Örn og Órlygur. I bókarkynningu segir á þessa leið: Páll Arason var einn af brautryðjendum í óbyggðaferðum. Hann var í hópi þeirra manna sem fyrstir lögðu á öræfin á bifreiðum, þeirra er upphaflega ruddu brautina, og lentu í margskonar þrekraunum og ævintýrum á ferð- um sínum. í þá daga urðu menn er lögðu í fjallaferðir á bifreiðum að treysta á mátt sinn og megin, þeir urðu að vera tilbúnir að gera sjálfir við það sem aflaga fór og ryðja úr vegi með eigin höndum þeim hindrunum sem á leiðinni voru. Ferðir upp á öræfin stóðu því stundum marga daga og jafnvel vikur og ferðamennirnir komust stundum í hann krappan. Það sveif . hálfgerð ævintýramennska yfir vötnunum og það var sama hvötin sem rak menn á fjöll-og löngum hefur verið meðal framsækinna manna - sú aðkanna hið óþekkta og takast á við erfiðleika. Yinahjálp gefur aðgerðarsmásjá Vinahjálp færði nýlega Barna- deild St. Jósefsspítala Landakoti að gjöf aðgerðarsmásjá til notkun- ar við eyrnaaðgerðir á börnum. Kaupverð smásjárinnar og fylgi- hluta mun .vera um 150 þúsund 1 krónur og kemur hún að mikium notum á Barnadeild. Hún tryggir _ betri greiningu og meðferð á börn- um með eyrnasjúkdóma, og er nauðsynleg við flestar þær aðgerðir sem gerðar eru á eyrum barna og fullorðinna. Myndin er tekin við afhendingu smásjárinnar. Vestmanna- eyjagos í skáldsögu Almenna bókafélagið hefur sent á markaðinn nýja skáldsögu eftir Agnar Þórðarson. Agnar hefur eins og kunnugt er aðallega fengist við leikritagerð, og er Kallaður heim fjórða skáldsaga hans. Þessi nýja saga gerist í Vestmannaeyjagosinu 1973 og segir frá nokkrum Vestmannaey- ingum á ýmsum aldri undir þeim einstöku kringumstæðum sem gos- ið skapaði. Þetta er í senn ástarsaga með dularfullu ívafi og saga af bar- áttunni við að bjarga Vestmanna- eyjum, byggðinni og höfninni undan jarðeldunum. Kallaður heim er 217 bls. að stærð og unnin í Prentverki Akra- ness. í arabísku hverfí Nýlega kom út bókin Á brauði einu saman eftir Mohamed Cho- ukri. Choukri er Marokkómaður, og rekur hann í bókinni uppvaxtar- ár sín í skuggahverfum tveggja stórborga í Marokkó. Hungur, of- beldi, eiturlyf, vændi og glæpir varpa skuga á líf hans, en hann reynir að lifa eins og manneskja þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður. Bókin er spennandi og tæpitungu- laus, en hún hlýtur að verða fs- lenskum lesendum sérstaklega minnisstæð af því að hún lýsir menningarheimi sem okkur er framandi. Sakir hreinskilni sinnar hefur bókin ekki fengist útgefin í Arabalöndunum. HalldórB. Run- ólfsson þýddi sögu Choukris og hannaði kápu. Bókin er gefin út hjá Svart á hvítu og unnið hjá GuðjónÓ og Félagsbókbandinu. Hún er 200 blaðsíður að stærð og kostar 590 krónur. VÉLA- OG TÆKJALEIGA Alhliöa véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvélaleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíöar. BORTÆKNI SF. Vélaleiga, simi 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. Auglýsið í Þjóðviljanum J ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjöm G. Hauksson Nýlagnir Pípulagningameistari .. Sími 46720 Jaroiagmr Viögeröir Ari Gústavsson Breytingar Pipulagnmgam ’ 3 simi 71577 Hreinsanir Hellusteypan r STETT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. STEYPUSÖGUN #Tk vegg- og gólfsögun fOU 13 VÖKVAPRESSA Ly ý.flT JfJ 1 mu,brot og fleygun KJARNABORUN fyrlr öllum lögnum Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góð þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNIS/F iráki.s—23. Vélaleiga S: 46980 - 72460. GEYSIR A Bílaleiga h L Car rental Jtto BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVl'K, ICELAND - TEL. 11015 * *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.