Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. desember 1983 ÞJÖÐVILJINN r- SÍÐA 7 Helgi M. Guðjónsson: Fólk þarf líka að geta keypt í matinn. Helgi M. Guðjónsson skrifar: Enginn hjálpar hciinilunuin Á sama tíma og fólkinu í landinu er sagt að herða sultarólina er verið að leggja vegi, rækta beitilönd o.fl. svo hægt sé að virkja Blöndu. Þessi aukakostnaður nemur 237 miljóh- um króna sem samsvarar 7,9% af áætluðum virkjunarkostnaði sem er um þrír miljarðar. Fyrir þennan aukakostnað væri hægt að greiða meira en tuttugu þúsund íslending- um verkamannalaun í einn mánuð. Þetta jafngildir fimm þúsund krón- um á hverja fimm manna fjöl- skyldu í landinu. En fjármálaráðherrann vill eyða meiru af almannafé. Hann talar um það á Alþingi að taka þurfi „djarfar ákvarðanir“ varðandi undirstöðu- atvinnuveginn, sjávarútveginn. Ráðherrann stakk upp á því „að strika út með einu pennastriki allar þær skuldir og kvaðir sem hvíla á sjávarútveginum í opinberum sjóð- um“. Auðvitað mundi þetta lenda á skattborgunum, sem mér sýnist að eigi nógu erfitt fyrir. Því ekki að láta þá sem reka skipin borga sjálfa? Ef þeir geta ekki borgað, eiga þeir að fara á hausinn því að þegar vel gengur gefa þeir ekki neitt. Þetta eru í flestum tilfellum sjálfstæðir atvinnurekendur sem eiga að standa og falla með því sem þeir eru að gera. Hver hjálpar heimilunum í landinu? Enginn. Þau verða að standa á eigin fótum og fá engan ríkisstyrk. Þau verða að borga allt til baka sem þau fá lánað, sama þó um litlar tekjur sé að ræða. Því finnst mér enginn ábyrgur maður geta talað eins og fjármálaráðherr- ann gerði, meðan láglaunafólk hef- ur ekki nema ellefu þúsund krónur á mánuði og ekkert er gert til að reyna að hjálpa því af þessari ríkis- stjórn. Það er undarlegt að þegar sagt er að litlir peningar séu til í landinu er verið að byggja utan um þá veglegt hús sem nefnt er Seðlabankahús. Hefur fólk hugsað út í það hvað það kostar? Það liggur fyrir að 138 miljónum króna er þegar búið að ráðstafa til þessarar byggingar og fyrirhugað að ráðstafa á næsta ári. Og þá verður samt mikið eftir ógert. Mér finnst tími til kominn að launafólk fari að hugsa um aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar. Launin eru ekki aðal verðbólguvaldurinn, það hefur marg oft sýnt sig. Þegar kaupgjaldsvísitala er tekin úr sam- bandi þarf verðlag á matvörum að vera stöðugt, en það rýkur upp úr öllu valdi og enginn segir neitt. Nú er kominn tími til að launafólk rísi upp og fari að gera eitthvað. Framsókn hugsar bara um Sam- bandið og hvernig eigi að bjarga bændum, sama hvort árferði er gott eða ekki. Ekki stóð á að kart- öflubændum væri hjálpað. En nú er kominn tími til að þeim sem minnst mega sín sé bjargað. Það er góðra gjalda vert að lækka vexti, en fólk þarf líka að geta keypt í matinn. Listasafn íslands 100 ára 1984 Flutt í nýja húsið 1986? Vilyrði frá ríkisstjórninni um 36 miljónir á næstu þremur árum Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaáðherra lýsti því yfir í gær að ríkisstjórnin hefði samþykkt að stefna að því að tryggja Listasafni ís- lands byggingafé, þannig að nýbyggingu safnsins við Fríkirkjuveg verði lokið á ár- inu 1986. Ragnhildur sagði að þessi samþykkt, sem þýð- ir samtals 30 miljón króna fjárveitingu á árinu 1985 og 1986, væri vissuiega háð skilyrðum, en sjálf vildi hún vera bjartsýn á að sá lang- þráði draumur rætist 1986 að Listasafnið flytji í eigið hús- næði. Á fjárlögum 1984 er gert ráð fyrir 6 miljónum króna til bygging- arinnar, en fjármögnun hennar stendur nú á tímamótum. Húsnæð- ið er nú að fullu uppsteypt og í tilefni þess, svo og 100 ára afmælis safnsins í október á næsta ári bauð bygginganefnd og safnstjórn blað- amönnum í gær að skoða húsnæð- ið. Byggingin hefur að 90 hundr- aðshlutum verið fjármögnuð með gjöfum einstaklinga, en gjafaféð er nú uppurið, og þökkuðu þau Guð- mundur G. Þórarinsson, formaður bygginganefndar og dr. Selma Jónsdóttir forstöðumaður safnsins yfirlýsingu menntamálaráðherra. 100 ára afmæli Listasafn íslands var stofnað í Kaupmannahöfn í október 1984 af Birni Bjarnasyni, síðar sýslumanni og alþingismanni. Stofn safnsins voru gjafir danskra listamanna auk fjögurra málverka frá dönsku kon- ungsfjölskyidunni og kom safnið til íslands með vorskipum 1885. Það var árið 1959 að bygginga- sjóðurinn var stofnaður með lögum, að tillögu Jóhannesar S. Kjarval. Hann hafði beðist undan því að fyrirhugað Kjarvalshús sem átti að verða vinnustofa hans og heimili yrði reist. Lagði hann til að fé sem renna ætti til byggingarinnar yrði stofnfé byggingasjóðs Listas- afns íslands. Árið 1963 arfleiddi Sesselja Stef- ánsdóttir píanóleikari Listasafnið að þriðjungi húseignarinnar Austurstræti 12 og ári síðar buðu systkini hennar, Gunnar Stefáns- son, stórkaupmaður og Guðríður Green Listasafninu afsal fyrir eignarhluta sínum í Austurstræti 12 gegn árlegri fjárhæð sem greiðast skyldi af leigutekjum af eigninni meðan þau lifðu. Þar með hafði safnið eignast húsið allt og við and- lát Gunnars 1967 eignaðist safnið að auki helming húseignarinnar Sóleyjargötu 31A. 1972 óskaði safnráð Listasafns- ins eftir því að heimiluð yrðu skipti á húseignunum Austurstræti 12 og brunarúst að Fríkirkjuvegi 7 (Veitingastaðurinn Glauntbær) ásamt tryggingafé og eignarlóðinni að Laufásvegi 16. Bygginganefnd var skipuð 1975 og hefur endur- bygging á lóðunum tekið mið af friðun götumyndar Fríkirkjuveg. Það var síðan í ársbyjun 1980 að tilkynnt var um dánargjöf hjón- anna Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns og Helgu Jónsdóttur en þau arfleiddu safnið að fjórð- ungi eigna sinna. Og þá komst skriður á málið, jarðvinna var boð- in út 1980 og uppsteypa 1981. Nú á aðeins eftir að ganga frá aðaland- dyri hússins og verður því lokið fyrri hluta næsta árs. Tvöfalt sýningarrými og bætt þjónusta Gamla byggingin við Fríkirkju- veg (Herðubreið, Glaumbær) er 815 fermetrar á tveimur hæðum. Aftur úr henni liggur tveggja hæða bakbygging samtals 1748 fermetr- ar. Skáli er milli gömlu byggingar- innar og aðal-bakbyggingar sem er í raun 3ja hæða. Þar verður hægt að komast að frá Laufásvegi um högg- myndatorg sem er á þaki bygging- arinnar en síðan er fyrirhugað að skrifstofuhúsnæði fyrir safnið rísi á Laufásvegi 16. Húsakostur Listasafnsins verður samtals um 2.500 fermetrar og verða fjórir sýningarsalir í húsinu, samtals 960 fermetrar auk 300 fer- metra sýnis í skála, en þar verða sýndar höggmyndir. Sýningarrými verður tæplega tvöfalt það sem safnið nú hefur til umráða, en vöxt- urinn verður þó ekki síður fólginn í ýmiss konar þjónustusvæðum fyrir gesti svo og bættri aðstöðu fyrir starfsemi og starfsfólk Listasafns- ins. Þar má nefna kaffistofu, fyrir- lestrarsal, bókasafn, verslun með listvarning og listaverkabækur o.fl. -ÁI 4750 BÓKATITLAR MESTA ÚRVAL ÍSLENSKRA BÓKA í BORGINNI Bækur í öllum verðflokkum MARKAÐSHÚS BÓKHLÖÐUNNAR Laugavegi 39 Sími 16180 OKHLAOAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.