Þjóðviljinn - 13.12.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Síða 5
Þrjgjudagur 13- <tesemþer, 1,983 ÞJÓÐ.VILJJNN - SÍÐA 5 Það var glatt á hjalla á fjölskylduhátíðinni í Ölfusborgum. Fjölskylduhátíð í Ölfusborgum Samvinnuferðir-Landsýn efndu til fjölskylduhátíðar í Ölfusborgum síðustu helgina í nóvember ásamt ASÍ og Alþýðuorlofi. Um 100 manns troðfylltu orlofs- húsin og komust færri að en vildu. Þetta er í fyrsta sinn sem fjölskyld- uhátíð opin öllum er haldin í orlofs- húsum verkalýðshreyfingarinnar, en ætlunin er að halda áfram á þessari braut. Orlofshúsin eru ekki í fullri notkun á veturna, en þar er góð aðstaða fyrir samkomur. Á fjölskylduhátíðinni í Ölfus- borgum, sem hófst á föstudags- kvöld og lauk á sunnudagskvöld, voru kvöldvökur, gönguferðir, jólaföndur, pylsupartí, leikir, sögustundir, dans og söngur og keppni um ferðaverðlaun. -ekh Helgi M. Guðjónsson: Ráðamenn ættu að vera í sporum þeirra sem hafa 11 þúsund kr. á mánuði. Helgi M. Guðjónsson skrifar Launþegar þurfa líka að lifa Núna, þegar jólin nálgast, segir ríkisstjórnin okkur að herða sult- arólina. En kaupmenn og bókaút- gefendur halda ekki að sér hönd- um. Það er öðru nær. Þeir auglýsa meira en oftast áður og hvetja fólk til að kaupa vörur sem varla er hægt að telja til lífsnauðsynja. Ný útvarpsrás byggir eingöngu á auglýsingum, eldri útvarpsrásin og sjónvarpið eru einnig með mikið af auglýsingum, og svo mikið er af auglýsingum í sumum dagblöðum að aðsent efni verður að bíða í heilan mánuð. Bendir þetta ekki til þess að einhverjir hópar í þjóðfé- laginu hafi nóg af peningum? Almenningur má ekki láta glepj- ast af auglýsingunum. Fólk ætti að hugsa um jólin sem gleðihátíð mannanna, fara í kirkju og gleðjast með fjölskyldunni. Launafólk hef- ur ekki efni á að kaupa dýrar jól- agjafir fyrir launin, og ekki þýðir að fara í bankana til að biðja um lán. Þeir hafa eytt peningunum í dýr útibú, en enginn í ríkisstjórn- inni virðist hafa vald til að stöðva slíka vitleysu. Verk ríkisstjórnarinnar eru nú ekki öll í þágu þeirra sem lægst hafa launin. Ékki kemur það þeim til góða þó lækkuð séu aðflutnings- gjöld af hljómplötum, myndbönd- um og tölvuspilum. Nær væri að lækka tolla af hjólbörðum svo um- ferðarörygginu sé ekki stefnt í hættu af þeim sökum. Leiðtogar þjóðarinnar, bæði ráðherrar, þingmenn o.fl. hafa svo gott kaup að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor launafólks og ör- yrkja, sem þurfa að láta sér nægja ellefu þúsund krónur á mánuði. En ráðamennirnir ættu að hafa í huga að launþegar þurfa líka að lifa. Úttekt á atvinnusögu Norðfjarðar Norðfjörður - saga út- gerðar og fískvinnslu Um þessar mundir er að koma út bókin Norðfjörður - saga útgerðar og fiskvinnslu eftir Smára Geirsson skólameistara í Neskaupstað. Bók- in er gefin út af Samvinnufélagi út- gerðarmanna og Sfldarvinnslunni hf. í Neskaupstað í tilefni af því að á árinu 1982 voru 50 ár liðin frá stofnun fyrrnefnda félagsins og 25 ár frá stofnun hins síðarnefnda. Bók þessi er sagnfræðileg úttekt á helstu þáttum norðfirskrar atvinnusögu allt frá þeim tíma að fiskvinnsla og útgerð varð sjálf- stæður atvinnuvegur í byggðar- laginu. í bókinni er fjallað um ýmsa þætti er snerta atvinnuþróun á Austfjörðum á þessum tíma og er því óhætt að fullyrða að ritið höfð- ar ekki einvörðungu til Norðfirð- inga, heldur einnig til allra sem áhuga hafa á austfirskri atvinnu- sögu og sögu sjávarútvegs al- mennt. Norðfjörður - saga útgerðar og fiskvinnslu er tæplega 380 blað- síður í stóru broti og eru um 300 ljósmyndir í bókinni. Formála ritar Lúðvík Jósepsson, formaður stjórnar Samvinnufélags útgerðar- manna. Prentsmiðjan Hólar hf. annaðist vinnslu bókarinnar, en Árni Pét- ursson hannaði kápu. Innkaupa- samband bóksala annast dreifingu. J0LA- TILB0ÐIN HU0MAVEL -en hvernig hljóma „græjurnar“? NAD - hljómtækin sem hin tækin eru dæmd eftir! NAD5120 Plötuspilari PERFORMANCE TABLE__ 123456789 Build quality Armquahty Feedback isoiation Ease of use Appearance& finish PERFORMANCETOTAL SOUND QUALITY VALUEFOR MONEYi 94% 94% NAD7120 Magnari PERFORMANCE TABLE 123456789 Build quality Power output FM sensitivity Ease of use Appearance & f inish PERFORMANCb TOTAL sound'qualijy; VALUEFORMÖNEY Popular Hi-Fi Magnarar ársins í Danmörku s.l. 3 ár. =dL /ORANDPfUXl AWAND Grand Prix sigurvegarar s.l. 4 ár. Hvers vegna mæla allir með Boston Acoustic? „Boston Acoustic A40 eru litlir hátalarar sem veita mikiöfyrir lágt verð". Audio „Boston Acoustic A40 standast fyllilega samanburö viö margfaldlega stærri hátalara í mikiö hærri Verðflokkum". NewYorkTimes „Boston Acoustic A40 eru tvímælalaust einhverjir allra hagkvæmustu hátalarar sem við höfum kynnst í lengri tíma". stereo Review Li! Sound Quality Value for £ Boston Acoustics A40 90% 93% Popular Hi-Fi Þeir sem gera kröfur til tónlistar versla við okkur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.