Þjóðviljinn - 13.12.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. desember 1983 Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Alþýðubandalagsins Vilborg stýrir miðstjórnar- störfum Ólafur Ragnar Grímsson kosinn formaður fram- kvœmdastjórnar Á fyrsta fundi nýkjörinnar miðstjórnar Alþýðubandalagsins, sem haldinn var að HverOsgötu 105 um helgina, var kosið í fram- kvæmdastjórn, fjármálaráð og verkalýðsmálaráð. Á fundinum var ákveðið að Vilborg Harðar- dóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins stjórnaði fundum nýrrar miðstjórnar og undirbún- ingi undir þá, auk þess sem hún tæki að sér ýmsa þætti í innra starli Ookksins, svo sem tengsl milli miðstjórnar og flokksfélaga. Á fyrsta fundi nýkjörinnar fram- kvæmdastjórnar, sem haldinn var í gærkvöldi, var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn formaður henn- ar. Á miðstjórnarfundinum urðu mikiar og góðar umræður um stjórnmál, og kjara- og efna- hagsmál sérstaklega. Fundurinn starfaði um hríð í fjórum starfshóp- um um kjara- og efnahagsmál, sveitarstjórnarmál, flokksstarfið og fjármál flokksins. Á miðstjórnarfundinum var skipað í verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins og eiga þar nú sæti 300 manns. í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins eru Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins, Vilborg Harðardóttir vara- formaður, Helgi Guðmundsson ritari og Margrét Frímannsdóttir gjaldkeri. Á miðstjórnarfundinum voru kjörin í framkvæmdastjórn þau Adda Bára Sigfúsdóttir, Art- hur Morthens, Benedikt Davíðs- son, Guðbjörg Sigurðardóttir, Hilmar Ingólfsson, Kristín Á. Ól- afsdóttir, Ólafur Ragnar Gríms- son, Rannveig Traustadóttir og Sigurjón Pétursson. Varamenn þeirra eru Guðjón Jónsson, Guð- mundur Þ. Jónsson, Einar Karl Haraldsspn, Þorbjörg Samúels- dóttir, Álfheiður Ingadóttir og Engilbert Guðmundsson. Kosning fór fram um aðalmenn í fram- kvæmdastjórn og var Dagbjört Sig- urðardóttir boðin fram en náði ekki kjöri. Samkvæmt nýjum flokkslögum ber þingflokki Al- þýðubandalagsins að skipa þrjá þingmenn í framkvæmdastjórn og hefur hann tilnefnt Guðrúnu Helgadóttur, Hjörleif Guttorms- son og Ragnar Arnalds. Varamað- ur þeirra er Steingrímur J. Sigfús- son. Fjármálaráð var einnig skipað á miðstjórnarfundinum, en það er ný stofnun innan Alþýðubandalags- ins. í því eiga sæti Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins, Margrét Frímannsdóttir gjaldkeri, Baldur Óskarsson framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins og for- menn kjördæmisráða flokksins. Miðstjórn kýs þrjá menn í fjármál- aráð og eru þau Sigurður Magnús- Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins um helgina var fjölmennur og þótti heppnast vel. Ljósm. Magnús. I gær var svo haldinn fyrsti fundur nýkjörinnar framkvæmdastjórnar flokksins. son, Kristján Valdimarsson og Á miðstjórnarfundinum var starfa áfram fram að næsta mið- Margret Bjornsdottir fulltruar utanríkismálanefnd þeirri, sem stjórnarfundi. miðstjórnar í fjármálaráðinu. starfandi hefur verið, falið að _ ekh Frá Stykkishólmi_ Skelfiskur er kjölfestan Frá v.: Guðrún Ársælsdóttir, Baldur Ragnarsson. - Mynd: Magnús. - Ætli við víkjum þá ekki fyrst að atvinnumálunum, þau eru nú hvort sem er undir- staða efnahagsafkomunnar hjá okkur eins og annarsstað- ar. Og um þau er það að segja, að atvinna hefur verið næg hér að undanförnu og er svo enn. Það voru þau Baldur Ragn- arsson og Guðrún Ársælsdótt- ir í Stykkishólmi sem mæltu svo er fundum þeirra og blað- amanns bar saman eitt kvöld- ið hér uppi í kaffistofunni. - Og það er náttúrlega sjávar- útvegurinn, sem er gildasti þátt- urinn í atvinnulífinu og þar hefur árað vel. Við höfum líka þá sér- stöðu að hér er það skelfiskurinn sem er megin uppistaðan í veiðunum. 5 veididagar á viku - Eru margir bátar hjá ykkur á skelfiskveiðum? - Þeir eru einir 14 og stærð þeirra er þetta frá 15 og upp í 170 tonn. Á hverjum báti eru 5-7 menn. Veiðar eru leyfðar 5 daga í viku og hver bátur má veiða 120 tonn á mánuði. Þessari veiði er nú að ljúka í bili því kvótinn er að verða búinn en þær hefjast svo aftur í janúar-febrúar. - Og menn hafa góðar tekjur af þessum veiðum? - Já, þær eru mjög góðar hjá sjómönnum en þær mættu nú vera meiri hjá landverkafólki. - Eru það mörg fyrirtæki í Stykkishólmi sem vinna skelfisk? - Þau eru þrjú. Það er Skel- vinnsla Sigurðar Ágústssonar hf., Rækjunes hf. og Þórsnes hf., sem tók til starfa í haust. - Og nægur markaður fyrir skelina? - Já, nægur og góður markað- ur vestanhafs og afurðirnar selj- ast næstum eftir hendinni. Skel- vinnslan og Rækjunes sjá sjálf um sína sölu en Þórsnesið selur í gegnum Sambandið. Einingahúsin eftirsótt - Hvað um iðnað í Hólminum? - Jú, hann er töluverður. Starfandi eru tvær trésmiðjur og hafa báðar mikið að gera. Tré- smiðjan Ösp framleiðir eininga- hús og er mikil eftirspurn eftir þeim. Það er láng mest byggt hér af þesskonar húsum. Voru þón- okkur í byggingu í sumar og verið ,er að vinna að þeim enn. Fólk gengst eðlilega fyrir því hvað byggingartími þessara húsa er stuttur. Þetta líða ekki nema svona þrír mánuðir frá því að byrjað er að reisa húsin og þar til fólk getur flutt inn í þau. Svo er það Skipasmíðastöðin, sem segja má að veiti alhliða þjónustu. Atvinna hefur verið þar alveg sæmileg en líklega er nú eitthvað að dofna yfir henni núna þótt vonandi sé það aðeins tíma- bundin lægð. Ófullnægjandi skólahúsnæði - Við vorum að tala um íbúð- arhúsin en hvað þá um aðrar byggingar? - Jú, þær eru einnig nokkuð á dagskrá. Verið er að koma upp nýbyggingu fyrir Grunnskólann. Hún á ennþá nokkuð í land en mun þó komin undir þak. Gagn- fræðadeildin er nánast húsnæðis- laus en hefur fengið inni í Hótel- inu. Það er auðvitað alger bráða- birgðalausn. Tónlistarskólinn hefur raunverulega hvergi fastan samastað. Hann er bara hingað og þangað um bæinn. - Nú svo er verið að byggja kirkju. Samgöngumálin - Hverjar hafa verið helstu framkvæmdir hjá bænum í ár? - Þar er nú einkum að nefna framkvæmdir við varanlega gatnagerð. Þær hafa verið aðal verkefnið hjá bænum í sumar. Meiri hluti gatnanna er nú kom- inn undir olíumöl. - Aftur á móti er ekki ástæða til að hæla vegakerfinu hér innan sýslunnar. Þó að menn kunni að steinsofa í bílum á meðan vérið er að nálgast héraðið þá er engin hætta á að farþegar vakni ekki upp viö hristinginn þegar komið er inn fyrir sýslumörkin. - Hvernig eru flugsamgöngur við Stykkishólm? - Þær mega heita mjög góðar. Flogið er fimm daga í viku og sér Arnarflug um það. Völlurinn er upplýstur og þótt á hann vanti slitlag ennþá má hann heita góð- ur. En þegar rætt er um flugvöll- inn þá er ástæða til að nefna nafn Jóhanns Rafnssonar, en hann hefur verið mjög skeleggur bar- áttumaður fyrir umbótum á flug- vellinum. Gott félagslíf - Hvernig er svo félagslífið hjá ykkur í Stykkishólmi, því ekki lifið þið nú fremur en aðrir af einu saman brauði? - Það er víst óhætt að segja að það sé bæði mikið og gott félagslíf í Hólminum. Það eru nú auðvitað þessir blessaðir klúbbar, af flest- um tegundum sem til eru. En kannski er okkur nú einna efst í huga Leikfélagið. Það er mjög at- hafnasamt. í haust var það með sýningar á Delerium bubonis og til stendur sýning á því verki milli jóla og nýárs. Leikritið var sýnt á Seltjarnarnesinu en að öðru leyti hefur ekki verið farið með það út fyrir heimabyggðina. Jón Júlíus- son sá um leikstjórnina. Leikfé- lagið hefur verið með sýningar á einu til tveimur leikritum á ári. í fyrra fékkst það við Skugga- Svein og Sólarlandaferð. Og ekki má gleyma lúðra- sveitunum. Ætli þærséu ekki ein- ar þrjár, Tónlistarskólinn með tvær og svo þessi gamla góða. En það er í fleiri horn að líta en hjá Þjóðviljanum þegar skroppið er til höfuðborgarinnar. Og því var ekki um annað að gera en slá botninn í spjallið að sinni. - mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.