Þjóðviljinn - 13.12.1983, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Qupperneq 14
* - 1 1 < s I 1 ' * < . 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Þriðjudagur 13. desember 1983 LYFSÖLULEYFI er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Noröfjarðarumdæmis (Nesapó- tek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsali hefur óskaö aö neyta á- kvæöa 2. málsgr. 11.gr. laga um lyfjadreif- ingu nr. 76/1982. Lyfsöluleyfinu fylgir kvöö um breytingar í samráöi við Lyfjaeftirlit ríkisins, sbr. ákvæði 3. málsgr. bráðabirgðaákvæða lyfjalaga nr. 49/1978, er koma til framkvæmda 1. janúar n.k. Veröandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðar- innar 1. júlí 1984. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 4. janúar 1984. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. desember 1983. RÍKISSPITALARNIR Lausar stöður Handlækningadeild SÉRFRÆÐINGUR í þvagfæraskurölækningum ósk- ast til afleysinga við handlækningadeild í 75% starf. Umsóknir er tilgreini náms- og starfsferil sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 10. janúar n.k. á sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veitir forstöðumaður handlækninga- deildar í síma 29000. Aöstoöarlæknir óskast til eins árs frá 1. febrúar n.k. við handlækningadeild. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist á umsóknareyðublöðum fyrir lækna til skrifstofu ríkis- spítalanna fyrir 10. janúar n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar handlækningadeildar í síma 29000. Barnaspítali Hringsins Aðstoðarlæknar (2) óskast til eins árs við Barnaspít- ala Hringsins. Önnur staðan losnar 1. mars 1984. Ráðið verður í hina stöðuna frá 1. maí 1984 en æskilegt væri að umsækjandi gæti tekið við henni 15. febrúar vegna forfalla þess, er nú gegnir stöðunni. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist á umsóknareyðublöðum fyrir lækna ásamt tilheyrandi vottorðum og meðmælum til skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 27. janúar 1984. Upplýsingar veitir forstöðumaður Barnaspítala Hringsins í síma 29000. Taugalækningadeild Sérf ræðingur í taugasjúkdómum óskast til afleysinga við taugalækningadeild í 75% starf. Umsóknir er til- greini náms- og starfsferil sendist stjórnarnefnd ríkis- spítalanna fyrir 10. janúar n.k. á sérstökum umsóknar- eyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækningadeildar í síma 29000. Kvennadeild Sérfræðingar (4) í kvensjúkdómafræði og fæðingar- hjálp óskast í 75% starf viö Kvennadeild til afleysinga í 1 ár. Umsóknir er tilgreini náms- og starfsferil sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 10. janúar n.k. á sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veitir forstöðumaður Kvennadeildar í síma 29000. Reykjavík, 11. desember 1983. Eiginmaður minn Halldór Porsteinsson lést í Landspítalanum 11. desember s.l. Rut Guðmundsdóttir Verkalýðs- saga Eskfírðinga Út er komið 4. bindi „Eskju - bókarinnar um Eskifjörð“ eftir Einar Braga. Fjallar það um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Eski- firði og er 264 blaðsíður, prýtt 220 myndum. Á næsta ári eru 80 ár liðin frá stofnun fyrsta verkamannafélags á Eskifirði. Það varð skammlíft, en haustið 1914 var stofnað Verka- mannafélagið Árvakur, sem enn starfar. Verkakonur voru í sér- stöku félagi, Framtíð, frá 1918 til 1971, er félögin sameinuðust undir Einar Bragi. nafni Árvakurs. Er það eitt hið elsta og langfjölmennasta félagið á staðnum og gætir hagsmuna bæði sjómanna og verkafólks. Vegna fyrrnefndra tímamóta ákvað Ár- vakur að standa straum af kostnaði við útgáfu þessa bindis af Eskju. Liðin eru 17 ár frá því er undir- búningur hófst að skráningu á sögu Eskifjarðar og 12 ár síðan fyrsta bókin kom út. Hefur sérstök byggðarsögunefnd, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, unnið að framgangi málsins í nánu samstarfi við höfundinn. Alls eru þessi fjögur bindi yfir 1200 síður og myndir á sjöunda hundrað. Stefnt er að því að ljúka meginverkinu fyrir 200 ára afmæh kaupstaðarins, en Eskifjörður var einn þeirra sex verslunarstaða, sem fyrstir hlutu kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Síðan hafa menn hug á að halda útgáfu söguritsins áfram um ókomin ár, eftir því sem efni fellur til og ástæður leyfa. Á hlífðarkápu er litmynd af Hólmatindi eftir Bolla Davíðsson. Útgefandi er Byggðarsögunefnd Eskifjarðar. Líf og verk Finns Jónssonar listmálara Almenna bókafélagið hefur gefið út listaverkabók um Finn Jónsson, listmálara. Myndaval og útgáfu hefur annast Frank Ponzi, listfræð- ingur, og hann skrifar einnig rit- gerð sem nefnist Listamaður á undan sinni samtíð og er rækileg úttekt á list Finns Jónssonar. Ind- riði G. Þorsteinsson skrifar um ævi Finns og styðst þar við frásögn listamannsins. Listferill Finns er sérkennilegur. Hann er fyrsti framúrstefnumálar- inn á íslandi, en framúrstefnulist hans var ekki vel tekið hér heima þegar hann sýndi hana hér 1925. Samtímis því sýndi hann átta fram- úrstefnumyndir í Sturm-salnum í Berlín á samsýningu með Kandin- sky og Paul Klee o.fl. sem taldir eru upphafsmenn nútímalistar. Vöktu myndir hans þar mikla at- hygli og var skrifað um hann af frægum listfræðingum í Þýska- landi, Frakklandi og víðar. En það var aldrei kunnugt hér heima og meginhluti þessara mynda glatað- ist hefur sennilega lent í málverka- brennum Hitlers. Finnur Jónsson var alltaf mikils metinn málari hér á íslandi, en ekki fyrir framúrstefnulist sína, heldur landslagsmálverk sem hann málaði mikið af á tfmabilinu 1930- 1960. Nú er Finnur Jónsson viður- kenndur jafnt hér á íslandi sem í útlöndum sem einn í hópi merk- ustu framúrstefnumanna álfunnar á fyrri hluta aldarinnar. Hvert er eðli drauma? Matthías Jónasson. Bókaútgáfa Menningasjóðs hef- ur gefið út ritið Eðli drauma eftir dr. Matthías Jónasson, en þar er um að ræða tilraun til sálfræði- legrar túlkunar á þessu margflókna viðfangsefni. Um erindi bókarinn- ar segir svo á kápu: Djúptæk þáttaskil hafa orðið í draumrannsóknum á þessari öld. Menn leita ekki lengur að forspá í draumum, heldur að þeim hræring- um í vitund dreymandans sem þeir spretti af. Þetta er í samræmi við þróun þeirra vísinda sem nú leggj- ast á eitt um að skýra eðli drauma. í stað þess að leita út fyrir hið mennska svið skyggnast draum- fræðingar 20. aldar inn í vitsmuna- og tilfinningaííf einstaklingsins og meta áhrif þeirrar geðrænu reynslu sem hann kann að hafa orðið fyrir. Matthías Jónasson er í hópi kunnustu og afkastamestu rithöf- unda okkar um vísindaleg efni nú á dögum. Er þetta tólfta bók hans, og hafa hinar fyrri hlotið miklar vinsældir og tryggt höfundi virðing- arsess meðal íslenskra fræði- manna. Eðli drauma er 299 blaðsíður að stærð. Dagur á barna- heimili Komin er út bókin Kátt í koti „dagur á barnaheimili“ eftir Krist- ján Inga Einarsson og Sigrúnu Ein- arsdóttur. Á bókakápu segir: „Kátt í koti er bók ætluð börnum og full- orðnum. I bókinni er lýst í máli og myndum einum degi á barnaheim- ili. Fylgst er með börnunum í námi, leik og starfi, auk þess sem farið er í réttir. Fæst okkar vita hvað gerist á barnaheimilunum. Þangað er farið með börnin á morgnana og þau sótt á kvöldín. Þessi bók gefur því börnum og fullorðnum tækifæri til að skyggn- ast inn í þennan heim og tilefni til skemmtilegra umræðna. í bókinni eru um 60 svart/hvítar ljósmyndir eftir Kristján Inga, en þetta er þriðja barnabókin frá honum. Áður hafa kornið út bækurnar Krakkar krakkar og Húsdýrin okk- ar sem kom út um síðustu jól og kemur nú um jólin út í annarri út- gáfu. Textinn í Kátt í koti er eftir Sigrúnu Einarsdóttur fóstru og kennara við Fósturskóla íslands, þetta er hennar fyrsta bók. Lífssaga Guðmundar í Víði Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út bókina Með viljann að vopni - Hfs- sögu Guðmundar Guðmundssonar í Víði, eftir Kjartan Stefánsson. Bókin er á þriðja hundrað síður og prýða hana rúmlega sextíu myndir, flestar áður óbirtar. í kynningu forlagsins á bókar- kápu segir, að lífssaga Guðmundar í Víði sé saga stórhuga athafna- manns. Hann varð blindur á barns- aldri, en lét hvorki það né annað mótlæti buga sig, heldur gekk tví- efldur til verks. Á unglingsárum hóf hann húsgagnasmíði, byrjaði skipulega framleiðslu fyrir al- mennan markað í kreppunni á fjórða tug aldarinnar og stofnaði síðan Trésmiðjuna Víði, sem lengi hefur verið ein stærsta húsgagna- verksmiðja landsins. Kjartan Stefánsson höfundur bókarinnar, starfar sem blaðafull- trúi Verslunarráðs íslands. Hann hefur skráð þessa reynslusögu Guðmundar í Víði samkvæmt sam- tölum við hann og ýmsa þá sem hafa verið honum samferða á lífs- leiðinni. Þá hefur Kjartan einnig leitað í ýmsar aðrar heimildir. Auk starfssögu Guðmundar er í bókinni fjallað ítarlega um einka- hagi hans og það, hvernig hann hefur unnið markvisst gegn því að láta sjónleysið verða sér til trafala.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.