Þjóðviljinn - 13.12.1983, Page 20

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Page 20
DIÚBVIUINN Þriðjudagur 13. desember 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er haegt að ná í biaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Hugmynd Ásmundar fékk litlar undirtektir Formenn verkalý< vildu ekki reyna Formenn þriggja verkalýðsfélaga stinga saman nefjum á fundi sambandsstjórnar ASÍ í gær, en þeim fundi lýkur í kvöld. Frá vinstri Þórður Ólafsson formaður Verkalýðsfélagsins Boðans i Þorlákshöfn, Sigfinnur Karlsson formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga Neskaupstað og Pétur Sigurðsson formaður Verkalýðsfél- agsins Baldurs á ísafirði. - Ljósm. Magnús. Niður- staða funda ASÍ: Átök ekki raunhœf á nœstunni Það var almennt mat manna á formannafundi Alþýðusambands íslands á sunnudag að ekki væri raunhæft að stefna í verk- fallsaðgerðir í bráð. Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ viðraði hugmyndir um að einstök félög reyndu að ná samningum sérstaklega og því yrði ekki um samflot að ræða við samningagerð á næsta ári. Hugmyndir Ásmund- ar fengu litlar sem engar undirtektir og sama er að segja um viðbrögð manna á nýafstöðnum mið- stjórnarfundi. í ályktun formannafundarins er bent á að miðað við aflahorfur á næsta ári séu líkur á að þjóðartekj- ur á mann verði allt að 15% lægri en árið 1981. Hins vegar verði samningsbundin launakjör um 30% lakari á fyrra hluta næsta árs en var á árinu 1981. Stóraukin skattabyrði bætist síðan ofan á skertan kaupmátt. Þá segir að markmið verkalýðs- hreyfingarinnar séu skýr; að endurheimta það sem af henni hef- ur verið tekið og með tilliti til að- stæðna í þjóðfélaginu verði það ekki gert nema í áföngum. Þá verði að byrja á því að bæta hag hinna lægstlaunuðu. Það lýsti hins vegar fáheyrðu dómgreindarleysi að rík- isstjórn og atvinnurekendur skuli skella skollaeyrum við kröfúm miðstjórnar ASÍ um hækkun lág- markstekna og taki út yfir allan þjófabálk þegar VSÍ krefst afnáms ýmissa félagslegra réttinda sem harðast hljóti að koma niður á hin- um tekjulægstu. í gær hófst sambandstjórnar- fundur ASÍ en þar er m.a. rætt um lífeyrismál, atvinnulýðræði, tölv- umál og síðast en ekki síst skipu- lagsmál Alþýðusambandsins. Fundinum lýkur í kvöld. -v. Ásgeir Friðjónsson dómari í ávana- og fíkniefnamálum: Umræðan er komin á Geirfinnsmálsstig Föstudagsfrétt Þjóðviljans staðfest „Ég sagði við biaðamann Morgun- blaðsins að efnislega hefði ég ekkert út á frétt Þjóðviljans sl. föstudag að setja. Ég hefði reyndar viljað hafa aðra fyrirsögn á þessari frétt, en kjarni málsins kemur skýrt fram í fréttinni. Undanfarið hafa þær sögur gengið fjöllunum hærra að tilteknir aðilar sem umsvifamiklir eru í rekstri ýmissa fyrirtækja væru viðriðnir innflutning á fíkniefnum. Með þessu við- Morgunblaðið birti stutt við- tal við Ásgeir sl. laugardag þar sem ítrekað er að engir „fjár- sterkir aðilar“ sem blandast gætu stóru fíkniefnamálunum tveimur hafi fundist, eins og reyndar kemur fram í frétt Þjóðviljans. í Mbl. segir Ásgeir að „blaðamaður hafi hringt í sig og spurst fyrir um þróun fíkni- tali vildi Morgunblaðið gera sitt til þess að slá orðróminn þann niður, því hann var farinn að hafa áhrif á rekstur fyrir- tækja þessara manna. Ég veit til þess að þetta er orðið afar viðkvæmt mál og um- ræðan er að mínu viti komin á það sem éjg vil kalla „Geirfinnsmálsstig“,“ sagði Asgeir Friðjónsson dómari í ávana- og fikniefnamálum þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. efnamála almennt en alls ekki hin tvö nýlegu mál sem nú eru til rannsóknar,“ eins og það er orðað í fréttinni. Rétt er að það komi fram að undirritaður blaðamaður spurði Ásgeir um þessi tvö tilteknu mál og svar- aði hann því til að rannsókn þeirra væri í miðjum klíðum. Hann sagði ennfremur að þeir aðilar sem væru í gæsluvarð- haldi væru ekki þessir „fjár- sterku aðilar“ sem svo mjög eru til umræðu þessa dagana. í viðtali Þjv. við Ásgeir kvaðst Ásgeir ávallt leggja á það ríka áherslu að kveða niður sögusagnir um menn sem ekki ættu við rök að styðjast, eða eins og hann orðaði það: „Það Ásgeir Friðjónsson dómari í ávana- og fíkniefnamálum á skrifstofu sinni í gær. - Ljósm: Magnús. er að sjálfsögðu sama að hverj- um slíkar kviksögur beinast. Ávallt er jafn rík ástæða til að kveða þær niður, ef ekkert bendir til þess að fyrir þeim sé flugufótur.“ -hól. Hvað gerist þegar ríkissjóður selur hlutabréfin í Flug- leiðum? _______________ Ríkis- ábyrgðin og salan eru alveg að- skilin mál! segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra „Kíkisábyrgðin hangir ekkert saman við hlutabréfasöluna. Flug- leiðir verða að starfa áfram og standa skil á sínum lánum þótt rík- ið selji sín hlutabréf í fyrirtækinu“, sagði Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra þegar Þjóðviljinn spurði hann í gær hvort það fylgdi ekki sölu ríkissjóðs á hlutabréfum sínum I Flugleiðum, að fyrirtækið tæki yfir á sínar herðar þær ríkisá- byrgðir sem hvfla á lánum til fyrir- tækisins og voru veittar þegar hlutur ríkisins var aukinn. Alls hvíla nú rúmlega 275 milj- ónir á ríkissjóði vegna ríkisábyrgða á lánum sem Flugleiðir tóku fyrir nokkrum árum þegar félagið átti í verulegum rekstrarerfiðleikum. Þá var það skilyrði ríkisstjórnarinnar að ríkissjóður eignaðist hlutabréf í fyrirtækinu út á þessar miklu ríkis- ábyrgðir. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra telur hins vegar að þarna sé ekkert samband á milli og því muni ríkissjóður áfram bera ábyrgðina á þessu láni sem nú telur rúmar 275 miljónir þrátt fyrir að hlutabréfin verði seld. „Ríkis- skuldabréfin koma sölu hlutabréf- anna ekkert við. Það eru alveg að- skilin mál“, sagði ráðherra. -fg- Tóbak og áfengi hækka Flestar tegundir áfengis og tóbaks hækka talsvert í verði í dag en aðrar 'lækka. Stafar það af breyttum reglum varð- andi útreikninga á útsöluverð- inu og verður það nú í sam- ræmi við mismunandi innkaupsverð vörunnar. Amerískar sígarettur hækka um 11-15% en enskar standa í stað, svo dæmi séu nefnd. Áfengistegundir sem eru dýrar í innkaupi eins og t.d. koníak hækka í allt að 700 kr. flaskan en aðrar tegundir eins og t.d. íslenskt brennivín stendur í stað. Flestar rauðvínstegundir hækka.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.