Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVIIIINN KR vann Val í fcörfunni Sjá bls. 15 desember föstudagur 288. tölublað 48. árgangur Jón Þórarinsson lögfræðingur Framleiðsluráðsins: ÉGKÆRÐI • Hefur þrívegis rekið á eftir rannsókn • Yfirdýra- læknir hefur ekkert fylgst með kjötsmyglmálinu. • Tollgæslustjóri útilokar ekki smygl í gámum. Jón Þórarinsson lögfræðing- ur Framleiðsluráðs landbúnað- arins sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hann hefði undirritað kæruna um smyglið á nautakjötinu sem send var Rannsóknarlögreglu ríkisins í lok síðasta mánaðar. „Ég hef þrisvar sinnum rekið á eftir því að rannsókn væri hafin. Einu sinni í samtali við Hallvarð Ein- varðsson rannsóknarlögreglu- stjóra og tvisvar sinnum á fund- um með Þóri Oddsyni vara- rannsóknarlögreglustjóra. Síð- ast ræddi ég við hann á mánu- daginn var“ sagði Jón Þórarins- son. Hann kvað því að Fram- Ieiðsluráð landbúnaðarins hefði lagt fram fullgilda kæru. í viðtali við Þjóðviljann sem birt er á bls. 10 í dag segist yfirdýra- læknir, Páll A. Pálsson, ekícert hafa fylgst með fréttum síðustu daga um smygl á nautakjöti til landsins. Hann á samkvæmt lögum að hindra að hættulegir sjúkdómar geti borist til landsins með þessum hætti. „Ég sé sjaldan Pjóðviljann og Dagblaðið sé ég nú aldrei. Þeir verða að háfa eitthvað að skrifa fyrir jólin blessaðir“, sagði æðsti embættismaður sóttvarna á þessu sviði. „Það er alltaf verið að reyna að smygla eitthváð. Sjómenn eins og gengur, og kerlingar eru alltaf að fara til útlanda. Þær vilja helst koma heim eins og klyfjahestar úr kaupstað“ sagði Páll A. Pálsson yfirdýralæknir ennfremur. Tollgæslustjóri, Kristinn Ólafs- son, sagði í viðtali við Þjóðviljann að hann útilokaði alls ekki að kjöti sé smyglað til landsins í gámum sem koma með farskipum. _____________________6g/ór/S.dér Sjá viðtöl á bls. 10 Dæmið gengur ekki upp Ef allir segja satt eiga 20 tonn af gæða- flokki að duga allri veitingasölu og einkaheimilum í landinu! - Flugleiða- hótelin ein segjast hafa keypt 47 tonn af unnu nautakjöti á þessu ári. Þjóðviljinn hefur gert athugun á framleiðslu og sölu á innlendu nautakjöti á sl. fimm árum. Þar kemur fram að heildarmagn kjöts í þeim gæðaflokkum sem hótel og veitingahús segjast nota er aðcins um 20 tonn. Það er innan við helmingur þess inagns sem hótel Fiugleiða tilgreindu í fréttatilkynningu að væri notkun þeirra það sem af er þessu ári. Þessi athugun leiðir í Ijós tölulegar stærðir sem vekja fjölda spurn- inga um eðli hins raunverulega kjötmarkaðar á íslandi. Sjá síðu 10 Jón Helgason landbúnaðar- og dómsmálaráðherra upplýsir á Alþingi Hótel Sögu - þegar Tollgæslan framkvæmdi rannsókn Jón Helgason landbúnaðar- og dómsmálaráðherra upplýsti á AI- þingi í gær að fyrirrennari hans hefði sent rannsóknarlögreglunni bréf í lok apríl á síðasta ári þar sem farið var fram á rannsókn vegna orðróms um stórfellt smygl á kjöt- vörum. Ekkert hefði komið út úr þeirri rannsókn ennþá. Þá las ráð- herra upp úr skýrslu tollgæslustjóra um úthlaup starfsmanna Tollgæsl- unnar á fjölmörg nafngreind hótel og veitingastaði í Reykjavík 25. nóv- ember sl. Vakti óskipta athygli að eitt af stærstu hótelum landsins sem mikið hefur verið nefnt í sambandi við smygl á kjötvörum, Hótel Saga, var ekki á þeim lista sem ráðherra las upp yfir alþingismönnum. Að- spurður sagðist Jón ekki geta gefið var sleppt skýringu á hvers vegna umræddu hóteli var sleppt í úthlaupi Tollgæslunnar. Ráðherra sagðist ekki vita nein dæmi um lögbrot en sagðist hafa fullan vilja á að koma í veg fyrir að lög væru brotin í þessum efnum. Bæði Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýndu ráðherra fyrir að taka linlega á þessum málum, þrátt fyrir að fjölmargar ábendingar m.a. frá hagsmunasamtökum bænda hefðu borist til ráðherra um grunsemdir varðandi stórfellt smygl á kjöti til landsins. Væri undarlegt að ráðherra hefði enga forgöngu í því að láta rannsaka þetta mál ofan í kjölinn til að fá hið sanna í ljós né fylgja eftir umbeðnum rannsóknum. Jón Helgason Sagðist ekki vilja hylma yfir neinu í þessum efnum og myndi gera sift ítrasta til að upplýsa málið. ~lg- Jólablað Þjóðviljans fylgir blaðinu í dag Ástarbréf Þórbergs Þórðarsonar Elskan jundin „Bréf til Sólu“ kom út í gær ígœr kom út bókin Bréf til Sólu og hefur hún að geyma 51 ástarbréf Þórbergs Þórðarsonar til Sólrúnar Jónsdóttur frá árunum 1922 til 1931. Útgefandi er Guðbjörg Steindórsdóttir tœplega sextug ekkja í Kópavogi, en fyrir' liggur yfirlýsing frá Þórbergi og Sólrúnu móður hennar um að hann sé faðir hennar. Ástarsamband þeirra Þórbergs og Sólrúnar stóð í 14 ár en var alltaf ást í meinum, þarsem móðir hennar lagðist eindregið gegn sambandi þeirra. Bréf Þórbergs til Sólu varpa nýju ljósi á kveðskap hans á þriðja áratugnum og frásagnir hans af elskunni sinni í íslenskum aðli. Nánar verður sagt frá bréfunum í Sunnudagsblaði Þjóðviljans um helgina. - GFr.. Smári Geirsson hef- ur skrifað sögu Neskaupstaðar. Sjá ritdóm Magna Kristjánssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.