Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 20
múmi/m
Föstudagur 16. desember 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins I síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Myndin sýnir hvernig börnin í Seljaskóla dveljast í ófuligerðum skólastofum. Mynd - eik.
53% hækkun
útsvara!
Skattastefna Davíðs í framkvœmd
“ i i i
1974 1975 1976 * 1977
„Reykvískir launþegar verða
53% lengur að vinna fyrir útsvar-
inu sínu á næsta ári en að meðal-
tali síðustu 8 ár. I stað skatta-
lækkunar sem Sjálfstæðisflokk-
urinn lofaði fyrir kosningar eru
þetta efndirnar, - 53% meiri
skattbyrði auk stórfelldra hækk-
ana á þjónustugjöldum. Hvort
tveggja er langt yfir greiðslugetu
almennings sem þrælalögin hafa
gert að engu“. Þetta sagði Sigur-
jón Pétursson m.a. I fyrri um-
ræðu um fjárhagsáætlun Reykja-
víkur í gærkvöldi.
Sigurjón sýndi fram á með töfl-
----1-------j-------1-------r—
1978 1979 1980 1981
unni hér að ofan hvernig útsvars-
byrðin kemur niður á Dagsbrún-
arverkamanni á næsta ári og
undangengin 8 ár. Rauðu súlurn-
ar sýna skattbyrði Davíðs 1983 og
1984. Tekið er meðaltal allra
Dagsbrúnartaxta á hverju ári og
þá sést að þegar vinstri meiri-
hlutinn hækkaði útsvarsálagning-
una í 11,88% jókst skattbyrðin
aðeins um 3,4% 1980, 4,9% 1981
og 1,4% 1982 miðað við meðaltal
áranna 1975-1982. Nú, þegar
borgarstjóri stærir sig af því að
lækka útsvarsprósentuna í 11%,
þýðir það að Dagsbrúnarverka-
1982 1983 1984
maðurinn er 53% lengur að vinna
fyrir útsvarinu! „Þetta kalla
menn svo að lækka skatta!“ sagði
Sigurjón, en tekjur borgarinnar
af útsvarinu hækka um 45%,
meðan gert er ráð fyrir 20%
hækkun launa milli ára og 25%
hækkun verðlags.
Þrátt fyrir stórauknar tekjur
með hærri álögum er fjárhagsá-
ætlun 1984 lokað með láni, enda
fer 3ja hver króna sem afgangs
verður þegar rekstrinum sleppt, í
vexti og afborganir út af Grafar-
vogsævintýrinu.
Dapurleg
tíðindi
-Neyðarástand
segja skólastjórar Vesturbæjarskóla
og Seljaskóla
„Mér þykja þetta afskaplega
dapurlegar fréttir. Bæði við hér í
skólanum sem og foreldrafélagið
höfum margt skýrt frá hinu dapra
ástandi í húsnæðismálum skólans
en þessi ákvörðun fræðsluráðs
sýnir að ekkert tillit hefur verið til
þessa tekið“.
Þetta sagði Kristín Andrésdóttir
skólastjóri Vesturbæjarskóla þegar
Þjóðviljinn leitaði álits hennar á
ákvörðun borgaryfírvalda.
,4*89 er útí hött að láta forgang
Grafarvogsskóla bitna á yfírfullum
og ófrágengnum skólum í eldri
hverfum borgarinnar“, sagði
Hjalti Jónasson skólastjóri Selja-
skóla.
„Hvernig ástandið 'í húsnæðis-
málum Vesturbæjarskóla er verður
ef til vill best lýst með því að starf-
semi skólans er á fjórum stöðum í
borginni. Hér er engin aðstaða til
sérgreinakennslu og verður hún að
fara fram úti í bæ. Ég held að ég
taki ekki of sterkt til orða þótt ég
segi að hjá okkur ríki neyðará-
stand. Og um það veit Fræðsluráð
fullvel. I þessu sambandi get ég
nefnt að þegar ég kom hér að
skólanum 1980 voru 198 börn í
honum og það var þröngt. í vetur
eru þau 280 og þá geta allir séð
hvernig ástandið er. En það sem
verra er, við megum búast við enn
frekari aukningu næsta vetur, þar
sem börnum í Vesturbænum fjölg-
ar stöðugt. Ég fæ ekki séð að við
getum tekið við 6 ára börnum í
skólann næsta haust. Svo er hitt að
ég óttast að við höldum ekki kenn-
urum við þau starfsskilyrði sem
þeim eru búin hér“, sagði Kristín
Andrésdóttir.
Hjalti Jónasson, skólastjóri
Seljaskóla sagði að ástandið væri
slæmt í Seljaskóla nú, þar sem not-
ast yrði við 3 bráðabirgðastofur,
eina færanlega og tvær sem stúkað-
ar væru af á gangi skólahússins.
Næsta haust verður ástandið enn
verra, því þá yfirgefa 60 nemendur
skólann, þeir sem nú eru í 9. bekk
en um 130 börn kæmu í 6 ára bekk.
Þessi fjölgun gerir það að verkum
að fá verður 4 nýjar færanlegar
skólastofur frá Hólabrekkuskóla,
sem svo verður að skila ári síðar.
„Það sem mér þykir einna verst
við að fá þessar færanlegu stofur er
að nær allt leiksvæði barnanna við
skólann fer undir þær þetta ár sem
þær verða hér, en vanda okkar
verður að leysa með einhverjum
hætti,“ sagði Hjalti.
-S.dór
Utanríkisráðherra fer einn með atkvæði íslands um
vígbúnaðar- og afvopnunarmál á aþjóðlegum vett-
vangi
_
Skipar Islandi með
vígbúnaðarríkjum
Alþingi fékk ekki að greiða atkvæði
„Það er greinilegt að alþingis-
menn fá ekki að taka afstöðu til
tiliögu Mexíkó og Svíþjóðar sem
borin verður upp á þingi Samein-
uðu þjóðanna nú í dag. Ríkisstjórn-
in og utanríkisráðherra ætla að
fara fram með sina afstöðu í þess-
um efnum án þess að spyrja Alþingi
um álit þess. Þetta ber að harma“,
Sagði Svavar Gestsson form. Al-
þýðubandalagsins í harðvítugum
umræðum um vigbúnaðar- og af-
vopnunarmál á Alþingi í gær.
Svavar og fleiri þingmenn stjórn-
arandstöðunnar gagnrýndu harð-
lega þá málsmeðferð að alþingis-
mönnum væri ekki gefinn kostur á
að láta álit sitt í ljós og móta þá
stefnu sem fram væri borin í nafni
íslensku þjóðarinnar á vettvangi
sameinuðu þjóðanna til tillögu
Mexíkó og Svíþjóðar um algert
bann við framleiðslu kjarnorku-
vopna. Geir Hallgrímsson utanrík-
isráðherra hafði áður lýst því yfir
að ísland myndi sitja hjá við af-
greiðslu þessarar tillögu á þingi
Sameinuðu þjóðanna í gær, sam-
kvæmt hans ósk.
Ólafur Ragnar Grímsson alþm.
sagði að utanríkisráðherra hefði
skipað fslandi í hóp vígbúnaðar-
ríkja með atkvæði sínu á fundi
utanríkisráðherra NATO-ríkja í
síðustu viku þar sem hann hefði
greitt atkvæði með tafarlausri upp-
setningu meðaldrægra kjarnorku-
eldflauga í V-Evrópu, en ráðherrar
Danmerkur, Grikklands og Spánar
á NATO-fundinum hefðu ekki get-
að stutt slíkar aðgerðir. Sagði
Ólafur að til lítils væri að ræða um
að móta sameiginlega stefnu í
friðar- og afvopnunarmálum milli
þingflokkanna, þegar utanríkis-
ráðherra væri búinn að móta svo
afgerandi stefnu með atkvæði sínu
og þjóðarinnar á alþjóðlegum vett-
vangi og skipa íslandi í hóp vígbún-
aðarríkja. _|g.
Happdrætti
Þjóðviljans
Dregið hefur verið en númerin
innsigluð hjá borgarfógeta.
Gerið skil sem allra fyrst
svo hægt verði að birta vinnings-
númerin!
Greiða má með
gíró 6572
í aðalbanka
Alþýðubankans
Laugavegi 31