Þjóðviljinn - 20.12.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Qupperneq 15
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 óskum okkar hinna. Þeir gera ein- faldlega þá kröfu að fá að eiga hlut- deild í iífsvon okkar. Og sú krafa er að réttu til styrktar okkar von. Þann skilning eigum við að sýna í verki. Einnig friðarhreyfingin. Gegnum þraut til frelsis Friður er ekki aðeins ástand í sambúð ríkja, friður er einnig ásig- komulag þjóðlífs. Ásigkomulag er reyndar dálítið misvísandi orð, því það felur í sér óbreytanleika. Þjóðlíf er ekki hið sanna óhefta líf, nema það sé gróandi og þróandisk. Semsé, í breytingu á hverri stund. Einn helsti hvati breytinga og þró- unar er barátta fólks fyrir lýðrétt- indum. Fái sú barátta ekki fram- gang á forsendum ríkjandi þjóðfé- lagsreglu, brýtur hún sér leið í gegnum hana. Fyrr eða síðar. Er þá réttindasókn alþýðu andstæð bar- áttu fyrir friði? Vitaskuld ekki, ætl- um ekki neinn friðarsinna svo þröngsýnan. Réttindasókn fólks stefnir til lýðræðis, eða eftir atvik- um, að umbreyta þjóðfél- agsreglunni í átt til lýðræðis. Um þetta skulum við ekki efast. En sú lýðræðisþróun sem eitthvað á að endast, hefir friðinn að forsendu. f annan stað er lýðræðið frekari fors- enda og raunar trygging friðar. Friðsamleg lýðræðisþróun, það er fagurt jafnvægi í því orðasamb- andi. Frá því fagra jafnvægi er raunar skammt yfir í sósíalíska baráttu. Þá erum við reyndar ekki með neitt sovéskt form á sósíalismanum og vísum „alræði öreiganna“ út í ystu myrkur. Okkar sósíalismi er það, þegar almenningur fer að stýra sín- um eigin málefnum, sjálfum sér til þroska og velfarnaðar. Slíkri sjálf- stjórn lýðsins eru öll kúgunartæki framandi eða að minnsta kosti mjög til trafala. Það á við um öll stríðstól og vopnavald. Með þessum hætti eru sósíalistar sjálfsagðir bandamenn friðarhreyf- ingar. Það er að segja friðarhreyf- ingar sem gerir meira en að ein- blína á jafnvægislistir risanna stóru. Og telja það hlutverk sitt að tryggja að ekki hallist á. Nei, hér er átt við friðarhreyfingu með sjálfs- vitund, friðarhreyfingu sem þekkir og yrkir jarðveg friðarins, lýðræð- isöfl samfélagsins. Það fer svo eftir afli og ágæti sósíalista í hverju landi, hvort friðarhreyfingin telur sér akk í Iiðveislu þeirra. Fer sem vill um það. En hitt er verra, ef sósíalistar gera sér ekki ljóst, hvers vegna þeir eiga að veita hverri þeirri friðarhreyfingu sem ber Iif- andi blóm í barmi. En forðast þær upplituðu gervijurtir sem stórveld- in stilla út í glugga sína. Eldur er uppi Nýlega hefir heimurinn orðið vitni að ljótu sjónarspili úti fyrir ströndum Suður-Ameríku. Her- skipafloti frá stærsta herveldi allra tíma, Bandaríkjunum, kemur ös- landi hinn heita sjó Golfstraumsins um tvö þúsund kílómetra vegal- engd. Svört eru segl, því hér er ekki gleði, friður, fögnuður á ferð held- ur ofbeldi og ógn. Það er lagst í lægi úti fyrir lítilli eyju, eldbrunninni, þar sem stöðuvögnin eru gamlir gígar og fjöllin hafa hlaðist upp við gos. Við ættum að þekkja þarna ýmislegt skylt okkar landi, nema hvað allt er grænt og gróðri vafið, - landið er Grenada. Um aldamótin síðustu voru jafnmargir íbúar á þessum hitabeltishólma sem á okk- ar hrjóstruga landi, - og lutu hvorir tveggja erlendu forræði. Nú hefur Grenadamönnum fjölgað um þriðjung en okkur þrisvar sinnum. Skyldi það ekki segja sitt um að- stöðumuninn? En vígdrekarnir bandarísku skeyta ekki um þetta heldur vaða fram og það stendur eldur úr kjöftum þeirra. Óvígur her marsérar á land, 5 eða 6 þúsund manns, og dreifir sér um allt á nokkrum klukkustundum. Landið er lítið og hermennirnir standa í reynd þétt saman þótt dreifðir séu, - Rússar þyrftu að senda 10 miljón- ir hermanna til Afganistans til að hver þeirra hefði jafn stóran flöt að „frelsa“ og þessir landgönguliðar á Grenada. Ætlunarverkið tókst líka fljótt og vel: drepa svosem 100 innfædda á móti hverjum einum sem féll af þeim sjáifum (þetta hlutfall er þekkt úr nýlendustyrj- öldum allra alda). Hver var nú orsök þessa mikla herhlaups? Sú nauðsyn að koma þarna á fyrra ástandi, „vestrænni reglu", „vestrænni upplýsingu“. Hvað skal okkur Grenada! í haust hefði ég varla vitað hvar ég ætti að leita þess á landabréfi, ef ekki hefði verið fyrir eftirgreint atvik. Það var fyrir 5 árum, ég sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í New York og einn daginn var ekki fundur í féiagsmálanefnd- inni minni á eðlilegum tíma. Ein- hver sagði: það er vísindalegur fyrirlestur og myndasýning. Hvað gat verið svo brýnt að umræður um mannréttindi í Chile yrðu að víkja? Fáum okkur einn, sagði Tómas sendiherra, og förum svo og hlust- um á ruglukollinn frá Grenada, það má hafa gaman af greyinu. Hann gengur með þá grillu að frá- sagnir af fljúgandi diskum séu sannar og vill fá geimverunum þegnrétt hér hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þannig var þetta. Samko- munni svipaði víst til skyggnilýs- ingarfundar hjá miðli, nerna hér vantaði áheyrendur trúna. Maður fékk á tilfinninguna að hæstvirtur forsætisráðherra Grenada væri al- mennt talinn sinnisveikur en hann ætti sér volduga forsvarsmenn, nefnilega sjálfa gestgjafa Samein- uðu þjóðanna, Bandaríkjamenn. „Þeir eru víst ánægðir með hann þarna suðurfrá, þeir vita ekki betur en hann sé viðurkenndur vísinda- maður. Þetta er frumstætt fólk“. Smáorðið „þeir“ hafa víst ýmsar merkingar í þessu hjali. Svo gerðist það einn góðan veðurdag að „hið frumstæða fólk“ fékk nóg af „vísindamanninum" og steypti honum af stóli - í friðsam- legri stjórnarbyltingu. Ungur, geð- ugur og menntaður maður, Maurice Bishop, tók að sér að vera leiðtogi sinnar fátæku þjóðar. Hann var róttækur og boðaði sam- hjálp í sósíalískum anda. Og lagði mikla áherslu á að fólk yrði að læra að verða bjargálna. í þessu skyni fékk hann atfylgi erlendis frá, framhjá „verndarenglurn" svæðis- ins, frá Sovét og Kúbu, frá Bret- landi og öðrum Efnahagsbanda- iagslöndum. En Bishop amaðist ekki við bandaríska læknaskólan- um á eynni, og hann vonaðist til að nýi flugvöllurinn mundi laða að bandaríska ferðamenn með fullar pyngjur. Bandaríkin gátu hins vegar ekki séð það í friði að fákænt fólk losaði sig undan forsjá þeirra með friðsamlegum hætti, kæmu á sam- böndum við ríkisstjórnir og fyrir- tæki að þeim fornspurðum og drægju að hún fána félagslegra framfara. Hættulegt fordæmi! Hvað færi fólkið í E1 Salvador að hugsa? Það mætti kannske líka! Og Sandinistum í Nicaragua fyndist þeir ekki standa einir. Hvílík vá! Þess vegna var flotinn mikli bú- inn út. Ekki þar fyrir, vitanlega væri unnt að skipa málum á Gren- ada í kyrrþei með ýmis konar þrýst- ingi og diplómatí. Tilaðmynda í samvinnu við fyrrverandi nýlendu- herra í London og járnfrúna. En þá hefði glæsileikinn verið fyrir bí, á- hrifin engin á meginlandi rómön- sku Ameríku. Auk þess sem| flotinn kvartaði yfir skorti á æfing- averkefnum. Friðartímabilið eftir Víetnam var orði helstilangt. Það dunar í eyrum Hér er skyit að minnast á þann óvænta happadrátt sem Banda-| ríkjastjórn fékk eftir að flotinn ó- sigrandi var kominn á stað til að „leysa Grenadamenn undan áþján": morðið á Maurice Bishop. Vel má raunar vera að útsendarar bandarísku leyniþjónustunnar hafi hér eitthvað um vélað, en opinbera skýringin er ein nægileg og fullkomlega trúverðug. í stjórn- málaflokki Bishops voru menn sem höfðu komist undir áhrif sovéskrar stj órnmálahugsunar, lenínismans. Þeim fannst Bishop ekki temja sér nægilega samsæriskennd vinnu- brögð, hann treysti um of á dóm- greind almennings en minna á lög- regluvald. Þessir sovétvinir sáu að „flokkurinn“ gæti ekki tekið sér al- ræðisvald, nema Bishop væri rutt úr vegi. Því var hann skotinn. En hvellurinn af því skoti hlýtur að hafa heyst æði vel í herbúðum ým- Sjá næstu síðu1 Ny barnabók sem vakið hefur mikla athygli Hvaða augum lítur barnið dauðann? Hvernig bregst sex ára drengur við þegar pabbi hans deyr? Hver er skilningur hans á að lífið haldi áfram? r Sagan lýsir á raunsæjan hátt hvað hrærist 1 huga sex ára drengs, sem missir pabba sinn í bílslysi. Efnið vekur okkur til umhugsunar um hvaða augum við lítum á dauða náinna ástvina. Saga sem allir hafa gott af að lesa. ^ Haslahf-O ,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.